Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl.is Á þessu ári hafa nú þegar 2.550 manns sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi, sem eru nær þrisvar sinnum fleiri en í fyrra og vel ríflega tvisvar sinnum fleiri en þegar næstflestir sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi. Haldi fjölgunin áfram sem horfir munu þeir vera rúmlega þrjú þúsund í árslok, um 0,8% af íbúafjölda landsins. Mestu munar um fólk á flótta frá innrás Rússa frá Úkraínu, en jafnvel þegar sá fjöldi er undanskilinn blasir við að straumurinn hingað til lands hefur þyngst mjög mikið, ár frá ári.
Meira