Greinar mánudaginn 2. maí 2022

Fréttir

2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

30% hækkun dagpeninga vegna gistingar ríkisstarfsmanna

Dagpeningar opinberra starfsmanna vegna ferðalaga innanlands hækka um allt að 30% frá og með 1. maí. Breytingar á dagpeningum ríkisstarfsmanna eru birtar tvisvar á ári, enda hækkar gistiverð mikið yfir sumarið. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Atvinnufjelagið ræðir við önnur félög

Atvinnufjelagið hefur fengið dræmar móttökur frá verkalýðshreyfingunni, að sögn Sigmars Vilhjálmssonar, fyrirsvarsmanns samtakanna. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Áttum saman fallega stund

Í stilltu og fallegu veðri var hjartasteinn í minningu rithöfundarins Guðrúnar Helgadóttur afhjúpaður á laugardag fyrir framan Bæjarbíóið í miðborg Hafnarfjarðar. Meira
2. maí 2022 | Erlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

„Ekki gefast upp fyrir frekjuhundum“

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Hátt í eitt hundrað almennir borgarar voru fluttir frá Asovstal-stálverksmiðjunni í hafnarborginni Maríupol í gær að sögn Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 791 orð | 2 myndir

„Endalaus víti til að varast“

Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Nóg var um að vera á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Hátíðahöld voru víða um land og voru stóru stéttarfélögin í Reykjavík með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, var meðal þeirra sem héldu ræður á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni dagsins. Hvorki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fluttu ræður á fundinum en bæði hafa þau gagnrýnt forystu ASÍ harðlega. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Byrjað á stólpum brúarinnar

Vinna við byggingu brúar yfir Þorskafjörð er hafin. Verkið hefur tafist nokkuð vegna þess að það tók lengri tíma fyrir fyllingarnar á botni fjarðarins að síga en gert var ráð fyrir. Nú er verið að gera undirstöður brúarstólpanna. Meira
2. maí 2022 | Erlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Flugu inn í lofthelgina

Rússnesk njósnaflugvél sást í lofthelgi Dana á föstudagskvöldið þar sem hún flaug austur af Borgundarhólmi áður en hún flaug inn í sænska lofthelgi. Bæði Danir og Svíar hafa brugðist hart við. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Haraldur

Göng Ljósið við enda undirganga Kópavogs hefur að geyma kynjaverur sem geta brugðið sér í ýmis líki þegar sá gállinn er á... Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Harðar sóttvarnir í Kína komi niður á efnahagnum

Meðan augu heimsins hafa beinst að Úkraínu hefur syrt í álinn í Kína, þar sem tilraun til þess að útrýma kórónuveirunni með útgöngubanni hefur ekki borið tilætlaðan árangur, en kínversk bóluefni hafa ekki heldur reynst sem skyldi. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Hjörvar Steinn Íslandsmeistari 2022

„Ég var að verja Íslandsmeistaratitilinn, svo þetta var aukin pressa að standa sig aftur,“ segir stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í annað sinn. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Hófu brottflutning frá Maríupol

Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hófu í gær brottflutning óbreyttra borgara frá stálverksmiðjunni í Maríupol og tókst að flytja um hundrað manns þaðan í gær. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 688 orð | 2 myndir

Kínverska efnahagsundrið í uppnámi

Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl.is Kína hefur á undanförnum rúmum áratug orðið að efnahagsstórveldi undir merkjum lenínísks kapítalisma, þó sumir hafi dregið í efa að stoðir þess séu nógu sterkar og aðrir bent á innri veikleika þess að koma á þróttmiklu og fjölbreyttu atvinnulífi með tilskipanavaldi. Nú bendir æ fleira til þess að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Kjörsókn meiri nú en árið 2018

Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí og eru tæpar tvær vikur í kosningar. Frá opnun utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafa samtals 1. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Kröfugerð 1. maí

Í gær var baráttudagur verkalýðsins og var af því tilefni farið í kröfugöngur, haldnir fundir og kaffisamsæti. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Mikil vinna framundan í þjóðgarðinum

„Við erum í ýmsum framkvæmdum sem vitað var að þyrfti að laga svo við getum tekið betur á móti gestum okkar,“ segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Mótmæltu bankasölunni í fjórða sinn

Fjöldi þekktra Íslendinga lagði leið sína á fjölmenn mótmæli við Austurvöll í Reykjavík á laugardag. Reykjavíkurdætur hituðu upp fyrir mótmælin, Rebecca Scott Lord fór með gamanmál og Brynja Hjálmsdóttir flutti ljóð. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Munu vita af veru sinni á listanum

Rússneska sendiráðið á Íslandi hafði engar upplýsingar um helgina um það hvaða níu einstaklingar væru á svörtum lista Rússa, sem greint var frá á föstudaginn. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Njarðvík Íslandsmeistari í körfuknattleik í annað sinn

Kamilla Sól Viktorsdóttir og Vilborg Jónsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, smella rembingskossi á Íslandsmeistarabikarinn eftir að hann var í höfn með 65:51-sigri á Haukum í oddaleik í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Nói kynnist ýmsum annars heims verum

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Óstöðvandi bakgarðshlauparar

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson stóðu tvö eftir í Bakgarðshlaupinu á vegum Náttúruhlaupa, þegar þetta var ritað. Höfðu þau þá hlaupið nánast viðstöðulaust frá því klukkan níu að morgni laugardags. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 560 orð | 2 myndir

Óvissa um nöfnin á bannlista Rússa

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Ekkert hefur enn verið upplýst um það hvaða Íslendingar eru á svokölluðum bannlista rússneskra stjórnvalda, sem rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá á föstudag. Þar kom fram að níu Íslendingar væru á listanum, auk 16 Norðmanna, 3 Færeyinga og 3 Grænlendinga. Þó var þess getið að þar væri um að ræða þingmenn og ráðherra, forystumenn í viðskiptum og menntageira, blaðamenn og annað fólk í þjóðmálaumræðu, sem tekið hefði undir málflutning gegn Rússlandi og átt þátt í mótun stefnu sem væri fjandsamleg rússneska ríkinu. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 920 orð | 2 myndir

Skapandi Skagi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Sniglar settu svip á Reykjavík í gær

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, héldu í gær sína árlegu 1. maí-hópkeyrslu þegar yfir þúsund mótorhjólakappar óku niður Hverfisgötu, upp Sæbraut og Ártúnsbrekkuna að Bauhaus. Meira
2. maí 2022 | Erlendar fréttir | 498 orð | 2 myndir

Sæskrímsli í Ölpunum

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Steingervingar þriggja fiskeðla sem syntu í úthöfum fyrir rúmum 200 milljónum ára hafa fundist í svissnesku Ölpunum, þar á meðal stærsta steingerða tönn sem fundist hefur úr þessari risaeðlutegund. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Vakta virkni á Reykjanesskaganum

Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Mælingar hafa sýnt kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall en frá því að gosinu lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð. Um 5.400 skjálftar hafa mælst á árinu og hefur skjálftavirknin meðal annars verið bundin við Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. „Þetta virðist vera tiltölulega jafnt ferli, við fórum að sjá þetta fljótlega í lok gossins og hefur bara verið nokkuð stöðugt síðan,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í viðtali við Morgunblaðið. Meira
2. maí 2022 | Innlendar fréttir | 316 orð | 3 myndir

Vel heppnuð æfing á Þórshafnarflugvellli

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Á Þórshafnarflugvelli var haldin flugslysaæfing laugardaginn 30. apríl og í henni tóku þátt um fimmtíu manns. Meira

Ritstjórnargreinar

2. maí 2022 | Leiðarar | 715 orð

Musk, Twitter, tjáningarfrelsið og upplýsingin

Vinstri menn óttast kaupin og segir það sitt um ástand samfélagsmiðlanna Meira
2. maí 2022 | Staksteinar | 251 orð | 1 mynd

Verkin tala

Sundabraut er samgöngubót sem núverandi meirihluti í Reykjavík segist styðja, en verkin benda til annars. Hann komst meira að segja upp með að gera „samgöngusáttmála“ við ríki og önnur sveitarfélög þar sem þessi framkvæmd var óútfærð og í aukahlutverki og engin vissa er fyrir að af henni verði, nema þá helst með því að ríkið fallist á að fara mun dýrari leiði en ástæða er til vegna skipulagsákvarðana meirihlutans í Reykjavík. Sigurður Már Jónsson blaðamaður víkur að þessu í pistli á mbl.is og bendir þar á að borgin hafnaði ódýrasta kostinum við lagningu brautarinnar með því að byggja í Vogabyggð þannig að ekki er fært fyrir Sundabraut þar. Meira

Menning

2. maí 2022 | Bókmenntir | 289 orð | 3 myndir

Hulinn heimur lyga og skemmdarverka

Eftir Heine Bakkeid. Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði. Ugla 2022. Kilja. 447 bls. Meira
2. maí 2022 | Tónlist | 37 orð | 4 myndir

Kvartett djassbassaleikarans Þorgríms Jónssonar kom fram á síðustu...

Kvartett djassbassaleikarans Þorgríms Jónssonar kom fram á síðustu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu. Meira
2. maí 2022 | Bókmenntir | 1334 orð | 2 myndir

Straumar frá Bretlandseyjum

Bókarkafli Bókin Straumar frá Bretlandseyjum er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis arkitektanna Hjördísar Sigurgísladóttur og Dennis Davíðs Jóhannessonar og fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarlist. Meira
2. maí 2022 | Myndlist | 82 orð | 1 mynd

Verk eftir Egil Sæbjörnsson á mörgum sýningum í Stokkhólmi

Verk Egils Sæbjörnssonar myndlistarmanns hafa verið áberandi á sýningum í Svíþjóð undanfarið og verða áfram. Fyrir helgi var opnuð í Andys Gallery í Stokkhólmi einkasýning Egils, Object Species: The Lipsticks, með vídeóinnsetningu og skúlptúrum. Meira

Umræðan

2. maí 2022 | Pistlar | 388 orð | 1 mynd

Forathugun á sameiningu stofnana

Fyrir rúmri öld voru settar á fót tvær brautryðjendastofnanir sem hafa unnið göfugt starf alla tíð síðan. Landgræðslan og Skógræktin hétu upphaflega Sandgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins. Meira
2. maí 2022 | Aðsent efni | 469 orð | 2 myndir

Happdrættið er happadráttur

Eftir Aríel Pétursson og Sigurð Ágúst Sigurðsson: "Það skiptir okkur miklu máli að starfsemin sé í senn ærlegur lukkupottur og liðveisla sem mikið munar um." Meira
2. maí 2022 | Aðsent efni | 933 orð | 1 mynd

Sveitarstjórnarkosningar í skugga stríðsógnar

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Unga fólksins á Íslandi bíða stór og erfið verkefni." Meira
2. maí 2022 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Valfrelsi fyrir börnin

Eftir Erling Sigvaldason: "Viðreisn vill greiða 100% með hverju barni gegn því að skólinn rukki ekki skólagjöld." Meira

Minningargreinar

2. maí 2022 | Minningargreinar | 572 orð | 1 mynd

Ester Úranía Friðþjófsdóttir

Ester Úranía Friðþjófsdóttir fæddist 11. október 1933. Hún lést 28. mars 2022. Útförin fór fram 9. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 685 orð | 1 mynd

Guðjón Ingi Eggertsson

Guðjón Ingi Eggertsson fæddist í Reykjavík 12. september 1946. Hann lést 22. apríl 2022 á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Laugarási. Foreldrar Guðjóns voru Eggert Guðjónsson vélvirki, f. 17.11. 1918 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í Rangárvallasýslu, d.... Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 1549 orð | 1 mynd

Hákon Valdimarsson

Hákon Valdimarsson fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 16. ágúst 1940. Hann lést á Líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 19. apríl 2022. Foreldrar Hákonar voru Valdimar Lúðvíksson, fæddur í Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði 1. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 3112 orð | 1 mynd

Jón Hjörleifur Jónsson

Jón Hjörleifur Jónsson prestur, skólastjóri og kórstjóri fæddist á Arnarstöðum, Núpasveit, Norður-Þingeyjarsýslu 27. október 1923. Hann lést 19. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 360 orð | 1 mynd

Jón Hreinsson

Jón Hreinsson fæddist 15. september 1965. Hann lést 1. apríl 2022. Útför Jóns fór fram 11. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 2717 orð | 1 mynd

Kjartan Mogensen

Kjartan Mogensen fæddist í Reykjavík 14. desember 1946. Hann lést 16. apríl 2022. Foreldrar hans voru Erik Julius Mogensen, f. 1924, d. 1964, fiskiræktarfræðingur og Helga Kristín Stefánsdóttir Mogensen, f. 1923, d. 2007, verslunarkona. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 876 orð | 1 mynd

Klara Guðmundsdóttir

Klara Guðmundsdóttir fæddist 12. ágúst 1925. Hún lést 10. apríl 2022. Útför Klöru fór fram 28. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 2411 orð | 1 mynd

Kristín Jóhanna Kjartansdóttir

Kristín Jóhanna Kjartansdóttir fæddist á Bakka á Seltjarnarnesi 23. maí 1945. Hún lést 17. apríl 2022 á deild 11 EG Landspítala. Foreldrar hennar voru Unnur Óladóttir frá Nesi við Seltjörn og Kjartan Einarsson frá Bakka á Seltjarnarnesi. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 1263 orð | 1 mynd

Ruth Margrét Friðriksdóttir

Ruth Margrét Friðriksdóttir (Ruth Erna Margarethe Jansen) fæddist 10. ágúst 1934. Hún lést 30. mars 2022. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 2651 orð | 1 mynd

Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir

Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir fæddist í Gunnhildargerði í Hróarstungu 15. ágúst 1939. Hún lést 22. apríl 2022. Foreldrar Soffíu voru þau Jón Sigmundsson, f. 25. október 1898, d. 18. maí 1957 í Reykjavík, bóndi í Gunnhildargerði, og Anna Ólafsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2022 | Minningargreinar | 1053 orð | 1 mynd

Vigdís Runólfsdóttir

Vigdís Runólfsdóttir, Dísa, fæddist í Heiðarbæ á Ströndum 22. ágúst 1928. Hún lést 17. apríl 2022 á hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar Dísu vour Runólfur Árni Jónatansson, f.23. desember 1891, d. 3. ágúst 1957, og Vigdís Aðalsteinsdóttir, f. 12. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 378 orð | 1 mynd

Berkshire duglegt við hlutabréfakaup

Aðalfundur Berkshire Hathaway var haldinn í Omaha um helgina og var það í fyrsta skipti síðan 2019 sem gestir gátu sótt viðburðinn í eigin persónu. Meira
2. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 171 orð | 1 mynd

Sjö teymi taka þátt í Hringiðu

Viðskiptahraðallinn Hringiða hóf göngu sína 25. apríl og voru sjö hópar valdir til að taka þátt í verkefninu að þessu sinni. Klak hefur umsjón með hraðlinum sem er helgaður hringrásarhagkerfinu. Meira
2. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 424 orð | 2 myndir

Skarpur samdráttur hjá kínverskum fyrirtækjum

Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Innkaupastjóravísitala kínverskra iðnfyrirtækja mældist 47,4 stig í aprílmánuði og hefur ekki verið lægri síðan snemma árs 2020, en í mars mældist vísitalan 49,5 stig. Hjá þjónustufyrirtækjum var samdrátturinn enn meiri, og fór vísitala þeirra úr 48,4 stigum í mars niður í 41,9 stig í apríl. Meira

Fastir þættir

2. maí 2022 | Fastir þættir | 181 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. b3 Re4 6. Bd3 Rd7 7. 0-0 Bd6 8...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. b3 Re4 6. Bd3 Rd7 7. 0-0 Bd6 8. Bb2 f5 9. Re5 Rxe5 10. dxe5 Bb4 11. f3 Rg5 12. Ba3 Bxa3 13. Rxa3 Db6 14. Rc2 Rf7 15. f4 0-0 16. b4 Dc7 17. Rd4 Rh6 18. Dd2 De7 19. a4 Bd7 20. c5 Hac8 21. Hfc1 a6 22. Hab1 Kh8 23. Meira
2. maí 2022 | Í dag | 33 orð | 3 myndir

Ein á húsbíl um alla Evrópu

Eygló Sigurðardóttir leggur brátt í langferð ein á húsbíl og hyggst heimsækja nær öll lönd í Evrópu. Hún missti manninn sinn úr sjálfsvígi fyrir tæpum fimm árum en lætur nú gamlan draum... Meira
2. maí 2022 | Í dag | 304 orð

Fegurðin ríkir ein

Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson og kallar „Morgun í borginni“: Lognkyrr morgunn, ljósið fæðist, ljóð syngur fugl á grein, fólkið í borginni farið til vinnu, fegurðin ríkir ein. Meira
2. maí 2022 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Kópavogu r María Hrönn Sigurbjörnsdóttir fæddist 14. október 2021 á...

Kópavogu r María Hrönn Sigurbjörnsdóttir fæddist 14. október 2021 á Landspítalanum. Hún vó 3.242 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Melkorka Rún Sveinsdóttir og Sigurbjörn Jónsson... Meira
2. maí 2022 | Í dag | 52 orð

Málið

„Á dýrafræðiprófinu sagði ég að strúturinn væri spendýr. Þar skaust mér “: þar gerði ég villu , þar skjátlaðist mér . Skýst þótt skýrir séu , segir málshátturinn (í einni mynd): mönnum getur skjátlast þótt skynsamir séu. Meira
2. maí 2022 | Árnað heilla | 147 orð | 1 mynd

Melkorka Rún Sveinsdóttir

30 ára Melkorka Rún er Kópavogsbúi, ólst upp í Digraneshverfi og býr nú í Lindahverfi. Hún er með B.Sc.-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ og M.Sc.-gráðu í sama fagi frá DTU í Kaupmannahöfn. Hún er verkfræðingur í vélsmiðjunni Micro – ryðfrí smíði. Meira
2. maí 2022 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Opnar sig um draumabónorðið

Í nýjasta þættinum af The Kardashians fáum við að fylgjast með undirbúningnum hjá Travis Barker fyrir bónorðið mikla, en hann henti sér á skeljarnar í október í fyrra og bað Kourtney Kardashian að giftast sér. Meira
2. maí 2022 | Árnað heilla | 725 orð | 3 myndir

Tónlist og náttúra í hávegum höfð

Magnús Magnússon fæddist 2. maí 1937 í Bræðraborg í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskóla Ólafsfjarðar og Iðnskóla Ólafsfjarðar. Í æsku var hann fimm sumur í sveit í Gnúpufelli í Eyjafirði. Meira

Íþróttir

2. maí 2022 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Besta deild karla Valur – KR 2:1 ÍBV – Leiknir R 1:1...

Besta deild karla Valur – KR 2:1 ÍBV – Leiknir R 1:1 Breiðablik – FH 3:0 Staðan: Breiðablik 33008:19 Valur 33005:29 KA 22004:06 Víkingur R. 32016:56 ÍA 21105:24 Stjarnan 21105:24 KR 31025:43 FH 31025:73 ÍBV 30122:61 Leiknir R. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Breiðablik og Valur bæði með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir

Breiðablik og Valur hafa bæði farið fullkomlega af stað í Bestu deild karla í knattspyrnu. Um helgina vann Breiðablik sannfærandi sigur á FH og Valur hafði betur gegn erkifjendum sínum og nágrönnum í KR. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd

England Watford – Burnley 1:2 • Jóhann Berg Guðmundsson lék...

England Watford – Burnley 1:2 • Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Eyjamenn tóku forystuna

ÍBV er komið í 1:0-forystu gegn Haukum í undanúrslitaeinvígi liðanna á Íslandsmóti karla í handbolta eftir 35:30-útisigur í gær. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 676 orð | 5 myndir

*Karlalið Real Madríd í knattspyrnu tryggði sér spænska meistaratitilinn...

*Karlalið Real Madríd í knattspyrnu tryggði sér spænska meistaratitilinn í 35. sinn á laugardag með öruggum 4:0-sigri á Espanyol. Real á enn eftir að spila fjóra leiki í spænsku 1. deildinni. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Dalvík: KA – Keflavík 18 Safamýri...

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Dalvík: KA – Keflavík 18 Safamýri: Fram – ÍA 19.15 Víkin: Víkingur – Stjarnan 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Hlíðarendi: Valur – Selfoss 19. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 458 orð | 2 myndir

Nýliðar urðu meistarar

Á Ásvöllum Kristján Jónsson kris@mbl.is Njarðvík varð í gær Íslandsmeistari kvenna í körfuknattleik í annað sinn í sögu félagsins en liðið vann einnig fyrir áratug. Þá vann liðið einnig Hauka í úrslitarimmunni eins og nú. Njarðvík vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær, 65:51. Haukar urðu í vetur bikarmeistarar og áttu því möguleika á að vinna tvöfalt. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Ótrúlegt sigurmark Aldísar

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði ótrúlegt sigurmark er KA/Þór tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta með 24:23-útisigri á Haukum í gær. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Spánn Valencia – Andorra 81:76 • Martin Hermannsson lék ekki...

Spánn Valencia – Andorra 81:76 • Martin Hermannsson lék ekki með Valencia vegna meiðsla. Zaragoza – Bilbao 80:82 • Tryggvi Snær Hlinason skoraði 15 stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu á 20 mínútum fyrir Zaragoza. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Stólarnir í úrslit og mæta Val

Tindastóll hafði betur gegn deildarmeisturum Njarðvíkur, 89:83, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla á Sauðárkróki á laugardagskvöld og tryggði sér þannig 3:1-sigur í einvíginu. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Umspil karla Fyrsti úrslitaleikur: ÍR – Fjölnir 36:24 Umspil...

Umspil karla Fyrsti úrslitaleikur: ÍR – Fjölnir 36:24 Umspil kvenna Annar leikur í undanúrslitum: FH – ÍR 20:25 HK – Grótta 25:19 *ÍR og HK unnu einvígi sín 2:0 og mætast í úrslitum umspilsins. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 212 orð

VALUR – KR 2:1 0:1 Kjartan Henry Finnbogason 18. 1:1 Patrick...

VALUR – KR 2:1 0:1 Kjartan Henry Finnbogason 18. 1:1 Patrick Pedersen 45. 2:1 Jesper Juelsgård 69. Meira
2. maí 2022 | Íþróttir | 473 orð | 2 myndir

Valur og Breiðablik með fullt hús

Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Valur hafði betur gegn erkifjendum sínum í KR, 2:1, þegar liðin mættust í Reykjavíkurslag á Origo-vellinum að Hlíðarenda í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.