Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Nóg var um að vera á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Hátíðahöld voru víða um land og voru stóru stéttarfélögin í Reykjavík með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, var meðal þeirra sem héldu ræður á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni dagsins. Hvorki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fluttu ræður á fundinum en bæði hafa þau gagnrýnt forystu ASÍ harðlega.
Meira