Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Tíðni netglæpa sem eldri borgarar verða fyrir hér á landi hefur aukist verulega á undanförnum árum, samkvæmt tölum lögreglu frá árinu 2017 til dagsins í dag. Um tvo flokka er að ræða, annars vegar fjárfestasvindl og hins vegar traustsvindl. „Þetta eru þeir flokkar sem við sjáum langmest tjón í, og í þeim eru fleiri en 90% þolenda 50 ára og eldri, og innan þess hóps er meira en helmingur 67 ára og eldri,“ segir G. Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Meira