Tilkynnt var í lok vikunnar að Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði veikst af afbrigði veirunnar vondu, sem er farin að minna mest á óvelkominn gest sem þekkir illa sinn vitjunartíma. Biden var sagt að halda sig heima, þ.e. á efri hæð vinnustaðarins. Hann er „fullbólusettur“ og tvíbólusettur að auki. Nú, þegar hann er búinn að fá veiruna og sennilega í annað sinn, þá ætti að vera orðið óhætt að bólusetja hann í fimmta sinn.
Meira