Greinar miðvikudaginn 10. ágúst 2022

Fréttir

10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

100 rampar komnir og 900 eftir

Aron Freyr Jónsson klippti á borða fyrir utan Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og vígði þar með hundraðasta rampinn í verkefninu Römpum upp Ísland. Rampurinn var sá hundraðasti til að vera formlega tekinn í notkun, með athöfn klukkan tvö í gær. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

132% munur á hæstu og lægstu

Í ljós hefur komið að 132% munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat hjá 20 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

35 milljónir safnast í áheitum

35 milljónir hafa safnast í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem fer fram á laugardaginn í næstu viku. Hátt í 1.000 manns hafa skráð sig í maraþonvegalengdina í Reykjavíkurmaraþoninu og eru um 80% þeirra erlendir keppendur. Meira
10. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

„Ótilkynnt innrás“ á heimili Donalds Trumps

Bandaríska alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneyti landsins hafa ekki tjáð sig um húsleit á heimili Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta í fyrradag. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 672 orð | 2 myndir

Bjarni bjartsýnn þrátt fyrir blikur

Dagmál Andrés Magnússon andres@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á hag Íslendinga, þrátt fyrir að blikur séu á efnahagshimni heimsins. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Bjóða út svæði á besta stað í Leifsstöð

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Isavia hefur sett af stað útboð á rekstri þriggja veitingastaða í Leifsstöð. Þetta er annað útboðið af þremur á veitingarýmum í flugstöðinni en eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er fyrir höndum nær alger endurnýjun á veitingarekstri þar á næstu misserum. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Hlaupari Nirbhasa Magee, Reykvíkingur sem er upprunalega frá Írlandi, hljóp hring eftir hring í kringum Tjörnina tvo daga í röð, frá sex að morgni til miðnættis, til að búa sig undir lengsta hlaup heims, sem hann mun þreyta í fimmta sinn í september. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Eiríkur Guðmundsson

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn, 52 ára að aldri. Eiríkur fæddist 28. september 1969 í Bolungarvík, sonur hjónanna Guðmundar Sigmundssonar stærðfræðings og Guðfinnu Elísabetar Benjamínsdóttur ljósmóður. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Fá ekki að stinga á mávaegg

Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, að bregðast við neikvæðri umsögn Náttúrufræðistofnunar, þar sem bæjaryfirvöldum var meinað að stinga á egg sílamáva til að draga úr fjölgun þeirra í Sjálandi í Garðabæ. Meira
10. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Funduðu um ógnina frá Norður-Kóreu

Utanríkisráðherrar Kína og Suður-Kóreu funduðu í suðurkóresku höfuðborginni Seúl í gær. Ræddu ráðherrarnir, Wang Yi frá Kína og Park Jin frá Suður-Kóreu, leiðir til að koma viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreumanna á rekspöl á nýjan leik. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Geta sektað á grundvelli lögreglulaga

Veronika Steinunn Magnúsdóttir Hólmfríður María Ragnhildardóttir Ákvörðun, þess efnis að banna börnum undir 12 ára að koma að gossvæðinu, er matskennd en henni verður framfylgt, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Heilsugæslan rekin á hálfum mannafla

Nú eru 160 sérfræðingar í heimilislækningum starfandi á landinu og ekki allir í fullu starfi. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Hópuppsögn Sjúkratrygginga Íslands var ólögleg

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki farið að lögum um hópuppsagnir, þegar fjórtán stjórnendum var sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Þetta kemur fram í áliti hans, sem var birt var í gær. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Karl Olgeirsson á Múlanum

Píanóleikarinn Karl Olgeirsson kemur fram á lokatónleikum sumardagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Krafist friðar með kertafleytingum á fjórum stöðum

Kertafleytingar fóru fram víðs vegar á Íslandi á Nagasakí-daginn í gær, þar sem minnst var fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Japan árið 1945. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Leit eftir manni í sjó

Leitað var að sjósundsmanni við Langasand á Akranesi seint í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 21:37 í gærkvöldi og var komin á vettvang klukkan tíu. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 800 orð | 3 myndir

Læknar að kikna undan álaginu

Viðtal Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Sigur og tap í lokaumferðinni

Íslenska sveitin í opnum flokki á ólympíuskákmótinu í Chennai á Indlandi vann Búlgaríu, 2½-1½, í lokaumferð mótsins í gær. Liðið endaði í 25.-42. sæti ef miðað er við vinninga en í 40. sæti þegar stig voru reiknuð út og endaði m.a. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 286 orð | 3 myndir

Sítrónutertan og éclair vinsælasta góðgætið

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Aurore Pélier Cady opnaði á dögunum fyrstu frönsku sætabrauðsverslunina á Íslandi. Er hún til húsa á Bergstaðastræti 14 í Reykjavík. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Skattskráin lögð fram í næstu viku

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Álagningarskrá einstaklinga verður lögð fram miðvikudaginn 17. ágúst næstkomandi og liggur frammi í 15 daga, til og með 31. ágúst. Kærufrestur vegna álagningarinnar rennur út 31. ágúst nk. Álagningarskráin liggur frammi á starfsstöðvum Ríkisskattstjóra þessa daga, almenningi til sýnis. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Sperrileggir hlaupa í maraþoninu

Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Hlaupahópurinn Sperrileggir – vinir Guðrúnar Birnu, hefur safnað yfir hálfri milljón fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 628 orð | 2 myndir

Stærsti samningur ÍSOR erlendis

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, hafa gengið frá samningi við eitt stærsta olíufyrirtæki Indlands, ONGC, vegna undirbúnings jarðvarmavirkjunar í Puga-dal í Ladakh í Kasmírhéraði Indlands. Meira
10. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Systur beittu 99 ára móður sína ofbeldi

Systur á áttræðisaldri í Hedmarken í Noregi eru grunaðar um að hafa veist að 99 ára gamalli móður sinni með ofbeldi. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 182 orð

Söluferlið á Mílu í pattstöðu

Franska fjárfestingafélagið Ardian íhugar það nú alvarlega að hætta við kaupin á Mílu, dótturfélagi Símans. Svo virðist sem ekki verði komist lengra til að mæta athugasemdum Samkeppniseftirlitsins við söluna. Meira
10. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Þarf að undirgangast viðurkennd hagfræðilögmál

Dagmál Andrés Magnússon andres@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur vel unnt að ná farsælum og góðum samningum á vinnumarkaði í haust, sem verji fengna kaupmáttaraukningu. Meira
10. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Æskir þess að Rússar komi að luktum dyrum hvarvetna

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Rússar ættu að „lifa í sínum eigin heimi þar til þeir breyta viðhorfum sínum“. Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 2022 | Leiðarar | 680 orð

Er stríð stutt með „efnahagsþvingunum“?

Bragð er að, þá Berlín finnur, hrekkur út við lestur sláandi greinar í þýsku blaði Meira
10. ágúst 2022 | Staksteinar | 233 orð | 2 myndir

Fer hagkerfið í tætarann?

Björn Bjarnason ræðir á vef sínum muninn á því sem Friðrik Jónsson formaður BHM hafi kynnt í kjaramálum og svo „tætaraleið“ Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hún hafði tjáð sig um skýrslu sem rituð hefur verið í aðdraganda kjarasamninga, en í skýrslunni segir að æskilegast sé nú „að leita leiða til að tryggja kaupmátt þeirra sem verst standa á vinnumarkaði fremur en að leggja áherslu á nafnlaunahækkanir“. Sólveig Anna taldi þessa skýrslu eiga að fara „beint í tætarann“. Meira

Menning

10. ágúst 2022 | Myndlist | 300 orð | 1 mynd

Bretar taka skref í að skila Benín-bronsinu

Stjórnendur hjá Horniman-safninu í London hafa ákveðið að skila 72 benínskum listaverkum til Nígeríu. Meira
10. ágúst 2022 | Hönnun | 109 orð | 1 mynd

Hönnuðurinn Issey Miyake er látinn

Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést 5. ágúst og fór jarðarförin fram í kyrrþey. Miyake, sem var stórt nafn í tískuheiminum, var þekktur fyrir hugrekki og tilraunamennsku í stíl sínum. Meira
10. ágúst 2022 | Tónlist | 134 orð | 1 mynd

Lagahöfundurinn Lamont Dozier látinn, 81 árs

Lamont Dozier er látinn, 81 árs að aldri. Hann var lagahöfundur hjá Motown-útgáfufyrirtækinu í Detroit og samdi í samvinnu við bræðurna Brian og Eddie Holland marga af þekktustu smellum útgáfunnar á sjöunda áratug síðustu aldar. Meira
10. ágúst 2022 | Tónlist | 332 orð | 2 myndir

Olivia Newton-John látin, 73 ára

Bresk-ástralska söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. Eiginmaður hennar, John Easterling, birti tilkynningu þessa efnis á facebooksíðu hennar á mánudag. Meira
10. ágúst 2022 | Bókmenntir | 598 orð | 3 myndir

Skosk sveitarómantík

Eftir Jenny Colgan. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. Angústúra, 2022. Kilja, 425 síður. Meira
10. ágúst 2022 | Bókmenntir | 264 orð | 2 myndir

Örbók Brontë ratar aftur heim

Örbók sem Charlotte Brontë bjó til og skrifaði þegar hún var aðeins 13 ára hefur ratað heim á safnið sem rekið er á heimili hennar í Haworth í Vestur-Yorkshire á Englandi þar sem gestir geta barið það augum. Meira

Umræðan

10. ágúst 2022 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Borgarlína, háhýsi og skuldir

Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson: "Byggingarverktakar stýra nú uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík, nánast allt í háreistum fjölbýlishúsum á lóðum sem þeir hafa keypt á ofurverði." Meira
10. ágúst 2022 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Upp úr skotgröfunum

Umræðan um heilbrigðiskerfið okkar er enn og aftur komin ofan í skotgrafirnar. Er kerfið vel fjármagnað eða reka stjórnvöld sveltistefnu þegar kemur að heilbrigðismálum? Er kerfið undirmannað eða ofmannað? Rangt mannað? Meira

Minningargreinar

10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 2177 orð | 1 mynd

Anna María Elísabet Einarsdóttir

Anna María Elísabet Einarsdóttir fæddist 24. mars 1946 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum 26. júlí 2022. Foreldrar Önnu Maríu voru Einar Árnason, f. 27.2. 1913, d. 19.5. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 3236 orð | 1 mynd

Björn Kristmann Guðmundsson

Björn Kristmann Guðmundsson fæddist á Fáskrúðsfirði 26. ágúst 1942. Hann lést á Landakotsspítala 16. júlí 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefán Björnsson frá Fáskrúðsfirði, f. 29.9. 1920, d. 25.12. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 2767 orð | 1 mynd

Guðný Hannesdóttir

Guðný Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Rósa Steinunn Guðnadóttir, f. 17. maí 1899, d. 15. september 1991, og Hannes Einarsson, f. 11. mars 1896, d. 7. ágúst 1970. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1005 orð | 1 mynd

Hildur Ruth Markúsdóttir

Hildur Ruth Markúsdóttir fæddist á Patreksfirði 22. febrúar 1968. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. júlí 2022. Foreldrar hennar eru Svanhildur Sigurðardóttir, f. 11. september 1949, og Gísli Karlsson, f. 19. júlí 1940. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 2228 orð | 1 mynd

Hörður Gestsson

Hörður Gestsson fæddist í Hafnarfirði 20. júní 1960. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi í Kópavogi 21. júlí 2022 en þar bjó hann síðustu árin. Foreldrar Harðar voru Gestur Kristinn Árnason málarameistari, f. 21.9. 1918, d. 3.1. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1473 orð | 1 mynd

Inga Árnadóttir

Inga Árnadóttir fæddist á Siglufirði 10. mars 1948. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29. júlí 2022. Foreldrar Ingu voru Ásta Kristinsdóttir, f. 4.1. 1924, d. 14.8. 2012, og Árni Vigfússon, f. 7.12. 1921, d. 23.7. 1995. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 174 orð | 1 mynd

Jóhanna Sveinfríður Júlíusdóttir

Jóhanna Sveinfríður Júlíusdóttir fæddist 24. september 1950. Hún lést 19. júlí 2022. Útför fór fram 29. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2022 | Minningargreinar | 385 orð | 1 mynd

Sveinn Finnsson

Sveinn Finnsson fæddist 12. desember 1938. Hann lést 26. júlí 2022. Útför hans fór fram 5. ágúst 2022. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

10. ágúst 2022 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 h6 7. Bh4 0-0...

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 h6 7. Bh4 0-0 8. Bd3 He8 9. Rge2 c6 10. Dc2 Rbd7 11. 0-0 Rh5 12. Bxe7 Dxe7 13. Hae1 Rf8 14. Rc1 Rf6 15. Rb3 a5 16. Ra4 Re4 17. Rb6 Ha7 18. f3 Rd6 19. Meira
10. ágúst 2022 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

90 ára

Jenny Lind Valdemarsdóttir úr Sælundi á Bíldudal varð níræð í gær, 9. ágúst. Hún bjó á Akureyri sín fyrstu hjúskaparár og síðan á Akranesi, en flutti loks til Reykjavíkur. Hún á fimm börn, 13 barnabörn og 10 barnabarnabörn. Meira
10. ágúst 2022 | Árnað heilla | 836 orð | 3 myndir

Alltaf með bók í höfðinu

Ragnheiður Sigurðardóttir, alltaf kölluð Ragna, fæddist 10. ágúst 1962 í Reykjavík og bjó fyrstu árin á Tjarnargötu 40. „Við veiddum síli í tjörninni og lékum okkur með sleða á veturna, en ég er yngst þriggja systra. Meira
10. ágúst 2022 | Í dag | 71 orð | 1 mynd

Elskar klapp svo mikið að skilti var sett upp í garðinum

Vinalega tíkin Tubs elskar athygli og klapp meira en flest annað. Raunar svo mikið að eigendur hennar settu upp skilti á grindverkið hjá sér, fyrir framan heimili þeirra í Ástralíu, þar sem þetta er tekið fram. Meira
10. ágúst 2022 | Í dag | 247 orð

Gönuhlaup og lukkunnar pamfíll

Á Boðnarmiði segir Guðmundur Arnfinnsson „Ekki ég“: Þeir sem djöfulóðir yrkja og andans gáfur stöðugt virkja endilega ættu'að muna að illt er að skorta hagmælskuna. Meira
10. ágúst 2022 | Í dag | 60 orð

Málið

Svo megn er stuðlafíkn Íslendinga að spurt var hvort manni gæti virkilega staðið uggur af e-u , hvort það yrði ekki að vera stuggur . Svo er ekki þótt stuggur þýði m.a. geigur, óhugur . Meira
10. ágúst 2022 | Í dag | 192 orð | 1 mynd

Ósérhlífni í þágu vísindanna

Hér á blaðinu í gær var til umræðu að í blaðamannastéttinni hefði verið örlítið um áfengisneyslu á árum áður. Meira
10. ágúst 2022 | Fastir þættir | 169 orð

Prósentur. S-AV Norður &spade;ÁG103 &heart;Á7 ⋄976 &klubs;10742...

Prósentur. S-AV Norður &spade;ÁG103 &heart;Á7 ⋄976 &klubs;10742 Vestur Austur &spade;9652 &spade;874 &heart;D10952 &heart;K84 ⋄ÁG5 ⋄D1084 &klubs;5 &klubs;D96 Suður &spade;KD &heart;G63 ⋄K32 &klubs;ÁKG83 Suður spilar 3G. Meira
10. ágúst 2022 | Árnað heilla | 119 orð | 1 mynd

Sigurður Rúnar Þórsson

50 ára Sigurður er Reykvíkingur, ólst upp í Bakkahverfinu í Breiðholti en býr í Seljahverfi. Hann er lærður margmiðlunarhönnuður frá Noma í Kolding í Danmörku, en er verkefnastjóri hjá Lýsi ehf. í dag. Meira

Íþróttir

10. ágúst 2022 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Arnar í fimm leikja bann

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann eftir að hafa fengið sína aðra brottvísun í sumar, þegar liðið tapaði 0:1 fyrir KR í Bestu deild karla í síðustu viku. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 251 orð | 2 myndir

* Arnór Ingvi Traustason , landsliðsmaður í knattspyrnu, ætlar að ganga...

* Arnór Ingvi Traustason , landsliðsmaður í knattspyrnu, ætlar að ganga aftur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping og skrifa undir langtímasamning við félagið. Sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Atli bestur í 16. umferðinni

Atli Sigurjónsson úr KR var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Besta deild kvenna ÍBV – KR 3:1 Þór/KA – Afturelding 0:1...

Besta deild kvenna ÍBV – KR 3:1 Þór/KA – Afturelding 0:1 Keflavík – Valur 0:5 Stjarnan – Breiðablik 2:2 Þróttur R. – Selfoss 3:0 Staðan: Valur 13102136:632 Breiðablik 1391335:728 Stjarnan 1373326:1324 Þróttur R. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

EM U20 karla Leikið um 9.-16. sæti: Ísland – Svarfjallaland 30:29...

EM U20 karla Leikið um 9.-16. sæti: Ísland – Svarfjallaland 30:29 *Ísland leikur við Ítalíu í... Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 80 orð

Gunnar sleit krossband

Handknattleiksmaðurinn Gunnar Dan Hlynsson varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á æfingu með Haukum á dögunum. „Þetta gerðist bara á æfingu í síðustu viku, strax eftir verslunarmannahelgi,“ sagði Gunnar við netmiðilinn handbolti.is. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Ísland á næstu tvö stórmót

Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta tryggði sér í gær sæti á HM U19 ára landsliða og EM U20 ára landsliða með 30:29-sigri á Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

Knattspyrna Lengjudeild karla, 1. deild: Selfoss: Selfoss – Þór 17...

Knattspyrna Lengjudeild karla, 1. deild: Selfoss: Selfoss – Þór 17 Kórinn: HK – Þróttur V. 19. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Perla Sól í úrvalslið Evrópu

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari og Evrópumeistari 16 ára og yngri í golfi, var valin í úrvalslið meginlands Evrópu sem keppir í Junior Vagliano-liðakeppninni 2022. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Sif leikjahæst frá upphafi

Sif Atladóttir varð í gærkvöldi leikjahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, þegar hún lék með Selfyssingum gegn Þrótti í Bestu deildinni. Sif lék þá sinn 337. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 872 orð | 2 myndir

Skemmtileg viðbót að vinna allt mótið

Kraftlyftingar Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Matthildur Óskarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari ungmenna í bekkpressu í -84 kílóa flokki er EM í Búdapest fór fram um síðastliðna helgi. Matthildur varð einnig stigahæst allra í sínum flokki, þar sem hún náði bestum árangri allra keppenda í ungmennaflokknum. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 715 orð | 3 myndir

Valur jók forskotið í fjögur stig

Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Heil umferð, sú þrettánda, fór fram í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær. Meira
10. ágúst 2022 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Valur með fjögurra stiga forskot

Heil umferð fór fram í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær. Valur vann öruggan sigur á Keflavík á meðan Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, sem þýðir að Valur er nú með fjögurra stiga forskot á Blika á toppi deildarinnar. Meira

Viðskiptablað

10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 403 orð | 1 mynd

„Vitum ekkert hvað við erum að gera“

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Veitingastaðurinn Stund var opnaður á föstudag við frábærar móttökur en fjögurra daga birgðir seldust upp samdægurs. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 567 orð | 1 mynd

Eins og koss frá pólskum ballettdansara

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Maður losnar aldrei alveg við Rússland úr kerfinu eftir að hafa kynnst landinu vel. Fljótlega eftir aldamót flúði ég tilbreytingarleysið í Reykjavík og flutti til Pétursborgar undir því yfirskini að læra rússnesku. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 1124 orð | 1 mynd

Endurskoðun hugtaksins

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá París ai@mbl.is Það, hvort að runnið er upp samdráttarskeið í Bandaríkjunum, veltur víst á því hver er spurður. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 433 orð | 3 myndir

Flestar íbúðir seldar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Pétur Kristjánsson byggingarmeistari segir búið að selja fimm íbúðir af sjö í nýbyggingunni Norðurbrún 2 í Reykjavík. Þá sé búið að selja atvinnurými á jarðhæð. Framlegð af húsbyggingum hafi minnkað mikið. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 345 orð

Furðulegar skattatillögur

Hún er lífseig, sú kenning að aukin skattheimta á hina ríku sé til þess fallin að bæta hag þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þó eru engin dæmi um það í mannkynssögunni að slík hagstjórn hafi reynst vel. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 253 orð | 1 mynd

Hefur tafið úthlutun lóða í Mosfellsbæ

Dómsmál Arnar Jónsson, starfandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að nú sé tekist á um samkomulagið, sem kröfugerð landeiganda að landi Helgafells í Mosfellsbæ vísar til, fyrir dómstólum og að þeirra sé að leysa úr ágreiningnum. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 835 orð | 1 mynd

Hægt að byrja með tvær hendur tómar

Hönnunar- og auglýsingastofan TVIST er á sínu sjötta starfsári og segir Kári að vel hafi gengið að byggja upp langtímasambönd við metnaðarfull íslensk vörumerki, sem hann þakkar ekki síst áherslu á mýkt í samskiptum. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 286 orð | 2 myndir

Íhuga að hætta við kaupin á Mílu

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Franski fjárfestingasjóðurinn Ardian kann að hætta við kaupin á Mílu. Söluferlið hefur tekið tíu mánuði og er enn í óvissu. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 92 orð | 1 mynd

Júlíus Jón hættir hjá HS Veitum

Stjórnendur Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna, mun láta af störfum hjá félaginu um komandi áramót eftir 40 ár í starfi. Starf forstjóra var auglýst um nýliðna helgi og er umsóknarfrestur til og með 21. ágúst nk. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 2160 orð | 2 myndir

Kvíða ekki framtíðinni eft ir ævintýralegt fyrsta ár

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Blaðamaður lagði leið sína austur fyrir fjall, til Selfoss. Þar beið hans Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, í risinu í Gamla Mjólkurbúi Flóamanna, þar sem nú er bar, sem ber nafnið Risið. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 220 orð | 2 myndir

Mikil trú á Selfossi drífur verkefnið áfram

Vignir Guðjónsson segir eins gott að vanda sig við uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 434 orð | 1 mynd

Misjöfn ávöxtun nýskráninga

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Þrjú fyrirtæki hafa verið skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn í sumar. Mismikil ávöxtun hefur fengist af þeim í sumar. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 293 orð

Popúlismi Þorgerðar

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Í nýrri könnun Maskínu eru þátttakendur spurðir hvort þeir hafi „miklar eða litlar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík“, eins og það er orðað. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 645 orð | 1 mynd

Twitter gegn Elon Musk

Fari svo að dómstólar fallist á kröfu Twitter er ljóst að Musk ber að standa við kaupsamninginn og þar með ganga frá kaupum á Twitter á umsömdu verði. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Útlit fyrir styrkingu á næstunni

Krónan Gengi krónunnar er nú á svipuðum stað og í lok apríl eftir minniháttar veikingu í sumar, ef miðað er við gengisvísitölu Seðlabankans. Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 271 orð | 1 mynd

Vekur furðu að málið sé enn til skoðunar

Erlendar fjárfestingar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir sérstakt að sala Mílu til Ardians sé enn til skoðunar, löngu eftir að ríkisstjórnin hafi fjallað um málið, gerðir hafi verið sérstakir samningar á milli ríkisins og... Meira
10. ágúst 2022 | Viðskiptablað | 624 orð | 1 mynd

Verðbólga orðanna

Kannski er líka kominn tími til að draga úr þessari sjálffæðandi hringrás samfélagsmiðla og hefðbundinna fjölmiðla, þar sem færsla verður að frétt sem verður svo aftur að færslu sem getur af sér aðra frétt og svo framvegis, án þess að ræða við nokkurn mann eða kanna heimildir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.