Greinar fimmtudaginn 19. maí 2022

Fréttir

19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Að gelta og gjamma

Hundalógík. Áróður. Hælbítar. Pólitík sem einkennist af því að gelta og gjamma. Þau eru fjölmörg, uppnefnin sem hafa fallið undanfarnar vikur vegna gagnrýni Pírata og fleiri á bankasölumálið. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Aðstöðuleysi háir bogfimideildinni

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar afreksfólk. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 918 orð | 2 myndir

Arabar geta náð árangri í Ísrael

Viðtal Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Það er ekki hægt að halda því fram að aðskilnaðarstefna eigi sér stað í Ísrael, líkt og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum víða um heim og af mannréttindasamtökunum Amnesty International í skýrslu samtakanna sem kom út fyrr á þessu ári. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 577 orð | 2 myndir

Aukið afl til að mæta sveiflum í eftirspurn

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ástæða þess að Landsvirkjun er að skoða að stækka vatnsaflsvirkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu er að þörf er á því að auka afl í kerfi fyrirtækisins og þar með sveigjanleika til að mæta breytilegri eftirspurn, að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun. Markaðurinn kallar bæði eftir aukinni orku og afli og sú litla aukning orkuframleiðslu sem stækkunin skilar sé ekki grundvöllur fjárfestingarinnar heldur muni hún vera borin uppi með því svigrúmi sem aflaukningin skilar. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Aukið heimilisofbeldi en færri þjófnaðir

Skráð voru 674 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í aprílmánuði og fjölgaði þessum brotum á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir apríl 2022. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Áætlun gagnrýnd og lítið má út af bregða

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stærstu heildarsamtök vinnumarkaðarins hafa skilað ítarlegum umsögnum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027. Meira
19. maí 2022 | Erlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

„Við erum að fara inn í nýja tíma“

Finnland og Svíþjóð lögðu inn umsóknir sínar um inngöngu í Atlantshafsbandalagið í gær. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 1069 orð | 4 myndir

„Þetta er ekki svart og hvítt“

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Dagur kvenna í siglingum

Samþykkt var á fundi allsherjarþings Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) í nóvember í fyrra að 18. maí yrði árlegur alþjóðadagur kvenna í siglingum. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 686 orð | 4 myndir

Dauðafæri fyrir Snorrastofu

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Snorrastofa er að hefja frumhönnun á nýtingu austurálmu gamla héraðsskólahússins í Reykholti til sýninga sem tengjast sögu Snorra Sturlusonar. Meira
19. maí 2022 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Eldað í kjallaranum við drunur loftárása í Severondonetsk

Eldri kona sést hér elda mat í kjallara íbúðar sinnar í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu í gær á 84. degi stríðsins. Stöðugar loftárásir hafa verið á borgina undanfarna daga eftir að Rússar hófu að einbeita sér markvisst að Donbass-héruðunum. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Enn landris í Öskju

Gögn úr mælum Veðurstofu Íslands við eldstöðina í Öskju sem safnast hafa í vetur voru sótt í gær eftir að mælar aftengdust. Landris hefur haldið áfram í Öskju í vetur, en í lok desember hafði land risið um tuttugu sentimetra frá því í ágúst 2021. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Farin að sjá fyrir endann víða

Þóra Birna Ingvarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Akureyri getur búið sig undir nýjan meirihluta, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Miðflokkurinn hafa náð saman og komist að þeirri niðurstöðu að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi... Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Fyrstu sýklalyf í eldi í áratug

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 345 orð | 2 myndir

Gleðipinnar styðja SOS-barnaþorpin

Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS-barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS-barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 458 orð | 3 myndir

Harmonikan heillandi hljóðfæri

Sviðsljós Atli Vigfússon Laxamýri Glatt var á hjalla í félagsheimilinu Breiðumýri í Þingeyjarsveit á degi harmonikunnar. Löng hefð er fyrir því að hittast þá og hlusta á unga harmonikuleikendur sem stunda nám á svæðinu. Meira
19. maí 2022 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Hitabylgja í Frakklandi

Það voru margir svitastorknir í Suður-Frakklandi í gær þegar hitatölur fóru upp í 33,4-33,9 gráður í borgunum Albi, Toulouse og Meltelimar. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Hraðari þensla undir Þorbirni

Færslur mælast á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar, samkvæmt GPS-mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR-gervihnattamyndum. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 128 orð

Íhugi hvalrekaskatt

Útlit er fyrir að hallarekstur ríkis og sveitarfélaga nái alls rúmlega eitt þúsund milljörðum króna á árunum 2020-2027 þegar fjármál hins opinbera eru talin munu ná jafnvægi á nýjan leik. Þetta kemur fram í umsögn BHM við fjármálaáætlunina. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Íslenskur hafragrautur kominn á markað

Nú er loksins hægt að kaupa tilbúinn íslenskan hafragraut í boxum en hingað til hefur eingöngu verið um innfluttan hafragraut að ræða. Það er íslenski frumkvöðullinn, Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organic, sem stendur að framleiðslunni. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Keppt um forsíðuna

Morgunblaðið og 200 mílur hafa ákveðið að leita til dyggra lesenda er kemur að forsíðumynd sjómannadagsblaðs 200 mílna 2022 og hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Kirkjan tapaði máli gegn ríkinu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er náttúrlega alveg ferlegt en þetta er samt bara fyrsta dómstig,“ segir Hjörleifur Valsson, fiðluleikari og varaformaður stjórnar íslenska safnaðarins í Noregi. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 518 orð | 2 myndir

Kraftur og litadýrð

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listin þrífst vel í München í Þýskalandi og þar brýst sköpunin út hjá Sævari Karli Ólasyni, sem lætur vel um sig fara og málar af innlifun í vinnustofu eða á þaksvölum sínum í miðbæ borgarinnar. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Púttað Kylfingar hafa á síðustu dögum flykkst út á golfvellina sem margir eru orðnir iðjagrænir. Á Urriðavelli var líf og fjör þegar ljósmyndari leit þar við og kylfingar vönduðu... Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Köfun getur gengið á Þingvöllum

Heimsminjaskrifstofan í París telur að notkun gjárinnar Silfru til köfunar sé í sjálfu sér ekki ósamrýmanleg stöðu Þingvalla sem heimsminjastaðar. Hins vegar verði að reka starfsemina innan þeirra marka sem staðurinn þolir. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Langri bið lokið

Allt var á suðupunkti að Hlíðarenda þegar oddaleikur Vals og Tindastóls í körfuknattleik karla fór þar fram í gærkvöldi, enda hafa stuðningsmenn beggja liða mátt bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Langveik börn fljúga frítt með Niceair

Flugfélagið Niceair, sem áformar millilandaflug frá Akureyri í sumar, er komið í samstarf við Umhyggju, félag langveikra barna, sem felst í því að bjóða langveikum börnum og fjölskyldum þeirra sérstök kjör á utanlandsferðum með félaginu. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 514 orð | 6 myndir

Leikvöllur fyrir lífskúnstnera

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í vesturhluta Bandaríkjanna má finna merkilega borg sem virðist ekki hafa ratað nógu vel á kortið hjá íslenskum ferðalöngum. Er löngu tímabært að bæta þar úr, því Las Vegas hefur upp á svo ótalmargt að bjóða. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 381 orð | 4 myndir

Litabombur trylla landann

„Lífið er betra í lit og það sama gildir um mat,“ segir Tobba Marinósdóttir, athafnakona og eigandi Granólabarsins, þegar hún er spurð út í Litabombur – nýjasta afrek hennar og Katrínar Amni, eins eigenda Kavita ehf., sem meðal annars framleiðir bætiefnin frá ICEHERBS. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Líkfundur við Eiðsgranda

Lík fannst í fjörunni við Eiðsgranda í Reykjavík á öðrum tímanum í gær. Margeir Sveinsson, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is í gær. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Margmenni og mikið dansað

Friðrik Jónsson, bóndi, organisti, tónskáld og harmonikuleikari frá Halldórsstöðum í Reykjadal S-Þing. (1915-1997), sagði í hárri elli að alltaf hefði verið mikill kraftur í dansinum en hann spilaði oft fram á nætur í samkomuhúsum sýslunnar. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Oftast strikað yfir nafn Hildar

Oftast var strikað yfir nafn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Alls var strikað 290 sinnum yfir nafn Hildar. Þá var strikað 123 sinnum yfir nafn Kjartans Magnússonar, sem skipaði 3. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Ósáttir við synjun á veitingastyrk

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum og ég óttast að fleiri sitji í súpunni,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Meira
19. maí 2022 | Erlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Selja Ásbjörn Ólafsson ehf.

Heimilistæki ehf. hafa, samkvæmt staðfestum heimildum Morgunblaðsins, fest kaup á heildversluninni Ásbirni Ólafssyni ehf. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Sínum augum lítur hver flokkur silfrið

Dagmál Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Ungt fólk var áberandi í framlínu stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni sem nú er yfirstaðin. Þar skiptu ungliðahreyfingar flokkanna sköpum við að virkja sitt fólk í kosningastarfinu. Meira
19. maí 2022 | Innlent - greinar | 793 orð | 2 myndir

Skapar fegurð úr erfiðum tilfinningum

Hugrún gaf út fyrsta lagið af komandi EP-plötu sinni á dögunum en platan fjallar um ýmsar birtingarmyndir ástar sem hún hefur upplifað á lífsleiðinni. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Smáflokkar skapa sér stöðu

Andrés Magnússon andres@mbl.is Þreifingar milli borgarstjórnarflokka héldu áfram í gær, nema hvað Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Samfylkingarinnar hefur ekki tekið símann frá Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 262 orð

Stafræn spor eru eins og fingraför

Dómsmálaráðuneytið segir að tilefni kunni að vera til að skoða hvort æskilegt sé að lengja frest, sem fjarskiptafyrirtæki hafa til að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda, úr sex mánuðum í 12 mánuði til samræmis við áþekka... Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 572 orð | 2 myndir

Stofnmat og atferli sela rannsakað

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt stofnmat fyrir útsel verður unnið í haust og fyrir landsel á næsta ári, en báðum þessum verkefnum hafði áður verið frestað. Vísbendingar eru um að útsel hafi fjölgað við landið, en landselur virðist sveiflast í kringum lágmarksgildi, að sögn Söndru M. Granquist, deildarstjóra líffræðirannsóknadeildar Selaseturs Íslands og sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Ýmislegt fleira er á döfinni hvað við kemur rannsóknum á atferli sels og einnig hegðun ferðamanna við selalátur. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 311 orð | 2 myndir

Strákarnir fengu kennslu í endurlífgun og hjúkrun

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Strákarnir voru gríðarlega áhugasamir, spurðu mikið og voru glaðir með þetta,“ segir Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður jafnréttisnefndar Landspítalans. Um 50 strákar í 9. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 531 orð | 1 mynd

Styðja umsókn Finna og Svía að NATO

Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú þegar mikil söguleg tíðindi eiga sér stað í finnskum stjórnmálum vill svo til að tíu íslenskir þingmenn eru staddir í Finnlandi vegna heimsóknar utanríkismálanefndar Alþingis til Eistlands og Finnlands. Tveir starfsmenn Alþingis eru einnig með í för. Hefð er fyrir slíkum heimsóknum en þær féllu niður í tvö ár vegna heimsfaraldursins. Rétt er að taka fram að ákveðið var að fara til Finnlands áður en umræðan fór af stað um mögulega aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Finnar og Svíar hafa nú ákveðið að sækja um aðild. Meira
19. maí 2022 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Verulegt ójafnvægi framboðs og eftirspurnar

Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka segir að verulegt ójafnvægi ríki milli framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Vilja stöðugleika

Stöðugleiki og aukinn kaupmáttur er efst í huga launafólks í komandi kjarasamningum samkvæmt niðurstöðum könnunar sem BHM fékk Maskínu til að gera meðal þjóðarinnar. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 159 orð | 2 myndir

Vinsælasta rifjárnið í nýjum litum

Microplane-rifjárnin þykja almennt séð þau vönduðustu í veitingabransanum enda vandfundinn sá matreiðslumaður sem ekki lumar á nokkrum slíkum í verkfærakistunni. Nú berast þau gleðitíðindi að þeirra vinsælasta rifjárn sé að koma í fleiri litum. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Þingvellir ekki teknir af heimsminjaskrá

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heimsminjaskrifstofan í París telur að notkun Silfru til köfunar sé í sjálfu sér ekki ósamrýmanleg stöðu Þingvalla sem heimsminjastaðar. Hins vegar verði að reka starfsemina innan þeirra marka sem staðurinn þolir. Í samræmi við tillögur ráðgjafarsamtaka er lagt til að markmið um hámarksfjölda gesta verði rökstutt frekar en gert hefur verið. Meira
19. maí 2022 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Ætla að sigla Óðni til Grindavíkur

Til stendur að sigla varðskipinu Óðni til Grindavíkur um sjómannadagshelgina fáist staðfesting á haffærni skipsins í tæka tíð. Almenningi verður þá boðið að skoða skipið sem ekki hefur siglt í langan tíma utan stutta prufusiglingu árið 2020. Meira

Ritstjórnargreinar

19. maí 2022 | Leiðarar | 732 orð

Afleikur aldarinnar

Það er ekki hægt að ganga fram hjá þessu síðasta þegar afleikur aldarinnar er valinn Meira
19. maí 2022 | Staksteinar | 149 orð | 1 mynd

Ofstæki í ógöngum

Páll Vilhjálmsson skrifar pistil undir yfirskriftinni „Hatrið á hvítri móður“: Meira

Menning

19. maí 2022 | Leiklist | 979 orð | 2 myndir

„Að koma auga á hæfileika“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
19. maí 2022 | Bókmenntir | 873 orð | 1 mynd

„Skiptir mig mjög miklu máli“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
19. maí 2022 | Tónlist | 162 orð | 1 mynd

Fimm tónverk frumflutt í Kópavogi

Fimm glæný og spennandi tónverk verða frumflutt á tónleikum í kvöld í Salnum í Kópavogi og Kópavogskirkju en þau spretta öll úr hljóðheimi Kópavogs, eins og það er orðað í tilkynningu. Verkin voru samin að beiðni Salarins í Kópavogi. Meira
19. maí 2022 | Kvikmyndir | 81 orð | 1 mynd

Færri áskrifendur leiða til uppsagna

Stjórnendur streymisveitunnar Netflix sögðu upp um 150 starfsmönnum aðeins mánuði eftir að upplýst var að áskrifendum að veitunni hefði fækkað í fyrsta sinn í um áratug. Í seinasta mánuði var upplýst að áskrifendum Netflix hefði fækkað um 200. Meira
19. maí 2022 | Tónlist | 1114 orð | 4 myndir

Gagnkvæm aðdáun

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
19. maí 2022 | Kvikmyndir | 575 orð | 2 myndir

Kveikt í ketti

Leikstjórn: Keith Thomas. Handrit: Scott Teems. Aðalleikarar: Zac Efron, Ryan Kiera Armstrong og Sydney Lemmon. Bandaríkin, 2022. 100 mín. Meira
19. maí 2022 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Óhugnanleg hefnd förumannsins

Eitt kvöldið á rápi um hirslur Netflix rakst ég á vestrann Hefnd förumannsins , sem ég sá í Laugarásbíói árið 1975. Fyrir þá sem ekki átta sig er hér á ferðinni myndin High Plains Drifter , sem Clint Eastwood lék í aðalhlutverkið og leikstýrði... Meira
19. maí 2022 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Styrktarsýning RIFF fyrir Úkraínu

Aðstandendur RIFF, Reykjavik International Film Festival, fordæma innrás Rússa í Úkraínu og vilja sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni með styrktarsýningu. Meira
19. maí 2022 | Tónlist | 226 orð | 1 mynd

Sýrutónlistarhátíð á Rifi um helgina

Hátíð helguð sýrutónlist (e. acid ) verður haldin í Frystiklefanum á Rifi um helgina, frá föstudegi til sunnudags og er aðgangur ókeypis. Meira
19. maí 2022 | Tónlist | 107 orð | 1 mynd

Söngvarar frá fimm löndum á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík

Óperuhátíðin Oper im Berg í Salzburg stendur fyrir galatónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. maí, kl. 20. Meira
19. maí 2022 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Vortónleikar Kórs Akraneskirkju

Vortónleikar Kórs Akraneskirkju verða haldnir í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, í kvöld kl. 20. Þar verður m.a. fluttur „Fuglakabarett“ þeirra Daníels Þorsteinssonar og Hjörleifs Hjartarsonar á svokölluðu Kaffihúsakvöldi kórsins. Meira
19. maí 2022 | Fólk í fréttum | 36 orð | 4 myndir

Það var líf og fjör í Cannes í Frakklandi í fyrrakvöld þegar...

Það var líf og fjör í Cannes í Frakklandi í fyrrakvöld þegar kvikmyndahátíðin alþjóðlega, sem bærinn er hvað þekktastur fyrir, var sett. Opnunarmynd hátíðarinnar var hin franska Coupez! og mættu leikstjóri og leikarar á rauða... Meira

Umræðan

19. maí 2022 | Aðsent efni | 260 orð | 1 mynd

Áskorun til yfirvalda frá Hundaræktarfélagi Íslands

Eftir Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur: "Undanfarin ár hefur hundahald aukist mjög á Íslandi. Samkvæmt könnun Gallup frá september 2021 eiga hátt í 40% heimila á Íslandi gæludýr." Meira
19. maí 2022 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Átök í Evrópu

Eftir Hauk Hauksson: "Á Íslandi þróast mál með ólíkindum, ritskoðun og hótanir, ekkert má raska heimsmynd Reuters, flokkslínu Brussel og glóbalista ..." Meira
19. maí 2022 | Aðsent efni | 614 orð | 4 myndir

Góð lífeyrisréttindi í Frjálsa lífeyrissjóðnum

Eftir Elías Jónatansson, Elínu Þórðardóttur og Jón G. Kristjánsson: "Árangur síðasta árs er ánægjulegur, nafnávöxtun deilda frá 7,5% til 20,7%." Meira
19. maí 2022 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Jónas Hallgrímsson: Útfararlok

Eftir Björn S. Stefánsson: "Það er á vitorði niðja þeirra, sem að verki voru, að bein Jónasar Hallgrímssonar voru grafin á Bakka í Öxnadal haustið 1946." Meira
19. maí 2022 | Aðsent efni | 692 orð | 1 mynd

Með borgarlínu skal fjölskyldubílnum útrýmt

Eftir Sigurð Oddsson: "Er hagstæðara að fara hina leiðina; borgarlínan fari í stokk og bílaumferð upp á yfirborðið?" Meira
19. maí 2022 | Aðsent efni | 399 orð | 3 myndir

Raunfærnimat – að gefa færni gildi

Eftir Hauk Harðarson, Fjólu Maríu Lárusdóttur og Hildi Betty Kristjánsdóttur: "Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat fer fram á Íslandi dagana 19.-20. maí." Meira
19. maí 2022 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Raunverulega ástæðan fyrir skorti á samræðu

Eftir Carl Baudenbacher: "Lagaskylda tryggir ekki jafnræði eða gagnkvæma virðingu. Gagnkvæm virðing krefst þekkingar, skilnings og trausts sem er byggt á vönduðum röksemdafærslum." Meira

Minningargreinar

19. maí 2022 | Minningargreinar | 214 orð | 1 mynd

Ása Guðbjörnsdóttir

Ása Guðbjörnsdóttir fæddist 31. júlí 1937. Hún lést 8. apríl 2022. Útför Ásu fór fram 29. apríl 2022. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 2970 orð | 1 mynd

Ásgeir Guðmundsson

Ásgeir J. Guðmundsson húsgagnasmiður fæddist í Hafnarfirði 9. febrúar 1935. Hann lést 10. maí 2022. Ásgeir var næstyngstur fjögurra systkina hjónanna Matthildar Sigurðardóttur húsmóður, f. 30. júlí 1901, d. 18. janúar 1987, og Guðmundar Kr. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Benedikt Geirsson

Benedikt Geirsson fæddist 12. september 1953. Hann lést 6. maí 2022. Útför hans fór fram 18. maí 2022. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 1583 orð | 1 mynd

Elín Sólmundardóttir

Elín Sólmundardóttir fæddist í Borgarnesi 28. ágúst 1929. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 11. maí 2022 eftir stutt veikindi. Móðir Elínar var Steinunn Magnúsdóttir, húsfreyja á Fossi í Staðarsveit, f. 19. september 1902, d. 3. desember 1991. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 1104 orð | 1 mynd

Georg Már Michelsen

Már fæddist í Hveragerði 19. september 1944. Hann lést 6. maí 2022. Foreldrar hans voru Paul V. Michelsen, f. 17. júlí 1917, d. 26. maí 1995, og Sigríður Ragnarsdóttir Michelsen, f. 14. júní 1916, d. 7. júní 1988. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 555 orð | 1 mynd

Gunnar Pétursson

Gunnar Pétursson fæddist 31. mars 1930. Hann lést 4. maí 2022. Útför hans fór fram 14. maí 2022. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 1783 orð | 1 mynd

Jóhanna Rannveig Elíasdóttir

Jóhanna Elíasdóttir, fyrrverandi talsímavarðstjóri á Akureyri fæddist 22. janúar 1925 á Hrauni í Öxnadal. Hún lést 3. maí 2022. Foreldrar hennar voru Róslín Berghildur Jóhannesdóttir, f. á Hrauni í Öxnadal 24. febrúar 1897, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 807 orð | 1 mynd

Jón Hilberg Sigurðsson

Jón Hilberg Sigurðsson fæddist 17. apríl 1933 í Stykkishólmi. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 26. apríl 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafur Lárusson, fæddur 1.11. 1895, dáinn 1.3. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 2302 orð | 1 mynd

Kristjana Kristjánsdóttir

Kristjana Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist í Reykjavík 10. júlí 1951. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 7. maí 2022. Foreldrar hennar voru Eva Kristjánsdóttir, f. 1913, d. 2015 og Kristján Benedikt Gauti Jónsson, f. 1913, d. 1990. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 943 orð | 1 mynd

Þorvarður Brynjólfsson

Þorvarður Brynjólfsson fæddist 4. maí 1938 á Tungu við Reyðarfjörð. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 7. maí 2022. Foreldrar hans voru Brynjólfur Þorvarðsson skrifstofumaður, f. 6.5. 1902 á Suðureyri í Súgandafirði, d. 19.12. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1236 orð | 1 mynd | ókeypis

Þóra Einarsdóttir

Þóra Einarsdóttir fæddist á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá 7.6. 1933, dóttir hjónanna Kristjönu Sesselju Einarsdóttur, f. 3.9. 1912, d. 13.12. 2002, og Einars Bjarnasonar, f. 26.9. 1900, d. 26.7. 1974.. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 622 orð | 1 mynd

Þóra Einarsdóttir

Þóra Einarsdóttir fæddist á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá 7. júní 1933, dóttir hjónanna Kristjönu Sesselju Einarsdóttur, f. 3.9. 1912, d. 13.12. 2002, og Einars Bjarnasonar, f. 26.9. 1900, d. 26.7. 1974. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2022 | Minningargreinar | 636 orð | 1 mynd

Örlygur Gunnar Friðriksson

Örlygur Gunnar Friðriksson fæddist í Vestmannaeyjum 3. júlí 1967. Hann lést á heimili sínu í Norwich á Englandi 17. apríl 2022. Hann var sonur Auðar Dóru Haraldsdóttur og Friðriks Inga Óskarssonar. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 495 orð | 3 myndir

Álverð hefur gefið eftir en er enn sögulega hátt

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Undanfarinn mánuð hefur verð á áli í kauphöllinni með málma í London (LME) lækkað úr tæplega 3.300 dölum tonnið í rúmlega 2.800 dali tonnið. Til samanburðar var meðalverðið 1.730 dalir 2020 og tæplega 2. Meira

Daglegt líf

19. maí 2022 | Daglegt líf | 630 orð | 4 myndir

Dýrin gleðja blessuð börnin

„Í ríflega tuttugu ár höfum við verið með hænur og kanínur úti, en fugla, froska og fiska inni,“ segir Hjördís Ólafsdóttir leikskólastjóri í náttúruleikskólanum Krakkakoti. Hún segir að sum börn vilji alltaf byrja daginn á því að kíkja á fuglana og froskana. Meira

Fastir þættir

19. maí 2022 | Árnað heilla | 93 orð | 1 mynd

Arndís Anna Jakobsdóttir

30 ára Arndís ólst upp í Vesturbyggð 6 í Laugarási í Biskupstungum og býr þar. Hún lauk flugþjónustunámi frá Keili og er með B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá HÍ. Meira
19. maí 2022 | Árnað heilla | 919 orð | 3 myndir

Á fullu í skákinni og boltanum

Garðar Víðir Guðmundsson fæddist 19. maí 1942 í Reykjavík. Hann ólst upp aðallega við Hverfisgötu, gekk í Laugarnesskóla og síðar í gagnfræðaskóla verknáms í Brautarholti. Meira
19. maí 2022 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Dýfingapallar rísa á Akranesi

„Á öllum Norðurlöndum eru dýfingapallar en Ísland er búið að vera svolítið að geyma það,“ segir ofurhuginn Konni Gotta en hann mætti ásamt Jódísi Lilju frá Hoppland.is í Ísland vaknar á K100 í gær. Meira
19. maí 2022 | Í dag | 261 orð

Hestavísur sérstök kveðskapargrein

Sigrún Haraldsdóttir skrifaði á Boðnarmjöð á þriðjudag: „Hann Ingólfur Ómar yrkir margar góðar hestavísur, ég las eina ágæta eftir hann á Boðnarmiði í morgun. Meira
19. maí 2022 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Laugarás Óskírður Stefánsson fæddist 8. mars 2022 kl. 22.18 á...

Laugarás Óskírður Stefánsson fæddist 8. mars 2022 kl. 22.18 á Landspítalanum í Reykjavík Hann vó 3.594 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Arndís og Stefán... Meira
19. maí 2022 | Í dag | 62 orð

Málið

Að standa í ströngu við e-ð – ekki e-n – þýðir að hafa mikið að gera ; sinna krefjandi verkefni ; glíma við erfiðleika . „Ég stend í ströngu við að klára húsið.“ Hins vegar stendur maður eða á í stappi við e-n . Meira
19. maí 2022 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á Temprumóti Taflfélags Garðabæjar sem haldið var í...

Staðan kom upp á Temprumóti Taflfélags Garðabæjar sem haldið var í febrúar síðastliðnum en um níu umferða atskákmót var að ræða sem haldið var á tveimur kvöldum. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2.381) hafði svart gegn Gauta Páli Jónssyni (2.018) . Meira

Íþróttir

19. maí 2022 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Besta deild kvenna Þróttur R. – Þór/KA 4:1 Afturelding &ndash...

Besta deild kvenna Þróttur R. – Þór/KA 4:1 Afturelding – Stjarnan 1:3 Breiðablik – ÍBV frestað *ÍBV komst ekki til leiks vegna veðurs en leikurinn fer fram í kvöld. Staðan: Selfoss 43107:210 Þróttur R. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Dagný áfram hjá West Ham

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham til tveggja ára, eða til sumarsins 2024. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Eintracht Frankfurt Evrópudeildarmeistari

Eintracht Frankfurt fagnaði sigri í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu eftir sigur gegn Rangers í vítakeppni í úrslitaleik í Sevilla á Spáni í gær. Joe Aribo kom Rangers yfir á 57. mínútu eftir mikinn vandræðagang í vörn Eintracht Frankfurt. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Fyrsti úrslitaleikurinn í kvöld

Einvígi Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik hefst í kvöld með fyrstu viðureign liðanna á Hlíðarenda en flautað verður til leiks klukkan 19.30. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur karla: Hlíðarendi: Valur &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur karla: Hlíðarendi: Valur – ÍBV 19.30 KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Hlíðarendi: Valur – KR 17.15 Kópavogur: Breiðablik – ÍBV 18 Selfoss: Selfoss – Keflavík 19.15 1. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 577 orð | 2 myndir

Langri bið Vals lokið

Á Hlíðarenda Kristján Jónsson kris@mbl.is Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik í fyrsta skipti í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73:60, í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Aalborg &ndash...

Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Aalborg – Veszprém 37:35 • Aron Pálmarsson meiddist í upphitun og kom ekkert við sögu hjá Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. *Veszprém áfram, 71:66 samanlagt. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Miami vann fyrsta leikinn

Miami Heat fer vel af stað gegn Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum. Miami fagnaði 118:107-heimasigri í fyrsta leik einvígisins í fyrrinótt. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Möguleiki á að komast á HM

Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni ráðast um helgina þegar Liverpool fær...

Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni ráðast um helgina þegar Liverpool fær Wolves í heimsókn á Anfield í Liverpool og Manchester City tekur á móti Aston Villa á Etihad-vellinum í Manchester. Meira
19. maí 2022 | Íþróttir | 361 orð | 2 myndir

Þróttarar í toppbaráttu

Besta deildin Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þróttur úr Reykjavík vann sinn stærsta sigur á tímabilinu til þessa þegar liðið tók á móti Þór/KA í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Bestu deildinni, á Þróttaravelli í Laugardal í 5. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.