Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tenórinn Hreinn Líndal hefur sent frá sér tveggja diska safn, Ég lít í anda liðna tíð, upptökur frá 1959 til 1993, sem Bjarni Rúnar Bjarnason vann upp úr gömlum segulbandsspólum í eigu Ríkisútvarpsins fyrir utan þá síðustu, sem var hljóðrituð í New York. Á öðrum disknum eru íslensk og erlend sönglög en óperuaríur á hinum. Bæklingur, þar sem stiklað er á stóru um merkilegan söngferil Hreins, fylgir með, en Einar Geir Ingvarsson hannaði umslagið. Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á píanó í öllum lögunum nema einu, þar sem Fritz Weisshappel spilar, og í aríum 1 - 3, en Levering Rothfuss er undirleikari í aríum Wagners.
Meira