Greinar þriðjudaginn 10. maí 2022

Fréttir

10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

„Verður ekki bæði sleppt og haldið“

Verði einkaaðilum á Íslandi leyft að selja áfengi yfir netið er sú sala komin í beina samkeppni við einkasölu ÁTVR. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Birgir fór með læknavörur til Lviv

Nýverið fór þingmaðurinn Birgir Þórarinsson í aðra ferð sína til Lviv í Úkraínu. Að þessu sinni fór hann með læknavörur frá Íslandi á hersjúkrahúsið í borginni. Ferðina fór hann á eigin vegum. Birgir segir fyrirtækin Össur og Medor hafa gefið vörurnar. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 886 orð | 2 myndir

Engin hætta á „svefnbæ“

Engin stór átakamál blasa við fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Forgangsraða verði upp á nýtt

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir flokkinn vilja byrja á að mæta þörfum fólksins í Reykjavík og sérstaklega þeirra sem þurfi séraðstoð og hafi sérþarfir. Þá þurfi að mæta þörfum barnanna. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Forsetinn heimsækir Færeyjar

Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefst í dag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem Guðni fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Gott verð í upphafi strandveiða

Hátt verð á fiskmörkuðum hefur glatt strandveiðisjómenn í upphafi vertíðar. Margir voru á sjó í gær, skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum. Alls reyndust þau vera 681 samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Guðjón Hreinn endurkjörinn formaður

Guðjón Hreinn Hauksson var í gær kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu fjögurra ára. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku fyrir FF síðan 2019. Hann hlaut 732 atkvæði eða 70,4% en Kjartan Þór Ragnarsson hlaut 264 atkvæði eða 25,4%. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Íbúðir borgarinnar standi öllum til boða

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að mun dýrara sé að byggja ný hverfi en að þétta byggð sem fyrir er. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 286 orð | 2 myndir

Leysa þarf orkumálin úr viðjum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samorkuþing, stærsta ráðstefna í orku- og veitugeiranum á Íslandi, hófst í Hofi á Akureyri í gærmorgun og lýkur í kvöld. Þar munu 130 fyrirlesarar flytja jafn mörg erindi um hin ýmsu viðfangsefni orku- og veitufyrirtækja. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Miðflokkurinn sá eini sem geti „haft raunveruleg áhrif“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist sannfærður um að Miðflokkurinn sé eini flokkurinn sem geti haft raunveruleg áhrif í Reykjavík og sá eini sem treysti sér til að koma með inngrip til að stoppa kerfismál líkt og borgarlínuna. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Mótmæltu stríðsglæpum í Úkraínu við sendiráð Rússa

Hátt í 30 manns, flestir frá Úkraínu, tóku þátt í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í gær, á sigurdeginum svonefnda. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Myndir Önnulísu og El Abed hlutu verðlaun Sólveigar Anspach

Verðlaun voru afhent um helgina í Bíó Paradís í árlegri samkeppni um stuttmyndir sem kennd er við leikstjórann Sólveigu Anspach (1960-2015). Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Nýr útsýnispallur við Eiðsgrandann

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út framkvæmdir vegna stígagerðar og gerðar útsýnispalls við Eiðsgranda og Ánanaust. Kostnaðaráætlun fyrir verkið er 150 milljónir króna. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 24 orð

Rangt nafn

Í Reykjavíkurbréfi um liðna helgi var nefndur til sögunnar heiðurskonsúll í Minnesota, Örn Arnar læknir, en var þar rangnefndur. Beðist er velvirðingar á... Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Rúmlega 10.000 manns kosið utan kjörfundar á öllu landinu

Alls hafa 10.013 manns greitt atkvæði utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram núna á laugardaginn. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 6.576 atkvæði verið greidd. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sex manns bjargað úr bát sem tók niðri

Harðbotna slöngubátur tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sex voru um borð í bátnum og fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að aðstæður í Ísafjarðardjúpi hefðu verið krefjandi. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Skortur á kokkum og þjónum

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Mikill skortur er á starfsfólki í sumar greinar innan ferðaþjónustunnar. Sérstaklega vantar kokka og framreiðslufólk fyrir sumarið á landinu öllu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Morgunblaðið. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Skrifaði sögu um strák sem vildi verða stelpa

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Yasmin Ísold Rósa Rodrigues, 11 ára nemandi í Kársnesskóla, bar sigur úr býtum í örsögukeppni Vatnsdropans sem haldin var í Bókasafni Kópavogs á Barnamenningarhátíð nýverið. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Staða leigjenda versnað og spá kröftugri hækkun leigu

„Þó dregið hafi úr hækkun leigu á meðan Covid-faraldurinn gekk yfir þá er hækkun leigu nú þegar hafin á ný og fyrirséð að hún verður kröftug þegar aukinnar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði fer að gæta frá innfluttu vinnuafli og auknum fjölda... Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Styrjöldin snerti alla

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan stóð fyrir minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Þar komu safnaðarmeðlimir saman til að biðja og minnast þeirra sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Rússar kalla daginn, 9. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 417 orð | 3 myndir

Styttist í stóru stundina

EUROVISION Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Systkinin Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Eyþórsbörn stíga á stóra sviðið í Eurovision-söngvakeppninni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Systurnar hafa ekki skorað hátt í veðbönkum undanfarnar vikur, en sem stendur er þeim spáð 13. sæti af 17 í undankeppni kvöldsins. Þetta er fyrri undankeppnin fyrir aðalkvöldið sem fer fram á laugardag, 14. maí. Seinni undankeppnin er á fimmtudag. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Sveitarfélögin rekin með halla í áratugi

Þrátt fyrir að tekjur og útgjöld sveitarfélaga hafi farið vaxandi hefur afkoma þeirra verið neikvæð um árabil og ljóst að rekstur þeirra er ekki sjálfbær. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 531 orð | 3 myndir

Útboð 2010 hefur reynst Strætó dýrt

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Strætó hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Teits Jónassonar ehf. gegn Strætó bs., sem var kveðinn upp 2. maí síðastliðinn, verði áfrýjað. Strætó bs. var dæmt til að greiða Teiti Jónassyni ehf. rúmlega 205 milljónir króna með vöxtum auk þess að greiða 5,1 milljón í málskostnað. Áfrýjunarfrestur er fjórar vikur frá dómsuppkvaðningu. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að málið verði væntanlega lagt fyrir stjórnarfund í næstu viku. Meira
10. maí 2022 | Erlendar fréttir | 895 orð | 3 myndir

Varði ákvörðun sína um innrás

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti varði ákvörðun sína um að ráðast inn í Úkraínu í hátíðarræðu sinni í gær, en þá minntust Rússar þess að 77 ár voru liðin frá uppgjöf Þýskalands í síðari heimsstyrjöld. Sagði Pútín að rússneskir hermenn í Donbasshéruðunum tveimur væru að verja heimaland sitt líkt og forfeður þeirra hefðu gert í heimsstyrjöldinni. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 119 orð

Vertu það sem þú vilt, vertu þú sjálf

Hér er smá brot úr örsögu Yasminar, „Strákurinn sem breytir heiminum“: „En það var ein manneskja sem hann treysti alltaf á, það var afi. Afi var traustur og mjög góður. Hann fór alltaf á miðvikudögum að tala við afa. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 543 orð | 2 myndir

Vilja gjaldfrjálsa leikskóla og skólamáltíðir

Dagmál Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Áhersla á náttúruverndar- og loftslagsmál aðgreinir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð fyrst og fremst frá öðrum meirihlutaflokkum í Reykjavíkurborg að mati Lífar Magneudóttur, oddvita framboðsins. Meira
10. maí 2022 | Innlendar fréttir | 636 orð | 2 myndir

Yfir 50 milljarða velta ÁTVR annað árið í röð

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rekstur ÁTVR í fyrra einkenndist af faraldri kórónuveirunnar líkt og á árinu á undan. Þó minnkaði selt magn af áfengi í lítrum talið á síðasta ári frá árinu á undan eða um 1,6% en ÁTVR seldi áfengi fyrir tæpa 40 milljarða í fyrra og tóbak fyrir rúmlega ellefu milljarða að virðisaukaskatti meðtöldum. Í annað skipti í 100 ára sögu ÁTVR fór ársveltan yfir 50 milljarða en á árinu 2020 fór söluaukningin langt fram úr öllum áætlunum og heildarveltan í fyrsta skipti yfir 50 milljarða. Meira

Ritstjórnargreinar

10. maí 2022 | Staksteinar | 225 orð | 4 myndir

Kosninga-„vilyrði“ leysa ekki vandann

Meirihlutaflokkunum fjórum í borgarstjórn er mikið í mun að láta líta út fyrir að nóg sé af lóðum til bygginga og að eitthvað allt annað en kreddur þeirra í skipulagsmálum hafi valdið því að allt of lítið hefur verið byggt og að húsnæðisverð, þar með talið leiguverð, hefur rokið upp úr öllu hófi. Þannig kynntu borgaryfirvöld í liðinni viku að skrifað hefði verið undir „lóðavilyrði“ fyrir um 2.000 íbúðir fyrir „óhagnaðardrifin“ íbúðafélög. Borgarstjóri gat af því tilefni komist í enn eina undirritunarmyndatökuna, en slíkar myndatökur hjálpa því miður ekkert þeim sem tekst ekki að finna húsnæði vegna fordóma borgaryfirvalda í garð bygginga á nýjum svæðum. Meira
10. maí 2022 | Leiðarar | 745 orð

Sömu óefni og úrræði

Tveir áratugir liðnir og fátt breyst til batnaðar, nema síður sé, í bandalagi um stöðnun Meira

Menning

10. maí 2022 | Tónlist | 449 orð | 2 myndir

Benni á sérakrein

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Plötuútgáfa Mengis, Mengi Records, gaf út snemma árs aðra EP-plötu Benna Hemm Hemm & the Melting Diamond Band og ber hún hinn borðleggjandi titil Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band II . Meira
10. maí 2022 | Tónlist | 49 orð | 1 mynd

Elmar syngur á hádegistónleikum

Elmar Gilbertsson tenór kemur í dag fram á síðustu hádegistónleikum vetrarins í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Þá munu þau flytja lög eftir Donizetti, Verdi, Lehár og Ernesto de Curtis. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
10. maí 2022 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

Hluti Hafnarhúss verður leigður út

Borgarráð hefur samþykkt að stofnað verði sjálfseignarfélag um útleigu á hluta Hafnarhússins, Tryggvagötu 17, sem leigurýmis til afmarkaðs tíma, fyrir vinnu- og lærdómsaðstöðu skapandi greina í miðborg Reykjavíkur. Meira
10. maí 2022 | Kvikmyndir | 135 orð | 1 mynd

Kvikmynd um Cave og Ellis frumsynd

Heimildarkvikmyndin This much I know to be true , sem fjallar um samstarf áströlsku tónlistarmannanna Nicks Caves og Warrens Ellis og flutning þeirra á lögum af plötunum Ghosteen og Carnage , verður frumsýnd víða um lönd á morgun, 11. Meira
10. maí 2022 | Fjölmiðlar | 224 orð | 1 mynd

Með ólgandi blóð og sturlaðan lífsþorsta

Mér finnst svo fjarska gaman þegar mér er komið á óvart, meira að segja við sjónvarpsgláp. Meira
10. maí 2022 | Kvikmyndir | 752 orð | 2 myndir

Stebbi stóð á ströndu...

Leikstjórn: Sam Raimi. Handrit: Michael Waldron og Jade Halley Bartlett. Aðalleikarar: Benedict Cumberbatch, Elizabeth Olsen, Rachel McAdams, Benedict Wong og Xochitl Gomez. Bandaríkin, 2022. 126 mín. Meira
10. maí 2022 | Hönnun | 111 orð | 2 myndir

Tískugjörningur Helgu Björnsson

Meðal viðburða á HönnunarMars um helgina var tískugjörningur Atelier Helgu Björnsson í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Meira

Umræðan

10. maí 2022 | Aðsent efni | 966 orð | 2 myndir

Einföldum kerfið

Eftir Sigurð Má Guðjónsson og Helga Steinar Karlsson: "Íslendingar eiga framúrskarandi gott iðnkerfi og þurfa ekki á aðstoð OECD að halda til að níða það niður." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 725 orð | 1 mynd

Engar fundargerðir fagráðs

Eftir Svein Óskar Sigurðsson: "Enginn mætti frá höfuðborginni á þennan fund en á fundinum voru þrír viðamiklir dagskrárliðir varðandi aðalskipulag Reykjavíkur." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 711 orð | 1 mynd

Evrópusambandið – valdaafsal

Eftir Bjarna Pétur Magnússon: "Að telja hjásetu valdaframsal þegar vélað er um framtíð okkar í Evrópusamstarfi verður að teljast hæpin fullyrðing." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 438 orð | 1 mynd

Hamingjan góða

Eftir Ásgeir R. Helgason: "Þótt við getum orðið en ekki verið rík og alsæl, þá er mögulegt að verða og vera hamingjusamur." Meira
10. maí 2022 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd

Heiðarleg stjórnmál

Næstu helgi eru kosningar til sveitarstjórna út um allt land. Þar bjóða fram ýmsir flokkar og fólk með mismunandi hugmyndir og markmið fyrir næstu kjörtímabil. Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Hlýnun jarðar

Eftir Kristján Guðmundsson: "Athyglisverður sjónvarpsþáttur um breytingar á veðurfari jarðar í mörg hundruð þúsund ár." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Lestur

Eftir Gunnar Björnsson: "Óska mætti, að Alþingi og nýkjörnir sveitarstjórnarmenn gerðu sér grein fyrir því, hve brýnt þetta er." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Mikilvægi þess að velta líka við stóru steinunum

Eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur: "Ríkisstjórnin hefur talað um að velta öllum steinum við til að upplýsa um ferlið við bankasöluna." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 912 orð | 1 mynd

Nú stækkar nefið

Eftir Gunnar Egilsson: "Ekki þarf að leita nema í fjölmiðla eða fundargerðir til að sjá að það voru sjálfstæðismenn sem stóðu að stækkun leikskólans Álfheima og gerðu að sex deilda skóla." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Orsök og afleiðing

Eftir Hafstein Sigurbjörnsson: "Skoðun mín á stríðinu milli Rússa og Úkraínumanna." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Reykjavík má ekki verða of góð

Eftir Örn Sigurðsson: "Ríkið afhenti Flugfélagi Akureyrar lóð Reykvíkinga í Vatnsmýri til leigufrírra afnota. Um fjandsamlega, ólögmæta og fordæmalausa landtöku var að ræða." Meira
10. maí 2022 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Eftir Eyjólf Ármannsson: "Það var vel við hæfi að ræða Selenskís var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi." Meira

Minningargreinar

10. maí 2022 | Minningargreinar | 1927 orð | 1 mynd

Bjarney Jónsdóttir

Bjarney Jónsdóttir fæddist 16. maí 1927 í Selkoti í Þingvallasveit. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir, f. 10. október 1894 á Núpi í Dýrafirði, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2022 | Minningargreinar | 2423 orð | 1 mynd

Guðlaugur Ketill Ketilsson

Guðlaugur Ketill Ketilsson fæddist í Bolungarvík 24. október 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. apríl 2022. Foreldrar hans voru Ketill Magnússon sjómaður og smiður, f. 16.8. 1885, d. 25.1. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2022 | Minningargreinar | 2373 orð | 1 mynd

Sigríður Kristjánsdóttir

Sigríður Kristjánsdóttir húsmæðrakennari fæddist á Héðinshöfða 7. október 1925. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 21. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Kristján Júlíus Jóhannesson, f. 1883, d. 1938, og Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1887, d. 1925. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2022 | Minningargreinar | 2464 orð | 1 mynd

Sigurður Pálmar Gíslason

Sigurður Pálmar Gíslason fæddist 18. apríl 1934. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. apríl 2022. Foreldrar hans voru Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 8.9. 1913, d. 26.9. 2007, og Gísli Jóhann Jónsson, f. 25.5. 1910, d. 8.4. 1941. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Philip Morris vill nikótínvörur Swedish Match

Bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris International á nú í viðræðum um kaup á sænska tóbaksframleiðandanum Swedish Match. Samkvæmt frétt Wall Street Journal (WSJ) er talið að andvirði viðskiptanna sé um 15 milljarðar bandaríkjadala . Meira
10. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 262 orð | 1 mynd

Rauðar tölur í Kauphöllinni

Töluverð lækkun varð á hlutabréfum í Kauphöllinni í gær, sem bætist ofan á þá lækkun sem varð á liðinni viku. OMXI10-úrvalsvísitalan lækkaði um 3,16% í gær og hefur nú lækkað um 7,3% á einni viku og 10,6% á einum mánuði. Meira
10. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 563 orð | 3 myndir

Telja rekstur sveitarfélaga ósjálfbæran til lengri tíma

Baksvið Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Stöðugildum hjá sveitarfélögum hefur á síðastliðnum tveimur árum fjölgað um 1.900 en starfandi á öllum vinnumarkaðinum aðeins um 900. Fjölgun hjá sveitarfélögum nemur því um 8,5% á sama tíma og störfum fækkaði á almennum vinnumarkaði. Meira

Fastir þættir

10. maí 2022 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 c5 7. Hb1...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 c5 7. Hb1 Be7 8. Rf3 0-0 9. Bc4 Dc7 10. De2 a6 11. 0-0 b5 12. Bd3 Rd7 13. e5 Bb7 14. Rg5 h6 15. Re4 cxd4 16. cxd4 f5 17. exf6 Rxf6 18. He1 Bd5 19. Bd2 Rxe4 20. Bxe4 Bd6 21. Hbc1 Df7 22. Meira
10. maí 2022 | Fastir þættir | 175 orð

Aðdáandi Hammans. V-Enginn Norður &spade;K875 &heart;94 ⋄5...

Aðdáandi Hammans. V-Enginn Norður &spade;K875 &heart;94 ⋄5 &klubs;DG9632 Vestur Austur &spade;Á9 &spade;DG4 &heart;762 &heart;D10853 ⋄KG8764 ⋄D10 &klubs;105 &klubs;K84 Suður &spade;10632 &heart;ÁKG ⋄Á932 &klubs;Á7 Suður spilar 3G. Meira
10. maí 2022 | Árnað heilla | 125 orð | 2 myndir

Elías Jóhannesson

30 ára Elías er úr Árbænum en býr í Mosfellsbæ. Han er með meistaragráðu í geislafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem geislafræðingur hjá Hjartavernd. Áhugamálin eru að vera með fjölskyldunni og spila á gítar. Meira
10. maí 2022 | Árnað heilla | 1108 orð | 3 myndir

Geðheilsa barna best á Íslandi

Helga Hannesdóttir fæddist 10. maí 1942 í Reykjavík og ólst upp í foreldrahúsum í miðbæ Reykjavíkur og bjó þar í 30 ár. Helga var í Miðbæjarskóla og naut þeirrar gæfu að hafa sama kennara allan grunnskólann. Meira
10. maí 2022 | Í dag | 249 orð

Í tilefni mæðradagsins og fleira gott

Á Boðnarmiði yrkir Magnús Geir Guðmundsson í tilefni mæðradagsins 8. maí 2022: Hana mömmu hjarta í, heilagasta geymi. Móðurástin mild og hlý er mögnuðust í heimi! Meira
10. maí 2022 | Í dag | 23 orð | 3 myndir

Líf Magneudóttir – VG í Reykjavík

Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er rætt við oddvita allra helstu framboða í Reykjavík. Hér er rætt við Líf Magneudóttur, oddvita Vinstrihreyfingarinnar – græns... Meira
10. maí 2022 | Í dag | 54 orð

Málið

Að hespa eitthvað eða einhverju af þýðir að ljúka einhverju í flýti . Ísl. orðabók gefur bæði hespa eitthvað og einhverju af, Ísl. nútímamálsorðabók aðeins hespa einhverju af en Málfarsbanki Árnastofnunar aðeins hespa eitthvað af. Meira
10. maí 2022 | Í dag | 71 orð | 1 mynd

Tilvalið að henda einu nýju Írafárs-lagi í loftið

„Við erum alltaf að leika okkur að búa til tónlist þó að við séum ekkert alltaf að gefa hana út,“ sagði Birgitta Haukdal sem sagði frá nýju lagi frá Írafári sem hljómsveitin hefur gefið út en nýja lagið heitir Á nýjum stað. Meira

Íþróttir

10. maí 2022 | Íþróttir | 320 orð | 1 mynd

Besta deild kvenna KR – ÍBV 0:2 Selfoss – Þróttur R 1:1...

Besta deild kvenna KR – ÍBV 0:2 Selfoss – Þróttur R 1:1 Valur – Keflavík 3:0 Breiðablik – Stjarnan 3:0 Staðan: Selfoss 32106:27 Breiðablik 32017:26 Valur 32016:26 Keflavík 32015:36 Þór/KA 32015:66 Stjarnan 31116:54 ÍBV 31113:24... Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 793 orð | 3 myndir

Eitt stig en Selfoss samt á toppnum

Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Selfosskonur eru einar á toppi Bestu deildar kvenna eftir þrjár umferðir þrátt fyrir að þær yrðu að sætta sig við jafntefli, 1:1, í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Þrótti í gærkvöld. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Haaland á leið til Manchester

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland verður orðinn leikmaður Manchester City innan fárra daga, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Eyjar: ÍBV &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Eyjar: ÍBV – Haukar (2:1) 18 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 2. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

Karen skoraði helminginn

Handboltinn Einar Sigtryggsson Guðmundur Tómas Sigfússon Jóhann Ingi Hafþórsson Deildarmeistarar Fram eru aðeins einum sigri frá sæti í lokaúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir góða ferð til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Olísdeild kvenna Undanúrslit, annar leikur: KA/Þór – Valur 26:23...

Olísdeild kvenna Undanúrslit, annar leikur: KA/Þór – Valur 26:23 *Staðan er 1:1. ÍBV – Fram 18:20 *Staðan er 2:0 fyrir Fram. Noregur Undanúrslit, annar leikur: Arendal – Drammen 33:31 • Óskar Ólafsson skoraði 8 mörk fyrir Drammen. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

Ógnvænlegir heim að sækja

Körfuboltinn Aron Elvar Finnsson Jóhann Ingi Hafþórsson Tindastólsmenn sýndu og sönnuðu í gærkvöldi að heimavöllur þeirra í Síkinu er sá erfiðasti heim að sækja á landinu í dag. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 710 orð | 5 myndir

*Serbneski körfuboltamaðurinn Nikola Jokic hjá Denver Nuggets er...

*Serbneski körfuboltamaðurinn Nikola Jokic hjá Denver Nuggets er leikmaður ársins í bandarísku NBA-deildinni annað árið í röð. Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 29 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Annar úrslitaleikur: Tindastóll – Valur 91:75...

Subway-deild karla Annar úrslitaleikur: Tindastóll – Valur 91:75 *Staðan er 1:1 og þriðji leikur á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Miami 116:108 *Staðan er... Meira
10. maí 2022 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Það er til marks um á hve háu stigi Manchester City og Liverpool hafa...

Það er til marks um á hve háu stigi Manchester City og Liverpool hafa leikið á þessu tímabili og flestum undanförnum tímabilum þegar manni líður sem titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafi lokið endanlega um síðustu helgi þegar... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.