Þegar fólk er búið að lofa of miklu upp í ermina á sér og blekkja kjósendur of oft fyrir kosningar er gott að geta beint umræðunni annað. Það kann að vera skýringin á því að Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og sá sem, ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Samfylkingar, Pírata, Framsóknar og Viðreisnar, ber hvað mesta ábyrgð á ástandi leikskólamála í Reykjavík, reyndi á borgarstjórnarfundi í gær að beina athyglinni að fæðingarorlofi. Nú þegar ljóst er að borgin hefur ekki staðið við gefin loforð spilar Skúli því út að frekar þyrfti að ræða lengingu fæðingarorlofsins upp í 18 eða 24 mánuði!
Meira