Greinar þriðjudaginn 26. apríl 2022

Fréttir

26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

36 milljón tonn af skólpi falla til á ári

Rúmlega 36 milljón tonn af skólpi falla til hér á landi á hverju ári. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknar, um nýtingu lífræns úrgangs til áburðar. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

845 Úkraínumenn hafa sótt um vernd

Nærri 1.300 hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári. Flestir koma frá Úkraínu, 845 manns. Þar á eftir kemur fólk með tengsl við Venesúela, 260 manns. Þriðji stærsti hópurinn er frá Palestínu, 40 menn. Heildartalan var í gær 1. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Afdrifarík þétting við Miklubraut

Krafa íbúa um málefnalega og faglega umfjöllun á fundum um þéttingu byggðar í Bústaða- og Fossvogshverfi leiddi í ljós verulega ókosti á tillögum borgarinnar. Það olli mikilli andstöðu íbúa og varð til þess að borgaryfirvöld féllu frá hugmyndum sínum. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 192 orð

Ánægja minnst í Reykjavík

Íbúar í Reykjavík eru síður ánægðir með þjónustu síns sveitarfélags heldur en íbúar í nágrannasveitarfélögum borgarinnar og á landsbyggðinni. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Bleikjustofninn á batavegi

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stærð bleikjustofnsins í Mývatni og viðkoma hans einkennist af breytileika milli ára. Á síðustu árum hefur eldri fiskum farið hlutfallslega fjölgandi í kjölfar þess að dregið hefur verið úr veiðisókn. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 13 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Litbrigði Samliggjandi hús fá oft mismunandi útlit, enda ekki allir málaðir sömu... Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 724 orð | 2 myndir

Erfitt heima fyrir á stjórnarheimilinu

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Umræður á Alþingi í gær báru með sér þann hita, sem verið hefur í Bankasýslumálinu síðustu vikur, þó að stjórnarliðar hafi á sinn hátt varpað öndinni léttar yfir málatilbúnaði stjórnarandstöðunnar, sem var svolítið út og suður, líkt og þar hefðu menn ekki enn áttað sig á aðalatriðum og aukaatriðum. Og sennilega var óklókt hjá stjórnarandstöðunni að ganga einhvern veginn í lið með Bankasýslunni sama dag og henni mistókst að yrkja sína Höfuðlausn fyrir fund fjárlaganefndar, sem fram átti að fara í gærmorgun. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 604 orð | 4 myndir

Fornsögunum miðlað til nýrra kynslóða

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég er sammála Lilju ráðherra um að það færi vel á því í kennslu að kynna krakka fyrir efni fornsagna, Landnámu, Íslendingasagna og Sturlungu, helstu persónum, atburðum og jafnvel orðfæri – löngu áður en þau eru látin lesa heila sögu,“ sagði Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á hugmyndum Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að kynna Íslendingasögur börnum á aðgengilegan hátt fyrr en nú er gert í skólakerfinu. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Forsetinn keypti fyrsta ljósið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti í gær fyrsta ljósið við formlega opnun árlegrar söfnunar Barnheilla. Ljósin eru seld til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Færri á grásleppu og minni meðalafli en í fyrra

Sókn í grásleppu hefur verið mun minni í ár heldur en á síðustu vertíð og færri bátar stundað veiðar. Afli í róðri hefur sömuleiðis verið mun minni en í fyrra. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Góður gangur á kolmunna

Veiðar á kolmunna hafa gengið vel síðustu daga í færeyskri lögsögu og á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Búið er að landa 28 þúsund tonnum af kolmunna í ár, en heimildir ársins eru alls 174.557 tonn. Íslensku skipin voru í gær dreifð á veiðisvæðinu. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 622 orð | 1 mynd

Hart tekist á um söluferlið

Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Í gær kom Alþingi saman í fyrsta skipti eftir páskafrí. Sala hluta ríkisins í Íslandsbanka var stóra málið á þingfundinum og var vægast sagt mikill hiti í mönnum. Meira
26. apríl 2022 | Erlendar fréttir | 1079 orð | 2 myndir

Hefur trú á sigri Úkraínumanna

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann teldi að Úkraínumenn gætu unnið stríðið gegn Rússum, fái þeir til þess réttan búnað. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn vonaðist til þess að stríðið myndi leiða til veikara Rússlands, sem hefði ekki lengur getu til þess að ráðast inn í nágrannaríki sín. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Helga fékk Samfélagsverðlaunin

Skagafjörður | Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt á setningu Sæluvikunnar sl. sunnudag. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Hraða þarf undirbúningi

Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri Green Fuel, segir að hraða þurfi undirbúningi að framleiðslu rafeldsneytis eins og vetnis og ammoníaks, eigi Ísland að ná markmiðum um kolefnishlutlaust Ísland óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 640 orð | 2 myndir

Jesúbræður koma aftur saman til söngs

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Hugmyndin kom upp fyrir um tveimur árum að gaman væri að athuga hvort við kynnum eitthvað ennþá, en allri framkvæmd hefur seinkað vegna covid. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 89 orð | 2 myndir

Leysir Birgi af úr öðrum þingflokki

Erna Bjarnadóttir tók í gær sæti sem varaþingmaður fyrir Birgi Þórarinsson, en við það stækkaði Miðflokkurinn á þingi, allavega meðan Erna situr fyrir Birgi á Alþingi. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Lögreglan þarf að leita til járnsmiðs

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Verkin eru í geymslu hjá okkur og næsta skref er að leita leiða til að skilja þau í sundur,“ segir Jónas Hallgrímur Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 71 orð

Með 12,8 milljónir króna í tippinu

Heppinn tippari vann 12,8 milljónir króna í sunnudagsseðli Íslenskra getrauna sl. sunnudag. Tipparinn notaði app Íslenskra getrauna til að kaupa sjálfsvalsseðil. Kostaði miðinn 896 krónur þannig að ávöxtunin var dágóð. Á enska getraunaseðilinn sl. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Óánægð með þjónustu borgarinnar

Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Marktækur munur er á ánægju með þjónustu sveitarfélags eftir búsetu. Ánægja er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í fyrri skýrslunni af tveimur sem byggðar eru á niðurstöðum úr Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu íbúa til málefna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Könnunin var unnin fyrir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, og var sambærileg könnun framkvæmd fyrir fjórum árum síðan. „Ánægjan er mun minni í Reykjavík og hefur reyndar lækkað örlítið frá kosningum 2018,“ segir Rúnar um niðurstöðurnar í samtali við Morgunblaðið. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 94 orð

Reyna að skilja listaverkin í sundur

„Við þurfum að fá einhvern sem kann að vinna með járn. Svo þarf að finna hvernig er best að fjarlægja styttu Ásmundar og valda sem minnstum skaða. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Ríkið og borgin skiptast á lóðum

Ritað var undir samning í gær um 30 þúsund fermetra lóð fyrir löggæslu- og björgunaraðila, svonefnda Björgunarmiðstöð, á milli Kleppsspítala og Holtagarða. Í staðinn fær borgin lóð, áþekka að stærð, við Borgarspítala í Fossvogi. Dagur B. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Samstaða íbúanna stöðvaði þéttingu við Bústaðaveg

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Krafa íbúa um málefnalega og faglega umfjöllun á fundum um þéttingu byggðar í Bústaða- og Fossvogshverfi leiddi í ljós verulega ókosti á tillögum borgarinnar. Það olli mikilli andstöðu íbúa og varð til þess að borgaryfirvöld féllu frá hugmyndum sínum. Þetta er mat Baldurs Péturssonar, varaformanns íbúasamtaka hverfisins. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 135 orð

Sprengjuárás gerð á hérað í Moldóvu

Innanríkisráðherra Moldóvu greindi frá því í gær á Telegram að nokkrar sprengjuárásir hafi verið gerðar í héraðinu Transistríu. Svæðið liggur að landamærum Úkraínu, en þar stjórna aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Tæplega 800 hafa kosið utan kjörfundar um allt land

„Það hefur allt gengið mjög vel. Við erum með opið til átta á kvöldin og hér er gott aðgengi, nóg af bílastæðum og lyfta,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Veitti umhverfisverðlaun

Í gær útnefndi Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla sem Varðliða umhverfisins. Nemendurnir unnu verkefnið Hvað get ég gert ? Meira
26. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Þarf viðhald og þjálfun til að koma Þristinum í loftið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Þristavinafélagsins er að kanna hvort hægt verði að fljúga Douglas DC-3-flugvélinni Páli Sveinssyni í sumar. Vélin er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Meira

Ritstjórnargreinar

26. apríl 2022 | Staksteinar | 217 orð | 4 myndir

Má bara halda fram réttum skoðunum?

Geir Ágústsson skrifar á blog.is um áform um aukið eftirlit með tjáningu á svokölluðum samfélagsmiðlum: „Evrópusambandið hefur lagt lokahönd á nýja lagasetningu sem miðar að því stór tæknifyrirtæki verði að fjarlægja skaðlegt efni á vefsíðum... Meira
26. apríl 2022 | Leiðarar | 330 orð

Óánægja í Reykjavík

Ný könnun dregur skýrt fram muninn á Reykjavík og öðrum sveitarfélögum hvað viðkemur þjónustu við íbúana Meira
26. apríl 2022 | Leiðarar | 296 orð

Þolir ekki dagsljós

Athyglisvert er að sjá hvaða öfl það eru sem reyna hvað þau geta til að fela óverjandi framgöngu stóru ESB-ríkjanna Meira

Menning

26. apríl 2022 | Tónlist | 965 orð | 3 myndir

„Með þeim fyrstu inn og síðustu út“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
26. apríl 2022 | Bókmenntir | 128 orð | 1 mynd

Eva Björg tilnefnd til breskra verðlauna

Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ægisdóttur er á svokölluðum löngum lista CWA Daggers-verðlaunanna í Bretlandi í flokknum besta þýdda glæpasagan. Hin virtu samtök breskra glæpasagnahöfunda standa að verðlaununum. Meira
26. apríl 2022 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Fanný Lísa Hevesi hlýtur stóran styrk

Fanný Lísa Hevesi hlaut um helgina einnar milljónar króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar til áframhaldandi söngnáms. Meira
26. apríl 2022 | Tónlist | 164 orð | 1 mynd

Kristján bæjarlistamaður Akureyrar

Kristján Edelstein tónlistarmaður er bæjarlistamaður Akureyrar árið 2022 en það var tilkynnt á sumardaginn fyrsta. Kristján fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1962 og hefur haft tónlist að aðalstarfi frá 1981. Meira
26. apríl 2022 | Fjölmiðlar | 235 orð | 1 mynd

Mínus verður plús

Fátt hefur kætt mig meira í sjónvarpinu á þessari vorönn en tónlistarþátturinn hans Bjössa í Mínus á Stöð 2, Glaumbær. Það er sennilega glaðasti þáttur sem sögur fara af í íslensku sjónvarpi. Meira
26. apríl 2022 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Silja Aðalsteinsdóttir segir frá Lindgren í Borgarbókasafni

Bækur sænsku skáldkonunnar Astrid Lindgren ættu flestir ef ekki allir Íslendingar að kannast við og eru þær löngu orðnar sígildar. Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal verður með bókakaffi Lindgren til heiðurs í dag frá kl. 17. Meira
26. apríl 2022 | Bókmenntir | 103 orð | 1 mynd

Tsjernobyl-þema á kvimyndasýningu

Samtökin Artists 4 Ukraine standa fyrir viðburði í Bíó Paradís á miðvikudagskvöld, 27. apríl. Þar verður heimildarmyndin The Babushkas of Chernobyl sýnd kl. 19.30. Meira
26. apríl 2022 | Myndlist | 196 orð | 1 mynd

Tvær verðlaunaðar í Feneyjum

Myndlistarkonurnar Simone Leigh og Sonia Boyce hlutu Gullnu ljónin tvö, aðalverðlaun Feneyjatvíæringsins 2022, en þau voru veitt um helgina. Meira
26. apríl 2022 | Myndlist | 138 orð | 1 mynd

Verkefnið þykir framúrskarandi

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veittu á dögunum þeim Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni árið 2021. Þau standa að baki menningarviðburðum á Kleifum. Meira

Umræðan

26. apríl 2022 | Pistlar | 328 orð | 1 mynd

Dag-satt um Sundabraut og frjálst flæði umferðar

Þann 26. apríl 2006, fyrir sléttum 16 árum, upp á dag, svaraði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, því til á Alþingi, að það væri „leitt til þess að vita að hugtakið „dagsatt“ fái nýja og miður góða merkingu þessa dagana. Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 690 orð | 1 mynd

Er tækni framtíðin?

Eftir Ingu Dís Sigurðardóttur: "Með snjalltækjum getum við stutt betur við bakið á kennurum og um leið aukið fjölbreytileika nemenda til náms, öllum til hagsbóta." Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 617 orð | 1 mynd

Kjarninn og hismið

Eftir Brynjar Þór Níelsson: "Niðurstaðan var sú að erlendu kröfuhafarnir létu af hendi umtalsverða fjárhæð í ríkissjóð, sem er talin nema um 700 milljörðum króna. Það er ekki slæm ávöxtum á 200 milljarða króna skuldbindingu ríkisins." Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Kæri Örn, ekki meira!

Eftir Pál Pálmar Daníelsson: "Reykjavíkurflugvelli var breytt í borgaralegan alþjóðaflugvöll og var meira að segja endurnýjaður að miklu leyti fyrir ekki svo mörgum árum, þegar milljörðum króna var varið í endurgerð brautamótanna svokölluðu." Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 546 orð | 3 myndir

Minn veruleiki

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur: "Ég opinbera hér tekjur mínar, lesendum til glöggvunar á stöðu öryrkja, sem margir hafa það þó miklu, miklu verra. Ég lít á lífeyrinn sem opinber gögn." Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Óbreytt fúsk í Kópavogi

Eftir Þórarin H. Ævarsson: "Baráttan snýst um að skipulag móti sig að byggð." Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Tveir ójafnir dómstólar

Eftir Hjört J. Guðmundsson: "Fyrir liggur að EFTA-dómstóllinn og dómstóll Evrópusambandsins sitja engan veginn við sama borð þegar kemur að framkvæmd EES-samningsins." Meira
26. apríl 2022 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Varðveisla fæðunnar frá gnægð til þurrðar

Eftir Pálma Stefánsson: "Vinnsla, varðveisla og flutningur fæðu okkar verður sífellt flóknari og dýrari á kostnað næringarinnar en óunnið nýmeti æ sjaldgæfara." Meira

Minningargreinar

26. apríl 2022 | Minningargreinar | 403 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Aðalsteinn Aðalsteinsson, Danni, fæddist 26. febrúar 1932. Hann lést 1. apríl 2022. Útför Aðalsteins var gerð 19. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2022 | Minningargreinar | 1692 orð | 1 mynd

Birgit Henriksen

Birgit Henriksen (Bigga) fæddist 12. ágúst 1942 á Siglufirði. Hún lést 12. apríl 2022 á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar Birgit voru Olav Sundfør Dybdahl Henriksen, f. 30. janúar 1903 í Noregi, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2022 | Minningargreinar | 4216 orð | 1 mynd

Edda Laufey Pálsdóttir

Edda Laufey Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1938. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Laufey Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 24.11. 1905, d. 6.11. 1974, og Páll Diðriksson, bóndi á Búrfelli, Grímsnesi,... Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2022 | Minningargreinar | 666 orð | 1 mynd

Elínborg Karlsdóttir

Elínborg Karlsdóttir fæddist 10. september 1936. Hún lést 18. apríl 2022. Útförin fór fram 23. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2022 | Minningargreinar | 4108 orð | 1 mynd

Jóhann Már Maríusson

Jóhann Már fæddist í Reykjavík 16. júní 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 6. apríl 2022. Foreldrar hans voru Maríus Jóhannsson, f. 5.6. 1891, d. 1.11. 1983, og Vigdís Eyleif Eyjólfsdóttir, f. 26.8. 1893, d. 3.5. 1977. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2022 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

Páll Friðriksson

Páll Friðriksson fæddist 3. júní 1943. Hann lést 12. apríl 2022. Útför Páls fór fram 25. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. apríl 2022 | Viðskiptafréttir | 1020 orð | 2 myndir

Framleiða rafeldsneyti á Bakka

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 verður að hraða undirbúningi að framleiðslu rafeldsneytis eins og vetnis og ammoníaks að mati Sigurðar Ólasonar, framkvæmdastjóra Green Fuel. Slíkt eldsneyti sé lykilatriði í orkuskiptunum. Fyrirtækið stefnir að byggingu fyrstu stórskala rafeldsneytisverksmiðju landsins á Bakka við Húsavík. Meira
26. apríl 2022 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

Iceland Seafood við núllið

Samkvæmt drögum að uppgjöri Iceland Seafood (ISI) fyrir fyrsta fjórðung þessa árs var aðlagaður hagnaður félagsins við núllið á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Meira

Fastir þættir

26. apríl 2022 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Rf3 dxc4 5. Bg2 a6 6. a4 Rc6 7. Rc3 Bb4...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Rf3 dxc4 5. Bg2 a6 6. a4 Rc6 7. Rc3 Bb4 8. 0-0 0-0 9. Bg5 h6 10. Bxf6 Dxf6 11. e3 Hd8 12. De2 e5 13. Re4 De7 14. Rxe5 Rxe5 15. dxe5 Dxe5 16. Dxc4 a5 17. Hac1 c6 18. Rc5 Bxc5 19. Dxc5 Dxc5 20. Hxc5 Be6 21. Be4 Hd2 22. Meira
26. apríl 2022 | Árnað heilla | 134 orð | 1 mynd

Bjartey Ágústsdóttir

30 ára Bjartey er Vestmannaeyingur, ólst þar upp og í Reykjavík og býr í Vogahverfinu í Reykjavík. Hún er atvinnuflugmaður að mennt. „Áhugamálin eru fjölskyldan mín og flugið. Svo er garðyrkja áhugasvið og langar mig að klára það nám. Meira
26. apríl 2022 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Kristín Sif sló í gegn á bak við tjöldin

Kristín Sif er þekkt fyrir bjartsýni og hlýlegar móttökur gesta í morgunþættinum Ísland vaknar sem hún stjórnar ásamt Ásgeiri Páli og Jóni Axel. Meira
26. apríl 2022 | Í dag | 54 orð

Málið

Tregi : sorg; fyrirhleðsla (t.d. í skurði eða gili); kvistur í viði; sá hluti vatnsfalls eða ár sem fyrst leggur. Það væri hálffúlt að vera rekinn úr vinnu sökum einhvers af framangreindu – „rekinn vegna trega“. Meira
26. apríl 2022 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Vagna Sveinbjörnsdóttir fæddist 25. maí 2021 kl. 13.33 í...

Reykjavík Vagna Sveinbjörnsdóttir fæddist 25. maí 2021 kl. 13.33 í Reykjavík. Hún vó 3.304 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Bjartey Ágústsdóttir og Sveinbjörn Ingi Grímsson... Meira
26. apríl 2022 | Fastir þættir | 149 orð

Strákarnir okkar. S-Allir Norður &spade;Á963 &heart;-- ⋄DG6...

Strákarnir okkar. S-Allir Norður &spade;Á963 &heart;-- ⋄DG6 &klubs;ÁKG1098 Vestur Austur &spade;D874 &spade;102 &heart;Á964 &heart;KDG75 ⋄1053 ⋄Á982 &klubs;32 &klubs;54 Suður &spade;KG5 &heart;10832 ⋄K74 &klubs;D76 Suður spilar 3G. Meira
26. apríl 2022 | Í dag | 22 orð | 3 myndir

Tveir í orkumálum – 40 í umhverfismálum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, viðurkennir að við höfum ekki verið með þá áherslu á orkumálum sem nauðsynlegt hefði... Meira
26. apríl 2022 | Í dag | 307 orð

Veðjað á vorið

Á sumardaginn fyrsta orti Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Boðnarmiði: Í dag ég þori að veðja á vor þó víst sé for og smuga. Af lífi morar lítið spor loks er borin fluga. Litkast bráðum landið hvítt lifnar gleði og þor. Meira
26. apríl 2022 | Árnað heilla | 748 orð | 4 myndir

Viðloðandi íþróttir alla tíð

Þröstur Guðjónsson fæddist 26. apríl 1947 á Ísafirði og ólst upp í Tangagötu 15. Líf Þrastar hefur að miklu leyti snúist um íþróttir. Meira

Íþróttir

26. apríl 2022 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

Besta deild karla FH – Fram 4:2 KR – Breiðablik 0:1 Staðan...

Besta deild karla FH – Fram 4:2 KR – Breiðablik 0:1 Staðan: Breiðablik 22005:16 KA 22004:06 Valur 22003:16 ÍA 21105:24 Stjarnan 21105:24 KR 21014:23 FH 21015:43 Víkingur R. 21012:43 ÍBV 20021:50 Keflavík 20021:50 Leiknir R. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Danmörk Úrslitakeppnin, 2. riðill: Aalborg – Fredericia 36:26...

Danmörk Úrslitakeppnin, 2. riðill: Aalborg – Fredericia 36:26 • Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Aalborg en átti 4 stoðsendingar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. *Aalborg 6 stig, Skjern 5, Mors 0, Fredericia 0. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Haukakonur réðu ekkert við Collier

Á Ásvöllum Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Aliyah Collier átti stórkostlegan leik í liði Njarðvíkur þegar liðið hafði betur gegn Haukum í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik kvenna á Ásvöllum í gærkvöldi. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan 18...

KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan 18 Hlíðarendi: Valur – Þróttur R 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, þriðji leikur: Þorlákshöfn: Þór Þ. – Valur (0:2) 20. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Meistaratitillinn blasir við Hvergerðingum

Íslands- og bikarmeistarar Hamars eru í afar vænlegri stöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í blaki eftir sigur á HK, 3:1, í öðrum leik liðanna í Digranesi í gærkvöld. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 350 orð | 2 myndir

Oddaleikir í Hafnarfirði

Handboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar tryggðu sér í gær oddaleiki í einvígum sínum í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta með ólíkum útisigrum. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 590 orð | 3 myndir

Skýr skilaboð úr Kópavogi

Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Leikmenn Breiðabliks sendu frá sér skýr skilaboð í gærkvöld þegar þeir sóttu KR-inga heim á Meistaravelli í annarri umferð Bestu deildar karla. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 702 orð | 5 myndir

*Sveit Íslands varð Norðurlandameistari í liðakeppni í júdó þegar...

*Sveit Íslands varð Norðurlandameistari í liðakeppni í júdó þegar Norðurlandameistaramótið fór fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Ísland vann Færeyjar 6:0 og Álandseyjar 4:2 en aðeins þessar þjóðir tóku þátt í liðakeppninni. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Um þessar mundir virðast allar íþróttir vera í gangi á sama tíma...

Um þessar mundir virðast allar íþróttir vera í gangi á sama tíma. Keppnistímabilin í helstu boltaíþróttunum erlendis eru enn í fullum gangi og þá er íslenski fótboltinn farinn af stað karlamegin auk þess sem kvennafótboltinn hefst í kvöld. Meira
26. apríl 2022 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA 1. umferð: Atlanta – Miami 86:110 *Staðan er 3:1...

Úrslitakeppni NBA 1. umferð: Atlanta – Miami 86:110 *Staðan er 3:1 fyrir Miami. New Orleans – Phoenix 118:103 *Staðan er... Meira

Bílablað

26. apríl 2022 | Bílablað | 13 orð | 1 mynd

Aftur fáanlegur með vindskeið

Huracán Tecnica er nýjasta útgáfan af „litla Lambóinum“ og skortir ekki hestöflin. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 79 orð | 4 myndir

Gæjar, gellur og gamlir kaggar í Las Vegas

Gleðin var við völd á bílasýningu sem haldin var samhliða rokkabillí-tónlistarhátíð í Las Vegas um miðjan mánuðinn. Er áætlað að um 20. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 226 orð | 2 myndir

Huracan fæðist í nýrri mynd

Ítalski draumabílaframleiðandinn Lamborghini svipti á dögunum hulunni af nýrri útgáfu af Huracán-sportbílnum. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 14 orð | 1 mynd

Kraftar í kögglum

Sérsmíðuð vélin í torfærubíl Hauks Viðars Einarssonar getur farið upp í 1.750 hestöfl. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 95 orð | 1 mynd

Má horfa á sjónvarpið en ekki tala í síma

Stjórnvöld í Bretlandi leggja núna drög að breytingum á umferðarlögum til að taka betur tillit til sjálfakandi bíla. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 801 orð | 2 myndir

Óvænt útsýni yfir borgríkið

Aygo X rann ljúflega um stræti Barselóna og ætti að fara létt og lipurlega með ökumenn um þúsund götur höfuðborgarsvæðisins. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 1815 orð | 5 myndir

Rafmagnaður borgarbíll

Fiat 500 er bíll með stíl og það hefur ekkert af því gleymst í rafútgáfu þessa íkoníska bíls. Hann er betri og fágaðri en fyrirrennaranir, skemmtilegur og lipur í akstri. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 11 orð

» Rafmagnsútgáfa Fiat 500 er betri og fágaðri en fyrirrennararnir 6-7...

» Rafmagnsútgáfa Fiat 500 er betri og fágaðri en fyrirrennararnir... Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 145 orð | 1 mynd

Salan aldrei gengið betur hjá Caterham

Breski bílasmiðurinn Caterham hefur aldrei selt fleiri bíla en árið 2021. Greinir Top Gear frá að fjöldi seldra bíla það árið hafi verið 41% meiri en 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 14 orð | 1 mynd

Sjónvarpsgláp í lagi í akstri

Verið er að breyta breskum umferðarlögum til að gera ráð fyrir sjálfakandi bílum. Meira
26. apríl 2022 | Bílablað | 484 orð | 3 myndir

Öflugasta vélin komin

Haukur Viðar hefur verið heillaður af íslensku torfærunni frá blautu barnsbeini. Hann hefur nú flutt inn öflugustu vélina í leiknum og stefnir á sigur í maí. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.