Í Lyon Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Allt varðandi endurkomu Söru Bjarkar á fótboltavöllinn gekk fyrir sig á ótrúlegan hátt og við skiljum ekki enn hvernig hún fór að því að vera svona fljót að komast aftur inn á völlinn. Ég vissi að hún myndi komast aftur í fyrra form en að hún skuli hafa gert það á svona stuttum tíma er algjörlega ótrúlegt,“ sagði Marina Amorós, markaðsstjóri fyrir kvennafótbolta hjá íþróttavörufyrirtækinu Puma, sem í dag birtir heimildarmynd um knattspyrnukonuna Söru Björk Gunnarsdóttur og endurkomu hennar á fótboltavöllinn með Lyon, einu besta félagsliði heims, aðeins fjórum mánuðum eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.
Meira