Greinar fimmtudaginn 28. apríl 2022

Fréttir

28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Arkþing með fyrstu verðlaun um Torfunefssvæðið

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Tillaga frá Arkþingi hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á Torfunefi í miðbæ Akureyrar. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Athuga möguleika á hafnargerð í Mýrdal

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þýskt fyrirtæki sem undirbýr útflutning á vikri úr námum á Mýrdalssandi er jafnframt að láta gera könnun á möguleikum þess að gera höfn á sandinum til þess að geta flutt vikurinn beint út. Frambjóðendur B-lista framsóknar og óháðra við komandi sveitarstjórnarkosningar hafa vakið athygli á þessari hugmynd og segja að höfn gæti orðið lyftistöng fyrir samfélagið og aukið fjölbreytni atvinnulífs. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 632 orð | 3 myndir

Ábyrgðin hvíli á ráðherra

Þorsteinn Ásgrímsson Melén Logi Sigurðarson Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar um sölu á eignahlutum ríkisins í Íslandsbanka í gær. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Árborg

Árborg í Flóanum er fjölmennasta sveitarfélag Suðurlands, sem hefur verið í örri uppbyggingu. En því fylgja líka vaxtarverkir og kosningarnar í vor snúast talsvert um þá. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bangsaspítalinn opinn öllum á laugardaginn

Lýðheilsufélag læknanema opnar Bangsaspítalann nk. laugardag, 30. apríl, frá kl. 10-16. Verður spítalinn á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu; í Efstaleiti, á Höfða og Sólvangi. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Blómstrandi blæösp aðeins í þriðja skipti

Nýlega blómstraði blæösp í garði á Egilsstöðum og er þetta í þriðja skipti sem ræktuð blæösp hefur náð að blómstra á Íslandi svo vitað sé. Blómgun villtrar blæaspar hefur aldrei verið skráð hér á landi. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Dýrindis steikur á Dönskum dögum

Danskir dagar hefjast í Hagkaup í dag og að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, verður ekkert til sparað frekar en áður. „Það verða margar spennandi vörur í boði eins og venjulega. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Eftirlitið talið utan valdsviðs Persónuverndar

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Persónuvernd hefur fellt niður athugun sína á framkvæmd íslenskra dómstóla við birtingu persónuupplýsinga í dómum á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt hefur verið á heimasíðu stofnunarinnar. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Eimreiðin Minør á sinn stað á Miðbakka

Eimreiðin Minør er komin á sinn stað á Miðbakka Gömlu hafnarinnar. Því má segja að sumarið sé komið við höfnina. Eimreiðin mun standa þarna til sumarloka, börnum og fullorðnum til gleði og ánægju. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Enn beðið eftir leyfi til geimskots

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margra mánaða bið hefur orðið á að hægt væri að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki veitt til þess leyfi. Á þetta að verða stærsta geimskot frá Evrópu til þessa og er liður í að skjóta fyrstu eldflauginni á sporbraut umhverfis jörðu en stefnt er að því að gera það frá Bretlandi á næsta ári. Meira
28. apríl 2022 | Erlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Fá jarðgas frá nágrannaríkjunum

Orkumálaráðherrar Evrópusambandsins ætla að funda á mánudaginn eftir að rússneska jarðgasfyrirtækið Gazprom ákvað í fyrradag að loka fyrir sendingar á jarðgasi til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hefðu ekki greitt fyrir gasið í rúblum, líkt og... Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Fjármál, vöxtur og veitur efst á baugi í Árborg

Kosningar Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Mikil gróska hefur verið í Árborg síðustu ár, sem kann að vera sýnilegast á Selfossi en nær einnig til Stokkseyrar og Eyrarbakka. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Fjórum sagt upp og skólaárið í uppnámi

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skoraði í gær á stjórnvöld, rektor LBHÍ og skólameistara FSu um að „hysja upp um sig buxurnar og ganga frá yfirflutningnum frá LBHÍ til FSu svo sómi sé að“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 472 orð | 3 myndir

Fleiri pottar og hátt stökkbretti

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls hafa borist um 1.100 tillögur í hugmyndasamkeppni á vegum Reykavíkurborgar um endurgerð Laugardalslaugar, en miklar endurbætur á mannvirkinu og umhverfi þess standa nú fyrir dyrum. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Flutningabíll lenti á umferðarbrú

Flutningabíl var ekið undir brú á Hnoðraholti í Garðabæ undir kvöld á þriðjudag með þeim afleiðingum að kassinn aftan á honum tættist í sundur. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmdist mikið. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við stólalyftu hafnar

Fyrsta skóflustungan fyrir stólalyftu var tekin í Bláfjöllum í gærmorgun en í nóvember voru kynnt áform um uppbyggingu á skíðasvæðinu samkvæmt samkomulagi Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Frekari uppbygging í farvatninu

Dagmál Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Sveitarfélagið Árborg hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum en vaxtarverkir hafa gert vart við sig. Talsverður hallarekstur hefur verið á rekstrinum og nam um tveimur milljörðum á liðnu ári. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Gestir í veiðiferð þriggja skipa

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að geta mætt á sýningu eins og þessa. Hún hefur ekki verið haldin í tvö ár og nú getum við loksins hitt viðskiptavini og birgja. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Heimsklassakokteilar úr íslensku brennivíni

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Barþjónninn Gregory Buda kennir íslenskum barþjónum framúrskarandi tækni á sérstöku námskeiði í dag og í kvöld hristir hann heimsklassakokteila úr íslensku brennivíni ofan í áhugasama á Jungle Cocktail Bar í Austurstræti. Meira
28. apríl 2022 | Innlent - greinar | 1281 orð | 2 myndir

Krabbameinið gaf nýja sýn á lífið

Una Torfadóttir, ung söngkona á 22. aldursári, hefur alltaf notið sín best syngjandi. Tónlistin var athvarf hennar á erfiðum tímum þegar hún greindist með krabbamein tæplega tvítug en hún segir veikindin hafa hjálpað sér að sjá lífið í nýju ljósi. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Mislæg gatnamót verði víkjandi í skipulagi

Vinstri grænir vilja flýta borgarlínu fái þeir til þess umboð að loknum borgarstjórnarkosningum í næsta mánuði. Flokkurinn kynnti stefnumál sín í Úlfarsárdal í gær. Meira
28. apríl 2022 | Erlendar fréttir | 1017 orð | 2 myndir

Mun sóknin í Donbass fjara út?

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nú þegar rúm ein og hálf vika er liðin frá upphafi stórsóknar Rússa í Donbass-héruðunum, virðist sem Rússum hafi orðið lítt ágengt. Víglínan hreyfist lítið sem ekkert, og ýmislegt bendir til þess að sókn Rússa sé við það að renna út í sandinn, jafnvel áður en hún náði einhverju flugi. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ráðstefna um ástand veiðistofna

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) efnir í dag til afmælisráðstefnu í tilefni af 25 ára afmæli Veiðikortakerfisins. Ráðstefnunni var frestað vegna heimsfaraldursins þar til nú. Hún verður haldin í Veröld Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 frá klukkan 17.00 til 21. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Rektor þekkir ekki önnur dæmi um brottvísun úr námi við Háskóla Íslands

Háskólarektor segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um fjölda brottvísana nemenda úr námi við Háskóla Íslands. „En ég get þó sagt að þetta er eina tilvikið á minni rektorstíð sem mér er kunnugt um. Ég tók við sem rektor 1. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Róðurinn þyngist í Árborg

Samkvæmt ársreikningi Árborgar fyrir liðið ár nam rekstrarhalli A-hluta sveitarfélagsins, lögbundins rekstrar af skatttekjum, 2.145 milljónum króna, en áætlun hafði gert ráð fyrir 1.446 milljóna halla. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 927 orð | 4 myndir

Sagan opnast á ótrúlegan hátt

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 805 orð | 2 myndir

Sjósport og skólp er slæm blanda

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) leggst gegn því að siglingaklúbbur fyrir börn verði staðsettur í nágrenni skólpdælustöðvar Veitna á Skeljanesi við Skerjafjörð. Þetta kemur fram í minnisblaði HER frá 27. janúar 2021. Með því var brugðist við fyrirspurn skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar varðandi það að koma siglingaklúbbi barna og unglinga fyrir í víkinni vestan eða austan við dælustöðina. Einnig var óskað álits á því hvort fýsilegt væri að koma upp minni smábátahöfn fyrir fullorðna austar í víkinni. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 887 orð | 4 myndir

Skora á lögreglu að skila verkinu óbreyttu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir, Dísa, og Steinunn Gunnlaugsdóttir segja verk sitt, Farangursheimild , ekki árás á persónur. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Skrímslið skilur eftir sig slóð

Vegfarendur um Öskjuhlíð hafa tekið eftir ummerkjum eftir hoppukastalann Skrímslið sem starfræktur var hjá Perlunni í fyrra og hitteðfyrra. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Slökkviliðsmenn á Rauða hanann

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að um 70 íslenskir slökkviliðsmenn á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verði staddir í Hannover í Þýskalandi á miðju sumri. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Sous vide ribeye-steikur með heimalagaðri béarnaise-sósu

Það er Snorri Guðmunds á Mat & myndum sem á þessa uppskrift sem er ein af þessum klassísku sem við elskum öll (eða flest). Snorri segir að það sé fátt sem toppi góða steik og béarnaise og sósan sé alltaf best þegar maður gerir hana sjálfur. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Starfshópur um varanlegan regnboga

Skipaður verður starfshópur um varanlegan regnboga í miðborginni, líkt og hefur verið sjáanlegur á Skólavörðustíg undanfarin ár. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Tillagan felld

Karítas Ríkharðsdóttir Anton Guðjónsson Tillaga um að hópuppsögn á skrifstofu Eflingar yrði dregin til baka var felld með 152 atkvæðum gegn 106 á félagsfundi stéttarfélagsins sem haldinn var í gærkvöldi. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Torgið hér eftir kennt við Kænugarð

„Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi en torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis... Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Um 750 Íslendingar á sýningunni í Barcelona

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um 750 Íslendingar, gestir og sýnendur, eru í sól og sumaryl Barcelona í tengslum við stóru sjávarútvegssýninguna sem þar er haldin þessa dagana, 26.-28. apríl. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 86 orð

Verð á eldislaxi heldur áfram að hækka

Markaðsverð á eldislaxi hefur hækkað fimmtu vikuna í röð og hefur því enn eitt metið verið sett, en samkvæmnt vísitölu Nasdaq náði meðalverð á laxi í sláturstærð (3-6 kíló) í síðustu viku 115,17 norskum krónum á kíló eða 1.621 íslenskri krónu. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Viðbragðsgeta björgunarsveita á Vestfjörðum skert

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Enn hefur ekki tekist að finna björgunarbát til að taka við verkefnum björgunarbátsins Kobba Láka á Bolungarvík, en báturinn sökk í illviðri 8. febrúar síðastliðinn er hann var bundinn við bryggju. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 95 orð

Vill ekki siglingaklúbb við dælustöð

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) leggst gegn því að siglingaklúbbur fyrir börn verði staðsettur í nágrenni skólpdælustöðvar Veitna á Skeljanesi við Skerjafjörð. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 709 orð | 2 myndir

Vinabragð Finna fyrir 50 árum

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íslensk stjórnvöld munu styðja umsóknir Finnlands og Svíþjóðar ef þau ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þetta hefur komið fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísar Kolbúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Mikil umræða fer nú fram í báðum þessum löndum um málið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Er ákvörðunar að vænta í næsta mánuði. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 543 orð | 3 myndir

Vítt launabil en mest hækkun lægstu hópa

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarlaun fólks í fullu starfi á vinnumarkaðinum voru að meðaltali 823 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Árið 2019 voru þau til samanburðar 754 þúsund kr. Meira
28. apríl 2022 | Innlendar fréttir | 65 orð | 8 myndir

Þrengt að ráðherrum í þingsal

Sala ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka hefur nánast verið eina umræðuefnið á Alþingi það sem af er vikunni. Meira

Ritstjórnargreinar

28. apríl 2022 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Er þjófnaður list?

Jón Magnússon skrifar á blog.is um stuld tveggja kvenna á listaverki Ásmundar Sveinssonar. Jón segir að þegar „þjófnaðurinn uppgötvaðist og hið þjófstolna fannst inni í klambri sem þær stöllur kölluðu listaverk voru þær kokhraustar og réttlættu þjófnaðinn með því að listaverk Ásmundar Sveinssonar af einum mesta kvenskörungi sögualdar hafi verið rasískt“. Meira
28. apríl 2022 | Leiðarar | 749 orð

Hrópar á dagsljós

Það er vissulega ákveðin staðfesta að halda sér við sama heygarðshornið, sem reyndist svo fengsælt forðum. Meira

Menning

28. apríl 2022 | Kvikmyndir | 1097 orð | 2 myndir

Enginn má sköpum renna

Leikstjóri: Robert Eggers. Handrit: Sjón og Robert Eggers. Aðalleikarar: Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Nicole Kidman, Claes Bang og Ethan Hawke. Bandaríkin og Bretland, 2022. 136 mín. Meira
28. apríl 2022 | Dans | 129 orð | 1 mynd

Innsetning Lilju og Pinheiro í Mengi

Internal Human er heiti myndbandsinnsetningar eftir dansarann Inês Zinho Pinheiro og tónskáldið Lilju Maríu Ásmundsdóttur sem verður sýnd í Mengi við Óðinsgötu í dag, fimmtudag, frá kl. 12 til 18. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
28. apríl 2022 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Kian Soltani flytur verk Schumanns

Auturríski sellóleikarinn Kian Soltani er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og flytur hann sellókonsert Roberts Schumanns. Á tónleikunum hljómar einnig Sinfónía nr. 9 eftir Franz Schubert. Meira
28. apríl 2022 | Kvikmyndir | 116 orð | 1 mynd

Lindon leiðir aðaldómnefnd Cannes

Nú liggur fyrir hverjir munu skipa aðaldómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár, þá sem velur bestu kvikmyndina og veitir Gullpálmann. Meira
28. apríl 2022 | Tónlist | 1014 orð | 1 mynd

Lífið einfaldara á tónleikaferðalagi

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Meira
28. apríl 2022 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Línulegt sjónvarp á síðasta snúningi

Ég er örugglega ekki einn um að hafa tekið upp nýja siði við sjónvarpið á undanförnum árum. Áhorfstölur benda eindregið til þess og þessi breyting er svo veigamikil að sjónvarpið er ekki sami miðill og áður. Meira
28. apríl 2022 | Bókmenntir | 637 orð | 3 myndir

Snilldin býr í varnarleysinu

Eftir Sally Rooney. Ingunn Snædal þýddi. Benedikt, 2022. Kilja, 312 síður. Meira
28. apríl 2022 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

Sólveig Vaka og Alexander Smári styrkt

Tónlistarstyrkir Rótarý fyrir árið 2022 voru afhentir á tónleikum, sem haldnir voru í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði síðastliðinn sunnudag. Meira
28. apríl 2022 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Teboð með þekktum persónum

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík heldur sýningu í dag kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Nefnist hún Teboðið og inniheldur atriði úr ýmsum óperum og söngleikjum og eru flytjendur nemendur Söngskólans í Reykjavík á framhalds- og háskólastigi. Meira
28. apríl 2022 | Kvikmyndir | 517 orð | 2 myndir

Við verðum að tala um þetta

Leikstjórn: Titti Johnson og Helgi Felixson. Handrit: Titti Johnson og Helgi Felixson. Ísland, 2022. 70 mín. Meira
28. apríl 2022 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Þekkingin í landslagsljósmyndum

„Landslagsljósmyndir sem færa okkur fegurð og þekkingu“ er yfirskrift hádegiserindis sem Gunnar Hersveinn heimspekingur heldur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, á 6. hæð Grófarhúss, í hádeginu í dag, fimmtudag, kl. 12.10. Meira
28. apríl 2022 | Myndlist | 75 orð | 1 mynd

Þröstur segir frá bókinni um Birgi

Þröstur Helgason, höfundur bókarinnar Birgir Andrésson – í íslenskum litum , gengur í kvöld kl. 20 með gestum um yfirlitssýninguna á verkum Birgis, Eins langt og augað eygir , sem er á Kjarvalsstöðum. Meira

Umræðan

28. apríl 2022 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

Ásdís Lóa þingmaður og illa þefjandi súpan

Eftir Einar Þór Sverrisson: "Jón Ásgeir var með óskiljanlegum hætti ákærður vegna einhverra viðskipta bankans, sem áttu sér stað fyrir hrun, en sýknaður af þeim sakargiftum á öllum dómstigum." Meira
28. apríl 2022 | Aðsent efni | 419 orð | 2 myndir

Feigðarflan í fjármálum Reykjavíkurborgar

Eftir Kjartan Magnússon: "Ósjálfbær rekstur og stóraukin skuldsetning er fjármálastefna vinstri meirihlutans í Reykjavík í hnotskurn. XD vill snúa af þeirri óheillabraut." Meira
28. apríl 2022 | Aðsent efni | 878 orð | 4 myndir

Hjól og fjall fer aftur af stað

Verkefnið Hjól og fjall gengur út á það að safna saman áhugasömum hjólurum og fara með þá í hjólatúra sem jafnframt fela í sér stutta fjallgöngu. Meira
28. apríl 2022 | Aðsent efni | 734 orð | 2 myndir

Stafrænt bruðl í borg biðlistanna

Eftir Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Kolbrúnu Baldursdóttur: "Búið er að eyða háum fjármunum í að halda úti tilraunateymum sem miða að því að uppgötva stafrænar lausnir sem langflestar eru í notkun annars staðar." Meira
28. apríl 2022 | Aðsent efni | 1336 orð | 2 myndir

Stríðsglæpamönnum skal hvergi látið órefsað

Eftir Olgu Dibrovu: "Um tveggja mánaða skeið hefur heimsbyggðin mátt horfa upp á miskunnarlaust þjóðarmorð Rússa á úkraínskri jörð. Mannfórnir rússnesku innrásarinnar eru skelfilegar og sannarlega aðhafðist þjóð mín ekkert það er ýti mætti undir þær hörmulegu stríðsaðgerðir." Meira
28. apríl 2022 | Pistlar | 376 orð | 1 mynd

Takk fyrir ekkert

Hún er áhugaverð þessi sérsniðna stóra mynd sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja að einblínt sé á í tengslum við Íslandsbankasöluna. Að stjórnvöld hafi selt hlut í Íslandsbanka fyrir 108 milljarða í tveimur atrennum. Meira

Minningargreinar

28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1726 orð | 1 mynd

Anna Kristín Haraldsdóttir

Anna Kristín Haraldsdóttir fæddist 21. júlí 1957. Hún lést á líknardeild Landspítalans 15. apríl 2022. Foreldrar Önnu voru hjónin Haraldur Bjarnason, f. 29. október 1918, d. 16. júní 1974, skrifstofumaður og Bryndís Jónsdóttiir, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1683 orð | 1 mynd

Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir

Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1932. Hún lést á heimili sínu 10. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Skarphéðinn Benediktsson sjómaður, f. 14.9. 1899, d. 25.2. 1968, og Anna Þórunn Magnúsdóttir húsmóðir, f. 27.10. 1904, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 2095 orð | 1 mynd

Guðrún Helga Agnarsdóttir

Guðrún Helga Agnarsdóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1948. Hún lést 10. apríl 2022 á Landspítalanum. Foreldrar Guðrúnar Helgu voru Anna Kristjana Kristinsdóttir, f. 1927, d. 1984, og Agnar Tryggvason, f. 1919, d. 2012. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1502 orð | 1 mynd

Gunnar I. Guðjónsson

Gunnar fæddist á Bjarnastöðum á Grímsstaðaholti 5. september 1941. Hann lést 12. apríl 2022. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Bjarnason, f. 28. ágúst 1888, d. 16. ágúst 1951, útvegsbóndi á Bjarnastöðum, og Guðrún Valgerður Guðjónsdóttir, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 900 orð | 1 mynd

Hreinn Bernharðsson

Hreinn Bernharðsson fæddist í Ólafsfirði 10. júlí 1942. Hann lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi 17. apríl 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 23. apríl 1908, d. 6. júní 1964, og Bernharð Ólafsson, f. 14. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 104 orð | 1 mynd

Ingibjörg Faaberg Steenland

Ingibjörg Faaberg Steenland lést á Bærum-sjúkrahúsinu í Noregi 17. mars 2022, 74 ára að aldri. Ingibjörg fæddist 21. febrúar 1948 í Solna í Svíþjóð, dóttir hjónanna Sigríðar Petursdóttur Faaberg og Lars Faaberg flugmanns. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1576 orð | 1 mynd

Klara Guðmundsdóttir

Klara Guðmundsdóttir fæddist 12. ágúst 1925 í Ytri-Drápuhlíð í Helgafellssveit. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannsson, f. 1896, d. 1984, og Kristín Sigurðardóttir, f. 1902, d. 1991. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1673 orð | 1 mynd

Kristín Eiríka Gísladóttir

Kristín Eiríka Gísladóttir fæddist 22. júlí 1939 í Reykjavík. Hún lést 11. apríl 2022. Foreldrar Kristínar voru Emilía Kristín Þorgeirsdóttir, saumakona og húsfreyja, f. 18. maí 1908, d. 24. desember 1965 og Gísli Eiríksson trésmiður frá Eyrarbakka, f. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1425 orð | 1 mynd

Magnús Ágústsson

Magnús Ágústsson fæddist í Ólafsfirði 1. sept. 1928. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 13. apríl 2022. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson byggingarmeistari, f. 22.12. 1902, d. 22.2. 2001 og Margrét Magnúsdóttir húsmóðir, f. 10.10. 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 716 orð | 1 mynd

Ruth Guðjónsdóttir

Ruth Guðjónsdóttir bankaritari fæddist 15. júlí 1940 í London í Vestmannaeyjum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 15. apríl 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Þorkelsson skipstjóri frá Sandprýði í Vestmannaeyjum, f. 12.9. 1907, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
28. apríl 2022 | Minningargreinar | 1896 orð | 1 mynd

Þorvaldur Jónsson

Þorvaldur Jónsson fæddist á Torfastöðum í Jökulsárhlíð 13. janúar 1931 og ólst þar upp. Hann lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 17. apríl 2022. Foreldrar hans voru Margrét Guðjónsdóttir, f. 10.11. 1895, d. 24.4. 1992, og Jón Þorvaldsson, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. apríl 2022 | Viðskiptafréttir | 570 orð | 4 myndir

Aukin innflutt verðbólga

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
28. apríl 2022 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 1 mynd

Ræða um betur borgandi ferðamenn

Ísland hefur allt sem til þarf til að standa undir þeim kröfum sem betur borgandi ferðamenn gera. Með tilkomu lúxushótela í Reykjavík og annars staðar á landinu verður Ísland enn eftirsóttari áfangastaður. Meira

Daglegt líf

28. apríl 2022 | Daglegt líf | 537 orð | 2 myndir

Flottar raddir og enn kraftmiklar

„Þeir kunna þetta svo vel eftir áratuga þjálfun, tæknina að syngja, þetta er allt komið vel inn í líkamann hjá þeim og inn í röddina,“ segir Aron Axel Cortes, nýr stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, eldri félaga, sem allir eru í fínu formi og blása til vortónleika á sunnudaginn. Meira
28. apríl 2022 | Daglegt líf | 46 orð | 2 myndir

Líf og fjör á konungsdegi

Í gær var mikið um dýrðir í borginni Maastricht í Hollandi þegar haldið var upp á konungsdaginn, enda ekki verið gert undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldurs. Konungsfjölskyldan fór út á meðal fólks og Willem-Alexander konungur heilsaði m.a. Meira

Fastir þættir

28. apríl 2022 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. c4 Rgf6 5. Rc3 g6 6. h3 Bg7 7. d3 0-0...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. c4 Rgf6 5. Rc3 g6 6. h3 Bg7 7. d3 0-0 8. Ba4 a6 9. Be3 Dc7 10. Dd2 e6 11. 0-0 b6 12. Bh6 Bb7 13. Bxg7 Kxg7 14. Hae1 d5 15. cxd5 exd5 16. Meira
28. apríl 2022 | Árnað heilla | 806 orð | 3 myndir

Fór að skrifa á áttræðisaldri

Engilbert Sumarliði Ingvarsson fæddist 28. apríl 1927 í Unaðsdal, Snæfjallahreppi, N-Ís. Hann bjó í Unaðsdal fyrstu árin með foreldrum sínum en þau fluttust á nýbýlið Lyngholt í sömu sveit í janúar 1936. Meira
28. apríl 2022 | Fastir þættir | 551 orð | 4 myndir

Hart barist um Íslandsmeistaratitilinn í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson, sem á titil að verja, var efstur í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands þegar þrjár umferðir voru eftir með 4½ vinning af sex mögulegum. Meira
28. apríl 2022 | Í dag | 27 orð | 3 myndir

Hinir betur borgandi ferðamenn

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, og Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri hjá Eleven Experience á Íslandi, ræða um fágætisferðaþjónustu á Íslandi og mikilvægi hennar í efnahagslegu... Meira
28. apríl 2022 | Í dag | 288 orð

Ljóðskaparlistin er fögur

Á Boðnarmiði yrkir Ólafur Stefánsson og kallar „Smávæmin heimkomulanghenda“: Síðan að ég sæll frá borði sveif, svo naumast snerti tá, kem ég varla upp köpurorði en kæra Ísland horfi á. Meira
28. apríl 2022 | Í dag | 49 orð

Málið

Líklega verður deigla aldrei nýjasta fótanuddtækið („ónauðsynlegt en ómótstæðilegt tæki“). Orðið þýðir nefnilega málmbræðslupottur. (Þó má fjandinn vita.) Í honum er málmur bræddur áður en honum er rennt í mót. Meira
28. apríl 2022 | Fastir þættir | 182 orð

Multi-slys. N-AV Norður &spade;K &heart;ÁD9643 ⋄853 &klubs;1073...

Multi-slys. N-AV Norður &spade;K &heart;ÁD9643 ⋄853 &klubs;1073 Vestur Austur &spade;Á72 &spade;G86543 &heart;875 &heart;G2 ⋄G10 ⋄762 &klubs;KG964 &klubs;D2 Suður &spade;D109 &heart;K10 ⋄ÁKD94 &klubs;Á85 Suður spilar 4&spade;. Meira
28. apríl 2022 | Í dag | 72 orð | 1 mynd

Ráðin sem geta komið í veg fyrir skilnað

Flestir í hjónaböndum og öðrum samböndum velta því einhvern tímann fyrir sér hvernig best sé að halda sambandinu heilbrigðu og farsælu og hvernig þeir geti verið betri makar. Meira
28. apríl 2022 | Árnað heilla | 251 orð | 1 mynd

Rut Guðríður Magnúsdóttir

50 ára Rut ólst upp í Reykjavík en býr í Mosfellsbæ. Rut er grunnskólakennari að mennt frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og einnig djákni frá Háskóla Íslands 2011 og var vígð sama ár til þjónustu innan þjóðkirkjunnar. Meira

Íþróttir

28. apríl 2022 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Anton sjötti besti í heiminum í ár

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Anton Sveinn McKee er með sjötta besta árangur ársins 2022 í heiminum í 200 metra bringusundi eftir að hann sló sjö ára gamalt Íslandsmet sitt í greininni á spænska meistaramótinu á Torremolinos fyrir hálfum mánuði. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Besta deild kvenna Breiðablik – Þór/KA 4:1 KR – Keflavík 0:4...

Besta deild kvenna Breiðablik – Þór/KA 4:1 KR – Keflavík 0:4 Afturelding – Selfoss 1:4 Staðan: Keflavík 11004:03 Breiðablik 11004:13 Selfoss 11004:13 Valur 11002:03 ÍBV 10101:11 Stjarnan 10101:11 Þróttur R. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 650 orð | 2 myndir

Brassaþrenna í fyrsta leik

Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik, Keflavík og Selfoss hófu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta eins og best varð á kosið og unnu örugga sigra á Þór/KA, KR og Aftureldingu í þremur síðari leikjum fyrstu umferðarinnar í gærkvöld. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Danmörk Fallkeppnin: Lemvig – Kolding 29:28 • Ágúst Elí...

Danmörk Fallkeppnin: Lemvig – Kolding 29:28 • Ágúst Elí Björgvinsson varði 13/1 skot (41%) í marki Kolding. *SönderjyskE 5, Lemvig 4, Nordsjælland 3, Kolding 2, Holstebro 0. Neðsta lið fellur. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR 6-liða úrslit kvenna, fyrsti leikur: KA-heimilið: KA/Þór...

HANDKNATTLEIKUR 6-liða úrslit kvenna, fyrsti leikur: KA-heimilið: KA/Þór – Haukar 18 Eyjar: ÍBV – Stjarnan 19.40 8-liða úrslit karla, oddaleikur: Kaplakriki: FH – Selfoss (1:1) 19. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 262 orð | 2 myndir

Haukar áfram á einu marki

Á Ásvöllum Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar komust í gærkvöld í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitil karla eftir að þeir náðu að leggja KA að velli í oddaleik og þriðja spennutrylli liðanna í átta liða úrslitunum á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31:30. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Íslendingaliðin í undanúrslit

Íslendingaliðin Elverum og Drammen tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum norska handboltans. Elverum burstaði Bækkelaget á útivelli, 38:21, og vann einvígið 2:0. Orri Freyr Þorkelsson var sterkur hjá Elverum og skoraði sjö mörk. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Liverpool afar sannfærandi á Anfield

Enska liðið Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Villarreal frá Spáni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Martin frábær í Evrópusigri

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia eru komnir í undanúrslit Evrópubikarsins í körfubolta eftir nokkuð öruggan sigur á Levallois frá Frakklandi á heimavelli í gærkvöld, 98:85. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Nice dró tilboðið í Birki til baka

Birkir Benediktsson handknattleiksmaður úr Aftureldingu fer ekki til Nice í Frakklandi eins og útlit var fyrir fyrr í vetur. Birkir staðfesti við mbl. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

Sjaldan hefur verið eins skemmtilegt að fylgjast með úrslitakeppninni í...

Sjaldan hefur verið eins skemmtilegt að fylgjast með úrslitakeppninni í körfuboltanum og á þessu vori. Það á jafnt við um karlana og konurnar en baráttan um titlana hjá báðum kynjum hefur verið jöfn og tvísýn. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Undanúrslit, þriðji leikur: Njarðvík &ndash...

Subway-deild karla Undanúrslit, þriðji leikur: Njarðvík – Tindastóll (51:48) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Meira
28. apríl 2022 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Víkingar fara í forkeppnina

Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu þurfa í fyrsta sinn að fara í forkeppni um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í sumar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.