Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl.is Spennan í kosningunum í dag er sjálfsagt hvergi meiri en í Reykjavíkurborg, þar sem meirihluti Samfylkingarinnar er í bráðri hættu. Hins vegar virðist Framsókn vera í kjöraðstöðu til þess að hlaupa undir bagga með honum, en af orðum Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknar, í oddvitakappræðum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, mátti skilja tilboð um nákvæmlega það. Að sama skapi geta úrslitin orðið afdrifarík fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki þó síður fyrir hina flokkana að Pírötum undanskildum, sem sumir berjast fyrir tilveru sinni í borgarstjórn.
Meira