Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Erlendir leikmenn hafa sett sinn svip á íslenskt íþróttalíf um árabil. Milan Stefán Jankovic er einn þeirra. Hann var kjörinn besti knattspyrnumaður Jógóslavíu 1989 og kom til Grindavíkur í ársbyrjun 1992, þá 32 ára, fyrst og fremst til þess að kanna aðstæður. Hann er hér enn, rúmlega 30 árum síðar, og kann hvergi betur við sig. „Fjölskyldunni hefur alla tíð liðið mjög vel á Íslandi, sumarið er hvergi betra en hérna og hér hef ég aldrei upplifað mig sem útlending,“ segir hann.
Meira