Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að íslenskur sjávarútvegur skapi samfélaginu öllu verulegan ábata. Í viðtali hér í ViðskiptaMogganum ræðir Heiðrún Lind um nefnd sem ætlað er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og hvort vinna nefndarinnar sé til þess fallin að skila einhverri niðurstöðu, um samkeppnishæfni sjávarútvegsins erlendis, um það hvort frekari hagræðingar sé þörf í greininni, hvernig framtíðarhorfur séu og margt fleira.
Meira