Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Stefnt er að því að koma sem flestum flóttabörnum á grunnskólaaldri í skóla, helst í sínu hverfi, fyrir komandi skólaár, að sögn Óttars Proppé, sem leiðir stýrihóp barna- og menntamálaráðuneytisins um málefni barna á flótta og barna af erlendum uppruna. Hann segir ráðuneytið ræða náið við sveitarfélögin og kennarasamböndin um málið. Í vor voru gefnar út leiðbeiningar til foreldra, á úkraínsku og ensku, um það hvernig innrita ætti börn í skóla.
Meira