Greinar þriðjudaginn 26. júlí 2022

Fréttir

26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 118 orð

Átta þúsund pakkar væntanlegir

Astmalyfið Ventoline er loksins væntanlegt til landsins í dag en það hefur ekki verið fáanlegt í apótekum í rúma viku, eða frá 15. júlí. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

ÁTVR hvetur fólk til að versla snemma

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í vínbúðunum. Í fyrra seldust um 814 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og rúmlega 142 þúsund viðskiptavinir komu í vínbúðirnar. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 114 orð

„Mjög erfitt“ ástand fyrirsjáanlegt

„Það er gríðarlega mikið álag og það má búast við að svo verði áfram næstu vikur,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, um stöðuna á bráðamóttökunni. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 482 orð | 3 myndir

Bílar yfirgefa brátt Hlemm

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Strax eftir verslunarmannahelgina verður hafist handa við að breyta hluta Laugavegar, frá Hlemmi að Snorrabraut. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 685 orð | 3 myndir

Borgfirðingabók komist í bréfalúgu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef gluggað er í ritið góða, svolítið aftur í tímann, trúi ég að lesendur fái nokkuð mynd af því sem gerst hefur í héraðinu og fái jafnframt nokkra mynd af sögu svæðisins. Meira
26. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Bretar halda Eurovision vorið 2023

Bretar munu hýsa Eurovision-söngvakeppnina að ári eftir að EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, úrskurðuðu í gær að keppnina væri ótækt að halda í ríki sem ætti í stríði. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Drangeyjarsunds Erlings minnst

Minningarskjöldur um Drangeyjarsund Erlings Pálssonar (1895-1966), sundkappa og yfirlögregluþjóns, var afhjúpaður við smábátahöfnina á Sauðárkróki 23. júlí. Minnisvarðinn stendur nálægt bryggju Drangeyjarferjunnar. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Ekki fleiri andlát á einni viku í fimm ár

Alls létust 78 einstaklingar dagana 28. febrúar til 6. mars á þessu ári en það er hæsta tíðni andláta í einni viku sem skráð hefur verið hér á landi á tímabilinu 2017 til 2022. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 553 orð | 2 myndir

Evrópskir eldmaurar nema hér land

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Evrópskir eldmaurar (Myrmica rubra) eru sestir að á Íslandi. Marco Mancini, Andreas Guðmundsson Gähwiller og Arnar Pálsson skrifa ritrýnda grein um eldmaurana í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins. Þeir stofnuðu svonefnt mauragengi sem heldur úti vefsetrinu maurar.hi.is. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Guðrún Valdimarsdóttir

Guðrún Valdimarsdóttir húsfreyja lést í fyrradag, 102 ára að aldri. Hún fæddist 12. mars 1920 í Brunahvammi í Vopnafirði. Foreldrar Guðrúnar voru Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla skáldkona) frá Krossavík og Pétur Valdimar Jóhannesson frá Syðri-Vík. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Hákon Pálsson

Skellt á skeið Ýmis afþreying sem ferðamönnum stendur til boða á Íslandi er ekki háð því að sólin skíni í heiði eða að þurrt sé í veðri. Undir það flokkast að þeysa á sæþotum í... Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Heilbrigðisstofnanir geti sætt refsiábyrgð

Heilbrigðisráðuneytið segir áformað að festa í sérlög ákvæði um uppsafnaða og hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana, enda þyki ljóst að ákvæði hegningarlaga um refsiábyrgð lögaðila eigi ekki nægilega vel við um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Hólasandslína tryggi stöðugleika

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er í framkvæmdum við Hólasandslínu 3 frá Hólasandi til Akureyrar. Línan skiptist í 62 kílómetra langa loftlínu og jarðstrengi sem eru alls 10 kílómetrar. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Íslendingar leggja land undir fót

Landsmenn eru margir hverjir á faraldsfæti og var talsverð umferð í Kollafirðinum þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Gera má ráð fyrir því að einungis bæti í umferðina nú þegar verslunarmannahelgin nálgast. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Íslenska í Öræfasveit

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 30 manns, fólk af erlendum uppruna sem starfar í Öræfasveit, hafa að undanförnu mætt í íslenskuþjálfun sem Sigrún Sigurgeirsdóttir á Fagurhólsmýri þar í sveit stendur að. Þjálfun hófst nú í júlíbyrjun og síðan þá hefur fólk hist tvisvar í viku á Hótel Skaftafelli í Freysnesi. Þar eru teknar talæfingar með einföldum, íslenskum setningum. Miðast fræðsla þessi þá við orð sem oft fljúga í ferðaþjónustustörfum þátttakenda. Fjöldasöngur með íslenskum alþýðulögum þykir gefa góða raun í þjálfun þessari. Meira
26. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Mörg hundruð farendur í sjávarháska á Miðjarðarhafi

Björgunarbátur á vegum hjálparsamtakanna Sea Watch nálgast gúmmífleka með 120 farendum (e. migrants) langt úti á Miðjarðarhafi á laugardaginn en skip samtakanna, Sea-Watch 3, stóð í ströngu um helgina og bjargaði 444 farendum í neyð á einum sólarhring. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Núverandi fyrirkomulag geri starfsfólk óöruggt

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Heilbrigðisráðuneytið áformar að festa í sérlög ákvæði um uppsafnaða og hlutlæga refsiábyrgð. Meira
26. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Rússar skrúfa fyrir kranann

Um tíu prósenta hækkun gasverðs í Evrópu í gær fylgdi í kjölfar tilkynningar rússneska gasrisans Gazprom um að frá og með morgundeginum, miðvikudegi, yrðu gasflutningar um Nord Stream 1-leiðsluna helmingurinn af því sem nú er. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Smitmáli ferðamanns í Ischgl vísað til baka

Yfirdómur í Vín hefur ógilt úrskurð á neðsta dómstigi í Austurríki, þar sem vísað var frá skaðabótakröfu þýsks ferðamanns, sem smitaðist af kórónuveirunni á ferðalagi í skíðabænum Ischgl í mars árið 2020. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sprengju hótað en ekkert óeðlilegt fannst

Airbus-flugvél þýska flugfélagsins Condor, sem var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum, var snúið við til Keflavíkurflugvallar vegna sprengjuhótunar síðdegis í gær. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 426 orð | 2 myndir

Styrkja innviðina á Laugarvatni

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Laugarvatn er staður sem á mikið inni. Þar viljum við hins vegar breyta áherslum og styrkja þarf innviði með öryggismál að leiðarljósi,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Stökk ofan í ána til að bjarga syni sínum

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Maðurinn sem lést í fyrradag í Brúará fór í ána til að bjarga syni sínum sem hafði fallið ofan í ána. Lögreglan á Suðurlandi staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Útsýnispallurinn á Bolafjalli opnaður fyrir almenna umferð

Útsýnispallurinn á Bolafjalli hefur verið opnaður fyrir almenna umferð. Fjallið er 638 metra hátt, við Bolungarvík á Vestfjörðum. Baldur Smári Einarsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvíkurkaupstað, segir að ferðalangar geti nú farið á pallinn. Meira
26. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 600 orð | 3 myndir

Vinir og bandamenn Rússa fá bakþanka

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Margt hefur farið öðruvísi en Vladímír Pútín alvaldur í Rússlandi ætlaði sér þegar hann lagði á ráðin um innrásina í Úkraínu. Skjótt kom í ljós að rússneski herinn var alls ekki jafnöflugur og vígfimur og flestir töldu, Pútín efaði greinilega að ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) sýndu mikla samstöðu og hann átti örugglega ekki von á því að Finnar og Svíar myndu kasta hlutleysinu og sækja umsvifalaust um aðild að NATO, beinlínis vegna innrásar hans í Úkraínu. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Virtu fyrir sér steinskipið á Fagradalsheiði

Hestamenn virtu fyrir sér steinskipið á Fagradalsheiði í gær. Ekki hafa enn fundist óyggjandi skýringar á tilurð eða tilgangi bátlaga steinsins, sem bóndinn í Fagradal í Mýrdal fann að nýju í Dalahrauni á landi jarðarinnar síðasta sumar. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Víkingur kynnir efni nýrrar plötu

Víkingur Heiðar Ólafsson kynnti efni væntanlegrar plötu á Facebook-síðu sinni um helgina, ásamt því að deila fyrstu smáskífunni. Platan, sem kemur út hjá Deutsche Grammophon 7. október, ber yfirskriftina From Afar. Meira
26. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 236 orð

Þrír látnir í árás í Kanada

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Árásarmaður var skotinn til bana eftir nokkrar skotárásir í miðborg Langley, borgar skammt suðaustur af Vancouver í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun að þarlendum tíma. Meira
26. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Þrýstingur eykst í Bárðarbungu

Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is „Þetta er sumsé aðalmerkið um að þrýstingur sé að aukast undir Bárðarbungu,“ sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, í samtali við Morgunblaðið í gær um kröftuga jarðskjálfta sem mældust undir Bárðarbungu í fyrradag. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 2022 | Leiðarar | 378 orð

Forysta fer á taugum

Brussel óttast að fylgi Róm Bretum út verði Þýskaland næst. Veðbankar kaupa það ekki enn en hnusa af því Meira
26. júlí 2022 | Leiðarar | 243 orð

Nægir samkomulagið?

Reykjavík verður að gerbreyta um stefnu eigi samkomulag um íbúðauppbyggingu að leysa vandann Meira
26. júlí 2022 | Staksteinar | 211 orð | 1 mynd

Samkeppnisstaða sjávarútvegsins

Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar á mbl.is pistil um ríkisstyrktan sjávarútveg Evrópusambandsins. Hann bendir á að beinir rekstrarstyrkir séu ekki til staðar fyrir sjávarútveginn hér á landi, því að hann sé sjálfbær: „Skiptir litlu þó ýmis áföll dynji á sjávarútveginum, nú síðast loðnuleysi í tvö ár, kóvidfaraldur og stríð í Úkraínu. Aldrei fær sjávarútvegurinn styrki vegna rekstrar síns. Meira

Menning

26. júlí 2022 | Tónlist | 176 orð | 1 mynd

Adele loks í Las Vegas í nóvember

Breska tónlistarkonan Adele staðfesti á Instagram-síðu sinni í gær að tónleikaröð hennar í Las Vegas í Bandaríkjunum geti loks hafist í nóvember, ellefu mánuðum eftir að röðin átti upphaflega að hefjast. Meira
26. júlí 2022 | Kvikmyndir | 299 orð | 5 myndir

Avengers snúa aftur

Teiknimyndahátíðin Comic-Con International var haldin í San Diego í Bandaríkjunum um helgina. Þar var hulunni svipt af fjölda kvikmynda, sem byggjast á teiknimyndum, og eru væntanlegar á næstu misserum. Meira
26. júlí 2022 | Kvikmyndir | 258 orð | 1 mynd

Bob Rafelson látinn, 89 ára að aldri

Bandaríski leikstjórinn Bob Rafelson er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Aspen um helgina í faðmi fjölskyldunnar. Banamein hans var lungnakrabbamein. Meira
26. júlí 2022 | Tónlist | 262 orð | 1 mynd

Capaldi segist of latur fyrir nýja plötu

Skoski tónlistarmaðurinn, Lewis Capaldi, kom fram á bresku Latitude-tónlistarhátíðinni um helgina og bað þar aðdáendur sína afsökunar á því að vera of latur til að vinna að nýrri plötu. „Ég er ekki með neina nýja tónlist fyrir ykkur. Meira
26. júlí 2022 | Bókmenntir | 183 orð | 1 mynd

Leikritin seld fyrir 328 milljónir króna

Svonefnt First Folio-eintak af leikritum Williams Shakespeares var nýverið selt á uppboði hjá Sotheby's í New York fyrir 2,4 milljónir dala, sem samsvarar rúmlega 328 milljónum íslenskra króna. Meira
26. júlí 2022 | Kvikmyndir | 130 orð | 1 mynd

Margot Robbie í lokaþætti Nágranna

Ástralska leikkonan Margot Robbie hefur staðfest að hún taki þátt í sérstökum lokaþætti Nágranna sem fer í loftið á föstudag. Robbie fór með hlutverk Donnu Freedman í þáttunum 2008-2011, áður en hún freistaði gæfunnar í Hollywood með góðum árangri. Meira
26. júlí 2022 | Kvikmyndir | 204 orð | 1 mynd

Skemmti fram í rauðan dauðann

De fantastiske fire nefnist vönduð þáttaröð frá 2013 sem sýnd er á DR 2 um þessar mundir. Í þáttunum er farið yfir feril fjögurra danskra gamanleikara sem báru af á sínum tíma. Þetta eru þeir Kjeld Petersen, Dirch Passer, Jørgen Ryg og Preben Kaas. Meira
26. júlí 2022 | Tónlist | 440 orð | 1 mynd

Tengja saman listgreinar

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tónskáldið Lilja María Ásmundsdóttir og portúgalski dansarinn Inês Zinho Pinheiro frumflytja sviðsverk sitt, Internal Human , í Hörpu í kvöld, 26. júlí kl. Meira

Umræðan

26. júlí 2022 | Pistlar | 338 orð | 1 mynd

Einfaldara regluverk, ódýrari íbúðir

Í nýlegum niðurstöðum starfshóps á vegum ríkisins um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, sem fulltrúar ríkisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og hagsmunasamtaka komu að, eru margar áhugaverðar hugmyndir um hvernig þessir aðilar geti unnið saman að... Meira
26. júlí 2022 | Aðsent efni | 774 orð | 1 mynd

Læknarnir okkar

Eftir Reyni Arngrímsson: "Í málum þar sem reynt hefur á kjarasamningsréttindi lækna sem starfa áfram eftir sjötugt hjá ríkinu hafa dómar ekki fallið læknum í vil." Meira

Minningargreinar

26. júlí 2022 | Minningargreinar | 389 orð | 1 mynd

Arnlaugur Kristján Samúelsson

Arnlaugur Kristján Samúelsson fæddist 12. desember 1957. Hann lést 10. júlí 2022. Útför Arnlaugs fór fram 19. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 269 orð | 1 mynd

Árni Stefán Norðfjörð

Árni Stefán Norðfjörð fæddist 1. febrúar 1932. Hann lést 21. júní 2022. Útför Árna fór fram 1. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 362 orð | 1 mynd

Guðrún María Vigfúsdóttir

Guðrún María Vigfúsdóttir fæddist 9. október 1935. Hún lést 29. júní 2022. Útförin fór fram 14. júlí 2022 Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

Gyða Þórarinsdóttir

Gyða Þórarinsdóttir fæddist 28. apríl 1935. Hún lést 1. júlí 2022. Útför Gyðu fór fram 18. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 1478 orð | 1 mynd

Halldóra Lára Svavarsdóttir

Halldóra Lára Svavarsdóttir fæddist á Akranesi 8. apríl 1963. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans, 13. júlí 2022. Hún var dóttir Ragnhildar Steinunnar Halldórsdóttur, f. 26. júní 1935, d. 19. janúar 2008 og Svavars Einarssonar, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd

Hreinn Einarsson

Hreinn Einarsson fæddist 19. ágúst 1945. Hreinn lést 3. júlí 2022. Útför Hreins fór fram 13. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 2214 orð | 1 mynd

Jón Þórðarson

Jón Þórðarson fæddist á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi 22. febrúar 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 13. júlí 2022. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson, f. 1893, d. 1985, og Kolfinna Jóhannesdóttir, f. 1905, d. 1991. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 2187 orð | 1 mynd

Kristbjörn Albertsson

Kristbjörn Albertsson fæddist 8. ágúst 1944 í Reykjavík. Hann lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 18. júlí 2022. Foreldrar hans voru Jóhannes Albert Kristjánsson, f. 20.12. 1898, d. 6.6. 1971, og Viktoría Guðrún Guðmundsdóttir, f. 7.10. 1916, d. 18.4. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 525 orð | 1 mynd

Margrét Anna Þórðardóttir

Margrét Anna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Laugarási 16. júlí 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Einarsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 12. júní 1909, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 447 orð | 1 mynd

Margrét S. Guðmundsdóttir

Margrét S. Guðmundsdóttir fæddist 19. maí 1946. Hún lést 7. júlí 2022. Útför Margrétar fór fram 19. júlí 2022 Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 1389 orð | 1 mynd

María Sigurðardóttir

María Sigurðardóttir fæddist 25. september 1951 í Reykjavík. Hún lést 6. júlí 2022 á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Þorleifsdóttir, verslunarstjóri og póststarfsmaður, f. 1. desember 1924, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 708 orð | 1 mynd

Soffía Einarsdóttir

Soffía Einarsdóttir fæddist á Þingeyri 29. mars 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 11. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Símonardóttir, f. 1906, d. 1992, og Sigurður Einar Einarsson, f. 1906, d. 1963. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 2282 orð | 1 mynd

Telma Kjartansdóttir

Telma Kjartansdóttir fæddist 5. júní 1977 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Guðrún Dóra Petersen, kennari, f. 26.12. 1949, d. 6.11. 2013, og Kjartan Magnússon, læknir, f. 7.9. 1949. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 815 orð | 1 mynd

Valgerður Karlsdóttir

Valgerður Karlsdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 23. mars 1941. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 11. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Ásta Guðríður Hallsdóttir, f. 1902, d. 1963, og Karl Pétur Jóhannsson, f. 1893, d. 1968. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2022 | Minningargreinar | 1032 orð | 1 mynd

Þórir Ólafsson

Þórir Ólafsson fæddist 27. janúar 1936. Hann lést 4. júlí 2022. Útför Þóris fór fram 12. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 238 orð | 2 myndir

Gavia Invest stærsti hluthafi Sýnar

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Fjárfestingafélagið Gavia Invest ehf. festi kaup á 14,95% hlut í Sýn í gær, á genginu 64 krónur, sem var 9,4% hærra en gengið á föstudag, þegar það stóð í 58,5 krónum. Meira
26. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 551 orð | 3 myndir

Sveiflast í takt við væntingar

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Árið hefur aldeilis ekki verið tíðindalaust og undanfarnir mánuðir einkennst af sveiflum á mörkuðum og inngripum seðlabanka og ríkisstjórna um heim allan. Meira

Fastir þættir

26. júlí 2022 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. e3 d5 4. Rc3 a6 5. b3 Bd6 6. Bb2 b6 7. cxd5 exd5...

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. e3 d5 4. Rc3 a6 5. b3 Bd6 6. Bb2 b6 7. cxd5 exd5 8. d4 0-0 9. Bd3 Bb7 10. 0-0 Rbd7 11. Re2 De7 12. a4 Re4 13. Dc1 Hac8 14. Ba3 c5 15. Db1 Hfd8 16. Rg3 g6 17. dxc5 bxc5 18. Bxe4 dxe4 19. Rd2 Bxg3 20. hxg3 Re5 21. Dc2 Rd3 22. Meira
26. júlí 2022 | Árnað heilla | 615 orð | 4 myndir

Aldrei gert bara eitt í einu

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir er fædd 26. júlí 1972. „Ég er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, þó svo ég hafi ekki fæðst á Sólvangi og geti því samkvæmt sumum skilgreiningum ekki kallað mig Gaflara. Meira
26. júlí 2022 | Í dag | 123 orð | 1 mynd

Langþráðir tónleikar Adele í Las Vegas

Söngkonan Adele kynnti nýjar dagsetningar á langþráðri tónleikaröð sinni í Las Vegas á Instagram í gær. Í byrjun árs þurfti Adele að slá tónleikaröðinni á frest vegna heimsfaraldursins, aðeins degi áður en fyrstu tónleikarnir áttu að hefjast. Meira
26. júlí 2022 | Í dag | 61 orð

Málið

Að ósynju merkir m.a. að ástæðulausu , að þarflausu , að tilefnislausu. Gjarnan haft með ekki : „Það var ekki að ósynju sem ég bað nærstadda að henda til mín bjarghring þegar ég datt í höfnina forðum. Meira
26. júlí 2022 | Árnað heilla | 212 orð | 1 mynd

Óðinn Örn Jóhannsson

50 ára Óðinn ólst upp í Breiðholti en býr á Áshömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hann er búfræðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og búfræðingur og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Hann er einnig alþjóðlegur kynbótadómari hrossa. Meira
26. júlí 2022 | Í dag | 261 orð

Tilgangsleysi eða hvað?

Dag skal að kveldi lofa Jón Ingvar Jónsson yrkir á Boðnarmiði og kallar Weltschmerz: Magnað vart get mína raust, mæðst né þjáðst og kvartað því að talsvert tilgangslaust tifar í mér hjartað. Meira

Íþróttir

26. júlí 2022 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

Besta deild karla KR – Valur 3:3 ÍA – Fram 0:4 Staðan...

Besta deild karla KR – Valur 3:3 ÍA – Fram 0:4 Staðan: Breiðablik 14112138:1435 Víkingur R. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 497 orð | 2 myndir

Fram kvaddi fallslaginn

Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Framarar sögðu skilið við fallbaráttuna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld með sannfærandi sigri á Skagamönnum á Akranesi, 4:0. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Grafarvogur: Fjölnir &ndash...

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Grafarvogur: Fjölnir – Fylkir 18.30 Selfoss: Selfoss – Afturelding 19.15 KR-völlur: KV – Kórdrengir 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Grindavík: Grindavík – Víkingur R 19. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Lánuð aftur til Breiðabliks

Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er komin aftur til Breiðabliks á lánssamningi frá Häcken í Svíþjóð. Hún fór frá Breiðabliki til Häcken síðasta vetur og á tvö ár eftir af samningi sínum þar þegar þessu tímabili lýkur. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Lesandi góður . Líttu á stöðutöfluna í Bestu deild karla hér vinstra...

Lesandi góður . Líttu á stöðutöfluna í Bestu deild karla hér vinstra megin á opnunni, án þess að lesa lengra í þessum pistli. Það væri gaman að vita hvort þú sæir það sama og ég. Haltu svo áfram lestrinum. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 1228 orð | 2 myndir

Meira rýnt í smáatriðin fyrir Evrópuleikina

Evrópukeppni Ísak Gabríel Regal isak@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta velsku meisturunum, The New Saints, í seinni leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í Oswestry á Englandi í kvöld. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 20 orð | 1 mynd

Ólympíumót æskunnar U17 karla, leikið í Slóveníu: Ísland – Króatía...

Ólympíumót æskunnar U17 karla, leikið í Slóveníu: Ísland – Króatía 35:26 *Ísland mætir Danmörku í dag og Spáni á... Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Selfyssingur í mark Arsenal

Kaylan Marckese, bandaríski knattspyrnumarkvörðurinn sem varði mark Selfyssinga fyrir tveimur árum, er komin til liðs við enska stórliðið Arsenal. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Síðasti dagur félagaskiptanna

Í kvöld verður félagaskiptaglugganum í íslenska fótboltanum lokað og því má reikna með því að talsvert verði um tilfærslur á milli liða og að nýir erlendir leikmenn komi til liðs við íslensku félögin í dag. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Stígur frá Víkingi til Benfica

Stígur Diljan Þórðarson, sextán ára knattspyrnumaður úr Víkingi, hefur skrifað undir samning við portúgalska stórliðið Benfica, sem kaupir hann af Íslands- og bikarmeisturunum. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Tryggvi samdi við Sävehof

Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson er farinn frá Selfyssingum til sænska úrvalsdeildarfélagsins Sävehof en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Sävehof varð sænskur deildarmeistari í vetur en féll út í undanúrslitunum um meistaratitilinn. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

Tvö heimsmet á lokadegi HM

Svíinn Armand Duplantis og hin nígeríska Tobi Amusan settu bæði heimsmet á síðasta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum sem lauk í Eugene í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Meira
26. júlí 2022 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

Undanúrslit í kvöld: England – Svíþjóð 19.00 Undanúrslit annað...

Undanúrslit í kvöld: England – Svíþjóð 19.00 Undanúrslit annað kvöld: Þýskaland – Frakkland 19.00 Úrslitaleikur á sunnudag: Sigurliðin tvö 16. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.