Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ýmis rök eru fyrir því að mikill fjöldi báta verði gerður út á strandveiðum sumarsins, fjórtánda árið í sögu þeirra. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að það kæmi sér ekki á óvart að fjöldinn verði hátt í 700, sem yrði þá með því mesta sem verið hefur frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 og síðan af krafti 2010. Veiðarnar mega byrja næsta mánudag, 2. maí, og standa til loka ágústmánaðar, svo fremi sem heimildir verði ekki upp urnar áður.
Meira