Greinar laugardaginn 7. maí 2022

Fréttir

7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 92 orð

130 milljónir frá útgerðinni til Úkraínu

Sautján af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum hér á landi hafa áveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljón dala, jafnvirði um 130 milljóna króna. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 97 orð

198 milljónir í bætur til þolenda afbrota

Ríkið greiddi alls um 198 milljónir króna í bætur til þolenda afbrota í fyrra en bótanefnd vegna þolenda afbrota bárust 469 umsóknir um bætur á seinasta ári. Umsóknirnar voru þó lítið eitt færri í fyrra en á árinu 2020, en það ár fóru þær yfir 500. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 529 orð | 2 myndir

469 umsóknir um bætur til þolenda

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þolendur afbrota fengu greiddar um 198 milljónir króna í bætur á seinasta ári vegna mála sem komu til afgreiðslu bótanefndar ríkisins. Þetta er nokkru hærri upphæð en á árinu á undan þegar ríkissjóður greiddi tæpar 168 milljónir kr. í bætur til þolenda afbrota. Í fyrra voru þó umsóknir um bætur lítið eitt færri en á árinu 2020. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

543 milljóna hagnaður hjá Eflingu

Afkoma stéttarfélagsins Eflingar var mun betri á seinasta ári en á árinu á undan og var jákvæð um 543 milljónir króna samanborið við 48 milljóna króna tap á árinu á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Eflingar sem lögð var fram á dögunum. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 91 orð

5.633 í framboði Íbúar á kjörskrá í þeim 13 sveitarfélögum þar sem...

5.633 í framboði Íbúar á kjörskrá í þeim 13 sveitarfélögum þar sem óbundnar kosningar fara fram til sveitarstjóra eru 2.466, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár. Meira
7. maí 2022 | Innlent - greinar | 1350 orð | 6 myndir

„Miklu skemmtilegra að ferðast með börn“

Ísland er fullt af stöðum sem skemmtilegt er að ferðast með börn á. Þetta veit Tanja Sól, útivistargarpur og móðir, manna best, en hún fræðir fólk um barnvæna Ísland á síðunni Iceland With Kids og facebook-síðunni Krakkar á ferð & flugi. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd

„Tími til kominn að breyta Reykjavík“

Dagmál Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson „Það er eins og það búi tvær þjóðir í Reykjavík,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 76 orð

Beina spjótum sínum að verðbólgunni

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, lagði fram tillögu í borgarráði í fyrradag um að borgarstjóra yrði falið að hefja undirbúning þess að innheimtu leikskólagjalda yrði hætt í Reykjavík til að bregðast við verðbólgu og vaxtahækkun. Meira
7. maí 2022 | Erlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Blendnar niðurstöður í Bretlandi

Fyrstu tölur úr sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi sem haldnar voru á fimmtudaginn benda til þess að Íhaldsflokkurinn hafi tapað þó nokkru fylgi. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Borgin heldur hátíð fyrir starfsmennina

Reykjavíkurborg ætlar að halda sumarhátíð fyrir allt starfsfólk sitt og fjölskyldur þeirra laugardaginn 11. júní næstkomandi. Verður hún haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Fjárveitingar miðaðar við félagslega stöðu hverfanna

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Með nýju rekstrarlíkani fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar, sem gengur undir heitinu Edda, er tekið mið af félagslegri stöðu hverfa borgarinnar þegar skólunum er veitt fjármagn. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Fordæma yfirlýsingu um rasisma

Stjórn Ásmundarsafns harmar stuldinn á styttu Ásmundar Sveinssonar, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku . Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar safnsins. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu var styttunni stolið frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Forsetar spreyttu sig á tungumáli hvor annars

„Góðan daginn,“ sagði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, þegar hann hóf sögulegt ávarp sitt á Alþingi Íslendinga í gær fyrir þéttsetnum þingsal. Guðni Th. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 168 orð

Glansmyndir í Firðinum

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sakar sjálfstæðismenn um að draga upp glansmynd af vexti bæjarins og telur fjárhag bæjarins ekki standa jafntraustum fótum og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti... Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Kosið um Skagafjörð eða Hegranesþing

Samhliða kosningunum 14. maí fer fram ráðgefandi skoðanakönnun í Skagafirði um nafn á nýju sveitarfélagi, eftir að Akrahreppur sameinaðist Svf. Skagafirði. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Krían er komin til landsins

Myndarlegur kríuhópur gladdi augu fuglavina á Seltjarnarnesi í gærmorgun. Krían er langförulasti farfuglinn sem verpir á Íslandi. Um 1.000 kríur sáust í Óslandi á Höfn í Hornafirði á þriðjudaginn var, samkvæmt vefnum fuglar.is . Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 544 orð | 3 myndir

Listaverkin í linditrénu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fimm útskornar tréstyttur af íslenska hestinum verða í öndvegi á sýningu sem listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir á Grund í Flóa tekur þátt í og verður í heimasveit hennar, opnuð í næstu viku. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 604 orð | 4 myndir

Margir merkir munir á Mánárbakka

Bóndinn, safnarinn og veðurathugunarmaðurinn Aðalgeir Egilsson, sem verður 86 ára í haust, er hvergi nærri hættur að sinna áhugamálum sínum. Nú á vordögum er hann að undirbúa opnun Minjasafnsins á Mánárbakka fyrir sumarið og er fullur tilhlökkunar að fá gesti til þess að spjalla við. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Nýja slökkvistöðin loks vígð

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Flugvelli í Keflavík var loksins vígð síðdegis í gær, að viðstöddum Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra, þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórum, slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum og fleiri gestum. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 558 orð | 2 myndir

Nær kötturinn Reykjavík inn manni?

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Ríflega þriðjugur Akureyringa hafði nú í byrjun vikunnar ekki gert upp við sig hvað hann ætlar að kjósa í sveitarstjórnarkosningum eftir viku samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði... Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 542 orð | 3 myndir

Ómíkron ekki betra en önnur afbrigði

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ómíkron-afbrigði nýju kórónuveirunnar (SARS-CoV-2) er ekki vægara en eldri afbrigði veirunnar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Því hefur verið haldið fram að ómíkron-afbrigðið smitist frekar en sé vægara en þau afbrigði sem á undan komu. Niðurstöðurnar benda til annars. Meira
7. maí 2022 | Erlendar fréttir | 822 orð | 1 mynd

Reyna enn að flytja fólk á brott

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Úkraínskar hersveitir í Asovstal-stálverksmiðjunni sökuðu í gær Rússa um að hafa hafið skothríð á meðan verið var að forða óbreyttum borgurum frá verksmiðjunni. Sagði í yfirlýsingu Asov-hersveitarinnar að bíll sem var á leiðinni til að flytja fólkið á brott hefði verið sprengdur í loft upp með skriðdrekabana. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Samherji kaupir Akraberg

Samherji hefur keypt frystitogarann Akraberg FO af Framherja í Færeyjum, sem Samherji á þriðjungshlut í. Skipið var smíðað 1994 í Noregi fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og hét upphaflega Guðbjörg ÍS. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Skilur ekki stefnu Viðreisnar

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, lagði fram tillögu í borgarráði í fyrradag um að borgarstjóra yrði falið að hefja undirbúning þess að innheimtu leikskólagjalda yrði hætt í Reykjavík til að bregðast við verðbólgu og vaxtahækkun. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Sólartorg í miðbænum senn tilbúið

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú styttist í að líf færist í „sólartorgið“ sem hefur verið útbúið sunnan við Tollhúsið í Tryggvagötu. „Torgið er ekki alveg tilbúið en vonir standa til að það klárist að fullu í maí,“ segir Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Strætó uppfærir fjárhagsáætlun

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir Strætó bendir til þess að rekstrarafkoma félagsins versni um 750 milljónir í ár, miðað við samþykkta áætlun. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Telja að borgin mismuni íbúum í Árbæjarhverfi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eigendur 113 íbúða við Hraunbæ 176 til 198 og Rofabæ 43-47 skora á borgaryfirvöld að mismuna ekki íbúum í Efri-Árbæ hvað varðar kostnað við gerð og viðhald gangstétta í hverfinu, eins og nú sé raunin. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 661 orð | 2 myndir

Telja grátlegt að selja innviði

„Það er taprekstur á bænum. Við erum að safna skuldum og bregðumst við því með því að selja eignir til að rétta reksturinn af. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Tíðarandinn í aldanna rás

Borgarsögusafn Reykjavíkur opnar nýja sýningu í elsta húsi Kvosarinnar, Aðalstræti 10. Af því tilefni verður borgarbúum boðið til götuhátíðar í Aðalstræti laugardaginn 7. maí frá kl. 13 til 16. Dagur B. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Um 13.500 Pólverjar hafa kosningarétt hér

Alls hafa 31.702 erlendir ríkisborgarar rétt til að kjósa í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þar af eru 13.542 pólskir ríkisborgarar, 2.902 frá Litháen, 1.269 frá Lettlandi og 1.155 frá Rúmeníu. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 565 orð | 2 myndir

Uppskar standandi lófatak þingsins

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Söguleg stund átti sér stað á Alþingi í gær þegar Volodimír Selenskí forseti Úkraínu ávarpaði þingið og íslenska þjóð á móðurmáli sínu í gegnum fjarfundabúnað. Meira
7. maí 2022 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Þjóðarhöllin verði tilbúin árið 2025

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bæði borgarstjóri og mennta- og barnamálaráðherra vísa á bug efasemdaröddum um að Þjóðarhöllin muni rísa. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 2022 | Leiðarar | 809 orð

Ákall um áframhaldandi stuðning

„Það skiptir ekki máli hvort ríkið er stórt eða smátt,“ sagði Selenskí, „þegar við erum að berjast fyrir frelsi skiptir framlag allra máli.“ Meira
7. maí 2022 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Hávaði, þrengsli og bílastæðaskortur

Hópur íbúa í miðborginni hefur tekið sig saman og beitir sér nú fyrir umbótum þar undir yfirskriftinni Kjósum hávaðann í burtu. Í gær sendi þessi hópur frá sér myndskeið þar sem nokkrir íbúanna tjá sig um ástandið og segir engan svefnfrið fyrir miklum hávaða og nefnir dæmi í því sambandi sem hljóma óneitanlega sláandi. Meira
7. maí 2022 | Reykjavíkurbréf | 1875 orð | 1 mynd

Sést eitthvað sambærilegt?

Margur áhugamaður um það efni, hefur velt fyrir sér hvaða hæfileikar drægju lengst við að skipa mönnum í forystusæti í stjórnmálum og jafnvel svo að þeir eða sá fengi þann dóm að lokum að þar hafi farið fágætur stjórnmálaskörungur. Meira

Menning

7. maí 2022 | Tónlist | 509 orð | 4 myndir

Beint frá býli

Norðlenska hljómsveitin Helgi og Hljóðfæraleikararnir stendur nú í umfangsmikilli vinnu sem lýtur að endurútgáfum á nokkrum af höfuðverkum hljómsveitarinnar. Er það vel. Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 107 orð | 1 mynd

Birtingarmyndir náttúrunnar

Einkasýning Katrínar Agnesar Klar, Pictures / Myndir , verður opnuð í galleríinu Harbinger, Freyjugötu 1, í dag, laugardag, kl. 16. Katrín er þýsk-íslenskur myndlistarmaður og býr og starfar í Reykjavík. Meira
7. maí 2022 | Tónlist | 148 orð | 1 mynd

Craig Taborn leikur í fyrsta sinn á Íslandi

Djasspíanóleikarinn Craig Taborn heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, 8. maí, kl. 20. Verða það fyrstu tónleikar hans á Íslandi og eru þeir hluti af tónleikaferð hans til að fylgja eftir nýrri hljóðritun fyrir ECM-útgáfuna, Shadow Plays . Meira
7. maí 2022 | Tónlist | 83 orð

Fertugsafmæli kórsins fagnað

Álafosskórinn fagnar 40 ára afmæli sínu með tónleikum í Guðríðarkrikju í Grafarholti í dag kl. 15. Kórinn var stofnaður árið 1980 af starfsfólki Álafossverksmiðjanna í Mosfellssveit en vegna covid-faraldursins varð að fresta afmælisveislunni um tvö ár. Meira
7. maí 2022 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Keisarakonsertinn og Petite suite

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna rís í dag úr covid-dvalanum og heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sem hefjast kl. 16. Á efnisskránni verða tvö verk, Petite Suite eftir Debussy og Píanókonsert númer 5, Keisarakonsertinn, eftir Beethoven. Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 142 orð | 1 mynd

Málþing í tengslum við sýningu

Málþing verður haldið í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, laugardag, frá kl. 11 til 13, í tengslum við sýningu vöruhönnuðarins Tinnu Gunnarsdóttur, Snert á landslagi – 66°05'35.2&inch;N 18°49'34.1&inch;W , sem stendur yfir í safninu og lýkur 15.... Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 96 orð | 1 mynd

Nemar sýna nyrðra

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag kl. Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 863 orð | 2 myndir

Reyna að toppa árið á undan

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tólf nýjar sýningar verða opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði í dag, laugardag, og að vanda fjölbreyttar. Meira
7. maí 2022 | Tónlist | 108 orð | 1 mynd

Setur um líf og list Dylans í Tulsa

Í vikunni verður opnað í Tulsa í Oklahoma setur um líf og list söngvaskáldsins og nóbelsverðlaunahafans Bobs Dylans, Bob Dylan Center. Gerð miðstöðvarinnar kostaði um 10 milljónir dala, um 1,3 milljarða, og er hún í gamalli byggingu í miðborg Tulsa. Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 98 orð | 1 mynd

Skoðar framleiðslu náttúrunnar

Myndlistarmaðurinn Carl Boutard opnar í dag, laugardag, sýninguna Peanuts í Y gallery í Hamraborg í Kópavogi. Meira
7. maí 2022 | Bókmenntir | 915 orð | 3 myndir

Tunglsljós og hvítur vængur bíða

Eftir Sjón. JPV útgáfa, 2022. Kilja 78 bls. Meira
7. maí 2022 | Fjölmiðlar | 217 orð | 1 mynd

Töfralausnir til bjargar útlitinu

Sérsniðnar auglýsingar á Facebook hafa vakið athygli mína að undanförnu. Það hefur myndast ákveðið þema í kringum þær; hárvöxtur eða skortur þar á. Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 610 orð | 1 mynd

Veðrið leikur á skúlptúrinn

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Verkið hugsa ég ekki bara sem stálstrúktúrinn sjálfan, heldur sem samtal strúktúrsins, veðursins og umhverfisins. Meira
7. maí 2022 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Veislutónlist eftir Telemann

Veislutónlist eftir Telemann er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í kvöld , kl. 21 í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík. Í Tafelmusik, þ.e. Meira
7. maí 2022 | Kvikmyndir | 40 orð | 1 mynd

Whitaker heiðraður í Cannes

Bandaríski leikarinn Forest Whitaker verður heiðursgestur við setningarathöfn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 17. maí og mun hann hljóta heiðursverðlaun Gullpálmans fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Meira
7. maí 2022 | Myndlist | 187 orð | 1 mynd

Yfirborð, litaframvinda og hreyfirannsóknir

Innan rammans/ Inside the Frame nefnist sýning sem opnuð verður í dag kl. 14 í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Á henni sýnir Michaela Grill í samstarfi við Sophie Trudeau en umsjón með sýningunni hafði Gústav Geir Bollason. Meira

Umræðan

7. maí 2022 | Aðsent efni | 385 orð | 1 mynd

100 loforð

Eftir Ásdísi Kristjánsdóttur: "Við höfum nú í aðdraganda kosninga birt lista yfir 100 loforð sem við leggjum í dóm kjósenda." Meira
7. maí 2022 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Enn af myglu

Eftir Magnús Rannver Rafnsson: "Myglufaraldur á Íslandi verður seint rakinn til byggingarefnisins timburs. Hins vegar verður að nota timbur eins og önnur byggingarefni á réttan hátt." Meira
7. maí 2022 | Pistlar | 285 orð

Er draumur Gunnars að rætast?

Horfur eru nú á, að Svíþjóð og Finnland hverfi frá hlutleysi og gerist aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Það hefði fyrir nokkrum árum þótt saga til næsta bæjar. Meira
7. maí 2022 | Aðsent efni | 711 orð | 2 myndir

Ferðaþjónustan þarf að virka vel í Reykjavík

Eftir Birnu Hafstein og Þorkel Sigurlaugsson: "Reykjavíkurborg þarf að sinna betur sínu gestgjafahlutverki. Skapa ferðaþjónustunni góða aðstöðu í sátt við annað atvinnulíf og íbúa." Meira
7. maí 2022 | Pistlar | 399 orð | 1 mynd

Frelsið á í vök að verjast

Mikill meirihluti bandarísku þjóðarinnar vill að konur hafi frelsi til þungunarrofs. Skilur mikilvægi þess að konur ráði yfir eigin líkama. Meira
7. maí 2022 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Fúsk og virðingarleysi í Kópavogi

Eftir Helgu Jónsdóttur: "Vinir Kópavogs leggja áherslu á að sýna fólki og viðfangsefnum virðingu." Meira
7. maí 2022 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

Hughrif mín af Íslandi

Eftir He Rulong: "Ég hef mikla trú á framtíð samskipta þjóðanna, og sem sendiherra Kína á Íslandi mun ég leitast við að stuðla enn frekar að bættum tvíhliða tengslum með persónulegum samskiptum við fólk af öllum stigum þjóðfélagsins á Íslandi." Meira
7. maí 2022 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Ofsahraði í Mosfellsdal

Eftir Ásgeir Pétursson: "Við Dalsbúar viljum að hlustað sé á okkur því við viljum lifa og starfa í dalnum stórslysalaust." Meira
7. maí 2022 | Pistlar | 448 orð | 3 myndir

Rihanna flytur í Hafnarfjörð

Einkennilegt hvað maður man úr æsku. Sumt er furðu hversdagslegt en verður samt klassík. Ein sena er svona: Ég sit með langömmu minni í heimsókn í húsi og fyrir verður á eldhúsborði lítil dós sem hvorki ég né amma höfum áður séð. Meira
7. maí 2022 | Aðsent efni | 224 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn standa með heimilunum

Eftir Hildi Björnsdóttur: "Heimilin finna nú fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum. Nauðsynlegt er að Reykjavíkurborg nýti sín úrræði til að standa með fólki og fyrirtækjum." Meira
7. maí 2022 | Pistlar | 762 orð | 1 mynd

Upplýsingaóreiða vopn popúlista

Málin sem ber hæst á hverjum stað eru almennt staðbundin. Það er einkum í Reykjavík þar sem landspólitískar línur eru dregnar og leikið eftir þeim. Meira

Minningargreinar

7. maí 2022 | Minningargreinar | 882 orð | 1 mynd

Anna Kristín Haraldsdóttir

Anna Kristín Haraldsdóttir fæddist 21. júlí 1957. Hún lést á 15. apríl 2022. Útför Önnu fór fram 28. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 1049 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurðsson

Ásgeir Sigurðsson fæddist á Höfn í Hornafirði 4. janúar 1943. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 19. apríl 2022 eftir umönnun þar um nokkurt skeið. Ásgeir var sonur Sigurðar Lárussonar frá Neskaupstað, f. 7. apríl 1918, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 1753 orð | 1 mynd

Ellert Árnason

Ellert Árnason fæddist á Vopnafirði 8. febrúar 1946. Hann lést á Dvalarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði 22. apríl 2022. Foreldrar hans voru Elísabet Sigurðardóttir, f. 1. september 1917, d. 27. júní 2017 og Árni Stefánsson, f. 9. október 1916, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 774 orð | 1 mynd

Gísli Árdal Antonsson

Gísli Antonsson fæddist 5. september 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 28. apríl 2022. Foreldrar hans voru Anton Baldvin Björnsson, bóndi á Ytri-Á, f. 17. febrúar 1893 á Ytri-Á, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 1107 orð | 1 mynd

Heimir Sveinsson

Heimir Sveinsson rafmagnstæknifræðingur fæddist á Akureyri 15. apríl 1947. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 30. apríl 2022. Foreldrar hans voru Sveinn Kristinn Nikulásson, f. 25.9. 1912, d. 25.4. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 719 orð | 1 mynd

Inga Gústavsdóttir

Inga Gústavsdóttir fæddist 27. nóvember 1954 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi 28. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Gústav Kristján Gústavsson, f. í Vestmannaeyjum 19. janúar 1928, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 1702 orð | 1 mynd

Jón Kristinn Jónsson

Jón Kristinn Jónsson fæddist á Siglufirði 30. júní 1960. Hann lést á Dyngju á Egilsstöðum 2. apríl 2022 eftir mjög stutt veikindi. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristinn Jónsson, f. 24.9. 1918, d. 17.6. 2001 og Ólína Hjálmarsdóttir, f. 4.8. 1923, d.... Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 1226 orð | 1 mynd

Stefán Briem

Stefán Briem fæddist í Reykjavík 23. júní 1938. Hann lést 18. apríl 2022. Stefán var sonur Gunnlaugs Briem, póst- og símamálastjóra, og Halldóru Guðjohnsen. Systkini Stefáns eru Sigurður Briem, Sigrún Briem og Gunnar Briem. Stefán kvæntist 6. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2022 | Minningargreinar | 1806 orð | 1 mynd

Þorbjörg Maggý Jónasdóttir

Þorbjörg Maggý Jónasdóttir fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1937 og ólst upp á Minni-Bakka í Skálavík. Maggý lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 26. apríl 2022. Foreldrar hennar: Jónas Guðmundur Halldórsson, f. 1912, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 289 orð | 1 mynd

Eldislax skili meiri verðmætum en hvítfiskur

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á næstu tveimur til þremur árum getur eldislax skilað Íslandi meiri útflutningsverðmætum en þorskur og á næstu tíu árum geta útflutningsverðmæti á laxi orðið meiri en alls hvítfisks. Meira
7. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 531 orð | 2 myndir

Fengu kynningu á tilboðsleiðinni

Baksvið Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Á fundum með fjárlaganefnd Alþingis 21. febrúar sl. og með efnahags- og viðskiptanefnd þremur dögum síðar kynntu fulltrúar Bankasýslu ríkisins með ítarlegum hætti hvaða leið stofnunin legði til við sölu á frekari hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar var helst lagt til það sem kallað er „tilboðsfyrirkomulag“, sem var sú leið sem farin var í útboðinu 22. mars þegar ríkið seldi 22,5% hlut í bankanum fyrir um 53 milljarða króna. Meira
7. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Góður hagnaður hjá Ölgerðinni

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hagnaðist um 1,7 milljarða króna á liðnu fjárhagsári, samanborið við tæpar 730 milljónir króna árið áður. Meira
7. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Snekkjur ólígarka flýja efnahagsaðgerðir

Fimm snekkjur, sem allar tengjast rússneskum ólígörkum sem beittir hafa verið efnahagsaðgerðum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, hafa hver um sig siglt meira en 5.000 sjómílur síðan innrásin hófst. Meira

Daglegt líf

7. maí 2022 | Daglegt líf | 282 orð | 1 mynd

Sólboði og tóbakshorn

Gróandi! Allt blómstrar í Flóru í Hveragerði. Sumarblómin eru komin og stjúpurnar dafna afar vel. Meira

Fastir þættir

7. maí 2022 | Árnað heilla | 328 orð | 1 mynd

70 ára

Björg Hólmfríður Kristófersdóttir verður sjötug á morgun, en hún fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 8. maí 1952. Meira
7. maí 2022 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Daniil gefur út nýtt lag

„Ég er bara í skýjunum,“ segir ungi íslenski rapparinn Daniil sem gaf út lagið „Ef þeir vilja beef“ ásamt Joey Christ á miðnætti en hann segir að viðtökurnar hafi verið hreint út sagt frábærar. Meira
7. maí 2022 | Árnað heilla | 437 orð | 7 myndir

Elsti núlifandi Íslendingurinn

Þórdís Filippusdóttir fæddist 7. maí 1917 í Reykjavík og ólst upp á Bráðræðisholtinu þar sem hún bjó lengst af. Á barnaskólaárunum var hún í Miðbæjarskólanum og síðar í Kvennaskólanum. Meira
7. maí 2022 | Fastir þættir | 165 orð

Eyðiskógur. S-Enginn Norður &spade;D82 &heart;952 ⋄109654 &klubs;K7...

Eyðiskógur. S-Enginn Norður &spade;D82 &heart;952 ⋄109654 &klubs;K7 Vestur Austur &spade;73 &spade;Á954 &heart;G643 &heart;7 ⋄K83 ⋄ÁDG72 &klubs;8532 &klubs;G96 Suður &spade;KG106 &heart;ÁKD108 ⋄-- &klubs;ÁD104 Suður spilar 6&heart;. Meira
7. maí 2022 | Árnað heilla | 151 orð | 1 mynd

Helgi Magnússon

Helgi Magnússon fæddist 8. maí 1872 í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, Árn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnússon, f. 1831, d. 1894, og Katrín Jónsdóttir, f. 1833, d. 1881. Meira
7. maí 2022 | Fastir þættir | 557 orð | 5 myndir

Hjörvar Steinn Íslandsmeistari í annað sinn

Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan og sannfærandi sigur í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands sem lauk í gamla Landsbankanum á Selfossi um síðustu helgi og varð því Íslandsmeistari í skák annað árið í röð. Meira
7. maí 2022 | Í dag | 56 orð

Málið

Afstaða er viðhorf , staða, sjónarmið . „Afstaða mín til timburmanna er á hreinu: ég er á móti þeim.“ Maður er hvattur til að taka afstöðu til e-s, spurt er hvar maður standi í málinu o.s.frv. Meira
7. maí 2022 | Í dag | 1215 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Stefanía Steinsdóttir. Kvennakór Akureyrar syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁSKIRKJA | Lesmessa kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Meira
7. maí 2022 | Í dag | 266 orð

Mikill er bóndans réttur

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Kvongaður er karlinn sá. Kotjörð sína erja má. Fyrirliði frækinn er. Fram um reiti mjakar sér. Hér er lausn Guðrúnar B. Húsbændurnir hérna tveir og hey sér bóndans geitin. Meira
7. maí 2022 | Fastir þættir | 143 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir...

Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Bankanum – Vinnustofu á Selfossi í Árborg. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2.422) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Vigni Vatnari Stefánssyni (2.501) . 62.... Meira

Íþróttir

7. maí 2022 | Íþróttir | 317 orð | 1 mynd

Besta deild karla FH – Valur 2:2 Staðan: Valur 43107:410...

Besta deild karla FH – Valur 2:2 Staðan: Valur 43107:410 Breiðablik 33008:19 KA 33007:29 Stjarnan 321010:67 Víkingur R. 420210:106 ÍA 31206:35 FH 41127:94 KR 31025:43 ÍBV 30122:61 Leiknir R. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 711 orð | 5 myndir

* Bjarki Pétursson náði lengst íslensku keppendanna á...

* Bjarki Pétursson náði lengst íslensku keppendanna á Barncancerfonden-golfmótinu sem lauk í Laholm í Svíþjóð í gær og er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Bjarki lék á 68 höggum í gær og endaði í 24. sæti. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

Eins marks sigur á Hlíðarenda

Handboltinn Víðir Sigurðsson Jóhann Ingi Hafþórsson Gunnar Egill Daníelsson Fram var ekki í miklum vandræðum með ÍBV á meðan Valur vann Íslandsmeistara KA/Þórs með minnsta mun þegar undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handknattleik hófust í gærkvöld. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Fjölnir vann nýliðana

Fjölnir vann öruggan sigur á nýliðum Þróttar úr Vogum, 3:0, þegar liðin mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla, Lengjudeildarinnar, í Vogunum í gærkvöld. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

Hnífjafnt í fyrsta leiknum

Körfuboltinn Víðir Sigurðsson Jóhann Ingi Hafþórsson Óhætt er að segja að einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta hafi byrjað með látum og spennu á Hlíðarenda í gærkvöld þar sem Valsmenn náðu að knýja fram sigur, 80:79. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Akranes: ÍA – Breiðablik L14...

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Akranes: ÍA – Breiðablik L14 Keflavík: Keflavík – ÍBV L16 Garðabær: Stjarnan – Fram L16.15 Meistaravellir: KR – KA L16.15 Breiðholt: Leiknir R. – Víkingur R S19. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 320 orð | 1 mynd

Matthías náði í stig fyrir FH

Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn töpuðu sínum fyrstu stigum en eru á toppi Bestu deildar karla í fótbolta, að minnsta kosti í bili, eftir jafntefli, 2:2, í fjörugum baráttuleik gegn FH í Kaplakrika í gærkvöld. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Skoraði hjá Juventus

Albert Guðmundsson varð í gærkvöld fjórði Íslendingurinn í sögunni til að skora í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, 74 árum eftir að langafi hans og alnafni, Albert Guðmundsson, varð sá fyrsti. Albert skoraði jöfnunarmark á 87. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Þeir spila sinn þúsundasta leik í efstu deild í dag, þessir gulu og...

Þeir spila sinn þúsundasta leik í efstu deild í dag, þessir gulu og glöðu á Akranesi, þegar þeir taka á móti hinum létt leikandi Blikum í Bestu deild karla í fótboltanum. Meira
7. maí 2022 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Þýskaland B-deild: Empor Rostock – Emsdetten 33:33 • Anton...

Þýskaland B-deild: Empor Rostock – Emsdetten 33:33 • Anton Rúnarsson skoraði 2 mörk fyrir Emsdetten og Örn Vésteinsson 2. Frakkland Aix – Chartres 32:28 • Kristján Örn Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir Aix. Meira

Sunnudagsblað

7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 2705 orð | 4 myndir

Að skrifa ljósmyndir

Ægir Breiðfjörð Jóhannsson, húsasmiður, rithöfundur og hagyrðingur, er grúskari af Guðs náð og þekkir St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi og sögu hans eins og lófann á sér. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 353 orð | 5 myndir

Alin upp á heimili þar sem mikið var af bókum

Ég hef alla tíð lesið frekar mikið enda alin upp á heimili þar sem mikið var af bókum og pabbi minn unnið við bókaútgáfu alla tíð. Þegar ég var unglingur hélt ég t.d. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 376 orð | 1 mynd

Bræk þú nú geitin mín

Í borginni mætir fólk yfirleitt ekki með lifandi gjafir á fæti. Kannski hefði gambri ekkert verið heldur neitt smekkleg gjöf ef út í það er farið. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Fékk Rose í hnappagatið

Draumur Kántrídrottningin Carrie Underwood kom aðdáendum sínum heldur betur í opna skjöldu undir lok tónleika sinna á Stagecoach-hátíðinni í Kaliforníu á dögunum. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Fyrst til að vera fræg fyrir að vera fræg

Frægð „Ég vil ekki vera fræg fyrir það sem ég geri, heldur fyrir það hver ég er,“ segir fyrirsætan Angelyne í nýjum sjónvarpsþáttum um ævi hennar sem frumsýndir verða á veitunni Peacock í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 148 orð | 1 mynd

Geitur brækta í hljóði

Emma Stone í þögulli svarthvítri stuttmynd eftir Yorgos Lanthimos Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 995 orð | 3 myndir

Glysið, það er hátt á því risið

Þremur áratugum eftir að hafa verið sópað út af borðinu af grugginu eru nokkur af stærstu glysmálmböndum áttunnar, með Mötley Crüe og Def Leppard í broddi fylkingar, að hlaða í risatúr. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Guðmundur Borgar Sigurðsson Ég held bara ágætlega, mér finnst lagið...

Guðmundur Borgar Sigurðsson Ég held bara ágætlega, mér finnst lagið... Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Gunnar Valdimarsson Við komumst líklega upp úr undankeppni en endum...

Gunnar Valdimarsson Við komumst líklega upp úr undankeppni en endum... Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 159 orð | 1 mynd

Hjálparstöð fyrir drykkjusjúka

Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti í maíbyrjun 1952 álit og tillögur læknanna Alfreðs Gíslasonar og Jóns Sigurðssonar borgarlæknis um nauðsyn þess, að koma sem fyrst upp stofnunum fyrir áfengissjúklinga. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 867 orð | 1 mynd

Hóprefsing

Það hefur djúpstæð áhrif á fólk að finna fyrir útskúfun og óvild vegna kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Slíkt gleymist seint. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 34 orð | 1 mynd

Hvað heita klettarnir?

Vestur í Hnappadal, skammt frá kirkjustaðnum Ytri-Rauðamel, er þessi stuðlabergsveggur. Hann er nokkuð hundruð metrar á lengd og bergið er mjög reglulegt að lögun. Hvað heitir þessi staður? Menningarmiðstöð í Reykjavík ber sama... Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Í klóm sæskrímslis

Trú „Ég trúi frekar á skrímsli sem ég hef séð en Guð sem enginn hefur séð,“ segir ekkjan Cora Seaborne í myndaflokknum The Essex Serpent sem kemur inn á efnisveituna Apple TV+ 13. maí. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 1059 orð | 2 myndir

Khalidur ekki vel út með verðbólgu

Athygli vakti að hvorki Sólveig Anna Jónsdóttir , formaður Eflingar , né Ragnar Þór Ingólfsson , formaður VR , fluttu ræður á útifundi á Ingólfstorfi á verkalýðsdaginn, 1. maí, en þau hafa verið mjög gagnrýnin á forystu ASÍ . Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 787 orð | 2 myndir

Kloppstýran á Anfield

Ulla Sandrock veitti yl og lotningu inn í hjörtu áhangenda knattspyrnufélagsins Liverpool þegar hún hvatti bónda sinn, Jürgen Klopp, til að framlengja samning sinn við Rauða herinn. Hver er þessi ákveðna kona? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 8. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 203 orð | 1 mynd

Meira en bleik froða

Hvað er að frétta? Það er allt á fullu gasi að æfa fyrir söngleikinn Ljóska í gegn. Við erum að vinna núna með átta manna hljómsveit og tæknifólki en við erum með fagfólk í öllum helstu stöðum. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 4441 orð | 3 myndir

Ógnarverk Rússa

Eftir að Rússar hörfuðu frá svæðum í Úkraínu fer vísbendingum fjölgandi um óhæfuverk rússneska hersins, aftökur án dóms og laga, rán og gripdeildir og eyðileggingu. Tim Judah Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 77 orð | 1 mynd

Sitthvað er rotið í Pistolsveldi

Pönk Nú líður að frumsýningu hinna umdeildu sjónvarpsþátta Pistol eftir hinn virta leikstjóra Danny Boyle sem eins og nafnið bendir til fjalla um pönkgoðin í Sex Pistols. Þeir verða aðgengilegir á efnisveitunni Hulu frá og með 31. maí. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 2522 orð | 2 myndir

Skák er eins og stríð

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson hampaði Íslandsmeistaratitlinum í skák um síðustu helgi, annað árið í röð. Hjörvar er mikill keppnismaður en segir einnig afar mikilvægt að setjast við taflborðið með jákvæðnina að vopni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 38 orð

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir söngleikinn Ljóska í...

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir söngleikinn Ljóska í gegn (Legally Blonde) í Gamla bíói dagana 10. og 11. maí. Um hljóðfæraleikinn sér glæsileg átta manna sveit frá FÍH og MÍT. Orri Huginn Ágústsson leikstýrir. Miðar fást á... Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Tinna Björk Bryde Ég segi að við komumst áfram í lokakvöldið og endum í...

Tinna Björk Bryde Ég segi að við komumst áfram í lokakvöldið og endum í topp... Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 1681 orð | 4 myndir

Ungir frumkvöðlar sýna hvað í þeim býr

Menntskælingar víða að tóku þátt í frumkvöðlakeppni á vegum JA Iceland, Ungra frumkvöðla. Sigurvegari keppninnar fær keppnisrétt í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fer fram í Tallinn í Eistlandi í sumar. Morgunblaðið tók tvo vinningshafa keppninnar tali. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 545 orð | 2 myndir

Vildi alltaf fljúga lægra

San Diego. AFP. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 94 orð | 1 mynd

Þess vegna trúir Kristín Sif á drauga

Kristín Sif opnaði sig um ástæðuna fyrir því að hún trúir á drauga eða einhvers konar andlegar verur í morgunþættinum Ísland vaknar en þar lýsti hún nokkrum skiptum þar sem hún varð vitni að því sem hún telur að hafi verið draugagangur. Meira
7. maí 2022 | Sunnudagsblað | 18 orð | 1 mynd

Þorbjörg Ólafía Ólafsdóttir Ég ætla að vera bjartsýn og segja að okkur...

Þorbjörg Ólafía Ólafsdóttir Ég ætla að vera bjartsýn og segja að okkur muni ganga vel. Í topp... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.