Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekki er heiglum hent að vinna á jarðýtu, hvað þá í vegagerð á fjöllum uppi í misjöfnu veðri, en það hefur Gísli Heiðmar Ingvarsson, bóndi í Dölum 1 í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, gert í um 66 ár. Hann verður 82 ára í sumar og er enn að. „Ég hef verið viðflæktur jarðýtu síðan ég var 16 ára,“ áréttar hann. „Gísli er goðsögn á Héraði,“ útskýrir Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku.
Meira