Greinar þriðjudaginn 21. júní 2022

Fréttir

21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi er áfram á niðurleið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir atvinnuleysi ganga hraðar niður en útlit var fyrir í vor. Ein meginskýringin sé endurkoma ferðaþjónustunnar enda sé hún mannaflsfrek grein. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

„Eina skynsamlega viðbragðið“

Um 20 prósenta hækkun fasteignamats fyrir árið 2023 mun að öllu óbreyttu kosta fasteignaeigendur milljarða árlega umfram það sem áður var áætlað, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 146 orð | 2 myndir

„Frumvarpið lyftistöng fyrir okkur“

„Þetta frumvarp er algjör lyftistöng fyrir okkur,“ segir Snorri Jónsson hjá víngerðarfyrirtækinu Reykjavík Distillery, um frumvarp dómsmálaráðherra sem varð að lögum á nýafstöðnu vorþingi, þess efnis að litlu brugghúsin geta nú selt... Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Börnum var ekki hlíft í þá daga

Ég er mikill aðdáandi Frjálsu handanna hans Illuga frænda míns Jökulssonar, þátta sem hann er með á sunnudagskvöldum á Rás 1. Þar les hann upp og fjallar um hin ólíkustu mál, viðburði og fólk, oft frá horfnum tíma. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Speglun Seglskútur af ýmsum gerðum eru í skjóli í smábátahöfninni við Hörpu tónlistarhús. Hér speglast þær skemmtilega í glerhjúpi hússins, eins og Eggert ljósmyndari kom auga... Meira
21. júní 2022 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Fjölskylda fékk tönn afhenta

Belgar sýndu í gær þá rausn að skila því eina sem eftir er af jarðneskum leifum Patrice Lumumba, fyrrverandi leiðtoga Kongós, einni tönn. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Heiðruð fyrir aðstoð við Seyðfirðinga

Berglind Sveinsdóttir, formaður deildar Rauða krossins í Múlasýslu, fékk viðurkenningu þjóðhátíðarsjóðs Rótarýklúbbs Héraðsbúa í ár. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Innlögnum vegna Covid-19 fjölgar

Ragnhildur Þrastardóttir Anton Guðjónsson Hólmfríður María Ragnhildardóttir Innlögnum vegna Covid-19 tók að fjölga í síðustu viku og um helgina létust tveir með sjúkdóminn á Landspítala. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Kanínurnar í Elliðaárdal leita sér að nýju heimili

Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Sextíu og tvær kanínur úr Elliðaárdalnum hafa nú fengið skjól vegna tilraunaverkefnis sem Dýrahjálp Íslands, Villikanínur og Dýraþjónusta Reykjavíkur standa á bak við. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 500 orð | 2 myndir

Lífið í Hraunholtum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á bernskuárunum um miðja síðustu öld var Reynir Ingibjartsson gjarnan einn með sjálfum sér á afskekktum bæ á Snæfellsnesi, þar sem hann ólst upp hjá einstæðri móður og afa sínum. Á árunum 1952 til 1960 skráði hann í kompur það sem hann taldi markverðast og hefur nú sent frá sér bókina Hraunholt í Hnappadal: Mannlíf og minningar, sem hann byggir sérstaklega á þessum heimildum. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Líf og fjör í höfninni í Hafnarfirði

Höfnin í Hafnarfirði iðaði af lífi í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í ágætisveðri. Þar voru ekki hefðbundnir fiskibátar á ferð heldur reru krakkar árabáti, seglbátur sigldi um og gúmmíbátur með utanborðsmótor þeyttist um. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 552 orð | 2 myndir

Makrílveiðar áfram umfram ráðgjöf

Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Allt bendir til þess að veiðiheimildum í makríl verði úthlutað vel umfram ráðgjöf eins og fyrri ár þar sem strandríkin sex auk Evrópusambandsins hafa ekki komið sér saman um skiptingu aflahlutdeildar. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Píratar helstu ræðukóngar Alþingis

Þrír þingmenn úr röðum Pírata töluðu lengst á nýafstöðu vorþingi, en sem kunnugt er var 152. löggjafarþingi Alþingis frestað í liðinni viku. Björn Leví Gunnarsson talaði mest allra, eða í 1.014 mínútur, sem jafngildir um 17 klukkustundum. Í öðru sæti er félagi hans, Gísli Rafn Ólafsson, með 912 mínútur (15 klst), og Píratinn Andrés Ingi Jónsson skipar þriðja sætið með 793 mínútur (13 klst). Er hér miðað við ræðutíma, ekki athugasemdir þingmanna. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Ráðherra segir nálægð Rússa ekki útilokaða

„Í samstarfi við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og með rekstri ratsjárkerfa bandalagsins hér á landi kappkosta stjórnvöld að hafa sem gleggstar upplýsingar um umferð í námunda við Ísland í lofti og á legi. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Reykvíkingar ársins opnuðu Elliðaárnar

Kamila Walijewska og Marco Pizzolato, aðgerðasinnar gegn matarsóun, fengu í gær titilinn Reykvíkingar ársins 2022, og var valið tilkynnt við opnun Elliðaánna í gærmorgun. Meira
21. júní 2022 | Erlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Reyna að mynda meirihlutastjórn

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
21. júní 2022 | Erlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Rússar æfir yfir lestarsamgöngum

• Litáar hafa tekið fyrir vöruflutninga til Kalíníngrad • „Ögrandi“ og „fjandsamleg“ aðgerð • „Brestur allan rétt til að hóta Litáen“ • Bannið þrándur í götu um helmings alls innflutnings til Kalíníngrad Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Rýmin þau fyrstu sinnar tegundar

Þrjátíu og níu ný endurhæfingarrými fyrir aldraða verða opnuð fyrsta september á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Römpum upp Ísland komið með þrítugasta rampinn

Þrítugasti rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland var vígður hátíðlega síðastliðinn fimmtudag við tískufataverslunina Kóda í Reykjanesbæ. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

SÁÁ enn til rannsóknar hjá saksóknara

Anton Guðjónsson anton@mbl.is „Þetta snýst ekki um einhver fjársvik, þetta snýst um að það var ekki samningur. Við erum ekki að draga okkur neitt fé, það er rangt. Þetta er túlkunaratriði á samningi,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, í samtali við Morgunblaðið. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Sérstakt framlag til jafnréttismála

Íslensk stjórnvöld munu veita Evrópuráðinu sérstakt fjárframlag sem nemur 43 milljónum íslenskra króna. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

SÍ vísa á bug „aðdróttunum“ formannsins

Sjúkratryggingar Íslands vísa alfarið á bug „aðdróttunum“ Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um tilhæfulausa reikningsgerð og lögsóknir fyrir fjárdrátt. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Skólamunastofu þarf að rýma fyrir haustið

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Stjórn Hollvinafélags Austurbæjarskóla biður alla velunnara skólans að stuðla að því að Skólamunastofan fái að vera í skólanum a.m.k. þar til viðunandi húsnæði fyrir hana finnst. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 803 orð | 5 myndir

Streyma til Búdapest á ný

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar þriggja tannlæknastofa í Búdapest, sem selja Íslendingum þjónustu, segja eftirspurn frá Íslandi vera að fara í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Sumarsólstöður klukkan 09.14 í dag og sólin hæst á lofti

Sumarið er nú í hámarki. Í dag eru sumarsólstöður klukkan 09.14 og sólargangur lengstur á árinu. Eftir það fer sól að lækka á lofti og dagurinn styttist. Skemmtiferðaskipin Costa Fortuna og Celebrity Silhouette lágu í Sundahöfn í gær. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 1074 orð | 3 myndir

Uppbygging á fullu í Bolungarvík

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arctic Fish er í viðræðum við Bolungarvíkurkaupstað um möguleika á því að færa sjóvarnargarðinn við höfnina, svo hægt sé að stækka lóð fyrirhugaðs laxasláturhúss félagsins. Meira
21. júní 2022 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Yfirmaður boðaður í skýrslutöku

Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings í málinu. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júní 2022 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd

Ýtt undir „loftslagskvíða“?

Ríkisútvarpið sagði frá því af miklum áhuga í gær að „hópur starfandi kennara um allt land“ hefði sent frá sér „áskorun til sveitarstjórna um að setja menntun til sjálfbærni í forgang. Hún mæti afgangi en ætti, að mati kennaranna, að vera kjarninn í skólastarfinu.“ Meira
21. júní 2022 | Leiðarar | 718 orð

Ögurstundin

Stundum eiga gestir það erindi eitt að telja kjark úr gestgjafa sínum Meira

Menning

21. júní 2022 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Bríet, Bjartar sveiflur, Emmsjé Gauti og Hipsumhaps á Innipúka

Bríet, Bjartar sveiflur, Emmsjé Gauti og Hipsumhaps eru á meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem haldin verður um verslunarmannahelgina, 29.-31. júlí. Meira
21. júní 2022 | Tónlist | 435 orð | 1 mynd

Heiður og hvatning

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslenska óperan hlaut um helgina verðlaun á vegum Samtaka evrópskra óperuhúsa, Opera Europa, og Fedora í flokki sem nefnist New stage. Meira
21. júní 2022 | Myndlist | 107 orð | 1 mynd

Heillaðist af íslenskri náttúru

Spænski vatnslitamálarinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu á verkum sínum 17. júní í Gallerí Grásteini við Skólavörðustíg. Meira
21. júní 2022 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Jean-Louis Trintignant látinn

Franski kvikmyndaleikarinn og -stjarnan Jean-Louis Trintignant er látinn, 91 árs að aldri. Í frétt AP um andlátið segir að hann hafi öðlast frægð fyrir leik sinn í óskarsverðlaunamyndinni Un homme et une femme , eða Karl og kona , frá árinu 1966. Meira
21. júní 2022 | Bókmenntir | 537 orð | 3 myndir

Ljóðrænt og fljótandi fyrsta verk

Eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur. Króníka, 2022. Kilja, 194 bls. Meira
21. júní 2022 | Menningarlíf | 261 orð | 1 mynd

Pegg segir Cruise ekki axla ábyrgð

Enski leikarinn Simon Pegg, sem leikið hefur á móti hinum bandaríska Tom Cruise í nokkrum mynda Mission: Impossible , virðist óvart hafa afhjúpað heldur ógeðfellda hlið á Cruise í viðtali við enska dagblaðið Times sem birt var nýliðna helgi. Meira
21. júní 2022 | Fólk í fréttum | 249 orð | 1 mynd

Styrkir veittir úr þremur menningarsjóðum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti 16. júní sl. styrki úr þremur menningarsjóðum, þ.e. tónlistarsjóði, hljóðritasjóði og bókasafnasjóði, við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Meira
21. júní 2022 | Bókmenntir | 118 orð | 1 mynd

Verðlaunuð fyrir bestu skáldsöguna

Rithöfundurinn Ruth Ozeki hlýtur ensku bókmenntaverðlaunin Women's Prize for Fiction í ár fyrir fjórðu skáldsögu sína, The Book of Form and Emptiness . Meira
21. júní 2022 | Fólk í fréttum | 44 orð

Við eina þeirra mynda sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, mánudag...

Við eina þeirra mynda sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, mánudag, var ranglega farið með nafn á konu sem var gestur á sýningu á verkum Kjarvals. Rétt nafn konunnar er Þórunn Magnea Magnúsdóttir og er hún leikkona. Meira

Umræðan

21. júní 2022 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Endurskoðendastéttin niðurlægð

Eftir Guðmund Jóelsson: "Lítilsvirðingin við endurskoðendastéttina og þær gríðarlegu kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem öðlast vilja löggildingu, er algjör." Meira
21. júní 2022 | Pistlar | 434 orð | 1 mynd

Flótti frá umræðu við þinglok

Undanfarin ár hafa flokkarnir þrír í ríkisstjórn haft þann háttinn á að geyma erfiðustu og umdeildustu þingmálin til loka þings á hverju ári til þess að komast hjá allri umræðu um málin. Meira
21. júní 2022 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Krossfesting í Óshlíð

Eftir Einar Ísaksson: "Hasarflutningur fréttamanna af Óshlíðarmálinu er yfirgengilegur." Meira
21. júní 2022 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Lækkum fasteignaskatta í Reykjavík

Eftir Hildi Björnsdóttur: "Eina skynsamlega viðbragð sveitarfélags við hækkuninni er samsvarandi lækkun skattprósentu." Meira
21. júní 2022 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Lög um fiskeldi og samfélagsverkefni gegn spillingu

Eftir Valdimar Inga Gunnarsson: "Á seinni stigum rannsóknar minnar verður skoðað hvort vísa eigi málinu til lögreglu." Meira
21. júní 2022 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Nýtum dýrmæta kreppuna

Eftir Þröst Ólafsson: "Veitum sauðfjárbændum styrki til að hætta en enga til offramleiðslu. Gefum þeim tækifæri til að græða upp, rækta skóg eða koma á fót ferðamennsku." Meira

Minningargreinar

21. júní 2022 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

Ásta Stefánsdóttir

Ásta Stefánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1927. Hún lést 26. maí 2022. Foreldrar hennar voru Stefán Vilhjálmsson, f. 1890, d. 1973, ættaður úr Þykkvabænum, og Guðríður Guðmundsdóttir, f. 1893, 1984, frá Vestmannaeyjum. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 1975 orð | 1 mynd

Fjóla Kristinsdóttir

Fjóla Kristinsóttir fæddist 25. apríl 1930 á Kálfavöllum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún lést 9. júní 2022 á heimili sínu í Þórufelli 16, Reykjavík. Fjóla var dóttir hjónanna Guðjóns Kristinssonar, f. 21.2. 1898, d. 16.2. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 2033 orð | 1 mynd

Guðlaug Jóna Sigurðardóttir

Guðlaug Jóna Sigurðardóttir fæddist á Jaðri í Hrútafirði 14. júní 1933. Hún lést á HSV Hvammstanga 10. júní 2022. Guðlaug (Lilla) var dóttir Kristínar Jónsdóttur og Sigurðar Hjartarsonar sem bjuggu alla sína tíð á Jaðri í Hrútafirði. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 235 orð | 1 mynd

Hreinn Guðbjartsson

Hreinn Guðbjartsson fæddist 4. júlí 1938. Hann lést 26. maí 2022. Foreldrar hans voru Karítas Hannesdóttir, f. 16. okt. 1908, d. 19. jan. 1980, og Guðbjartur Jónas Jóhannesson, f. 9. nóv. 1909, d. 5. maí 1997. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 2544 orð | 1 mynd

Jóhannes P. Kristinsson

Jóhannes P. Kristinsson fæddist í Haukadal í Dýrafirði 12. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum 5. júní 2022. Foreldrar hans voru Jón Kristinn Elíasson úr Arnarfirði, f. 1894, d. 1945, og Daðína Matthildur Guðjónsdóttir frá Arnarnúpi í Keldudal f. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 2053 orð | 1 mynd

Lilja Guðmundsdóttir

Lilja Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri 20. desember 1941. Hún lést á líknardeild Landspítalans 10. júní 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Trjámannsson, f. 16. september 1892, d. 13. október 1980, og Kristín Sigtryggsdóttir, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 497 orð | 1 mynd

Ólafur Friðriksson

Ólafur Friðriksson fæddist 16. mars 1941. Hann lést 28. maí 2022. Útför fór fram 9. júní 2022. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 497 orð | 1 mynd

Runólfur Haraldsson

Runólfur Haraldsson fæddist 26. október 1941. Hann lést 28. maí 2022. Útför fór fram 4. júní 2022. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 1764 orð | 1 mynd

Signý Halldórsdóttir

Signý Halldórsdóttir fæddist á Reyni í Mýrdal 15. sept. 1932. Hún lést á Landspítala Landakoti 28. maí 2022. Foreldrar hennar voru Katrín Sigurðardóttir, f. 1906, d. 1998 og Halldór Sölvason kennari, f. 1897, d. 1971. Systur Signýjar eru: Ingiríður, f. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2022 | Minningargreinar | 2794 orð | 1 mynd

Sigurður Oddsson

Sigurður Oddsson fæddist á Ísafirði 13. september 1944. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 4. júní 2022. Foreldrar Sigurðar voru Oddur Oddsson, bakari, f. 10.04. 1913, d. 18.10. 1998, og Sigrún Árnadóttir, húsfreyja, f. 15.11.1914, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. júní 2022 | Viðskiptafréttir | 83 orð

DK hugbúnaður hagnast

Hagnaður samstæðu DK hugbúnaðar nam á síðasta ári 264,3 milljónum króna og jókst um tæpar 50 milljónir króna á milli ára. Tekjur félagsins námu á árinu um 1.960 milljónum króna og jukust um tæpar 300 milljónir. Meira
21. júní 2022 | Viðskiptafréttir | 332 orð | 1 mynd

Gengi krónunnar komið á sama stað og fyrir faraldurinn

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Íslenska krónan hefur styrkst talsvert gagnvart erlendum gjaldmiðlum á undanförnum misserum. Frá því í mars hefur krónan styrkst um tæp fjögur prósent sem má m.a. rekja til meiri aðsóknar ferðamanna til landsins. Meira

Fastir þættir

21. júní 2022 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 Rfd7 8. Be3 Rb6 9. Db3 Rc6 10. 0-0-0 a5 11. d5 a4 12. Da3 Re5 13. Rxe5 Bxe5 14. Rb5 Bd7 15. f4 Bg7 16. Dc5 Bg4 17. Hd2 a3 18. b3 Rd7 19. Dc4 c6 20. dxc6 bxc6 21. Rd4 Hc8 22. h3 c5 23. Meira
21. júní 2022 | Fastir þættir | 166 orð

Á sjó. S-AV Norður &spade;Á75 &heart;D1085 ⋄Á982 &klubs;85 Vestur...

Á sjó. S-AV Norður &spade;Á75 &heart;D1085 ⋄Á982 &klubs;85 Vestur Austur &spade;8642 &spade;K &heart;KG32 &heart;Á964 ⋄643 ⋄KDG75 &klubs;K4 &klubs;G103 Suður &spade;DG1093 &heart;7 ⋄10 &klubs;ÁD9762 Suður spilar 4&spade;. Meira
21. júní 2022 | Árnað heilla | 123 orð | 1 mynd

Guðrún Gísladóttir

50 ára Guðrún er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur verið eigandi líkamsræktarstöðva í heimabænum undanfarin 20 ár, ásamt því að kenna bogfimi, en sagði nýverið upp störfum og flytur til Spánar í haust. „Þetta er mjög spennandi. Meira
21. júní 2022 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Þórey Helga Árnadóttir fæddist 14. september 2021 kl...

Hafnarfjörður Þórey Helga Árnadóttir fæddist 14. september 2021 kl. 22.45. Hún vó 3.650 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Árni Ólafur Árnason og Lára Sif Sigurjónsdóttir... Meira
21. júní 2022 | Í dag | 62 orð

Málið

Um orðið bitastæður segir Mergur málsins: sem er svo stórt (feitt) að tönn („biti“) festir á , sem hægt er að bíta í. (Þó sé til dæmi þar sem burðarbitikomi e.t.v. við sögu. Meira
21. júní 2022 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

Myndaði ómetanleg sambönd í Idolinu

Tónlistarmaðurinn Jón Sigurðsson, sem stundum hefur verið kallaður 500-kallinn, rifjaði upp tímana þegar hann tók þátt í fyrstu þáttaröðinni af Idol stjörnuleit, í viðtali við Helgarútgáfuna á K100 á laugardag, í tilefni af því að Idolið snýr aftur í... Meira
21. júní 2022 | Í dag | 791 orð | 4 myndir

Ógleymanlegar minningar

Inga Jónína Backman fæddist 21. júní 1947 á Akranesi og ólst þar upp en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur eftir að Inga tók unglingsprófið. Hún gekk í Vogaskóla og seinna í enskuskóla til Englands. Meira
21. júní 2022 | Í dag | 241 orð

Tvær hringhendur og fleira gott

Ingólfur Ómar sendi mér góðan póst: „Heill og sæll Halldór. Hringhendan er alltaf skemmtilegur bragháttur og því datt mér í hug að lauma að þér tveimur hringhendum“: Funa kyndir bragabáls burtu hrindir trega. Meira
21. júní 2022 | Í dag | 67 orð | 3 myndir

Það er ekki til neitt „norm“

Sara Rós Kristinsdóttir uppgötvaði á fullorðinsárum að hún væri einhverf og með ADHD en hún á tvo drengi með sömu greiningu. Meira

Íþróttir

21. júní 2022 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Besta deild karla Fram – ÍBV 3:3 Breiðablik – KA 4:1...

Besta deild karla Fram – ÍBV 3:3 Breiðablik – KA 4:1 Stjarnan – KR 1:1 Staðan: Breiðablik 1090131:1227 Stjarnan 1054120:1319 Víkingur R. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 760 orð | 1 mynd

Breiðablik svaraði með stæl

Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik er komið með átta stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir sannfærandi 4:1-sigur á KA á heimavelli sínum í gærkvöldi. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Einn allra skemmtilegasti tími íslenska fótboltasumarsins hefst á...

Einn allra skemmtilegasti tími íslenska fótboltasumarsins hefst á morgun. Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta þá Levadia Tallinn í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Fyrsta heimsmetið á HM

Ítalski sundmaðurinn Thomas Ceccon sló heimsmet í 100 metra baksundi í karlaflokki á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í sundi í Búdapest í gær. Hann synti vegalengdina á 51,60 sekúndum. Hann bætti met Bandaríkjamannsins Ryans Murphys um 0,25... Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 572 orð | 1 mynd

Góð tilbreyting í fótboltalífið

Meistaradeildin Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Mér líst hrikalega vel á þetta. Það er gaman að fá smá tilbreytingu í fótboltalífið og mæta erlendu liði. Það er geggjað. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 255 orð | 2 myndir

*Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson hefur gert tveggja ára...

*Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson hefur gert tveggja ára samning við Val. Hann kemur til félaginu frá Elverum í Noregi, þar sem hann varð norskur meistari á síðustu leiktíð. Aron hefur einnig leikið með Alingsås, Stjörnunni og Gróttu. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Hildur í nýtt félag í Hollandi

Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir er orðin leikmaður Fortuna Sittard í Hollandi. Hún kemur til félagsins frá Breiðabliki. Fortuna Sittard er nýtt kvennalið sem leikur sitt fyrsta keppnistímabil í hollensku A-deildinni í haust. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Jasmín best í tíundu umferð

Jasmín Erla Ingadóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta, var besti leikmaður tíundu umferðarinnar að mati Morgunblaðsins. Jasmín skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 4:0-heimasigri á ÍBV í fyrrakvöld og fékk 2 M fyrir frammistöðuna. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Knattspyrna Forkeppni Meistaradeildarinnar Víkingsv.: La Fiorita &ndash...

Knattspyrna Forkeppni Meistaradeildarinnar Víkingsv.: La Fiorita – Inter Escaldes 13 Víkingsv.: Víkingur R. – L. Tallinn 19.30 Besta deildin: Origo-völlurinn: Valur – Leiknir R. 19.15 Akranes: ÍA – FH 19. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 478 orð | 2 myndir

Nýttu tímann til að bæta sig

EM 2022 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og Þýskalandsmeistara Wolfsburg, kveðst afar spennt fyrir því að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti með Íslandi þegar EM 2022 á Englandi hefst í næsta mánuði. Íslenska liðið kom saman í gær og hóf undirbúning sinn fyrir mótið, fimmta Evrópumótið sem kvennaliðið tekur þátt í, með æfingu á Laugardalsvelli. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Snæfríður í 20. sæti á HM

Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 20. sæti af 41 keppanda í 200 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í gærmorgun. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Stefán í sterkustu deild Evrópu

Stefán Númi Stefánsson, atvinnumaður í ruðningi, er kominn í sterkustu deild Evrópu. Hann samdi á dögunum við þýska félagið Potsdam Royals. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Tiana á besta tíma ársins

Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, ein besta spretthlaupakona landsins, náði góðum árangri í 100 metra hlaupi er hún kom þriðja í mark á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn. Hún hljóp á 11,71 sekúndu, sem er hennar besti tími á árinu. Meira
21. júní 2022 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Þrettán mörk í þremur leikjum

Það vantaði ekki fjörið í leikina þrjá sem spilaðir voru í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Alls litu þrettán mörk dagsins ljós í þremur leikjum. Mesta fjörið var á glænýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Meira

Bílablað

21. júní 2022 | Bílablað | 1096 orð | 9 myndir

Bíll fyrir fólk sem kann að njóta lífsins

Á dögunum kom hópur af erlendum blaðamönnum til Íslands í þriggja daga ferð í þeim erindagjörðum að prufukeyra Mercedes-Benz EQE rafbílinn við íslenskar aðstæður. Þótt bíllinn sé mikil lúxuskerra sönnuðu íslenskar aðstæður að EQE er hinn fínasti ferðabíll Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 452 orð | 1 mynd

Gestir lækka ósjálfrátt róminn

Nýr sýningarsalur Polestar er umhverfisvottaður og var sérstaklega hugað að lýsingu, loftgæðum og hljóðvist. Rafmagnið kemur frá sólarsellum sem þekja þakið á Brimborgarhúsinu Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 19 orð | 1 mynd

Hrunið bjó til tíu ára gat

Sum verkstæði eru að reka sig á að þau skortir þekkingu til að gera rétt við nýjustu bílana. Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 10 orð | 1 mynd

Kolféll fyrir Formúlunni

Gunnar Karl Guðmundsson hefur þrettán sinnum fylgst með Formúlu-1-kappakstri. Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 11 orð

» Mercedes-Benz EQE sveif eins og töfrateppi eftir íslenskum þjóðvegum...

» Mercedes-Benz EQE sveif eins og töfrateppi eftir íslenskum þjóðvegum. Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 582 orð | 8 myndir

Monsa og Interlagos í uppáhaldi

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gunnar Karl Guðmundsson þróaði snemma með sér áhuga á bílum enda bróðir Sigurðar Braga Guðmundssonar, fyrrverandi Íslandsmeistara í ralli. Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 12 orð | 1 mynd

Salurinn fær orku frá sólinni

Nýr sýningarsalur Polestar er umhverfisvottaður og hugað var að hverju smáatriði. Meira
21. júní 2022 | Bílablað | 696 orð | 3 myndir

Tíu ára gat í þekkingu og þjálfun

Bílamessa Stillingar var vel sótt og starfsfólk bílaverkstæða áhugasamt um nýjungar Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.