Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Starfið hér í skólanum er skemmtilegt og skapandi. Þá finnst mér samskiptin við nemendur afar gefandi,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, nýr rektor Menntaskólans í Reykavík. „Auðvitað er ekkert samhengi milli þess að farnast vel í lífinu og vera með góðar einkunnir í framhaldsskóla. Hins vegar er mikilvægt að unglingar fái í námi sínu undirstöðu, læri vinnubrögð og tileinki sér þrautseigju. Seigla og úthald eru afar mikilvægir eiginleikar þegar kemur til dæmis að háskólanámi. Hér viljum við efla slíkt meðal nemenda, enda er MR skóli sem gerir kröfur sem ekki verður dregið úr.“
Meira