Logi Sigurðarson logis@mbl.is Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 900 þúsund í júní, eða fleiri en í júní metárið 2018. Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, FHG, segir þéttbókað í sumar en herbergi séu laus í september. „Þetta er eins og hjá Bubba, þegar hann er með sýningu í Borgarleikhúsinu; það selst upp. Eins og eðlilegt er, ef menn eru í þessum bransa á fullu, þá er orðið mjög vel bókað fyrir júlí og ágúst,“ segir hann léttur. Það stefni í að sumrinu í ár svipi til sumarsins 2019.
Meira