Þrír þingmenn úr röðum Pírata töluðu lengst á nýafstöðu vorþingi, en sem kunnugt er var 152. löggjafarþingi Alþingis frestað í liðinni viku. Björn Leví Gunnarsson talaði mest allra, eða í 1.014 mínútur, sem jafngildir um 17 klukkustundum. Í öðru sæti er félagi hans, Gísli Rafn Ólafsson, með 912 mínútur (15 klst), og Píratinn Andrés Ingi Jónsson skipar þriðja sætið með 793 mínútur (13 klst). Er hér miðað við ræðutíma, ekki athugasemdir þingmanna.
Meira