Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég er sammála Lilju ráðherra um að það færi vel á því í kennslu að kynna krakka fyrir efni fornsagna, Landnámu, Íslendingasagna og Sturlungu, helstu persónum, atburðum og jafnvel orðfæri – löngu áður en þau eru látin lesa heila sögu,“ sagði Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á hugmyndum Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að kynna Íslendingasögur börnum á aðgengilegan hátt fyrr en nú er gert í skólakerfinu.
Meira