Bestur í júlí Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Það er algjör paradís að vera hér, eins og yfirleitt alltaf. Það er samt auðvitað sérstaklega gaman þegar gengur svona vel. Við erum í góðum takti, þessi hópur er mjög samstilltur og við erum allir góðir vinir,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið. Eins og greint er frá neðar á síðunni var Höskuldur besti leikmaður júní- og júlímánaðar í Bestu deildinni, að mati Morgunblaðsins.
Meira