Greinar föstudaginn 19. ágúst 2022

Fréttir

19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Á annan tug nýrra nafna færð á skrá

Mannanafnanefnd hefur samþykkt að setja á annan tug eiginnafna á mannanafnaskrá, þar af átta kvennöfn, sex karlmannsnöfn og eitt kynhlutlaust. Nefndin hafnaði hins vegar umsókn um eitt millinafn. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Bo ðið upp í dans Sumargrill var haldið á Hrafnistu á Sléttuvegi í gær. Við það tilefni kom Hörður G. Ólafsfson og skemmti íbúum og gestum og nokkur dansspor voru... Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 153 orð

Átján börn hafa greinst með sykursýki

Það sem af er ári hafa 18 börn greinst með insúlínháða sykursýki hér á landi, en undanfarna áratugi hafa nýgreiningar aukist um 3% á ári. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Átta þúsund hlauparar skráðir til leiks í Reykjavíkurmaraþoni

Fjölmenni var í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær þegar skráning hófst þar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram á laugardaginn. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 329 orð | 2 myndir

Ekki sé gengið um of að sjálfboðaliðsstarfi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Fallist á áfrýjunarbeiðni í arfsmáli

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á áfrýjunarbeiðni landsréttardóms til réttarins um málverk er í arf gengu, að yfirsýn og úrskurði dómaranna Ólafs Barkar Þorvaldssonar, Bjargar Thorarensen og Karls Axelssonar. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Fíkniefnamál ólík öðrum brotamálum

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Þetta mál er auðvitað bara nýr kafli í fíkniefnasögu Íslands,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið, spurður út í stærsta kókaínmál er upp hefur komið á landinu. Nýverið gerði lögreglan eitt hundrað kílógrömm af efninu upptæk. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Háskólinn á Hólum fær hús að gjöf

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Meira
19. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 590 orð | 1 mynd

Heimsóknin sendi skilaboð

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fagnaði í gær heimsókn Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta til landsins og sagði hana senda öflug skilaboð um stuðning Tyrkja við Úkraínumenn. Þetta var í fyrsta sinn sem forsetarnir tveir hittust, augliti til auglitis, eftir að innrás Rússa hófst í febrúar síðastliðnum, en Erdogan hefur reynt að gegna hlutverki milligöngumanns í átökunum. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Ingvar Gíslason

Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést sl. miðvikudag á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi, 96 ára að aldri. Ingvar fæddist í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 875 orð | 3 myndir

Íslensk jarðefni sem ný auðlind

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útflutningur á jarðefnum frá landinu meira en tuttugufaldast ef þau miklu áform sem nú eru uppi um útflutning á vikri af Mýrdalssandi og móbergi úr Þrengslunum verða að veruleika. Heildartekjur af útflutningnum gætu orðið yfir 20 milljarðar króna. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna sementsframleiðslu í Evrópu myndi minnka verulega við notkun íslensku jarðefnanna en mikill akstur með efnið austan af Mýrdalssandi dregur vissulega úr þeim ávinningi. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 608 orð | 3 myndir

Íslenskur kókaínmarkaður í vexti

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Mörgum brá sjálfsagt í brún þegar greint var frá því að lögreglan hefði gert upptæka tæplega 100 kg sendingu af kókaíni, sem send var hingað til lands með löglegri vörusendingu. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Keppti fyrstur Íslendinga í úrslitum

„Ég var svolítið svekktur með árangurinn í dag,“ viðurkenndi sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í tólfta sæti í greininni á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 441 orð | 2 myndir

Korteri seinna á fætur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vetrarmyrkrið er oft erfitt ungu fólki sem sefur ekki nóg og fer margt hvert seint í háttinn. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Mönnun sé í forgangi

„Mönnun heilbrigðiskerfisins er áskorun og því forgangsverkefni innan heilbrigðisráðuneytisins. Gott samtal og samstarf er milli ráðuneytisins, Landspítala, annarra stofnana og fagfélaga. Meira
19. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Neyðarfundur án árangurs

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í gær að krísuviðræður á milli Serba og Kósóvóa, sem ESB hefur staðið að, hefðu ekki náð að draga úr spennunni sem ríkir á milli ríkjanna tveggja. Meira
19. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Reiðubúin að taka vímuefnapróf

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær að hún hefði ekkert á móti því að gangast undir vímuefnapróf, eftir að myndbandsupptökur af henni í heimateiti vöktu gagnrýni. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 483 orð | 3 myndir

Reisa glæsihótel í Kerlingarfjöllum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mynd er nú að komast á mikla uppbyggingu í Árskarði í Kerlingarfjöllum þar sem verið er að reisa hálendismiðstöð og hótel með um 30 herbergjum. Fyrirtækið Íslenskar heilsulindir ehf. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Sinnepsskortur skekur landsmenn

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum því miður ekki náð að anna eftirspurn í ár. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 675 orð | 2 myndir

Tillögur að lausnum kynntar

„Hér hafa allir hlaupið mjög hratt. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Tuttugu milljarðar fást fyrir jarðefni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útflutningur á jarðefnum mun innan fárra ára skila yfir 20 milljörðum í útflutningstekjur á ári, ef þau miklu áform um útflutning á vikri af Mýrdalssandi og móbergi úr fjalli í Þrengslunum verða að veruleika. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 288 orð | 2 myndir

Undirbúa fótboltaveislu frá morgni til kvölds

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að þetta verði rosa flott keppni og leikirnir eru á hentugum tíma fyrir áhorfendur,“ segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Vígðu nýjan útsýnispall

Nýr útsýnispallur á Hafnartanganum á Bakkafirði var formlega vígður í gær eftir íbúafund í þorpinu. Íbúafundurinn var haldinn í skólahúsinu af verkefnastjórn verkefnisins Betri Bakkafjörður sem er eitt verkefna Brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Þinglýstum leigusamningum fækkar

Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 480 talsins á landinu öllu í júlí. Fækkaði þeim um 24,4% frá mánuðinum á undan og um 60,3% frá júlí 2021. Meira
19. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Þurrkar valda skorti á sinnepi á heimsvísu

Skortur hefur verið á sinnepi í ár og er helsta ástæðan miklir þurrkar í Kanada. Þar í landi eru framleidd um það bil fjögur af hverjum fimm sinnepsfræjum á heimsvísu. Meira

Ritstjórnargreinar

19. ágúst 2022 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Hallarekstur borgarinnar þyngist

Skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs, svokallaðs A-hluta Reykjavíkurborgar, jukust á fyrstu þremur mánuðum ársins um níu milljarða króna, eða um eitt hundrað milljónir á dag. Meira
19. ágúst 2022 | Leiðarar | 745 orð

Ævintýraborgarstjórarnir

Oddviti Framsóknar er kominn í þá sérkennilegu stöðu að verja skortstefnu Samfylkingar í leikskólamálum Meira

Menning

19. ágúst 2022 | Tónlist | 822 orð | 1 mynd

„Sannkallað meistaraverk“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
19. ágúst 2022 | Kvikmyndir | 96 orð | 1 mynd

Berdreymi og Volaða land í forvali

Kvikmyndirnar Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Volaða land eftir Hlyn Pálmason eru á meðal kvikmynda í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár en þau verða veitt í Reykjavík í desember. Meira
19. ágúst 2022 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Einn virtasti organisti Norðurlanda

Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi og einn fremsti og virtasti organisti Norðurlanda, heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Mun hann leika á bæði orgel kirkjunnar og þá m.a. verk eftir J.S. Meira
19. ágúst 2022 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Hámhorf á innan við sólarhring

Ég tók mig til á dögunum og hlóð í alvöru hámhorf eins og það heitir víst á einhverri lélegri íslensku. Meira
19. ágúst 2022 | Tónlist | 1405 orð | 1 mynd

Hvernig á að rjúfa þögnina?

Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Þetta er ennþá skapandi ferli og verður það örugglega fram að síðasta lófataki,“ segir Árni Kristjánsson, leikstjóri nýju íslensku óperunnar Þögnin, sem frumflutt er í Tjarnarbíói í kvöld. Óperuna samdi Helgi Rafn Ingvarsson tónskáld, sem jafnframt er tónlistarstjóri, og Árni er handritshöfundur verksins, en saman starfa þeir undir merkjum sviðslistahópsins Hófstillt og ástríðufullt sem þeir stofnuðu nýverið. Meira
19. ágúst 2022 | Myndlist | 102 orð | 1 mynd

Líking Jónu Hlífar í BERGI

Líking nefnist einkasýning sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í BERGI Contemporary í dag, föstudag, kl. 17. Meira
19. ágúst 2022 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Mávarnir dansa með tríóinu GÓSS

Hljómsveitin GÓSS, skipuð Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari, heldur tónleika á Sjálandi í Garðabæ í kvöld kl. 21. Meira
19. ágúst 2022 | Myndlist | 82 orð | 1 mynd

Mrozowski í i8

Sýning bandaríska myndlistarmannsins Ryans Mrozowskis var opnuð í gær í i8 galleríi við Tryggvagötu og ber hún titilinn Augu sem tjarnir . Meira
19. ágúst 2022 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Röyksopp á Iceland Airwaves

23 listamenn og hljómsveitir hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin verður 3.-5. nóvember. Í þeim hópi eru m.a. Metronomy, Arlo Parks, Amyl & the Sniffers og Röyksopp. Meira

Umræðan

19. ágúst 2022 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Dýrkeypt skammsýni

Staðan á Landspítalanum hefur sjaldan ef nokkru sinni verið jafnslæm. Enda hefur Runólfur Pálsson forstjóri lýst því yfir að verði ekki brugðist við sem fyrst fari spítalinn í þrot. Meira
19. ágúst 2022 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Er nóg til?

Eftir Sverri Ragnars Arngrímsson: "Hvert sem litið er virðast innviðirnir brostnir." Meira
19. ágúst 2022 | Aðsent efni | 748 orð | 1 mynd

Fjarðarheiðargöng – umræðan – gjaldtakan

Eftir Þorvald Jóhannsson: "Krafan er: Ásættanleg lausn svo að þær bráðnauðsynlegu framkvæmdir í vegamálum sem bíða á Íslandi öllu sjái dagsins ljós sem fyrst." Meira
19. ágúst 2022 | Aðsent efni | 871 orð | 2 myndir

Innanlandsflugvöllur í Vatnsmýrinni er ekki á förum

Eftir Þorkel Sigurlaugsson: "Styrkur Reykjavíkurflugvallar er mikill fyrir höfuðborgina og landsbyggðina og enginn góður kostur kemur í hans stað í náinni framtíð" Meira
19. ágúst 2022 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Orkan og við

Eftir Pálma Stefánsson: "Orkustöðvar frumnannna, hvatberarnir, virðast hafa innbyggða lífsklukku og geta umsett fæðuorku í ATP en sömu hámarksorku og líkamsmassa fá allir." Meira

Minningargreinar

19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1928 orð | 1 mynd

Emil Lúðvík Guðmundsson

Emil Lúðvík Guðmundsson fæddist í Reykjavík 19. september 1935. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Helga Emilía Sigmundsdóttir húsmóðir, f. 24. nóvember 1906, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 3550 orð | 1 mynd

Ingibjörg Bjarnadóttir

Ingibjörg Bjarnadóttir, bóndi og húsfreyja í Gnúpufelli í Eyjafjarðarsveit, fæddist 22. september 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 21. júlí 2022. Ingibjörg fæddist í Lambadal í Dýrafirði og ólst þar upp. Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 878 orð | 1 mynd

Ingjaldur Indriðason

Ingjaldur Indriðason, fyrrv. útgerðarbóndi og bílstjóri, fæddist á Stóra-Kambi í Breiðuvík á Snæfellsnesi 11. apríl 1941. Hann lést á Landspítalanum 8. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Indriði Sveinsson, f. 23. júní 1889, og Guðfinna Björg Lárusdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1713 orð | 1 mynd

Jóhann Hergils Steinþórsson

Jóhann Hergils Steinþórsson fæddist á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 24. ágúst 1994. Hann varð bráðkvaddur 8. ágúst 2022. Foreldrar hans eru Sonja Pétursdóttir, f. 26. október 1972, og Steinþór Brekkmann Jóhannsson, f. 21. júní 1962. Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 818 orð | 1 mynd

Jón H. Arngrímsson

Jón Hermann Arngrímsson fæddist 11. júlí 1939 í Flatey á Breiðafirði. Hann lést á heimili sínu 5. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Arngrímur Björnsson og Þorbjörg Jensdóttir Guðmundsdóttir. Bróðir hans var Bjarni, f. Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 188 orð | 1 mynd

Sigríður Gísladóttir

Sigríður Gísladóttir fæddist 14. janúar 1958. Hún lést 25. júlí 2022. Útför hennar fór fram 5. ágúst 2022. Eftirfarandi minningagrein birtist með öðru nafni á útfarardegi, beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 33 orð

Þau leiðu mistök urðu við birtingu minningagreina um Hörð Sigurðsson...

Þau leiðu mistök urðu við birtingu minningagreina um Hörð Sigurðsson, sem birtust í blaðinu 12. ágúst sl., að æviágrip og mynd af Herði Vigni Sigurðssyni birtist. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á... Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 3966 orð | 1 mynd

Þorsteinn Viðar Ragnarsson

Þorsteinn Viðar Ragnarsson fæddist í Reykjavík 1. október 1936. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 27. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
19. ágúst 2022 | Minningargreinar | 2163 orð | 1 mynd

Þorvaldur Sigurjón Helgason

Þorvaldur Sigurjón Helgason fæddist 29. desember 1931 á Kollsá í Hrútafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 29. júlí 2022. Foreldrar hans voru Helgi Hannesson, f. 1901, d. 1988, trésmiður og Sólveig Tómasdóttir, f. 1900, d. 1973, húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. ágúst 2022 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Auknar tekjur og meiri hagnaður hjá Eimskip

Hagnaður Eimskips á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam um 24,9 milljónum evra, sem er um 3,5 milljarðar á núverandi gengi. Hagnaðurinn eykst um tæp 87% á milli ára. Tekjur félagsins námu um 283 milljónum evra og jukust um 34% á milli ára. Meira
19. ágúst 2022 | Viðskiptafréttir | 214 orð | 1 mynd

Hagnaður Kviku um 1,7 milljarðar

Hagnaður Kviku banka nam á fyrri helmingi ársins rúmum 1,7 milljörðum króna, samanborið við um fimm milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam tæpum 2,2 milljörðum króna og dregst saman um 2,5 milljarða á milli ára. Meira
19. ágúst 2022 | Viðskiptafréttir | 428 orð | 1 mynd

Viðskiptin í Mjólkurbúinu glæddust í sumar

Baksvið Baldur Arnarson Þóroddur Bjarnason Rúmt ár er liðið síðan veitingastaðurinn Flatey pizza opnaði útibú í mathöllinni Mjólkurbúinu á Selfossi. Sigurvin Ellert Jensson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir viðskiptin í Mjólkurbúinu hafa glæðst í sumar. Meira

Fastir þættir

19. ágúst 2022 | Í dag | 290 orð

Af geðlæknum og öðru fólki

Ólafur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði: Á nesi suður með sjó sífellt til tíðinda dró, með skrölti og drunum skjálftum í bunum og eldur úr iðrum lands smó. Á sama nesi við sjó, mér sviðsmynd var um og ó: um flugvöll til vara í vikri og þara. Meira
19. ágúst 2022 | Árnað heilla | 83 orð | 1 mynd

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir

40 ára Dagmar ólst upp í Breiðholtinu en býr í Salahverfi í Kópavogi. Hún er með ML-gráðu í lögfræði frá HR og er aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara. Dagmar er formaður Ákærendafélagsins. Áhugamálin eru tónlist og dans. Meira
19. ágúst 2022 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

Fór ekki frá símanum í þrjú ár

Ása Jacobsen stefnir á að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Einstök börn á laugardag en hvatning hennar er fyrst og fremst sonur hennar, hinn sex ára Stefán sem tilheyrir félaginu. Meira
19. ágúst 2022 | Í dag | 28 orð | 3 myndir

Markmiðið að komast á HM

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerði upp lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór á Englandi í sumar, ásamt því að fara yfir möguleika Íslands í undankeppni... Meira
19. ágúst 2022 | Í dag | 48 orð

Málið

Dögurður þýðir morgunverður . Dögurður er merkt gamalt í Ísl. nútímamálsorðabók en í Ísl. orðabók er merkingin bröns stjörnumerkt vafasöm. Nú hefur rykið verið dustað af dögurðinum. Meira
19. ágúst 2022 | Fastir þættir | 141 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á móti sem fram fór í Marienbad í Tékklandi í byrjun...

Staðan kom upp á móti sem fram fór í Marienbad í Tékklandi í byrjun þessa árs. Tékkneski stórmeistarinn Vojtech Plat (2.548) hafði svart gegn Pólverjanum Dawid Czerw (2.396) . 48.... g4! 49. Bxg4 hvítur hefði orðið óverjandi mát eftir 49. fxg4 Kg3 50. Meira
19. ágúst 2022 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Tómas Bjartur Skúlínuson og Tómas Óliver Gunnarsson tóku sig til nýverið...

Tómas Bjartur Skúlínuson og Tómas Óliver Gunnarsson tóku sig til nýverið og héldu tombólu í Álfheimum í Reykjavík þar sem þeir seldu gamalt dót sem þeir notuðu ekki lengur. Meira
19. ágúst 2022 | Árnað heilla | 755 orð | 4 myndir

Það er vor á Vestfjörðum

Kristinn Halldór Gunnarsson fæddist 19. ágúst 1952 í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum en fluttist í Garðahreppinn á unglingsárum. Meira

Íþróttir

19. ágúst 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

EM U16 karla B-deild, 8-liða úrslit: Belgía – Ísland 107:59...

EM U16 karla B-deild, 8-liða úrslit: Belgía – Ísland 107:59 *Ísland mætir Svíþjóð í leik um 5.-8. sæti mótsins í Sofíu í Búlgaríu í dag. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 384 orð | 3 myndir

*Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur áhuga á að kaupa...

*Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur áhuga á að kaupa brasilíska miðjumanninn Casemiro frá Real Madrid. Það er The Athletic sem greinir frá þessu. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Fimm leikja bannið stendur

Fimm leikja bannið sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta, fékk fyrir framkomu sína eftir leik KA og KR í Bestu deildinni stendur óhaggað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun Akureyrarfélagsins. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Fylkismenn tylltu sér á toppinn eftir markaveislu

Fylkir tyllti sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, þegar liðið tók á móti Selfossi á Würth-vellinum í Árbænum í 17. umferð deildarinnar í gær. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Ísland mætir Svíþjóð í Sofíu

Drengjalandslið Íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mátti þola stórt tap, 59:107, fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum B-deildar Evrópumótsins í Sofíu í Búlgaríu í gær. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 585 orð | 2 myndir

Klárlega stærra en Íslandsmetið

Frjálsar Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Kórinn: HK &ndash...

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Kórinn: HK – Breiðablik 20 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Fossvogur: Víkingur R. – Haukar 17.30 Extra-völlur: Fjölnir – Fylkir 18 Kópavogur: Augnablik – Grindavík 19.15 3. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Liðstyrkur til Grindavíkur

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos um að leika með liðinu á komandi tímabili. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Meistararnir í undanúrslit

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, með afar dramatískum sigri gegn KR á Víkingsvelli í Fossvogi í 8-liða úrslitum keppninnar í gær. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

Mjólkurbikar karla 8-liða úrslit: Víkingur R. – KR 5:3 Lengjudeild...

Mjólkurbikar karla 8-liða úrslit: Víkingur R. – KR 5:3 Lengjudeild karla Fjölnir – Grindavík 4:3 Kórdrengir – Vestri 4:0 Þróttur V. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Valgarð efstur Íslendinganna

Valgarð Reinhardsson varð efstur Íslendinganna fimm á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í München í Þýskalandi í gær. Valgarð fékk samtals 77,098 stig í fjölþrautinni þar sem keppt var á sex áhöldum. Hann hafnaði í 42. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 742 orð | 2 myndir

Valur steig stórt skref í átt að riðlakeppninni

Meistaradeild Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valur er komið áfram í úrslit 1. umferðar Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu eftir nokkuð þægilegan sigur gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum fyrstu umferðarinnar í Radenci í Slóveníu í gær. Meira
19. ágúst 2022 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Þriggja liða kapphlaup um sæti í efstu deild

FH og HK skildu jöfn í toppslag 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en bæði lið fengu færi til þess að skora. Meira

Ýmis aukablöð

19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 255 orð | 1 mynd

10 góð ráð fyrir skólabyrjun

Að byrja í grunnskóla markar nýjan kafla í lífi sérhvers barns. Foreldrar geta undirbúið börn sín undir þessi tímamót með ýmsu móti. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1481 orð | 2 myndir

Ákvörðun um nám og starf ein sú mikilvægasta sem við tökum á lífsleiðinni

María Stefanía Stefánsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Mími – símenntun er með fallega sýn á fólk á vinnumarkaði. Eftir samtal við hana má sjá hversu mikilvægt er fyrir hvern og einn að þróast í takt við nýja tíma. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 914 orð | 6 myndir

„Gömlu aðferðirnar geta kennt okkur margt“

Undanfarin þrjú sumur hefur Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir búið í tjaldi og aldrei sofið betur. Hún heldur utan um áhugavert sjálfbærni- og nýsköpunarnám við Hallormsstaðaskóla. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 606 orð | 1 mynd

„Mikilvægt að kennarar líti á nemendur sína sem samstarfsaðila“

Jóhann Björnsson heimspekikennari segir mikilvægt að kenna gagnrýna hugsun og heimspeki á öllum skólastigum enda sé upplýsingaflæði mikið í dag og misfjafnt að gæðum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1389 orð | 3 myndir

„Nú er það sem ég geri í tísku“

Anna Rósa grasalæknir er með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún segir viðhorf til grasalækninga hafa breyst mjög mikið með árunum og nú sé í tísku að nota náttúrulegar leiðir til lækninga og heilsueflingar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1433 orð | 4 myndir

„Þetta hefur verið erfið vegferð, en um leið það skemmtilegasta sem ég hef gert“

Í kringum þrítugt þáði Fanney Dóra starf sem matreiðslumaður á norsku hóteli. Hún ætlaði að staldra stutt við en endaði á að búa í fimm ár í Noregi og Bretlandi og lífið tók U-beygju. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1053 orð | 1 mynd

Ekki bara fyrir fólk á krossgötum

Halla Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Endurmenntunar Háskóla Íslands síðan í desember síðastliðnum. Áður en hún tók við starfinu hafði hún unnið við fræðslumál, mannauðsmál og stjórnun hjá hinu opinbera og líka í einkageiranum. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 420 orð | 3 myndir

Gott skólanesti mikilvægt fyrir framúrskarandi skóladag

Nemendur á öllum skólastigum þurfa á haldgóðri næringu að halda til að komast í gegnum skóladaginn. Námsmenn ættu því ekki að vanmeta gott nesti og mikilvægi þess að skipuleggja næringu dagsins þannig að nestið sé bæði fjölbreytt og hollt. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1078 orð | 3 myndir

Hjálpa stressuðum að ná jafnvægi

Ingibjörg Valgeirsdóttir sérhæfir sig í að hjálpa fólki að losna við streitu og ná jafnvægi á ný með vinsælum göngum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 104 orð | 1 mynd

Hvert er hlutverk stjúpforeldra?

Það er ekki einfalt mál að halda öllum ánægðum og hressum í fjölskyldunni þegar meðlimir koma úr ólíkum áttum. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 142 orð | 1 mynd

Láttu Þorgrím kenna þér að skrifa

Hefur þig dreymt um að geysast fram á ritvöllinn? Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 112 orð | 1 mynd

Snúðu þér inn í haustið

Haustið er hinn fullkomni tími til að læra eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Eríal Pole býður upp á námskeið fyrir byrjendur í súludansi en námskeið þessi hafa notið mikilla vinsælda, og er nú þegar búið að fylla eitt námskeið. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1504 orð | 4 myndir

Stofnuðu heimaskóla á netinu

Nýjasti grunnskóli landsins, Ásgarðsskóli, er að hefja sitt annað skólaár. Nemendur skólans eru búsettir vítt og breitt um landið sem og erlendis. Staðsetning þeirra skiptir engu máli því öll kennsla skólans fer fram á netinu. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 587 orð | 4 myndir

Tekur dagbókina með upp í rúm á kvöldin

Ingibjörg Þorvaldsdóttir, veitinga- og athafnakona, rekur veitingastaðinn Pure Deli. Hún stundar einnig MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 825 orð | 3 myndir

Tungumálanám besta heilaleikfimin

Spænskunámskeið fyrir byrjendur hafa frá upphafi verið ein vinsælustu námskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 312 orð | 3 myndir

Viltu minnka matarsóun eða klára ókláruðu hannyrðirnar?

Langar þig að læra að sauma út og hætta allri matarsóun? Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 570 orð | 2 myndir

Þegar þú hættir að nenna að vinna fyrir nýríka kana!

Fyrir um tveimur áratugum lagði rúmlega tvítugur drengur land undir fót og hóf nám í flugvirkjun í Bandaríkjunum. Ævintýraljómi umlykur flugheiminn hvort sem þú ert að þjónusta farþega eða herða skrúfurnar í hreyflunum. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 1299 orð | 3 myndir

Ætlar ekki að sjá eftir neinu í ellinni

Hanna Lára Gylfadóttir er með BS í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og BS í viðskiptafræði frá sama skóla. Í janúar á þessu ári kláraði hún sveinspróf í húsasmíði og er nú í húsgagnasmíði og í iðnmeistaranámi við Tækniskólann. Meira
19. ágúst 2022 | Blaðaukar | 952 orð | 5 myndir

Öndunin breytist og fólk nær að slaka á þegar það prjónar

Prjónaskapur hefur fylgt þjóðinni síðan land byggðist en það eru þó ekki allir sem prjóna jafnsmart flíkur og Ólöf Guðrún Gunnarsdóttir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.