Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarinn nær áratug hefur Júlíus Ágúst Guðmundsson, sölumaður hjá lagnaversluninni Vatni og veitum, varið frítímanum í tréútskurð. „Ég sker aðallega út ýmsar fígúrur, álfa, jólasveina og sjómenn,“ segir hann. „Áður gekk ég á fjöll en tréskurðurinn hefur tekið yfir.“
Meira