Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is N1 Rafmagn ehf. var með lægsta tilboðið í raforkukaup fyrir allar stofnanir og götulýsingu Reykjavíkurborgar, en tilboðin voru birt á vef borgarinnar á dögunum. N1 bauð 5,65 krónur á hverja kílóvattsstund fyrir almenna notkun en 5,35 krónur fyrir götulýsingu. Það þýðir að N1 er tilbúið að veita þjónustuna fyrir samtals 257,5 milljónir króna á ári, en samið er til þriggja ára.
Meira