Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Varpið hefur verið mjög gott um allt land og jafnvel yfir meðallagi,“ segir Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands.
Meira
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis segist ekki sjá nein rök fyrir því að íslensk yfirvöld fari að fordæmi Danmerkur hvað varðar takmarkanir á bólusetningum barna gegn Covid-19 í haust.
Meira
Á hlaupum Þótt þessum drengjum og hundinum þeirra liggi á að komast leiðar sinnar gæta þeir þess að nota gangbrautina þegar þeir fara yfir götu á Akureyri – eins og vera...
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásta Ásgeirsdóttir, hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða, segir mikilvægt að fjölga fólki sem er 67 ára og eldra á vinnumarkaði.
Meira
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta verður einhvers konar tímaferðalag, því fyrir nútímabörn er kannski erfitt að ímynda sér þetta nema prófa sjálf og fá að handleika hlutina.
Meira
Varðskipið Freyja heldur í dag áleiðis til Stavanger í Noregi. Þar verður skipið tekið í slipp 18. ágúst, það málað og unnið að minniháttar viðhaldi.
Meira
Miklir þurrkar eru nú í Þýskalandi vegna hitabylgjunnar sem geisað hefur í Evrópu síðustu vikur, og gat fólk til dæmis gengið þurrum fótum yfir Dreisam-fljótið í Freiburg, sem er í suðvesturhluta Þýskalands.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú með til sakamálarannsóknar hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið gegn njósnalöggjöf landsins með meðhöndlun sinni á háleynilegum skjölum.
Meira
Stefnt var að því í gær að lagfæra gönguleið A við eldgosið frá því klukkan fjögur í nótt og verður þeirri vinnu lokið klukkan níu í dag. Með þessum lagfæringum er miðað að því að gera leiðina greiðfærari almenningi.
Meira
Baksvið Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is G ríðarlegur fjöldi tréskipa og trébáta hefur týnt tölunni hérlendis á síðustu áratugum og er viðhaldi og varðveislu þeirra verulega ábótavant. „Við erum eftirbátar annarra þjóða hvað þetta varðar.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Júlí var fremur kaldur um land allt, miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum. Og ekki hefur betra tekið við, upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur á Moggablogginu.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í endurbyggingu Laxárdalsvegar á milli Hrútafjarðar og Hvammsfjarðar. Endurbygging vegarins yfir Laxárdalsheiði hefur staðið yfir í áföngum frá árinu 2009.
Meira
Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Framkvæmdir standa enn við Hagaskóla í Reykjavík vegna myglu sem greindist í skólanum í nóvember á síðasta ári. Grunur vaknaði í lok október um að ekki væri allt með felldu í norðausturálmu skólans og eftir rannsókn var ákveðið að rýma tvær álmur skólans og finna bráðabirgðahúsnæði fyrir nemendur 8. og 9. bekkjar.
Meira
Í grein eftir Þorstein Þorsteinsson í blaðinu þann 11. ágúst, Sóknarfæri í skólamálum, féll niður nafn og mynd af meðhöfundi greinarinnar, Gunnlaugi Sigurðssyni, fv. skólastjóra. Beðist er velvirðingar á...
Meira
Viðhaldi og varðveislu tréskipa og trébáta hér á landi er verulega ábótavant, að mati Andrésar Skúlasonar formanns Fornminjaverndar. Telur hann hættu á að Ísland muni glata þeim ómetanlega menningararfi sem felist í slíkum munum.
Meira
Rithöfundurinn Salman Rushdie lá í gær þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að ráðist var að honum með hnífi á samkomu í bænum Chautauqua í New York-ríki.
Meira
Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hefur stefnt þýska þinginu fyrir að afnema ýmis fríðindi sem hann naut en voru tekin af honum vegna tengsla hans við rússnesk orkufyrirtæki.
Meira
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í vikunni tillögu Þorpsins-Vistfélags um útfærslu á Gufunesbryggju en Þorpið bar á dögunum sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur verið mikill undirbúningur og mikil vinna, enda umfangsmikil æfing,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Meira
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur verður kallað saman í næstu viku að beiðni Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Meira
Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fer fram á Akranesi um þessar mundir. Í gær var keppt í flokki sem nefnist Bjartasta vonin, en þar láta til sín taka efnilegir eldsmiðir, sem eru þó ekki faglærðir enn.
Meira
Hafnartorg Gallery við Geirsgötu og Reykjastræti í Reykjavík verður opnað í dag, en opnunin torgsins er einn af lokaþáttunum í hönnun nýja miðbæjarins sem tengir Lækjartorg við hafnarsvæðið og Edition-hótelið á Austurbakka auk Hörpu.
Meira
Hólahátíð verður haldin hátíðleg um helgina, 13.-14. ágúst, á Hólum í Hjaltadal. Það sem hæst ber á hátíðinni að þessu sinni er að vígður verður nýr vígslubiskup í Hólaumdæmi.
Meira
Flutningar vikurs frá fyrirhugaðri efnistöku á Mýrdalssandi til Þorlákshafnar með vörubílum allt árið um kring verða gríðarlega miklir ef vikurnámið við Hafursey, sem greint hefur verið frá í Morgunblaðinu, verður að veruleika.
Meira
Þuríður Pálsdóttir söngkona og tónlistarkennari lést í gær á hjúkrunarheiminu Sóltúni, 95 ára að aldri. Þuríður fæddist í Reykjavík 11. mars 1927. Foreldrar hennar voru Páll Ísólfsson tónskáld og organisti og Kristín Norðmann píanókennari.
Meira
Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, ræðir á Facebook um það hvernig menn munnhöggvast innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún minnir á að Drífa Snædal hafi sagt sig úr VG með „hurðaskellum og fúkyrðaflaumi“ en Drífa lét út úr sér þegar VG fór í stjórn með Sjálfstæðisflokki að það væri „eins og að éta skít“.
Meira
Rachel Zegler, sem skaut upp á stjörnuhimininn í hlutverki Maríu í West Side Story í leikstjórn Stevens Spielbergs, er ein margra leikara sem varið hafa starf samhæfingarstjóra náinna tengsla við upptöku kvikmynda, eftir að Sean Bean gagnrýndi starfið í...
Meira
Boðið verður upp á tvenna tónleika um helgina í tónleikaröðinni Orgelsumar í Hallgrímskirkju. Í dag, laugardag, kl. 12 leikur Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, verk eftir César Franck og Gísla Jóhann Grétarsson. Á morgun, sunnudag, kl.
Meira
Af myndlist Hulda Rós Guðnadóttir huldarosgudnadottir@gmail.com Documenta-listahátíðin stendur um þessar mundir yfir í fimmtánda sinn í Kassel í Þýskalandi.
Meira
Rósa Gísladóttir myndlistarkona verður með leiðsögn um sýninguna Loftskurður í Ásmundarsafni á morgun, sunnudag, kl. 14. Áhugasamir þurfa að skrá sig fyrirfram á vef Listasafns Reykjavíkur. Þar sýnir Rósa verk sín í samtali við verk Ásmundar...
Meira
Stjórnvöld í Malasíu hafa tilkynnt að hvorki fáist leyfi til að sýna Marvel-myndina Thor: Love and Thunder né Pixar-teiknimyndina Lightyear þar í landi, sökum þess að fjallað sé um hinsegin málefni í myndunum.
Meira
Annarskonar Annaspann nefnist sýning sem Pétur Geir Magnússon opnar í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku í dag kl. 14. Pétur Geir útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá LHÍ 2020 og hefur starfað sjálfstætt frá þeim tíma.
Meira
Eftir Þorvald Víðisson: "Á fermingarvetri geta barnið og fjölskyldan því þroskað góða eiginleika, öðlast nýja þekkingu og reynslu sem ekki er hægt að öðlast á öðrum vettvangi."
Meira
Eftir Pálma Stefánsson: "Mikilvægi matar verður aldrei ofmetið. Ónæmiskerfið getur ekki haldið okkur frískum nema mataræðið sé rétt og nægjanlegt, auk hreyfingar og lífsstíls."
Meira
Eftir Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Stefánsson: "Eini rétti mælikvarðinn á velferð, að mati Eflingar, er hvað ríkið lætur þegnum sínum í té. Annað er villutrú."
Meira
Fróðlegt er af mörgum ástæðum að koma til Georgíu í Kákasus. Landið byggir smáþjóð með langa sögu, eigin tungu og stafróf, sjálfstæða kirkju og mikinn menningararf.
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Þótt einstaka viðureignir kunni að tapast muntu að lokum standa uppi sem sigurvegari vegna kærleikssigurs Jesú Krists, Guðs sonar yfir dauðanum."
Meira
Í aðgengi að fiskistofnum landsins, auðlindinni okkar, eru fólgin mikil verðmæti. Í heimi sem kallar á mat, heimi þar sem sífellt fleiri munna þarf að metta eru sterkir stofnar af nytjafiskum auðlind sem sífellt verður verðmætari.
Meira
Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur gagnrýndi íslensku blöðin í Eimreiðinni 1901 fyrir að skrifa lítið um vísindi: „Á hinum síðustu árum hafa Íslendingar ritað margar merkar ritgjörðir um náttúru Íslands, en þeirra er sjaldan eða aldrei getið í...
Meira
Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir fæddist á Hallgilsstöðum á Langanesi 8. júní 1926. Hún lést 10. júlí 2022 á Dvalarheimilinu Hlíð. Hún var dóttir hjónanna Einars Ófeigs Hjartarsonar bónda og söðlasmiðs, f. 11. maí 1896, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
Karl Höfðdal Magnússon fæddist 18. ágúst 1937 á bænum Höfðadal í Tálknafirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði 5. ágúst 2022.
MeiraKaupa minningabók
Viðar Þórðarson fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. maí 2022. Foreldrar hans voru Valgerður Jóhannesdóttir, f. 1909, d. 2003, og Þórður Bjarnason, f. 1901, d. 1976. Systkini Viðars eru fjögur: Hrafnhildur, f.
MeiraKaupa minningabók
Stjórn Alvotech hefur samþykkt áætlun um að undirbúa skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland, en félagið var skráð á First North-markaðinn hér á landi undir lok júní í kjölfar skráningar í Bandaríkjunum.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall einstaklinga á vinnualdri fyrir hvern einstakling á eftirlaunaaldri heldur áfram að lækka. Því þykir knýjandi að fleira fólk haldi áfram að starfa eftir 67 ára aldur.
Meira
Engel Lund var dönsk, fæddist árið 1900 á Íslandi og flutti 11 ára til Danmerkur. Eftir að hún lauk sínum ferli sem söngkona flutti hún aftur til Íslands og kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Meira
„Þessar gömlu nótur eru fjársjóður og geyma mikla sögu, í þeim má finna bæði kunn verk og týndar perlur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og bóksali sem stendur fyrir tvennum tónleikum í Bókakaffinu á Selfossi.
Meira
Alma Anna Þórarinsson, f. Thorarensen, fæddist 12. ágúst 1922 á Akureyri. Foreldrar hennar voru hjónin Oddur Carl Thorarensen, f. 1894, d. 1964, og Gunnlaug Júlíusdóttir, f. 1901, d. 1987.
Meira
40 ára Ari er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum en býr í Kópavogi. Ari er sjúkraþjálfari að mennt frá Háskóla Íslands og starfar hjá SIGRA sjúkraþjálfun. Áhugamál hans eru hreyfing og samvera með fjölskyldunni.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Margir íþrótt þessa þreyta. Þetta gera yxna kýr. Síðan má þar Sörla beita. Sveinar héðan arka þrír. Hér kemur lausnin frá Helga R. Einarssyni: Ganga vinsæl íþrótt er. Yxna kýr þær ganga.
Meira
Kristinn Kjærnested fæddist 13. ágúst 1972 í Reykjavík og bjó fyrsta árið á Hringbraut hjá móðurafa sínum og -ömmu en foreldrar hans fluttu síðan á Suðurvang í Hafnarfirði. „Siggi frændi minn passaði upp á að ég yrði KR-ingur.
Meira
Að vofa yfir merkir „svífa yfir, geta skollið á, vera í vændum (um e-ð illt), ógna“. Svo segir Ísl. orðabók og ekki hljómar það vel. Stundum heyrir maður að eldgos, vaxtahækkun eða heimsendir sé yfirvofandi .
Meira
Ólafsfjörður Arney Ýr Ásgeirsdóttir er fyrsta barn ársins. Hún fæddist 1. janúar 2022 kl. 00.23 í sjúkrabíl við afleggjarann á Kálfskinn á leiðinni á sjúkrahúsið á Akureyri. Hún var 3.622 g og 50 cm.
Meira
Endur fyrir löngu reyndi ég að lesa skáldsögu Salmans Rushdies, Söngva Satans , en mér þótti hún tormelt, hafði ekki nema nasasjón af íslam, og þetta var flókin skáldsaga fyrir ungan mann að lesa. Svo ég lagði hana frá mér.
Meira
Árangur íslenska liðsins í opna flokki Ólympíumótsins í Chennai á Indlandi er viðunandi, einkum ef horft er til þess að liðið missti út yngsta liðsmann sinn, Vigni Vatnar Stefánsson, svo að segja við brottför, og það virkar sjaldan vel þegar breytingar...
Meira
Fótbolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég er enn í Boston. Við erum að fara að eignast okkar annað barn núna og settur dagur er 16. ágúst.
Meira
Á öðrum degi EM í sundi í Róm á Ítalíu í gær tók Jóhanna Elín Guðmundsdótir þátt í 50 metra flugsundi og Símon Elías Statkevicius í 100 metra skriðsundi. Jóhanna Elín keppti í fyrsta riðli í 50 m flugsundi kvenna.
Meira
Knattspyrnukonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hafa báðar yfirgefið erlend félög sín og er því frjálst að semja við önnur félög. Alexandra er farin frá þýska 1.
Meira
Handbolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Aalborg og aðalþjálfari danska U21-árs landsliðsins í handknattleik karla, mun taka við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi næstkomandi sumar þegar hann tekur við stjórnartaumunum hjá karlaliði Holstebro, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Áður en hann tekur við þar mun hann halda áfram störfum sínum hjá Aalborg og danska U21-árs landsliðinu.
Meira
Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Aalborg og aðalþjálfari danska U21-árs landsliðsins í handknattleik karla, kveðst spenntur fyrir því að reyna fyrir sér sem aðalþjálfari félagsliðs og segir tímabært að taka það skref.
Meira
Valur tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppni kvenna, Mjólkurbikarsins, þegar liðið lagði Stjörnuna 3:1 í undanúrslitum keppninnar í Garðabænum í gærkvöldi.
Meira
Hún er orkubolti og íþróttaálfur, leiðsögumaður og ljósmyndari. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir gefst ekki upp þegar einar dyr lokast, heldur brettir upp ermar og opnar sjálf nýjar. Ragnhildur arkar nú um landið með erlenda ferðamenn og nýtur hverrar mínútu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Formaður SÁÁ horfir bjartsýn fram á veginn, þótt átök hafi um tíma litað starfsemina. Eftir fjörutíu og fimm ára starf séu samtökin ekki síður mikilvæg í dag en áður. Kristján Jónsson kris@mbl.is
Meira
Hagsmunir auðvaldsheimsins kunna að hafa verið tryggðir með þessari aðferð. En skyldi heimurinn og við öll sem hann byggjum vera öruggari fyrir vikið?
Meira
Hin hollenska Elisa Hanssen féll fyrir Íslandi og er sest hér að. Elisa fer með ferðamenn á hestbak, syngur í kirkjukór og vinnur bæði á gistiheimili og á leikskóla.
Meira
Rútínan er algjör himnasending fyrir börn að sögn tveggja barna föðurins Björns Grétars, sem heldur úti instagramreikningnum vinsæla, Pabbalífið.
Meira
Þrátt fyrir leiðindaveður þyrptust foreldrar ungbarna á nýopnaðar gosstöðvar á Reykjanesskaga, enda einu hlýindin í landinu þar. Nokkuð var um minniháttar slys, en brögð voru að því að fólk brygði frá merktum gönguleiðum.
Meira
Söfn Tekist er nú á um Frankenstein gamla eða öllu heldur stærðarinnar styttu af söguhetjunni. Victoria and Albert-safnið í London er með styttuna til sýnis. Hún er úr viði, um 220 cm á hæð og klædd í föt sem notuð voru í kvikmynd árið 1935.
Meira
Svar: Hvítbláinn er fáni Ungmennafélags Íslands og var við hún á unglingalandsmóti þess á Selfossi á dögunum. Einnig er þetta skólafáni Menntaskólans að Laugarvatni. Þá er fáni Hjaltlands, sem er ein Bretlandseyja, sami að lit og formi og hvítbláinn íslenski.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn fyrir krossgátu 14.
Meira
Stundum hefur manni þótt nóg um þegar fjölmiðlafólk fjallar um annað fjölmiðlafólk. En þau Ágúst og Edda hafa sannarlega unnið fyrir því að á þessi tímamót sé minnst.
Meira
Bílslys Bandaríska leikkonan Anne Heche lést í gær af sárum sínum á sjúkrahúsi í Los Angeles. Fyrr í gær höfðu fjölskylda og ástvinir sent frá sér tilkynningu þar sem fram kom að lífslíkur hennar væru litlar sem engar úr því sem komið væri.
Meira
Eldgosið í Meradölum er stórbrotið og lætur engan ósnortinn. Ljósmyndarar mynda það nú í gríð og erg frá mörgum sjónarhornum, úr lofti og af landi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Morgunblaðið segir frá Íslandsmótinu í fallhlífarstökki í ágúst árið 1977. Var mótið haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði 6. ágúst 1977 og voru fjórtán keppendur með í mótinu.
Meira
Nú spilar þú á fetilgítar, hvað er það? Ég kynntist fetilgítar fyrir um fjórum árum og varð ástfanginn af þessu hljóðfæri. Þetta er „slæd“-gítar en honum er stjórnað að miklu leyti með pedulum og hnéstífum.
Meira
Leikar Skipuleggjendum Commonwealth-leikanna tókst að koma mörgum mjög á óvart á lokaathöfn leikanna í upphafi vikunnar. Leikarnir eru fjölgreina íþróttamót þeirra þjóða sem tilheyra eða tilheyrðu breska heimsveldinu.
Meira
Sunnudag 14. ágúst klukkan 19.30 verða útgáfutónleikarnir Ómar fortíðar í Kaldalóni í Hörpu. Ómar leikur á fetilgítar melódíur úr íslenskri fortíð ásamt Tómasi Jónssyni og Matthíasi Hemstock. Miðar fást á tix.is og á...
Meira
Breska ríkisútvarpið BBC tók á dögunum almenningssundlaugar í heiminum til skoðunar í netútgáfu sinni. Ef við Íslendingar erum einhvers staðar á heimavelli þá er það í sundlaugum og notkun á slíkum mannvirkjum.
Meira
Söngvakeppni Breskir fjölmiðlar eru farnir að kasta fram nöfnum á borgum sem gætu tekið að sér gestgjafahlutverkið í Eurovision söngvakeppninni næsta vor.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.