Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Mörgum brá örugglega, þegar fregnir bárust af því á föstudag að ráðist hefði verið á rithöfundinn Sir Salman Rushdie. En um leið var þetta árásin, sem margir, kannski flestir, höfðu beðið í 33 ár, æ síðan byltingarklerkurinn Khomeini í Íran hafði kveðið upp úrskurð í krafti kennivalds síns um að Rushdie og allir þeir sem komu að útgáfu bókar hans Söngvar Satans og þekktu innhaldið yrðu að týna lífinu fyrir.
Meira