Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Grafíski hönnuðurinn Garðar Pétursson nýtur þess að sprauta með airbrush-penna á striga. Sýnishorn af útkomunni má sjá á samsýningunni „MHÍ 40 árum síðar“ á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum, þar sem hann sýnir og er með til sölu sex airbrush-málverk. „Fáir Íslendingar mála svona sprautumyndir,“ segir hann um portrettmyndirnar, sem eru af frægu föllnu fólki – Marilyn Monroe, David Bowie, Sean Connery og John Lennon – og allar gerðar á þessu ári.
Meira