Endurbætur á tengingu Suðurnesja við raforkukerfi landsins hefur velkst í kerfinu árum saman, jafnvel hátt í tvo áratugi. Miklar rannsóknir hafa farið fram og verkefnið farið tvisvar í umhverfismat og allir hafa fengið færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ítrekað. Þrátt fyrir það er enn allt stopp og það eina sem fyrir liggur er að fulltrúar sveitarfélagsins Voga, sem stendur gegn framkvæmdinni, og Landsnets, sem vill leggja línuna, hafa rætt um að hittast og tala saman.
Meira