Baksvið Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, hefur ekki tapað leik á Evrópumóti á sínum fimm ára ferli sem landsliðsþjálfari. Englendingar urðu, líkt og mörgum er kunnugt, Evrópumeistarar á sunnudaginn eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Þjóðverjum. Margir hafa beint sviðsljósinu að Wiegman, enda hefur enska liðið náð gríðarlegum árangri eftir að hún tók við sem þjálfari í fyrra. Áður þjálfaði hún landslið heimalands síns; Hollands.
Meira