Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Strætó hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Teits Jónassonar ehf. gegn Strætó bs., sem var kveðinn upp 2. maí síðastliðinn, verði áfrýjað. Strætó bs. var dæmt til að greiða Teiti Jónassyni ehf. rúmlega 205 milljónir króna með vöxtum auk þess að greiða 5,1 milljón í málskostnað. Áfrýjunarfrestur er fjórar vikur frá dómsuppkvaðningu. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að málið verði væntanlega lagt fyrir stjórnarfund í næstu viku.
Meira