Margt fróðlegt er að finna í blaðinu 200 mílur, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, sem kom út um helgina. Þar var til að mynda rætt við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra og einn eigenda Vísis í Grindavík, og komið víða við. Pétur vakti meðal annars athygli á því að með stærri og stöndugri útgerðarfyrirtækjum, svo sem með sameiningu Vísis og Síldarvinnslunnar, megi frekar tryggja örugg heilsársstörf en með smærri útgerðum.
Meira