Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég mun standa með öllum góðum tillögum sem fram verða bornar í bæjarmálum, rétt eins og ég mun alltaf hafna óráðsíu og öfgum. Til þess að tryggja velferð sem best þurfa félagslegar lausnir alltaf að vera ráðandi, enda þótt einkamarkaðurinn geti vissulega og á stundum leyst ákveðin viðfangsefni,“ segir Brynjólfur Ingvarsson, sem á dögunum var kjörinn fulltrúi Flokks fólksins í bæjarstjórn Akureyrar. Hann er áttræður að aldri og því elsti kjörni sveitarstjórnarmaður landsins, eftir því sem næst verður komist. Brynjólfi finnst aldurinn þó engin fyrirstaða, enda sé heilsan góð.
Meira