Greinar þriðjudaginn 24. maí 2022

Fréttir

24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Alhvítur hrossagaukur undirbýr varp á Norðurlandi

Sigurður Ægisson sae@sae.is „Sjaldséðir eru hvítir hrafnar,“ segir máltækið. Hið sama á raunar við um aðrar fuglategundir líka, eins og til dæmis þennan alhvíta hrossagauk, sem paraður er eðlilega litum fugli, brúndröfnóttum á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í fyrradag á ónefnum stað á Norðurlandi. Svona litarafbrigði kemur til vegna þess að fuglinn er ekki fær um að mynda litarefnið melanín. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Atkvæði í Tálknafirði endurtalin

Endurtalning atkvæða fer fram í dag, þriðjudag, í Tálknafjarðarhreppi en beiðni um það barst kjörstjórn eftir að hlutkesti var varpað um fimmta sæti aðalmanns þar sem tveir einstaklingar fengu jafn mörg atkvæði. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Ákvörðun um viðræður í dag

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, og nýkjörnir borgarfulltrúar héldu í gærkvöldi fund með grasrót flokksins í borginni í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 683 orð | 1 mynd

Áttræður í bæjarstjórn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég mun standa með öllum góðum tillögum sem fram verða bornar í bæjarmálum, rétt eins og ég mun alltaf hafna óráðsíu og öfgum. Til þess að tryggja velferð sem best þurfa félagslegar lausnir alltaf að vera ráðandi, enda þótt einkamarkaðurinn geti vissulega og á stundum leyst ákveðin viðfangsefni,“ segir Brynjólfur Ingvarsson, sem á dögunum var kjörinn fulltrúi Flokks fólksins í bæjarstjórn Akureyrar. Hann er áttræður að aldri og því elsti kjörni sveitarstjórnarmaður landsins, eftir því sem næst verður komist. Brynjólfi finnst aldurinn þó engin fyrirstaða, enda sé heilsan góð. Meira
24. maí 2022 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Bandaríkin muni verja Taívan

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gærmorgun að Bandaríkjaher myndi koma eyjunni Taívan til varnar ef Kínverjar reyndu að hertaka hana með valdi. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 568 orð | 1 mynd

Brottfallið næstmest á Íslandi

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Brotthvarf fólks á aldrinum 18 til 24 ára úr námi er hið næst mesta hér á landi meðal Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í nýbirtum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á brotthvarfi fólks á aldrinum 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun, sem nær til 30 Evrópulanda. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Stóísk ró Hundurinn horfir rólegur út um bílgluggann, nýtur góða veðursins og lætur sér fátt um finnast þótt fólkið sé á þönum í kringum hann í sínu daglega... Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Fallegur og sjaldgæfur trjábukkur

Náttúrufræðistofnun Íslands barst nýlega fallegur trjábukkur frá Náttúrustofu Austurlands. Hann fannst lifandi og var talinn hafa borist með gámi. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Farið suður fyrir þéttbýlið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðalvalkostur Vegagerðarinnar í umhverfismatsskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga er að vegurinn úr göngunum fari suður fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum en hvorki í gegnum það né norður fyrir. Sömuleiðis er aðalvalkostur við tengingu Seyðisfjarðarmegin ný veglína, sem hefur það í för með sér að færa þarf golfvöll Seyðfirðinga. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Fleiri stelpur hætta að spila eftir 7. bekk

Langflestir strákar á öllum skólastigum spila tölvuleiki þó þeim fækki aðeins með aldri, eða úr 99 prósentum í barnaskóla niður í 91 prósent á framhaldsskólastigi. Meðal stelpna eru hlutfallslega flestar sem spila tölvuleiki í 4. til 7. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Flutt frá Hótel Sögu innan viku

Flóttafólki sem dvelur á Hótel Sögu verður vísað í önnur úrræði innan viku. Ágætlega gengur að koma fólkinu í ný úrræði, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 327 orð | 3 myndir

Geimrannsóknir í Grímsnesinu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vísindamenn frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, stefna á rannsóknir á Apavatni í Grímsnesi í næsta mánuði. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 447 orð | 3 myndir

Hinn sanni James Bond í Reykjavík

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Spennandi og leyndardómsfullur kafli hefst í ferðamálasögu Íslands þegar fyrirlestrarými í sögukjallara um Vestur-Íslendinginn sir William Stephenson verður formlega opnað í kjallara verslunarinnar Kirsuberjatrésins á Vesturgötu 4 í Reykjavík klukkan 13.30 í dag. Þar verður jafnframt ráðgátuherbergi eða flóttaherbergi og verður það tekið í notkun síðar á árinu eða á næsta ári. „Við segjum sögu sir Williams Stephensons, þess manns af íslenskum ættum sem líklega hafði mestu áhrif á gang seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Hugi Hreiðarsson. „Saga hans er ákaflega stórbrotin, svo ekki sé meira sagt.“ Meira
24. maí 2022 | Erlendar fréttir | 893 orð | 1 mynd

Í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneski hermaðurinn Vadím Shishimarín var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi, en hann var sakaður um að hafa myrt 62 ára gamlan Úkraínumann, Oleksandr Sjelípov, með köldu blóði hinn 28. febrúar síðastliðinn. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Í öðru sæti meðal 30 Evrópulanda

Brotthvarf 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun á seinasta ári var 14,4% á Íslandi af heildarfjölda fólks á þessum aldri samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Kannar brottvísanir til Grikklands

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Kosið í nýja stjórn FKA Framtíðar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi FKA Framtíðar á dögunum. FKA Framtíð er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Kraftmikil í hlutverki sínu sem Tye

Joshua Barone, rýnir The New York Times, fer fögrum orðum um frammistöðu Dísellu Lárusdóttur í óperunni Akhnaten eftir Philips Glass, sem tekin hefur verið aftur til sýninga hjá Metropolitan-óperunni í framhaldi af Grammy-verðlaununum sem upptakan á... Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Lagning Írisar hafin og fjarskiptaöryggi tryggt

Lagning nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands hófst í gærmorgun. Hefur hann fengið nafnið Íris. Strengurinn er í eigu Farice ehf., félags sem er í fullri eigu ríkisins. Félagið hefur síðustu ár undirbúið lagningu nýja strengsins. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

NASA ætlar að rannsaka Apavatn

Hópur vísindamanna frá NASA , geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir í næsta mánuði rannsóknir á Apavatni í Grímsnesi. Innstreymi heits vatns þar vekur athygli þeirra og áhuga á að vita meira, til samanburðar við Mars. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 366 orð | 2 myndir

Rætt um höfund og hugsjónamann

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Í fyrsta lagi er Henry David Thoreau einn helsti rithöfundur bandarískrar bókmenntasögu. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 663 orð | 2 myndir

Samþykkti að bera gögnin í fjölmiðla

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Robby Mook, kosningastjóri Hillary Clinton, þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaforseta 2016, bar fyrir rétti á föstudaginn að Clinton hefði sjálf lagt blessun sína yfir áætlun um að koma óstaðfestum ásökunum, um meint samskipti framboðs Donalds Trump við rússneska bankann Alfa Bank, á framfæri við fjölmiðla. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Skorað á stjórnvöld vegna brottvísunar

Félagsráðgjafafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að hafa mannúðarsjónarmið í fyrirrúmi í ákvörðunum hvað varðar móttöku flóttafólks sem og við lagasetningu hvað þetta varðar. Áskorun þessi kemur í kjölfar fyrirhugaðrar brottvísunar á u.þ.b. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 324 orð | 2 myndir

Sveifla á kylfingum í upphafi golfvertíðar

Sveifla hefur verið á kylfingum í upphafi golfvertíðar og annir á golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Iðkendum í golfi hefur fjölgað með hverju árinu og eru þeir á öllum aldri. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Sæstrengur lagður milli Íslands og Írlands

Kaplaskipið Durable mun leggja sæstreng yfir Atlantshafið til Galway á Írlandi. Skipið kom til landsins á föstudag og hófst þá undirbúningur. Í gærmorgun voru fyrstu skrefin stigin í lagningunni sjálfri. Meira
24. maí 2022 | Innlendar fréttir | 145 orð

Þrír kjörnir í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins

Þrír hlutu kjör sem aðalmenn í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins til þriggja ára í gærkvöldi á ársfundi sjóðsins, sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni. Meira

Ritstjórnargreinar

24. maí 2022 | Staksteinar | 183 orð | 2 myndir

Enn leiðréttir Baldur Konna

Ekki er hægt að búa forseta Bandaríkjanna undir allar spurningar fréttamanna á erlendri grund, nái þeir óvænt að skjóta á hann spurningu, sem er sjaldgæft í tilviki núverandi forseta. Meira
24. maí 2022 | Leiðarar | 673 orð

Klækjastjórnmál

Fallni meirihlutinn hyggst nota útilokunarstjórnmál til að hunsa vilja kjósenda Meira

Menning

24. maí 2022 | Myndlist | 813 orð | 7 myndir

Að vera verandi vera

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útskriftarsýning BA-nema Listaháskóla Íslands í hönnun, myndlist og arkitektúr, Verandi vera/ Being , var opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Meira
24. maí 2022 | Dans | 172 orð | 1 mynd

Dansflokkur á ferð og flugi

Íslenski dansflokkurinn sýndi fjórar sýningar um nýliðna helgi á meginlandi Evrópu. Rómeó <3 Júlía eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur var sýnd í Bilbao á Spáni og sýndar voru tvær sýningar í hinu þekkta leikhúsi Teatro Arriaga. Meira
24. maí 2022 | Fjölmiðlar | 202 orð | 1 mynd

Ekkert merlot!

Óskarsverðlaunamyndin Sideways var talin ein af tíu bestu kvikmyndum ársins 2005, í ársuppgjöri Sæbjörns heitins Valdimarssonar sem þá var kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, og hún er líka ein af mínum uppáhaldskvikmyndum sem eru að vísu margar. Meira
24. maí 2022 | Tónlist | 380 orð | 1 mynd

Fara á dýptina

Víóluleikarinn Eyvind Kang og söngkonan Jessika Kenney halda tónleika í Mengi næstu þrjú kvöld, 24.-26. maí, og munu þau fara á dýptina í gegnum eigin tónlist sem er í senn huguð og ný, aldagömul og göldrótt, eins og segir í tilkynningu. Meira
24. maí 2022 | Leiklist | 209 orð | 1 mynd

Íslandsfrumsýning á Gretti

Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir kammeróperuna Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Hljómbjörgu, sal skólans á 2. hæð Ármúla 44, í kvöld kl. 19.30 og sýnir aftur annað kvöld á sama tíma. Aðeins verða þessar tvær sýningar. Meira
24. maí 2022 | Myndlist | 134 orð | 1 mynd

Verk til styrktar Unicef í Úkraínu

Sýning á 25 málverkum og myndlistarbókinni Á meðan... eftir Jón Magnússon var opnuð á Kaffi Mokka fyrir helgi og er hún til styrktar starfi Unicef í Úkraínu og lýkur 7. júlí. Meira

Umræðan

24. maí 2022 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Að skipuleggja skipulagið

Eftir Gest Ólafsson: "Í skipulagi eru oft miklir og flóknir hagsmunir í húfi. Þeir sem skipuleggja þurfa að þekkja þá til hlítar og geta metið afleiðingar af ákvörðunum." Meira
24. maí 2022 | Aðsent efni | 168 orð | 1 mynd

Blekkingartölfræði

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "En útreikningar þingmannsins eru algerlega marklausir. Hér er í einni blöndu reiknað meðaltal í 37 misstórum „kjördæmum“." Meira
24. maí 2022 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Næsta ríkisstjórn

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Fjármálaráðherra treystir greinilega næstu ríkisstjórn betur en þeirri sem nú situr til þess að leysa vandann." Meira
24. maí 2022 | Pistlar | 437 orð | 1 mynd

S=12, VG=8, M=6, F=1, C=0, P=0

Nú þegar 10 dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum og rykið hefur aðeins fengið að setjast, er rétt að gera tilraun til að setja úrslitin í samhengi. Meira
24. maí 2022 | Aðsent efni | 953 orð | 1 mynd

Ölgerðin – nei takk

Eftir Bjarna Hafþór Helgason: "Líklega er þetta einhvers konar heimsmet í ákvörðun af þessu tagi; að hætta við almenna skráningu á félagi vegna áhuga fjárfesta á bréfum þess!" Meira

Minningargreinar

24. maí 2022 | Minningargreinar | 537 orð | 1 mynd

Ásgeir Guðmundsson

Ásgeir J. Guðmundsson fæddist 9. febrúar 1935. Hann lést 10. maí 2022. Útför Ásgeirs fór fram 19. maí 2022. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 281 orð | 1 mynd

Guðmundur Knútur Egilsson

Guðmundur Knútur Egilsson fæddist 15. október 1928. Hann lést 29. apríl 2022. Guðmundur var jarðsunginn 13. maí 2022. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 2362 orð | 1 mynd

Guðrún Jacobsen

Guðrún Jacobsen fæddist 30. október 1930. Hún lést á Skjóli 30. apríl 2022. Faðir hennar var Carl Anton Jacobsen, f. 6. júní 1868, d. 1942, og móðir hennar var Þorbjörg Aldís Björnsdóttir, f. 7. október 1893, d. 24. nóvember 1957. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1808 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðrún Jacobsen

Guðrún Jacobsen fæddist 30. október 1930. Hún lést á Skjóli 30. apríl 2022. Faðir hennar var Carl Anton Jacobsen, f. 6. júní 1868, d. 1942, og móðir hennar var Þorbjörg Aldís Björnsdóttir, f. 7. október 1893, d. 24. nóvember 1957. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 1024 orð | 1 mynd

Gunnvör Erna Sigurðardóttir

Gunnvör Erna Sigurðardóttir (Stella) fæddist í Reykjavík 31. júlí 1930. Hún lést á Bylgjuhrauni á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. maí 2022. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, f. 1903, d. 1971, og kona hans Guðrún Markúsdóttir, f. 1895, d. 1971. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 412 orð | 1 mynd

Jóhanna Rannveig Elíasdóttir

Jóhanna Elíasdóttir fæddist 22. janúar 1925. Hún lést 3. maí 2022. Útför hennar fór fram 19. maí 2022. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 1431 orð | 1 mynd

Jóhann Ásgeirsson

Jóhann Ásgeirsson (Jói) netagerðarmeistari fæddist í Keflavík 24. maí 1957. Hann varð bráðkvaddur í Akureyjum í Helgafellssveit 4. maí 2022. Foreldrar hans voru Hallfríður Jóhannsdóttir húsmóðir og Ásgeir Jónsson netagerðarmaður. Þau eru bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1084 orð | 1 mynd | ókeypis

Magnús Guðlaugsson

Magnús Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur fasteignasali, fæddist á Seyðisfirði 3. ágúst 1958. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ 9. maí 2022.Foreldrar Magnúsar voru Erla Magnúsdóttir húsmóðir, f. 16.9. 1932, d. 18.1. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 3496 orð | 1 mynd

Magnús Guðlaugsson

Magnús Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur fasteignasali, fæddist á Seyðisfirði 3. ágúst 1958. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ 9. maí 2022. Foreldrar Magnúsar voru Erla Magnúsdóttir húsmóðir, f. 16.9. 1932, d. 18.1. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2022 | Minningargreinar | 409 orð | 1 mynd

Nanna Jakobsdóttir

Nanna Jakobsdóttir grunnskólakennari fæddist 27. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 11. maí 2022. Foreldrar hennar voru Ásthildur J. Bernhöft, f. 11. janúar 1901, d. 27. júní 1982, og Jakob J. Jakobsson, f. 18. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 398 orð | 3 myndir

Einn besti samningur Kviku

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
24. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin á aðalfundi

Thelma Kristín Kvaran, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta, var á dögunum kjörin formaður FKA Framtíðar, en um er að ræða deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Meira
24. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Starbucks ætlar líka að fara frá Rússlandi

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks mun á næstu vikum loka öllum 130 útsölustöðum sínum í Rússlandi og ljúka þar með um 15 ára sögu sinni í landinu. Um 2.000 starfsmenn starfa fyrir Starbucks í Rússlandi og munu þeir frá greitt í sex mánuði. Meira
24. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 159 orð | 1 mynd

Tekjur OR hækka um 14% á milli ára

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam á fyrsta fjórðungi þessa árs um 6,8 milljörðum króna, en hann var 5,9 milljarðar á sama tíma í fyrra. Tekjur Orkuveitunnar námu á tímabilinu tæplega 15,7 milljörðum króna, og jukust um 14% á milli ára. Meira
24. maí 2022 | Viðskiptafréttir | 343 orð | 1 mynd

Vilja framleiða meira utan Kína

Bandaríska tölvufyrirtækið Apple hefur sagt nokkrum framleiðendum sínum að það vilji auka framleiðslu utan Kína, m.a. vegna harðra takmarkana þar í landi vegna faraldursins. Þetta segja heimildarmenn bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal (WSJ). Meira

Fastir þættir

24. maí 2022 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5 7. cxd5...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5 7. cxd5 Rxd5 8. Hc1 Rxc3 9. bxc3 Ba3 10. Hc2 b6 11. Be2 Ba6 12. 0-0 Bxe2 13. Hxe2 0-0 14. e4 Hfe8 15. He3 Hac8 16. e5 Bf8 17. Rd2 c5 18. Re4 cxd4 19. cxd4 Dd5 20. Rc3 Da5 21. Re4 Dd5 22. Meira
24. maí 2022 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Akureyri Eyjólfur Júlíus Einarsson fæddist 6. október 2021 kl. 5.47...

Akureyri Eyjólfur Júlíus Einarsson fæddist 6. október 2021 kl. 5.47. Hann vó 4.154 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Ómar Eyjólfsson og Ingibjörg Ósk Helgadóttir... Meira
24. maí 2022 | Í dag | 38 orð | 3 myndir

Brennur fyrir tilraunaleikhúsinu

Leikhúsmaðurinn Kristján Ingimarsson hefur verið búsettur í Danmörku síðustu þrjátíu ár. Hann hefur komið reglulega hingað til lands með sýningar sínar og nú sýnir hann verkið Room 4. Meira
24. maí 2022 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Drottning um stund á langþráðu landsmóti

Eftir nokkurra ára hlé verður Landsmót hestamanna loks haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu í sumar, nánar tiltekið 3. –11. júlí. Síðast var landsmótið haldið árið 2018. Meira
24. maí 2022 | Árnað heilla | 782 orð | 4 myndir

Forsjónin tók í taumana

Garðar Erlendsson fæddist 24. maí 1942 í Reykjavík. Hann ólst upp í Klepps- og Vogahverfi þangað til árið 1952 þegar fjölskyldan fluttist búferlum til Málmeyjar á Skagafirði. Meira
24. maí 2022 | Í dag | 258 orð

Grímseyjarferjan og vinstri græn

Ingólfur Ómar gaukaði að mér þessum vísum: Sléttubönd um vorið Seður lýði glóey góð glæðir tíðin þorið. Kveður þíðan ástaróð yndisblíða vorið Og hér er oddhenda. Ingólfur Ómar tekur fram, að hringahrund sé gömul kenning. Meira
24. maí 2022 | Í dag | 57 orð

Málið

Björk heitir tré. Heitið er eins í öllum föllum nema eignarfalli: til bjarkar og sama gildir um kvennafnið Björk . Nafnorðið björg (og þar með Landsbjörg ) er eins í öllum föllum nema eignarfalli: til bjargar . Meira
24. maí 2022 | Árnað heilla | 126 orð | 1 mynd

Sigurlaug Hanna Leifsdóttir

50 ára Sigurlaug ólst upp í Nýjabæ undir Vestur-Eyjafjöllum en býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Hún er búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og vinnur á eggjabúinu Gæðaegg á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit. Hún er í Lionsklúbbinum Sif. Meira
24. maí 2022 | Fastir þættir | 164 orð

Skyssa. S-Allir Norður &spade;10652 &heart;Á7 ⋄Á5 &klubs;DG1093...

Skyssa. S-Allir Norður &spade;10652 &heart;Á7 ⋄Á5 &klubs;DG1093 Vestur Austur &spade;K984 &spade;D73 &heart;1054 &heart;G983 ⋄G94 ⋄10872 &klubs;Á85 &klubs;K2 Suður &spade;ÁG &heart;KD62 ⋄KD63 &klubs;764 Suður spilar 3G. Meira

Íþróttir

24. maí 2022 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Besta deild kvenna ÍBV – Þór/KA 5:4 Keflavík – Þróttur R 1:2...

Besta deild kvenna ÍBV – Þór/KA 5:4 Keflavík – Þróttur R 1:2 KR – Afturelding 1:0 Stjarnan – Selfoss 3:1 Staðan: Þróttur R. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 795 orð | 3 myndir

Freyja kom Þróttarkonum í toppsætið

Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þróttur er í efsta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir dramatískan sigur í Keflavík í gærkvöld, 2:1. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Fyrsta mark Þorleifs í MLS

Þorleifur Úlfarsson skoraði sitt fyrsta mark í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í fyrrinótt þegar lið hans Houston Dynamo lagði hið þekkta lið Los Angeles Galaxy á útivelli, 3:0. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Golden State í vænlegri stöðu

Golden State Warriors er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA í körfubolta eftir sigur gegn Dallas Mavericks á útivelli, 109:100, í fyrrinótt. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Hákon og Ísak öflugir á lokasprettinum

Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson lauk góðu tímabili með FC Köbenhavn með því að vera valinn í úrvalslið 32. og síðustu umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 312 orð | 2 myndir

Háspenna á Hlíðarenda

Á Hlíðarenda Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur jafnaði einvígi sitt gegn Fram í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta í 1:1 með 27:26-heimasigri í öðrum leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Helgi bestur í 7. umferðinni

Helgi Guðjónsson, sóknarmaður Víkings, var besti leikmaðurinn í sjöundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Hilmar sigraði í Þýskalandi

Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH, sigraði í greininni á móti í Halle í Þýskalandi um helgina. Hilmar kastaði 75,52 metra, hans besta kast í ár, en Íslandsmet hans frá því í ágúst 2020 er 77,10 metrar. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Kópavogur: Breiðablik – Valur...

KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Kópavogur: Breiðablik – Valur 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Árbær: Fylkir – Víkingur R 19.15 Mjólkurbikar karla, 3. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 187 orð | 2 myndir

*Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson stýrði liði Lyngby upp í...

*Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson stýrði liði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina í gærkvöld þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Nyköbing á útivelli í næstsíðustu umferð úrslitakeppni B-deildarinnar. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Kristján í hópi þeirra bestu

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir eru í kjöri á bestu örvhentu skyttunni í franska handboltanum í vetur. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Noregur Undanúrslit, fjórði leikur: Arendal – Drammen 30:28 &bull...

Noregur Undanúrslit, fjórði leikur: Arendal – Drammen 30:28 • Óskar Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Drammen. *Arendal vann einvígið 3:1 og mætir Elverum í úrslitunum. Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 25 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Þriðji úrslitaleikur Vesturdeildar: Dallas &ndash...

Úrslitakeppni NBA Þriðji úrslitaleikur Vesturdeildar: Dallas – Golden State 100:109 *Staðan er 3:0 fyrir Golden State og fjórði leikurinn fer fram í Dallas í... Meira
24. maí 2022 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Það hefur vísast ekki farið framhjá neinu knattspyrnuáhugafólki að...

Það hefur vísast ekki farið framhjá neinu knattspyrnuáhugafólki að áhorfendur á leikjum í karlaboltanum á Englandi hafa að undanförnu í stórum stíl gert sér ferð úr áhorfendastúkum og hlaupið inn á velli til þess að fagna fræknum sigrum liða sinna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.