Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Íslendingar eru óhamingjusamari nú en áður, að því er fram kemur í lýðheilsuvísi embættis landlæknis fyrir árið 2021. Árið 2020 mátu 57,8% hamingju sína á bilinu 8 til 10, á hamingjukvarða sem miðast við 0 til 10 stig, en árið 2021 mátu 56,8% hamingju sína á því bili eða 1,4 prósentustigum færri. Árið 2019 var hlutfallið 60,7% en litlu minna árið 2018 (59,2%).
Meira