Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Alls fóru sex leikir, öll 8. umferðin, fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær. Þar kenndi ýmissa grasa þar sem Breiðablik er áfram með fullt hús stiga og Ísaki Snæ Þorvaldssyni halda engin bönd, KR jók enn á ófarir FH, afleitt gengi Vals hélt áfram er liðið tapaði þriðja deildarleik sínum í röð, Stjarnan hélt áfram góðu gengi sínu, Íslandsmeistarar Víkings jöfnuðu KA að stigum og Keflavík vann annan leik sinn í röð.
Meira