Greinar laugardaginn 26. febrúar 2022

Fréttir

26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 109 orð

Engar lyfjaleifar í íslenskum ám

Meira en fjórðungur sýna sem tekin voru úr ám víðsvegar um heim innihélt leifar lyfja yfir viðmiðunarmörkum um eitrunaráhrif. Á einungis tveimur stöðum sem rannsakaðir voru reyndust ár vera lausar við lyfjaleifar. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Engin lyfjamengun í 17 sýnum úr íslenskum ám

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meira en fjórðungur sýna sem tekin voru úr ám víðsvegar um heim innihélt leifar lyfja í því magni að það var yfir viðmiðunarmörkum um eitrunaráhrif, samkvæmt frétt euronews.green . Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Fimm tilboð bárust í æðardúnstekju

Fimm tilboð bárust í æðardúnstekju við Hrafnseyri í Arnarfirði, en tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í fyrradag. Eftirtalin tilboð bárust: Brekka guesthouse, Dúnn, Guðjón Ingólfsson, Hákon Sturla Unnsteinsson og Valur Richter. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Fjórtán sinnum lokað á þessu ári

Nokkrir helstu þjóðvegir landsins voru lokaðir um tíma í gær, svo sem Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið og Mosfellsheiði. Einnig vegir á Vesturlandi, fyrir norðan og austur á landi. Hellisheiði var í gær lokað í 14. skiptið á árinu. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Fylltu tvær vélar af kvikmyndatökubúnaði

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum leigt svona vélar fyrir tvö verkefni í röð og fyllt þær af búnaði. Þetta eru óneitanlega góð tíðindi fyrir efnahaginn á Íslandi,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum

Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og myndlistarmaður, sem búsettur er í Kænugarði, þurfti í nokkur skipti í gær að fara í sérútbúin sprengjuskýli þegar sprengjuviðvararnir fóru í gang í borginni. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 221 orð | 2 myndir

Kænugarður riðar til falls

Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Örlög Úkraínu verða ráðin núna,“ sagði Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sem forsetaembættið gaf út eftir miðnætti að staðartíma í Kænugarði í nótt. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Landspítali á neyðarstig

Landspítali var færður á neyðarstig í gær. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Langþráð frumraun í Carnegie Hall

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari þreytti í vikunni frumraun sína í frægasta tónleikahúsi New York-borgar, Carnegie Hall, fyrir fullum sal hrifinna gesta. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Misskilningur að kröfur um hæfi séu hertar

„Það er misskilningur að Fjármálaeftirlitið sé sérstaklega að herða kröfur um hæfi einstaklinga sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða en mat á þekkingu og reynslu stjórnarmanna tekur augljóslega mið af þeim kröfum sem gerðar eru til lífeyrissjóða á... Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

MR-ingar í Austurstrætið

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkiseigna, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu í vikunni samning um leigu á 1.519 fermetra húsnæði fyrir MR í Austurstræti 17. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 609 orð | 2 myndir

Óánægja með fyrirhugaða lokun pósthúsa

Úr bæjarlífinu Óli Már Aronsson Hellu Íslandspóstur hefur boðað að fyrirtækið muni loka afgreiðslum sínum á Hellu og Hvolsvelli frá 1. maí nk. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Raskaði samgöngum og veitukerfum víða

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Djúp lægð kom inn frá Grænlandshafi snemma í gærmorgun og sendi hún óveður yfir landið allt. Öllu flugi til og frá Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum var aflýst út daginn. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Refir og minkar voru veiddir í borgarlandinu

Allmargar kvartanir bárust Mein- dýravörnum Reykjavíkurborgar í fyrra vegna refa og minka og voru mörg dýr unnin í borgarlandinu. Fram kemur í skýrslu Meindýra- varna fyrir árið 2021 að 29 kvartanir bárust vegna minka og var þeim öll- um sinnt. Meira
26. febrúar 2022 | Erlendar fréttir | 1305 orð | 7 myndir

Rússar sækja að Kænugarði

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússar sóttu í gær að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og reyndu að ná borginni á sitt vald með öllum ráðum. Á sama tíma dró Úkraínuher sig inn í borgina og undirbjó sig fyrir götubardaga. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Slegist um oddvitasæti framboðslista

Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, í Reykjanesbæ og Fjarðabyggð vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor fara fram í dag. Ellefu manns taka gefa kost á sér í prófkjörinu á Seltjarnarnesi og jafn margir í Reykjanesbæ. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 566 orð | 3 myndir

Sveitarfélögin vilja stærri skerf af tekjum

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi var á bilinu 26 til 29% á árunum 2016 til 2020. Útsvarstekjur launþega í þessum atvinnugreinum eru uppistaðan í hlut sveitarfélaganna. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Töluverðir hagsmunir undir

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Maður hefur auðvitað áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað tekur við,“ segir Hrafnkell Tulinius, framkvæmdastjóri skipahönnunarstofunnar Nautic. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 451 orð | 4 myndir

Vagga gráðaostsins verði í Önundarfirði

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það voru stórhuga menn hér fyrr á tíð og okkur langar til að endurtaka leikinn,“ segir Eyþór Jóvinsson, athafnamaður á Flateyri. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 516 orð | 1 mynd

Viðvarandi tap hjá Póstinum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sumarið 2019 ákvarðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Íslandspóstur skyldi frá 1.463 milljónir vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði á tímabilinu frá 30. október 2014 til loka ársins 2018. Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þeir eldri fá ekki afslátt af hafnargjöldum

Í Fjarðabyggð hefur að undanförnu verið fjallað um lækkun á hafnargjöldum fyrir eldri borgara og erindi þess efnis m.a. verið rætt í bæjarstjórn, hafnarstjórn og öldungaráði. Fram kemur í fundargerð að hafnarstjórn hefur áður fjallað um erindi sem... Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Þrjú íslensk brugghús fara til Köben

„Við erum ánægð að fá þetta boð. Þetta er flottur klúbbur að vera í,“ segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá RVK bruggfélagi. Þrjú íslensk brugghús munu taka þátt í árlegri bjórhátíð brugghússins Mikkeller í Kaupmannahöfn um miðjan... Meira
26. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 63 orð

Öll tilboðin undir kostnaðaráætlun

Átta tilboð bárust í framkvæmdir við gatnagerð í Prýðahverfi sunnan Álftanesvegar í Garðabæ og voru þau öll undir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboð var frá fyrirtækinu Háfelli ehf. og nam tæplega 230 milljónum króna, en nokkur tilboð voru lítið eitt hærri. Meira

Ritstjórnargreinar

26. febrúar 2022 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Bókhaldsbrellur borgaryfirvalda

Reykjavíkurborg er illa rekið sveitarfélag, skattar eru í hæstu hæðum, skuldir vaxa stjórnlaust og í stað þess að hagræða og fara gætilega með almannafé sóa borgaryfirvöld fé og hafa áform um enn frekari sóun af nánast óþekktri stærðargráðu. Meira
26. febrúar 2022 | Reykjavíkurbréf | 1308 orð | 1 mynd

Dapurleg þróun og fæst sem sýnist

Ýmsir eiga erfitt með að halda þræði í dapurlegri umræðu um andstyggileg örlög Úkraínu. Og þrautalendingin er oft sú að falla í skiljanlegri angist sinni í hefðbundið skak. Það gerir þeim svo sem ekki mikið til, en það bætir heldur engu við umræðuna, sem væri þó okkur öllum hjálplegt. Meira
26. febrúar 2022 | Leiðarar | 611 orð

Innrásin í Úkraínu

Átökin í Úkraínu halda áfram. Meira

Menning

26. febrúar 2022 | Leiklist | 428 orð | 1 mynd

„Hjartahlý krúttbombufjölskyldusýning“

Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í dag, laugardag, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og er hann byggður á tveimur bókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Langelstur í bekknum og Langelstur að eilífu . Meira
26. febrúar 2022 | Dans | 136 orð | 1 mynd

Dansgjörningur í Smáralind í dag

The Mall nefnist dansgjörningur eftir Sögu Sigurðardóttur sem sýndur er í Smáralind í dag kl. 13 og 14. Sýningin er hluti af dagskránni Dagar ljóðsins í Kópavogi. Meira
26. febrúar 2022 | Tónlist | 2118 orð | 4 myndir

Hef beðið þessarar stundar í 20 ár

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
26. febrúar 2022 | Fjölmiðlar | 242 orð | 1 mynd

Hress einermungur

Fátt er skemmtilegra á fallegu vetrarkvöldi en að láta fjarstýringuna á sófaborðinu fara með sig í óvissuferð um undraheima sjónvarpsins. Sumsé taka „lífið er eins og konfektkassi“ á 'etta. Í vikunni hófst ferðin á N4. Meira
26. febrúar 2022 | Myndlist | 366 orð | 1 mynd

Nær hljóðlausar bendingar sem kveikja hughrif

Sýningin Í hálfum hljóðum verður opnuð kl. 15 í dag, laugardag, í Listasafni Íslands og má á henni sjá verk eftir myndlistarmanninn Birgi Snæbjörn Birgisson frá árunum 2015 til 2022. Meira
26. febrúar 2022 | Myndlist | 99 orð | 1 mynd

Rósa og Ásmundur mætast í Loftskurði

Sýning á verkum Rósu Gísladóttur og Ásmundar Sveinssonar, Loftskurður , verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Ásmundarsafni í dag, laugardag, kl. 14. Rósa er fædd árið 1957 og nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Meira
26. febrúar 2022 | Hönnun | 295 orð | 2 myndir

Setur efni og tækni í óvæntar aðstæður

Snert á landslagi – 66°05'35.2&inch;N 18°49'34.1&inch;W nefnist sýning á verkum Tinnu Gunnarsdóttur sem opnuð verður í Hafnarborg í dag. Meira
26. febrúar 2022 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Sungið, leikið, dansað og sögur sagðar

Kolbeinn Jón Ketilsson tenór kemur fram á heldur óvenjulegum tónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
26. febrúar 2022 | Tónlist | 675 orð | 6 myndir

Syngjum burt kóf, styrjaldir og vetur

Hér verður fyrri skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva settur undir smásjána. Meira

Umræðan

26. febrúar 2022 | Pistlar | 324 orð | 1 mynd

70 milljarðar af froðu í Reykjavík

70 þúsund milljónir af froðu hafa nú flotið upp í bókhaldi Reykjavíkurborgar. Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 282 orð | 1 mynd

Aftur árið 1938 í Evrópu

Eftir Diljá Mist Einarsdóttur: "Gerðir Pútíns í bland við söguskoðun hans gefa meir en fullt tilefni til að taka hótanir hans alvarlega." Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 725 orð | 1 mynd

Alda breytinga

Eftir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur: "Reykjavík á að snúast um að þjónusta Reykvíkinga, ekki öfugt." Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 836 orð | 1 mynd

Áfram á vaktinni

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Þrátt fyrir krefjandi tíma undanfarin ár vegna veirunnar og góðan árangur sem náðst hefur í gegnum þann tíma er mikilvægt að sofna ekki á verðinum." Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Frjáls félagasamtök skipta sköpum fyrir þróun samfélagsins

Eftir Jónas Guðmundsson: "27. febrúar er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka en samtökin eru gjarnan til staðar þegar eitthvað bjátar á." Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Orkuskipti eru framtíðin en...

Eftir Halldór Halldórsson: "Það þýðir á mannamáli að þetta eina orkufyrirtæki mun auka útblástur á einum vetri upp í það sem hefði verið útblástur þess fyrirtækis í 10 ár." Meira
26. febrúar 2022 | Pistlar | 812 orð | 1 mynd

Pútin hafnar tilvist Úkraínu

Í huga Pútins eru landamæri Úkraínu gervigjörningur. Frá örófi alda hafi sama fólkið, sem kallaði sig Rússa og var í grísk-kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunni, búið í einu landi. Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Reykjavík þarf að sinna betur velferðarmálum

Eftir Þorkell Sigurlaugsson: "Rekstur og þjónusta velferðarmála í Reykjavík snýst um lífsgæði íbúa í borginni. Í þessari grein eru nefnd nokkur dæmi um mikilvæga þætti." Meira
26. febrúar 2022 | Pistlar | 287 orð

Sagnritun í anda Pútíns

Þegar Pútín Rússlandsforseti reynir að réttlæta yfirgang sinn í Úkraínu, heldur hann fram margvíslegum firrum um sögu Rússlands. Hann er ekki einn um það. Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Sveigjanleg skólaskil

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Með sveigjanlegum skilum milli skólastiga er verið að leggja mun meiri áherslu á einstaklingsmiðað nám." Meira
26. febrúar 2022 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Verðbólgan var góð og gjöful

Eftir Þóri S. Gröndal: "Við getum bara verið þakklát fyrir það að hún skyldi ekki nota enska klámblótsyrðið, sem nú er vinsælast á Íslandi og rímar við sokk." Meira
26. febrúar 2022 | Pistlar | 485 orð | 2 myndir

Þetta er ekki ýking!

Þetta er ekki ýking ,“ staðhæfði ungur maður í hóp þegar hann var vændur um að skreyta frásögn sína, taka djúpt í árinni. Hann átti við að þetta væru ekki ýkjur, hugtakið flæktist í meðförunum en enginn gerði athugasemd. Meira

Minningargreinar

26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 246 orð | 2 myndir

Dýrfinna Vídalín Kristjánsdóttir

Dýrfinna Vídalín Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1974. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 17. febrúar 2022. Foreldrar hennar eru Kristján Vídalín Óskarsson, f. 26. janúar 1947, og Anna María Pálsdóttir, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 4214 orð | 1 mynd

Guðmunda Jónsdóttir

Guðmunda Jónsdóttir, kölluð Munda, fæddist á Hofi í Öræfum 26.desember 1929. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, 12. febrúar 2022. Foreldrar Mundu voru Helga Sigurðardóttir skáld, f. 25.6. 1896, d. 28.8. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 1334 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Magnússon

Gunnlaugur Guðmundur Magnússon fæddist á Ketilseyri við Dýrafjörð 3. september 1933. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 18. febrúar 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurðardóttir frá Harastöðum á Fellströnd í Dalasýslu, f. 25.6. 1895, d. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 193 orð | 1 mynd

Kristjana Sif Bjarnadóttir

Kristjana Sif Bjarnadóttir fæddist 19. janúar 1967. Hún lést 13. febrúar 2022. Útför Sifjar fór fram 22. febrúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 203 orð | 1 mynd

Kristján Gunnþórsson

Kristján Gunnþórsson fæddist 12. mars 1945. Hann lést 7. febrúar 2022. Kristján var jarðsunginn 18. febrúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 911 orð | 1 mynd

Nanna Franklínsdóttir

Hallfríður Nanna Franklínsdóttir fæddist í Litla-Fjarðarhorni í Strandasýslu 12. maí 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði, 11. febrúar 2022. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson, bóndi í Litla-Fjarðarhorni, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 537 orð | 1 mynd

Ólína Guðbjörg Ragnarsdóttir

Ólína Guðbjörg Ragnarsdóttir fæddist 4. febrúar 1944 á Skagaströnd. Hún lést á Landspítalanum 1. febrúar 2022. Foreldrar hennar voru Steinunn Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ragnar Árni Magnússon. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2022 | Minningargreinar | 456 orð | 1 mynd

Pálína Matthildur Sigurðardóttir

Pálína Matthildur Sigurðardóttir fæddist 26. febrúar 1928. Hún lést 2. janúar 2022. Útförin fór fram 12. janúar 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 89 orð | 1 mynd

Metverð á áli en sum álver samt óarðbær

Verð á áli fór í 3,480 bandaríkjadali tonnið í kauphöllinni með málma í London (LME) í vikunni og var það hæsta verð sem um getur. Fyrra met var sett árið 2008 en álverð hrapaði svo þá um haustið í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Á vefnum mining. Meira
26. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 684 orð | 5 myndir

Óvíst um áhrif stríðs á verðlag

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, segir í samtali við Morgunblaðið að of snemmt sé að segja til um áhrif stríðsins í Úkraínu á innflutningsverð vara og verðþróun á Íslandi. Meira
26. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 264 orð | 1 mynd

Timburflutningur raskast hjá Norwood í Rússlandi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, segir hafa farið að þrengja að flutningum með járnbrautarlestum í Rússlandi áður en spennan tók að stigmagnast vegna framvindu mála í Úkraínu. Meira

Daglegt líf

26. febrúar 2022 | Daglegt líf | 114 orð | 1 mynd

Halda málþing og ljóðasmiðju

Síðastliðna viku hafa Dagar ljóðsins verið haldnir í Kópavogi og lokadagur þessarar ljóðadagskrár er í dag, laugardaginn 26. febrúar. Ljóðasmiðjan, Í örfáum orðum, verður haldin á Bókasafni Kópavogs kl. 13. Meira
26. febrúar 2022 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

Skapa sögur í gegnum tónlist

Tónlistarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með tónlistarkonunni Elham Fakouri verður haldin í Norræna húsinu á sunnudag milli kl. 13 og 15. Meira
26. febrúar 2022 | Daglegt líf | 819 orð | 1 mynd

Verðlaunaverkefni bætir gjörgæsluna

Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Valgerður Jónsdóttir hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir gagnasjá sem auðveldar úrvinnslu úr gögnum og getur stuðlað að bættri þjónustu á gjörgæsludeildum. Meira

Fastir þættir

26. febrúar 2022 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. c4 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 c6 7. Rc3 Db6...

1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. c4 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 c6 7. Rc3 Db6 8. h3 Da6 9. b3 b5 10. Rd2 bxc4 11. Rxc4 Bb7 12. Bb2 Rbd7 13. e4 Hfd8 14. Dc2 d5 15. Re5 dxe4 16. Rxe4 Rxe4 17. Bxe4 Hac8 18. Hfd1 c5 19. Bxb7 Dxb7 20. Rxd7 Hxd7 21. Hac1 Df3 22. Meira
26. febrúar 2022 | Árnað heilla | 169 orð | 1 mynd

70 ára

Árný Valgerður Ingólfsdóttir stuðningsfulltrúi fagnar 70 ára afmæli á morgun, 27. febrúar. Hún fæddist í Reykjavík, ólst upp í Smáíbúðahverfinu og býr nú í Grafarvogi, þar sem fjölskyldan byggði heimili. Meira
26. febrúar 2022 | Árnað heilla | 69 orð | 1 mynd

90 ára

Aðalsteinn Aðalsteinsson á 90 ára afmæli í dag. Hann er fæddur að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 26. febrúar árið 1932 og var bóndi þar ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur, í alls 50 ár. Þau eiga sex börn. Meira
26. febrúar 2022 | Fastir þættir | 551 orð | 4 myndir

Á sigurbraut í Serbíu

Það var ekki leiðinlegt að líta á mótstöflurnar á opnu mótunum í Arendjelovac í Serbíu þegar lokið var fimm umferðum af níu. Þá sátu í efsta sæti hvor í sínum flokki Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson. Meira
26. febrúar 2022 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Frambærilegasta fólkið oft logandi hrætt

Sirrý Arnardóttir, stjórnendaþjálfari og fyrrverandi fjölmiðlakona, segir margt af frambærilegasta fólkinu hér á Íslandi logandi hrætt við það að koma fram. Meira
26. febrúar 2022 | Árnað heilla | 716 orð | 4 myndir

Glaðbeittur og vinsæll

Gísli Marteinn Baldursson er fæddur í Reykjavík 26. febrúar 1972. Hann ólst upp í Hólunum í Breiðholtinu og gekk í Hólabrekkuskóla. Foreldrar hans og Stefaníu systur hans unnu bæði í hverfinu, á Hólaborg og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Meira
26. febrúar 2022 | Í dag | 268 orð

Hann er kaldur á norðan

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Kjarkur vera kann og þor. Kollinn vermir börnum á. Löngum gætir lítt um vor. Ljúft ei viðmót kalla má. Þessi lausn flaug Hörpu á Hjarðarfelli í hug: Hér mun köldum karli lýst. Kuldahúfa á börnin fer. Meira
26. febrúar 2022 | Í dag | 54 orð

Málið

Þegar jarðskjálfti skekur húsið finnst sumum ónotalegt að vita ekki hvort um er að ræða sögnina að skekja eða skaka . (Húsið hristist þó jafnt af báðum.) Þá er gott að geta leitað í Íslenska beygingarlýsingu og kynnt sér muninn á þeim í öðrum myndum. Meira
26. febrúar 2022 | Í dag | 1271 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meira
26. febrúar 2022 | Árnað heilla | 155 orð | 1 mynd

Sturla Friðriksson

Sturla Friðriksson fæddist í 27. febrúar 1922 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru hjónin Marta María Bjarnþórsdóttir, f. 1891, d. 1976, og Friðrik Jónsson, f. 1860, d. 1938, kaupmaður, sonur Jóns Péturssonar háyfirdómara. Meira
26. febrúar 2022 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Stöð 2 kl. 22.10 What's Love Got to Do with It

Sagan um söngdívuna Tinu Turner og leið hennar á toppinn. Hvernig hún öðlaðist hugrekki til að brjótast úr ofbeldisfullu sambandi við eiginmann sinn, Ike Turner, og baráttuna sem fylgdi í... Meira

Íþróttir

26. febrúar 2022 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Freista þess að verja bikarmeistaratitla sína

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs mæta Fram í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarsins. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í Laugardal í gær. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Grill 66-deild karla Fjölnir – Vængir Júpíters 34:28 Staðan: ÍR...

Grill 66-deild karla Fjölnir – Vængir Júpíters 34:28 Staðan: ÍR 151203520:43524 Fjölnir 151104466:42822 Hörður 141103470:40422 Þór 12903362:32518 Selfoss U 14905441:40018 Haukar U 12705341:33214 Valur U 12417369:3519 Afturelding U 14419366:4219... Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Guðmundur samdi við AaB

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið AaB. Guðmundur, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Olís-deild karla: Safamýri: Fram – Víkingur 14L...

HANDKNATTLEIKUR Olís-deild karla: Safamýri: Fram – Víkingur 14L Hlíðarendi: Valur – KA 16S Varmá: Afturelding – HK 16:30S Ásvellir: Haukar – Grótta 18S Mýrin: Stjarnan – Selfoss 19:30S Coca Cola-bikar karla: Ísafjörður:... Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 518 orð | 1 mynd

Hvernig bregðast Ítalir við?

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslensku landsliðsmennirnir í körfuknattleik fá ekki langan tíma til að fagna sætum sigri gegn Ítalíu í undankeppni HM. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Jón Arnór Stefánsson í þjálfarateyminu í leiknum í Bologna

Jón Arnór Stefánsson, einn fræknasti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, er óvænt kominn inn í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins. Jón Arnór fór með liðinu til Bologna þar sem Ítalía og Ísland mætast annað kvöld í undankeppni HM. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-deild, riðill 1: HK – Þróttur V. 4:0 A-deild...

Lengjubikar karla A-deild, riðill 1: HK – Þróttur V. 4:0 A-deild, riðill 2: Fjölnir – Stjarnan 1:3 A-deild, riðill 4: FH – Grindavík 4:1 England Southampton – Norwich 2:0 Staða efstu liða: Manch. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Miserfiður dráttur

Íslendingaliðin sem eftir eru í Sambandsdeild UEFA í knattspyrnu karla fengu miserfiðan drátt í 16-liða úrslit keppninnar þegar dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Spilaði frábært golf í S-Afríku

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús úr GR spilaði frábært golf á öðrum hring sínum á Johnson Workwear-mótinu í Durban í Suður-Afríku í gær. Haraldur lék hringinn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Sverrir Þór tekinn við Grindavík

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik og mun stýra liðinu út yfirstandandi tímabil. Sverrir Þór tekur við starfinu af Daníel Guðna Guðmundssyni sem var sagt upp störfum í vikunni. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Sænskur varnarmaður til Íslands- og bikarmeistaranna

Sænski miðvörðurinn Oliver Ekroth er genginn til liðs við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu karla. Ekroth, sem er þrítugur, skrifaði undir eins árs samning með möguleika á árs framlengingu. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 149 orð

Vanda og Sævar berjast um formannsstöðuna hjá KSÍ

Í dag, 26. febrúar, fer fram 76. ársþing Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Að þessu sinni verður ársþingið haldið í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með því sem er að gerast í...

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með því sem er að gerast í Úkraínu þessa stundina. Ég sat í mestu makindum mínum að textalýsa leik Bandaríkjanna og Íslands í alþjóðlega kvennamótinu She Belives Cup þegar ég sá frétt á forsíðu mbl. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Þjálfaraskipti í Kópavoginum

Halldóri Harra Kristjánssyni var í fyrrakvöld sagt upp störfum sem þjálfara kvennaliðs HK í handknattleik. Meira
26. febrúar 2022 | Íþróttir | 765 orð | 3 myndir

Ætlar sér í fremstu röð

Skíði Kristján Jónsson kris@mbl.is Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi úr Reykjavík er á leið á Winter Paralympics þar sem hann mun keppa í svigi og stórsvigi. Meira

Sunnudagsblað

26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 649 orð | 2 myndir

140 ára og enn ætlað líf

Eldhugarnir þingeysku töldu samvinnuhugsjónina eiga erindi við sitt samfélag. Það reyndist rétt. Gott er til þess að vita að enn séu samvinnumenn þessarar skoðunar ... Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 1012 orð | 2 myndir

...að skugga skaltu aftur verða

Gary Brooker, söngvari breska proggbandsins Procol Harum, lést á dögunum, 76 ára að aldri. Hans er fyrst og síðast minnst fyrir einn af erkismellum rokksögunnar, A Whiter Shade of Pale. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 132 orð | 1 mynd

Ástin er ógnvekjandi!

Frumleiki Leikkonan Isla Fisher segir ferska vinda blása í nýju sjónvarpsþáttunum sem hún leikur í, Wolf Like Me, eða Úlfur eins og ég. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 193 orð | 1 mynd

Barnungur skipstjóri

„Logn og sólskin! Varla að maður muni orðið hve slíkt hýrgar skapið og léttir lífið. En í gær var það allt í einu orðið að veruleika aftur,“ skrifaði Elín Pálmadóttir blaðamaður í Morgunblaðið í blálok febrúar árið 1962. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 3017 orð | 1 mynd

„Ertu að sýna mér kynlífstækið þitt?“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir hefur selt landanum kynlífstæki fyrir marga milljarða. Hún rekur Blush, vinsælustu kynlífstækjaverslun landins, sem vex með hverju ári. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Dagur Axelsson Nei. Mér finnst þær ekki góðar...

Dagur Axelsson Nei. Mér finnst þær ekki... Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 2895 orð | 6 myndir

Ekki sjúkdómur að eldast

Fólk á ellilífeyrisaldri hefur aldrei verið fleira á Íslandi en nú – og fer bara fjölgandi. Sumt af þessu fólki hefur fulla starfsorku og hefur ríkan vilja til að halda áfram að vinna fulla vinnu, sér og samfélaginu til hagsbóta. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 2615 orð | 2 myndir

Ég er kominn á bragðið

Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi hjá tæknideild lögreglunnar, blóðferlasérfræðingur og nú handritshöfundur glæpaþátta hefur lært að fresta aldrei hlutum því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Gróft Sjálfsvíg með krabbamein

Heilsa Gítarleikarinn Nasty Suicide, eða Gróft Sjálfsvíg, sem þekktastur er fyrir veru sína í rokkbandinu Hanoi Rocks, upplýsir í samtali við finnska miðilinn Chaoszine að barátta sín við krabbamein í blöðruhálskirtli gangi vel. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 1007 orð | 3 myndir

Hamish og Liljurnar

Bandaríski leikarinn Hamish Linklater kom skyndilega inn í líf mitt á dögunum. Ekki seinna vænna enda maðurinn kominn á miðjan aldur og búinn að vera í bransanum frá aldamótum. Hér skal hermt af ævi hans og störfum. Eða ekki. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 367 orð | 1 mynd

Hefurðu komið til Bandafylkjanna?

Sumir eru iðnari við lopann en aðrir og ættu líklega að herða sultarróluna í stað þess að fara samförum enda kjaftar á þeim hver taska. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 979 orð | 2 myndir

Hellidemba í heiðríkju

Eftir að formlegri dagskrá virtist lokið hljóp skyndilega fjör í titilbaráttuna í ensku knattspyrnunni á ný. Orrustan um fjórða og seinasta meistaradeildarsætið ætlar líka að verða æsileg. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Hlaðvarp Lipa mælist vel fyrir

Hæfileikar Bresku söngkonunni og fyrirsætunni Dua Lipa virðist margt til lista lagt en nýtt hlaðvarp hennar, At Your Service, fær lofsamlega umsögn í breska blaðinu The Guardian. „Þurfum við virkilega enn eitt hlaðvarpið frá fræga fólkinu? Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 60 orð | 1 mynd

Hvert er byggðarlagið?

Á 18. hundrað manns búa í þessu þorpi, sem er hluti af sveitarfélagi sem varð til með sameiningu tveggja nágrannabyggða árið 2018. Sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi hér og fótboltaliðið heitir Víðir. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 27. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 81 orð | 1 mynd

Njálgur og Covid á sama tíma: „Þetta er það sem ég kalla smáa letrið“

Nýgifti faðirinn Björn Grétar segir töluvert léttara að starfa sem flugumferðarstjóri og stýra flugumferð yfir Akureyri en að ala upp börn. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 1706 orð | 1 mynd

Orðastríð Pútíns

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir stríði á hendur Úkraínu með miklum reiðilestri þar sem hann hellti sér yfir Bandaríkin og bandamenn þeirra. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 883 orð | 3 myndir

Pakki á flakki í rúm 32 ár

Pakki, sem póstlagður var í Reykjavík árið 1949 og ætlaður var konu búsettri í Lübeck í Þýskalandi, barst sendanda í hendur rúmum 32 árum síðar óopnaður með árituninni „móttakandi finnst ekki“. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 121 orð | 2 myndir

Penn myndar innrásina

Senn Penn er kominn til Úkraínu til að gera heimildarmynd um innrás Rússa. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 94 orð | 1 mynd

Sex mánuði að endurheimta lungun

Heilsa Jeff Waters, gítarleikari og söngvari kanadíska þrassbandsins Annihilator, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 419 orð | 3 myndir

Skyndimynd af lífinu

Að stinga niður penna um nokkra bókatitla er nánast ómögulegt verkefni fyrir bókaorma. Mér fallast hendur. Ég er bókaormur, í fjölskyldu bókaorma og ég var alltaf með nefið ofan í bók. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Sólveig Lilja Gunnarsdóttir Já. Ég ætla að fá mér klassíska vatnsdeigs...

Sólveig Lilja Gunnarsdóttir Já. Ég ætla að fá mér klassíska vatnsdeigs með súkkulaði, rjóma og... Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 251 orð | 1 mynd

Stefnum hátt í tónlist

Hvað er á döfinni? Við vinirnir, ég og Jón Arnór, verðum með tónleika næstu fimm sunnudaga alveg út mars. Hvernig tónlist spilið þið? Við munum spila frumsamin lög í bland við lög eftir aðra og svo verðum við með eitthvað skemmtilegt á milli laga. Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 527 orð | 2 myndir

Tíu sekúndur til dauða

Flugslysum Boeing 737 MAX-véla hefði mátt afstýra. Heimildarmynd varpar ljósi á harmleikinn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Úlfar Viktor Björnsson Já, ætli maður borði ekki nokkrar af þessum...

Úlfar Viktor Björnsson Já, ætli maður borði ekki nokkrar af þessum klassísku gömlu... Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Veronika Smáradóttir Já. Ég vel mér einhverja góða, vatnsdeigs...

Veronika Smáradóttir Já. Ég vel mér einhverja góða,... Meira
26. febrúar 2022 | Sunnudagsblað | 1041 orð | 2 myndir

Það er stríð

Vikan hófst með viðeigandi hætti á appelsínugulri viðvörun, sem fyrr en varði breyttist í rauða viðvörun . Slíkar bárust víðar í heiminum síðar í vikunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.