Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, fer fram hérlendis næstu daga og af því tilefni eru um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum staddir hér á landi.
Meira
Íbúum höfuðborgarsvæðisins, 60 ára og eldri, er nú boðið upp á fjórða skammtinn við Covid-19. Auk þess verður boðið upp á bólusetningu við inflúensu í nýju bólusetningarátaki. „Það er opið hús næstu tvær vikur í Laugardalshöll.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flest eða öll stéttarfélög iðnaðarmanna fara fram á 32 tíma vinnuviku í dagvinnu. Formaður VM segir að einfalda þurfi vinnuvikuna. Sér hann það fyrir sér að þegar krafan um 32 daga vinnuviku náist fram muni víða verða fjögurra daga vinnuvika en útfærslan geti þó farið eftir aðstæðum.
Meira
Sverrir Geirmundsson og Áskell Þórisson sýna olíumálverk og ljósmyndir á efri hæðinni í Gallery Grásteini, Skólavörðustíg 4, dagana 30. september til 11. október. Sýningin verður formlega opnuð kl.
Meira
Umferð á Suðurlandsvegi um Lækjarbotnabrekku, skammt fyrir ofan Reykjavík, er nú og verður á næstunni beint um hjáleið norðan við veginn. Verið er að breikka hringveginn um þessar slóðir og því fylgir meðal annars gerð undirganga.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjóböð njóta vaxandi vinsælda og arkitektinn og heilsumarkþjálfinn Margrét Leifsdóttir er óþreytandi við að kynna kosti baðanna.
Meira
Ísland fellur um eitt sæti og er í fimmta sæti í 169 þjóða mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara, Social Progress Index (SPI). Niðurstöðurnar voru kynntar í gær.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ísland er í fimmta sæti af 169 þjóðum í árlegri mælingu Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara sem birt var í gær.
Meira
Myndarlegur Það er ekki laust við að hann minni á skraut á jólatré, þessi myndarlegi auðnutittlingur sem ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu við að njóta...
Meira
Leikar á WDF Evrópumótinu í pílukasti, sem fer fram í Gandia á Spáni, hefjast í dag. Landslið Íslands í kvenna- og karlaflokki munu taka þátt en mótið stendur yfir til 1. október.
Meira
Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Arctic Therapeutics hefur flýtt þróun lyfs við heilahrörnun um átján mánuði með nýjum leyfissamningi við bandaríska lyfjafyrirtækið Nacuity Pharmaceuticals.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru eflaust margar skýringar á þessu en meginskýringin er sennilega Covid-19. Við teljum að það hafi mögulega haft áhrif á störf lögreglu og möguleika á að afgreiða kærur. Gjaldþrotabeiðnum hafi fækkað og fólk hafi hikað við að leggja mál fyrir dómstóla. Það hægði einfaldlega á öllu,“ segir Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Allt stefnir í að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu eftir að flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, hlaut um 26% atkvæða í þingkosningunum þar í landi á sunnudaginn. Talningu atkvæða var ekki lokið í gær, en flest benti til að kosningabandalag hægri flokka fengi meirihluta í báðum deildum þingsins.
Meira
Aftakaveður var um helgina á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Tjón upp á tugi ef ekki hundruð milljóna króna hefur orðið á eignum og innviðum víðsvegar um landið vegna þessa.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstreymi flóttafólks hingað til lands er jafnt og stöðugt. Reynsla undanfarinna vikna er sú að í viku hverri koma hingað til lands um 100 manns og starfið hér miðast við það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri stjórnvalda við móttöku flóttafólks. Móttökustöð fyrir fólkið er í húsi Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík og þar er því veitt fyrsta þjónusta.
Meira
Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Skólahald í Ármúla á vegum Hagaskóla fer fram með öðruvísi hætti í dag þar sem húsnæðið verður tvísetið.
Meira
Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Á einu ári hefur Sólheimajökull í Mýrdal hopað um alls 37 metra. Þetta kom í ljós í leiðangri sem Hvolsskóli á Hvolsvelli gerði út í fyrri viku til þess að mæla jökulinn og stöðu hans.
Meira
Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun vekja athygli á því að áform Hábrúnar ehf. um ný eldissvæði fyrir regnbogasilung í Ísafjarðardjúpi stangist á við ákvæði reglugerðar um að fimm kílómetrar skuli vera á milli eldissvæða. Fyrir eru til staðar eða í ferli fjöldi kvíabóla annarra fyrirtækja í Djúpinu. Skipulagsstofnun segir að taka þurfi á því máli og fjölda annarra í umhverfismatsskýrslu.
Meira
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Jóhann Þórsson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, segir tryggingafélagið hafa fundið fyrir óveðri helgarinnar og að strax sé ljóst að tjónið nemi tugum milljóna.
Meira
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í gær um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Benti Berglind á að aðgengi að slíkri þjónustu á landsbyggðinni væri verra en á höfuðborgarsvæðinu og að lausnin á því gæti verið að auka hlut einkaaðila.
Meira
Bandaríska leikkonan Louise Fletcher, sem skapaði eina eftirminnilegustu persónu bandarískra kvikmynda, hjúkrunarkonuna Ratched í Gaukshreiðrinu (One Flew Over the Cuckoo's Nest), er látin, 88 ára að aldri.
Meira
Tónlistarmaðurinn breski Elton John hélt tónleika á grasflötinni við Hvíta húsið í Washington-borg á föstudaginn var, fyrir forsetahjónin og um 2.000 gesti.
Meira
Franski gamanleikurinn Bara smástund! eftir Florian Zeller í íslenskri þýðingu Sverris Norland var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins um liðna helgi.
Meira
Þátturinn Kveikur í Ríkissjónvarpinu hefur verið í áskrift að Edduverðlaununum frá því hann hóf göngu sína; hreppti verðlaun sem frétta- eða viðtalsþáttur 2018, 2019, 2020, 2021 og nú 2022.
Meira
Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir barnamenningarhátíð í Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi í dag frá kl. 8.30 til 13.30. Er hún ætluð grunnskólabörnum í Dalvíkurbyggð og tileinkuð skáldkonunni Látra-Björgu sem var uppi á 18. öld.
Meira
Hinn þekkti bandaríski saxófónleikari Pharoah Sanders er látinn 81 árs að aldri. Hann var einn áhrifamesti djassleikari sinnar kynslóðar, blásari með einstakan stíl.
Meira
Fyrrverandi meðlimur Pink Floyd, Roger Waters, hefur aflýst tvennum tónleikum sem hann hugðist halda í Kraków í Póllandi í apríl næstkomandi. Ástæðan er að ummæli sem Waters viðhafði um stríðið í Úkraínu hafa vakið reiði víða, meðal annars í Kraków.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Krampar sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu 3. september síðastliðinn og ber hún titilinn Seizures. Alda Music sér um drefingu.
Meira
Gísli Ragnarsson: "Sjálfstæði smáþjóðar er ekki sjálfsagt. Það þarf stöðugt að vera á verði og gæta þess að ekkert sé gert sem stuðlar að valdaafsali."
Meira
Einar S. Hálfdánarson: "Trúfrelsi innifelur rétt til trúarsannfæringarinnar, en einkum til trúariðkunar. Annars er það meiningarlaust hugtak. – Verða fermingar næst bannaðar?"
Meira
Með uppstokkun á stjórnarráði Íslands og tilkomu nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis urðu tímabærar breytingar að veruleika. Í fyrsta sinn heyra þannig menning, ferðaþjónusta og viðskipti undir einn og sama fagráðherrann.
Meira
Hjörtur J. Guðmundsson: "Evrópusambandið hefur áréttað mikilvægi þess að ríkisstjórn, sem stendur að umsókn um inngöngu í sambandið, sé samstiga um það að halda í þá vegferð."
Meira
Aðild að ESB er fyrir löngu orðin þráhyggja hjá Samfylkingarfólki. Kannski ætti allt þetta fólk í Samfylkingunni að fara að leita sér aðstoðar hvað þessa þráhyggju varðar. Kjósendur í síðustu þingkosningum sýndu hug sinn til Samfylkingar í kjörklefanum.
Meira
Guðný Kristjánsdóttir fæddist 18. janúar 1941 í Vestmannaeyjum. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi, 19. september 2022. Hún var elsta dóttir hjónanna Kristjáns Guðmundssonar, f. 2. desember 1911, d. 16. apríl 1979, og Fjólu Gísladóttur, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðríður Guðmundsdóttir (Didda) fæddist í Reykjavík 16. október 1930. Hún lést á Landakoti 17. september 2022. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldórsson og Gróa Ólafsdóttir Thorlacius. Bræður hennar voru Gunnar og Ólafur báðir látnir og Þorgeir.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Norðdahl fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1928. Hann lést á heimili sínu, Naustavör 50 í Kópavogi, 8. september 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson Norðdahl, f. 26. apríl 1880, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Jóhannsdóttir fæddist í Þurranesi í Saurbæjarhreppi 13. júní 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 17. september 2022. Margrét var dóttir hjónanna Maríu Guðmundu Guðbjargar Ólafsdóttur, f. 1916, d.
MeiraKaupa minningabók
Rut Friðfinnsdóttir fæddist í Reykjavík 17. september 1958. Hún lést á Landspítalanum 7. september 2022. Hún var fimmta barn þeirra Friðfinns Júlíusar Guðjónssonar, 7. maí 1929, d. 19. ágúst 2004, og Rutar Gíslínu Gunnlaugsdóttur, f. 21.
MeiraKaupa minningabók
Sr. Tómas Guðmundsson fæddist 28. apríl 1926 á Uppsölum í Norðurárdal í Mýrasýslu. Hann lést í faðmi ástvina 17. september 2022 á LSH á Hringbraut. Foreldrar Tómasar voru Guðmundur Tómasson, f. 14.9. 1891, d. 13.9.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Arctic Therapeutics hefur flýtt þróun lyfs við heilahrörnun um marga mánuði með nýjum leyfissamningi við bandaríska lyfjafyrirtækið Nacuity Pharmaceuticals.
Meira
Tekjur sex stærstu sveitarfélaga landsins hækkuðu um 13% á milli ára á fyrri helmingi ársins. Þá hækkuðu skatttekjur um 9% en útgjöld um 9,2%. Þar af hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæp 7%.
Meira
Akranes Lísbet Birta Hafþórsdóttir fæddist 9. mars 2022 kl. 20.37 á Akranesi. Hún vó 3.386 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Drífa Sjöfn Hákonardóttir og Hafþór Ingi Waage...
Meira
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eða Inga Kristjáns eins og hún er jafnan kölluð, er eigandi íslenska glæpahlaðvarpsins Illverka. Hún hefur gefið út um 350 þætti um morð og önnur sakamál síðastliðin ár en hlaðvarpið er hennar lifibrauð.
Meira
Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir standa fyrir verkefninu Konur eru konum bestar sem styrkir í ár Ljónshjarta.
Meira
Gersemi : dýrgripur , kjörgripur, e-ð mjög verðmætt , er kvenkyns , hún, gersemin. Það er stundum forliður til áherslu, þá einkum til hróss: gersemismaður .
Meira
50 ára Sigríður er Reykvíkingur, ólst upp í Efra-Breiðholti og býr í Seljahverfi. Hún er leikskólakennari að mennt, með MBA-gráðu frá HÍ og er leikskólastjóri í leikskólanum Hraunborg í Efra-Breiðholti.
Meira
Í Vísnahorni á föstudag var sagt frá hinni nýju ljóðabók séra Hjálmars Jónssonar „Stundum verða stökur til“. Þar var vitlaust farið með eina vísu sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Meira
Landslið Íslands í karate tók þátt á 8. Smáþjóðamótinu í karate í Liechtenstein um helgina. Íslensku keppendurnir náðu í fimm gull, tvö silfur og sex brons á mótinu. Þórður J. Henrysson og Ísold K. Felixdóttir unnu tvö gull hvort og Una B.
Meira
Ítalía gerði góða ferð til Ungverjalands og vann sterkan 2:0-sigur á heimamönnum í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu karla í Búdapest í gærkvöld.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti í kvöld tryggt sér annað sætið í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildar UEFA þegar það mætir Albaníu í Tirana í lokaleik keppninnar.
Meira
Síðustu daga hefur verið kallað eftir því að leikmenn úr A-landsliði karla í fótbolta verði færðir yfir í 21-árs landsliðið fyrir seinni umspilsleikinn gegn Tékkum í dag, í stað þess að spila með A-liðinu gegn Albaníu.
Meira
Evrópubikar Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Þór frá Þorlákshöfn verður á meðal liða sem taka þátt í Evrópubikar karla í körfubolta í ár. Liðið leikur við AEK Larnaca frá Kýpur í átta liða úrslitum síns riðils klukkan 15 í dag.
Meira
Bandaríkin áttu ekki í neinum vandræðum með Suður-Kóreu er liðin mættust á HM kvenna í körfubolta í Ástralíu í gær. Urðu lokatölur 145:69, Bandaríkjunum í vil.
Meira
Seinni umspilsleikur Íslands og Tékklands um sæti í lokakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í fótbolta fer fram í Ceské Budejovice í Tékklandi í dag. Tékkar standa vel að vígi eftir sigur í fyrri leiknum á Víkingsvellinum, 2:1, á föstudaginn.
Meira
Karatemaðurinn efnilegi, Hugi Halldórsson úr Karatefélagi Reykjavíkur, sigraði í flokki ungmenna í kumite á Opna skoska bikarmeistaramótinu sem fram fór um helgina.
Meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Nantes í Frakklandi, verður frá keppni næstu tvær vikur vegna meiðsla á olnboga sem hann varð fyrir á æfingu með liðinu. Þetta staðfesti Viktor við Handbolta.is.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.