Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, segir í samtali við Morgunblaðið að niðurstöðu úr greiningu tveggja manna sem taldir eru hafa smitast af apabólu megi vænta í vikunni frá útlöndum en greiningartæki hér á landi hafi sagt til um ættkvíslina, þ.e. að um orthopox-veiru sé að ræða, sem og að PCR-próf hafi bent eindregið til þess að mennirnir hafi smitast af apabóluveiru.
Meira