Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingadagshátíðin í Manitoba í Kanada verður með eðlilegum hætti á Gimli um mánaðamótin júlí/ágúst í sumar. „Nú fáum við aftur tækifæri til þess að hittast og ég vona að góð samskipti okkar við Íslendinga haldi áfram eftir að hafa legið niðri í tvö ár,“ segir Janice Arnason, fjallkona Íslendingadagsnefndar í ár, en hún og Cameron Arnason, eiginmaður hennar, hafa gegnt mikilvægu hlutverki í tengslum við hátíðina um langt árabil. „Mér er sýndur mikill heiður með valinu og tek auðmjúk og þakklát við hlutverkinu eftir að hafa borið marga hatta á hátíðinni í áratugi.“
Meira