Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Þetta er ennþá skapandi ferli og verður það örugglega fram að síðasta lófataki,“ segir Árni Kristjánsson, leikstjóri nýju íslensku óperunnar Þögnin, sem frumflutt er í Tjarnarbíói í kvöld. Óperuna samdi Helgi Rafn Ingvarsson tónskáld, sem jafnframt er tónlistarstjóri, og Árni er handritshöfundur verksins, en saman starfa þeir undir merkjum sviðslistahópsins Hófstillt og ástríðufullt sem þeir stofnuðu nýverið.
Meira