Greinar laugardaginn 15. október 2022

Fréttir

15. október 2022 | Innlendar fréttir | 505 orð | 3 myndir

Baráttujaxl í öllu sem hann gerir

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu hafnaði því í vikunni að taka fyrir mál Arnars Helga Lárussonar, formanns SEM-samtakanna, gegn íslenska ríkinu. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Bilanir og höfnin í Eyjum oft ófær

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðstæður núna eru fólki og fyrirtækjum hér í Eyjum ekki bjóðandi, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Verulegar raskanir hafa síðustu daga verið á ferjusiglingum milli lands og Eyja og áætlun ekki staðist. Herjólfur IV er nú í slipp í Hafnarfirði og verður í minnst þrjár vikur. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Bókasafn Hafnarfjarðar 100 ára

Bókasafn Hafnarfjarðar fagnar 100 ára afmæli í ár en bókasafnið byrjaði í litlu herbergi uppi á lofti Barnaskólans við Suðurgötu í Hafnarfirði. Nú er safnið á þremur hæðum og með yfir 100.000 bækur og árlega koma á bókasafnið um 125. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Eggert

Á fund „Við erum farin á ríkisráðsfund,“ sagði Guðni forseti sposkur á svipinn þegar hann og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra prófuðu þessi fjórhjól á Landbúnaðarsýningunni í... Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Flogið oftar til meginlands Evrópu

Stjórnendur Niceair, sem flýgur til Akureyrar og frá, eru að undirbúa sumaráætlun næsta árs og verður hún kynnt á næstunni. Framkvæmdastjórinn segir að áfangastöðum verði fjölgað og flogið oftar til meginlands Evrópu. Meira
15. október 2022 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Ganga hratt á stýriflaugarnar

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur birt upplýsingar sem byggðar eru á mati vestrænna leyniþjónusta og eiga að sýna birgðastöðu rússneskra stýriflauga. Samkvæmt þessu áttu rússneskar hersveitir alls 609 stýriflaugar hinn 12. október sl. en fjöldi þeirra er sagður hafa verið 1.844 í upphafi Úkraínustríðsins í febrúar. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 817 orð | 2 myndir

Gestir í Síldarminjasafninu aldrei fleiri

Úr bæjarlífinu Sigurður Ægisson Siglufirði Í Grunnskóla Fjallabyggðar eru þennan veturinn 218 nemendur, og er skiptingin þannig, að 114 eru á Siglufirði og 104 í Ólafsfirði. Í Menntaskólanum á Tröllaskaga voru í upphafi haustannar um 480 nemendur. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Grafandarpar í Vatnsmýri

Grafendur sjást sjaldan í Reykjavík enda eru þær farfuglar sem vitja vetrarstöðva sinna í byrjun október. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Gæddu sér á gómsætum gulrótum

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 fer fram í Laugardalshöll um helgina og ýmislegt hægt að skoða og smakka eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Hafnargarðurinn á Akranesi lengdur

Ytri hluti aðalhafnargarðsins á Akranesi verður lengdur um 120 metra og verður eftir lenginguna 220 metrar. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Hópur fer í kynnisferð um vindorku

Tugir Íslendinga eru á leið til Danmerkur til að skoða svæði þar sem vindorka er nýtt í miklum mæli og kanna hvernig undirbúningur framkvæmda fór fram. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Hætta rannsókn á slysi á Óshlíðarvegi

Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á tildrögum andláts farþega bifreiðar sem hafnaði utan vegar á Óshlíð árið 1973. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 865 orð | 3 myndir

Íbúar taki frumkvæði í vegamálum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til greina kemur að íbúar á dreifbýlum svæðum geti sjálfir tekið að sér vegagerð og flýtt þannig samgönguframkvæmdum sem tæpast þola bið. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Kergja milli þings og ÚTL

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði í samtali við mbl. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Mannamót í miðbænum

Farið er að kólna í veðri og ekki lengur sjálfgefið að geta setið að spjalli utandyra. Þessir kipptu sér þó ekki upp við það og fóru yfir stöðu mála fyrir framan veitingastað við Skólavörðustíg í gær. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Nemendum þarf að líða vel í skólanum

„Við vorum með áætlun gegn kynferðisáreitni og ofbeldi sem við vorum nýbúin að endurskoða og við höfum verið að fylgja henni. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Rauða flaggið komið á göturnar á Íslandi

Kínverskir bílaframleiðendur gera sig sífellt meira gildandi á íslenska markaðnum. BL kynnir í dag til sögunnar flaggskipið frá framleiðandanum Hongqi en þar er á ferðinni risavaxinn rafbíll sem minnir helst á viðhafnarútgáfur Rolls-Royce. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 1228 orð | 2 myndir

Rödd frumbyggja verður að heyrast

Viðtal Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Landstjóri Kanada, Mary Simon, minnir á mikilvægi jafnréttis og hvetur til þess að hlustað sé á rödd frumbyggja þegar kemur að málum norðurskautssvæðisins. Simon er gestur þings Hringborðs norðurslóða sem fer fram í Hörpu um helgina. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Samhjálp gefur um 200 máltíðir á dag

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kótilettukvöld Samhjálpar verður í veislusal Knattspyrnufélagsins Vals á Hlíðarenda nk. þriðjudag, 18. október. „Við höfum verið með þessa fjáröflun árlega frá 2006 nema hvað við urðum að gera hlé vegna samkomutakmarkana í Covid,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, en aðgöngumiðar eru komnir í sölu (tix.is). Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 330 orð

Segir umræðu hryggilega

„Ég tek bara undir það sem Bryndís Haraldsdóttir hefur verið að segja. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 252 orð | 5 myndir

Skilja eftir sig slóð eyðileggingar

„Rússarnir skilja alls staðar eftir sig sviðna jörð,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, en hann hefur síðustu daga verið á ferðalagi um þau svæði í Donbas-héruðunum, sem Úkraínumenn hafa frelsað nýlega. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Sveitarfélög þurfa að smala ágangsfé

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður Alþingis telur að túlkun innviðaráðuneytisins á lögum um búfjárhald og lögum um afréttamálefni standist ekki. Beinir hann þeim tilmælum til innviðaráðuneytisins að það taki leiðbeiningar sem það hefur gefið út um viðbrögð sveitarfélaga við ágangi búfjár á önnur heimalönd til endurskoðunar. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 98 orð | 2 myndir

Sýna verk mæðgnanna Temmu Bell og Louisu Matthíasdóttur

Sýning með verkum eftir mæðgurnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000) og Temmu Bell (f. 1945) verður opnuð kl. 14 í dag, laugardag, í nýjum sýningarsal, Listheimum í Súðarvogi 18. Verkin hafa ekki verið sýnd áður hér á landi. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 697 orð | 2 myndir

U-beygja í breskum stjórnmálum

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, vék í gær Kwazi Kwarteng, fjármálaráðherra sínum, til hliðar á sama tíma og hún lýsti því yfir að ríkisstjórn hennar hygðist breyta um stefnu í fjármálum ríkisins. Markaðir í Bretlandi hafa verið í uppnámi frá því að Kwarteng kynnti uppfærð fjárlög, þar sem meðal annars átti að afnema hátekjuskatt, sem og að draga til baka fyrirhugaða skattahækkun á fyrirtæki. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Úkraínumenn staðráðnir í að fara með sigur af hólmi

„Eyðileggingin er gríðarlega mikil,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, en hann var á dögunum á ferðalagi um þau svæði í Donbas-héruðunum sem Úkraínuher hefur frelsað á síðustu vikum í gagnsókn sinni. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Verða í varðhaldi í fjórar vikur

Tveir karlmenn á þrítugsaldri, sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka hér á landi, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. Meira
15. október 2022 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Þrjár öflugar varaaflstöðvar settar upp

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrjár öflugar dísilrafstöðvar hafa verið settar upp við seiðastöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar. Hver stöð er 1.600 kílóvött að stærð og vegur 10 tonn. Þær eru settar upp saman í sérstakt hús sem byggt er yfir þær. Meira

Ritstjórnargreinar

15. október 2022 | Leiðarar | 330 orð

Efling hafrannsókna

Skortur á rannsóknum getur leitt til of- eða vannýtingar Meira
15. október 2022 | Staksteinar | 219 orð | 1 mynd

Eiga píratar að ráða ferðinni?

Björn Bjarnason fjallar um frétt sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær þar sem fram kom að margir þeirra sem Alþingi hefur veitt ríkisborgararétt uppfylltu ekki almenn skilyrði, gátu ekki gert grein fyrir hverjir þeir væru og voru jafnvel á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, svo nokkuð sé nefnt. Meira
15. október 2022 | Leiðarar | 252 orð

Enga vægð

Í Íran er afskræming réttarríkisins notuð sem refsivöndur Meira
15. október 2022 | Reykjavíkurbréf | 1825 orð | 1 mynd

Snúið er að spá um framtíð, og sagan er ólíkindatól

Langtímum saman hefur heyrst, sem heilagastur sannleikur alls, að Íslendingar væru upp til hópa fátækt fólk, sem ekki væri aðeins dapurlegt heldur fyrst og fremst andstyggilegt. Því ástæða þessa volæðis væri (rétt eins og í loftslagsvánni) að vont fólk og illa innrætt ynni sér ekki hvíldar við að tryggja að að sá örlagadómur fengi aldrei enda. Þeir fáu, sem töldust stöndugir í þessari öfugu paradís fátæktarinnar, höfðu að sögn klórað aura sína út úr þeim sem ekkert áttu og hlýtur að hafa þurft nokkra lagni til. Furðu margir hafa látið eins og að þetta væri ekki aðeins staðreynd heldur sönnuð að auki, og þar með ekki umdeilanleg fremur en afstæðiskenning Einsteins. Meira

Menning

15. október 2022 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar Camerarctica

Kammerhópurinn Camerarctica heldur upp á 30 ára starfsafmæli með tónleikum á Sígildum sunnudögum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 undir yfirskriftinni „Brahms og tveir pólar“. Meira
15. október 2022 | Fjölmiðlar | 221 orð | 1 mynd

Ástkarl flytur inn

Fúlskeggjaður maður og minna skeggjaður maður taka tal saman úti á götu. Þeir þekkjast greinilega og sá fúlskeggjaði hrósar þeim minna skeggjaða fyrir að hafa staðið sig vel með stjúpson á heimilinu. Meira
15. október 2022 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd

Bjarni Thor syngur í Seltjarnarneskirkju

Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson kemur fram á einsöngstónleikum ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara í Seltjarnarneskirkju kl. 16 á morgun, sunnudag. Á dagskránni eru fjölbreytileg íslensk sönglög, ljóðasöngvar og amerískir sálmar. Meira
15. október 2022 | Myndlist | 103 orð | 1 mynd

Fellingar í Fold

Fellingar er titill einkasýningar Ástríðar J. Ólafsdóttur sem opnuð verður í Gallerí Fold í dag, 15. október, kl. 14. Ástríður sýnir olíumálverk innblásin af panneggio-tækni gömlu ítölsku meistaranna. Meira
15. október 2022 | Tónlist | 540 orð | 3 myndir

Ferð án enda

Ný plata ADHD er þeirra áttunda en þar halda virtúósarnir fjórir sem bandið skipa áfram ferðalagi sínu um óma og hljóma. Grjótharðir sem endranær en silkimjúkir um leið. Meira
15. október 2022 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Flauta, víóla og ástaróbó klukkan 15:15

Á tónleikum 15:15-tónleikaraðarinnar í dag, laugardag, koma fram Katrin Heymann þverflautuleikari, Vigdís Másdóttir, fiðlu- og víóluleikari, Össur Ingi Jónsson, óbó- og ástaróbóleikari, Tobias Helmer, hljóðgervils- og píanóleikari, og Victoria... Meira
15. október 2022 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Flytja h-moll messu Bachs

Dómkórinn ásamt kammersveit undir stjórn Kára Þormar dómorganista flytur h-moll messu J.S. Bachs á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Meira
15. október 2022 | Myndlist | 58 orð | 1 mynd

Fyrsta einkasýning Hönnu Þóru

Eyjar er yfirskrift fyrstu einkasýningar Hönnu Þóru en hún verður opnuð í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag, laugardag, kl. 14. Meira
15. október 2022 | Bókmenntir | 313 orð | 3 myndir

Horfst í augu við dauðann

Eftir Pierre Lemaitre. Friðrik Rafnsson þýddi. JPV útgáfa 2022. Kilja, 283 bls. Meira
15. október 2022 | Myndlist | 339 orð | 1 mynd

List án landamæra hefst í dag

Listahátíðin List án landamæra hefst í dag og stendur til 30. október. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setur hátíðina í Gerðubergi í dag kl. 13. Meira
15. október 2022 | Myndlist | 1040 orð | 1 mynd

Myndavélin er öflugt vopn

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning á verkum Zanele Muholi, samtímalistamanns og aðgerðasinna frá Suður-Afríku, verður opnuð í dag, 15. október, í þremur af sölum Listasafns Íslands. Meira
15. október 2022 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd

Ólafur Elíasson píanóleikari í Hofi

Ólafur Elíasson píanóleikari kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, klukkan 16. Hann leikur þar prelódíur og fúgur eftir J.S. Bach úr „velstillta píanóinu“ og sónötu Op. 110 eftir L.V. Beethoven. Meira
15. október 2022 | Hugvísindi | 79 orð | 1 mynd

Rætt um ýmislegt tengt nöfnum

Nafnaþing, málþing Nafnfræðifélagsins, verður haldið í Safnaðarheimili Neskirkju í dag, laugardag, kl. 13. Á málþinginu verður ýmislegt tengt nöfnum til umræðu og m.a. Meira
15. október 2022 | Myndlist | 300 orð | 1 mynd

Sigurður Atli sýnir Hauga

Haugar kallar myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sýninguna sem hann opnar í Gallery Porti á Laugavegi 32 í dag, laugardag, klukkan 16. Meira
15. október 2022 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Tvennir afmælistónleikar Bergljótar

Bergljót Arnalds, rithöfundur og tónsmiður, sem notar listamannsnafnið Becka, heldur tvenna tónleika á næstu dögum, í tilefni af afmæli sínu. Fyrri tónleikarnir verða í Húsi Máls & menningar á sunnudagskvöld kl. Meira
15. október 2022 | Bókmenntir | 350 orð | 3 myndir

Vel skrifuð saga um hræðilegt slys

Eftir Einar Kárason. Mál og menning 2022. Innbundin, 126 bls. Meira
15. október 2022 | Myndlist | 141 orð | 1 mynd

Verk Erlu S. Haraldsdóttur sýnd í Portfolio

„Þegar tíminn stöðvaðist“ er heiti sýningar á verkum Erlu S. Haraldsdóttur myndlistarmanns sem verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 16, í Portfolio galleríi á Hverfisgötu 71. Meira
15. október 2022 | Bókmenntir | 1582 orð | 13 myndir

Þegar náttúran tekur völdin

Af bókmenntum Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Alls eru þrettán bækur á átta norrænum tungumálum tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, en verðlaunin verða afhent í 10. Meira

Umræðan

15. október 2022 | Aðsent efni | 1010 orð | 1 mynd

Aðild að Schengen – kostir og gallar

Þórður Áskell Magnússon: "Schengen er í raun afar lítið annað en gagnagrunnur." Meira
15. október 2022 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur hafísfundur í Argentínu – 23. ársþing IICWG

Þór Jakobsson: "Hinn 23. alþjóðlegi ársfundur samtaka hafísþjónustu og -rannsókna fór nýlega fram í Argentínu, bæði með mannfundum þar og vefrænt um heiminn." Meira
15. október 2022 | Pistlar | 431 orð | 1 mynd

Árangur fyrir íslenskuna okkar

Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er kveðið á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku. Meira
15. október 2022 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Liggja markmið skipulagssviðs Reykjavíkur aftur í fátækt fortíðar?

Elías Elíasson: "Umferðin er það sem gerir verðmæti borgarlandsins meira en annars lands." Meira
15. október 2022 | Aðsent efni | 350 orð | 1 mynd

Löngu tímabærar breytingar á lögum um ríkisstarfsmenn

Diljá Mist Einarsdóttir: "Það er mikilvægt að þessir fjármunir nýtist sem best og starfsemin sé eins hagkvæm og skilvirk og mögulegt er." Meira
15. október 2022 | Aðsent efni | 779 orð | 2 myndir

Minningar frá Landakotsspítala

Steinn Jónsson: "Með tímanum þróaðist einstök menning á Landakoti sem snerist um ábyrgð, umhyggju og ástundun við sjúklinga." Meira
15. október 2022 | Pistlar | 289 orð

Óskarsvirki

Á aðalfundi Mont Pelerin-samtakanna í Osló í október 2022 var hlé gert á fundum síðdegis 7. október og siglt frá borginni suður til hins sögufræga Óskarsvirkis, sem stendur á hólma í Oslóarfirði, þar sem hann er einna þrengstur. Meira
15. október 2022 | Aðsent efni | 275 orð | 1 mynd

Slítum stjórnmálasambandi við stjórnvöld Pútíns nú þegar

Ingólfur Bruun: "Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá íslenskum alþingismönnum um að rétt sé að slíta stjórnmálasambandi við Rússland." Meira
15. október 2022 | Pistlar | 831 orð | 1 mynd

Spáð í nýja heimsmynd

Að baki samstarfinu er auk þess sú framtíðarspá að Bandaríkjamenn láti sig Evrópu minna skipta en nú til að halda aftur af Kínverjum. Meira
15. október 2022 | Pistlar | 479 orð | 2 myndir

Þrándur í Götu

Til að klekkja á nemendum í stafsetningartímum nýtti ég mér orðtakið „að vera e-m Þrándur í Götu“. Meira

Minningargreinar

15. október 2022 | Minningargreinar | 2079 orð | 1 mynd

Anna Júlía Hallsdóttir

Anna Júlía Hallsdóttir fæddist í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 3. febrúar 1930. Hún lést 5. október 2022 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1089 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðni Ásmundsson

Guðni Ásmundsson var fæddur 9. september árið 1938 í húsinu Borg á Djúpavogi. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 8. október 2022.Foreldrar hans voru Ásmundur Guðnason frá Djúpavogi og Guðfinna Sigurveig Gísladóttir frá Kambsnesi í Dölum. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2022 | Minningargreinar | 980 orð | 1 mynd

Guðni Ásmundsson

Guðni Ásmundsson var fæddur 9. september árið 1938 í húsinu Borg á Djúpavogi. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 8. október 2022. Foreldrar hans voru Ásmundur Guðnason frá Djúpavogi og Guðfinna Sigurveig Gísladóttir frá Kambsnesi í Dölum. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2022 | Minningargreinar | 1946 orð | 1 mynd

Lilja Hallgrímsdóttir

Lilja Hallgrímsdóttir fæddist 4. apríl 1938 í Holti í Fellum. Hún lést á dvalarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 30. september 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Hallgrímur Ólafsson bóndi frá Holti, f. 25. júní 1898, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2022 | Minningargreinar | 170 orð | 1 mynd

Soffía Jensdóttir

Soffía Jensdóttir fæddist á 29. júní 1935. Hún lést 21. september 2022. Útför Soffíu fór fram 5. október 2022. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2022 | Minningargreinar | 922 orð | 1 mynd

Stefán Sigurjónsson

Stefán Sigurjónsson fæddist 29. janúar 1954. Hann lést 1. október 2022. Útför Stefáns fór fram 14. október 2022. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2022 | Minningargreinar | 1518 orð | 1 mynd

Tryggvi Ísaksson

Tryggi Ísaksson fæddist 5. september 1938 á Hóli í Kelduhverfi og ólst þar upp til fimm ára aldurs þegar fjölskyldan flutti í heiðarbýlið Undirvegg. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 4. október 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. október 2022 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Jáverk hagnaðist um rúmar 740 milljónir króna

Hagnaður byggingafélagsins Jáverks á Selfossi nam í fyrra rúmum 742 milljónum króna, samanborið vði 640 milljónir króna árið áður. Tekjur félagsins voru rétt rúmir níu milljarðar króna og jukust um tæpa 1,4 milljarða króna á milli ára. Meira
15. október 2022 | Viðskiptafréttir | 674 orð | 4 myndir

Kína lætur til sín taka á bílamarkaði

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Elsti bílaframleiðandi Kína hefur innreið sína á íslenska markaðinn í dag þegar BL kynnir til leiks rafmagnað flaggskip Hongqi. Nafnið er flestum framandi hér á landi en afar þekkt í heimalandinu, enda framleiðandi að þekktum glæsivögnum sem m.a. eru notaðir til þess að ferja hinn sífellt atkvæðameiri Xi Jinping, forseta landsins. Meira
15. október 2022 | Viðskiptafréttir | 189 orð | 1 mynd

NATO og Rússar æfa kjarnavopnin

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Atlantshafsbandalagið (NATO) og Rússland munu á næstunni halda heræfingar hvar beiting kjarnavopna verður æfð. Á sama tíma hafa samskipti Moskvu og NATO stirðnað mjög í kjölfar innrásar Rússlandsforseta í Úkraínu. Hefur forsetinn m.a. sagst myndu grípa til hvaða úrræða sem er til að verja rússneskt landsvæði, þ.ám. kjarnavopna. Heræfing NATO hefst nk. mánudag, 17. október, og stendur yfir til 30. október. Meira
15. október 2022 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Skvettu úr súpudós

Tveir ungir aðgerðasinnar á vegum samtakanna Just Stop Oil, eða stöðvið bara olíu, gerðu í gær tilraun til að eyðileggja hið fræga sólblómamálverk hollenska listamannsins Vincents van Gogh. Meira

Daglegt líf

15. október 2022 | Daglegt líf | 1213 orð | 2 myndir

Sigríður hjálpaði urtu að kæpa

„Sigríður kom einn daginn inn í bæ og sagði: „Nú get ég ekki lengur starfað sem ljósmóðir, því ég hjálpaði urtu við að kæpa,“ segir Gerður Kristný um langalangömmu sína en sagan sú varð henni innblástur að ljóðabálki sem nýja bókin... Meira

Fastir þættir

15. október 2022 | Árnað heilla | 125 orð | 1 mynd

100 ára

Guðný Nanna Stefánsdóttir verður 100 ára á morgun, en hún er fædd 16. október 1922. Hún ólst upp mestanpart í Keflavík. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannesson, f. 1896, d. 1930, og Þórdís Torfadóttir, f. 1896, d. 1974. Meira
15. október 2022 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 Re4 6. Rxe4 Bxe4 7. Rd2...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 Re4 6. Rxe4 Bxe4 7. Rd2 Bb7 8. e4 g6 9. Bd3 Bg7 10. Rf3 d6 11. 0-0 Rd7 12. b4 c5 13. Be3 0-0 14. Ha2 Dc7 15. d5 Hfe8 16. He2 cxb4 17. axb4 a5 18. bxa5 Hxa5 19. dxe6 fxe6 20. Bd4 Rc5 21. Bxg7 Kxg7 22. Meira
15. október 2022 | Árnað heilla | 160 orð | 1 mynd

Árni Thorsteinson

Árni Thorsteinson fæddist 15. október 1870 í Landfógetahúsinu við Austurstræti í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Árni Thorsteinson, f. 1828, d. 1907, landfógeti og alþingismaður, og Soffía Kristjana Johnsen, f. 1839, d. 1914. Meira
15. október 2022 | Í dag | 49 orð

Málið

„[S]tútfullar flöskur“ er elsta dæmið í Ritmálssafni um stútfullur . Viðeigandi, þau ílát eru jú með stút . En síðan notað um allt sem fullt er orðið (til skiptis við: troðfullur, barmafullur, sneisafullur og kúffullur). Meira
15. október 2022 | Í dag | 1139 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Meira
15. október 2022 | Árnað heilla | 69 orð | 1 mynd

Rakel Brynjólfsdóttir

40 ára Rakel er Keflvíkingur en býr í Reykjavík. Hún er bókmenntafræðingur að mennt frá HÍ og formaður Kristilegu skólahreyfingarinnar. Fjölskylda Eiginmaður Rakelar er dr. Sigurvin Lárus Jónsson, f. 1978, prestur hjá Fríkirkjunni í Reykjavík. Meira
15. október 2022 | Í dag | 262 orð

Setið með sveittan skallann

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Fénu á gaddinn gefið er. Gjarnan spyrnt er kolli frá. Er á landi blettur ber. Beran má á ýmsum sjá. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Fé á skalla fóðra má. Fimir skalla markið á. Meira
15. október 2022 | Árnað heilla | 802 orð | 4 myndir

Umbrotatímar í sjávarútvegi

Sveinn Hjörtur Hjartarson er fæddur 15. október 1952 í Reykjavík en er uppalinn í Kópavogi frá 1953. „Við vorum þarna í árdaga Kópavogs, bjuggum í Hvömmunum og hinum megin í dalnum var Fífuhvammur sem var bóndabær. Meira
15. október 2022 | Fastir þættir | 585 orð | 5 myndir

Vignir á efsta borði á HM ungmenna 20 ára og yngri

Ég fylltist nokkru stolti þegar ég fylgdist með Vigni Vatnari Stefánssyni í beinni útsendingu á Chess24.com er hann sat á efsta borði á heimsmeistaramóti unglinga 20 ára og yngri í skák þriðju umferðar gegn Rússanum Andrei Esipenko á fimmtudaginn. Meira
15. október 2022 | Í dag | 92 orð | 1 mynd

Vill ekki láta hafa fyrir sér á afmælinu

Guðmundur Jónsson, eða Gummi Jóns, kenndur við Sálina hans Jóns míns, mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á sextugsafmæli sínu sl. þriðjudag. Hann mun halda stórtónleika í tilefni af stórafmælinu í Háskólabíói 22. október. Meira

Íþróttir

15. október 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Aftur til Íslandsmeistaranna

Breski framherjinn Callum Lawson er kominn aftur til Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik karla eftir stutta dvöl hjá franska B-deildarliðinu JA Vichy. Lawson gekk til liðs við Vichy í júní síðastliðnum en var á dögunum leystur undan samningi. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Aron æfði í Eistlandi í gær

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, tók þátt á æfingu liðsins í Tallinn í Eistlandi í gær fyrir leik þess gegn heimamönnum í riðli 3 í undankeppni EM 2024 í dag. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 1116 orð | 2 myndir

Draumurinn okkar er að komast í riðlakeppnina

Fótbolti Ólafur A. Pálsson oap@mbl.is Arnar Grétarsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu en hann lét af störfum hjá KA í september. Arnar skrifaði undir fjögurra ára samning við Hlíðarendafélagið. Hann segir það að ákveðnu leyti hafa verið auðvelda ákvörðun að semja við Val enda sé um að ræða eitt mest spennandi félagið hér á landi en jafnframt hafi verið erfitt að kveðja KA því hann hafi notið tíma síns á Akureyri og eigi þar marga góða vini í dag. Blaðamaður settist niður með Arnari á heimili hans í Kópavogi og talið barst strax að vistaskiptunum. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

England Brentford – Brighton 2:0 Staða efstu liða: Arsenal...

England Brentford – Brighton 2:0 Staða efstu liða: Arsenal 980123:1024 Manchester City 972033:923 Tottenham 962120:1020 Chelsea 851213:1016 Manchester Utd. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Grill 66 deild kvenna Víkingur – HK U 38:34 Grótta – FH...

Grill 66 deild kvenna Víkingur – HK U 38:34 Grótta – FH 31:23 Staðan: Grótta 330089:646 FH 320176:754 Víkingur 320190:784 ÍR 211055:323 Fram U 210154:502 Afturelding 101019:191 Valur U 100121:290 Fjölnir/Fylkir 200237:570 HK U 300371:1080... Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Kanté missir af HM í Katar

N'Golo Kanté, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea og franska landsliðsins, verður frá í um þrjá mánuði vegna alvarlegra meiðsla aftan á læri. Þar með missir hann af HM 2022 í Katar, sem hefst í næsta mánuði. The Athletic greindi frá í gær. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Breiðholt: Leiknir R. – ÍA L14...

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Breiðholt: Leiknir R. – ÍA L14 Keflavík: Keflavík – FH L14 Víkin: Víkingur R. – KA L17 Kópavogur: Breiðablik – KR L19.15 Úlfarsárdalur: Fram – ÍBV S17 Hlíðarendi: Valur – Stjarnan S19. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Leikurinn gegn Ísrael á miðvikudagskvöldið sýndi hversu gríðarleg breidd...

Leikurinn gegn Ísrael á miðvikudagskvöldið sýndi hversu gríðarleg breidd er um þessar mundir í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Styrmir aftur til Þorlákshafnar

Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn aftur í raðir uppeldisfélags síns, Þórs frá Þorlákshöfn. Á síðasta tímabili lék Styrmir, sem er 21 árs, með liði Davidson í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Grindavík – Valur 67:68 Haukar – Þór Þ...

Subway-deild karla Grindavík – Valur 67:68 Haukar – Þór Þ 90:84 Staðan: Breiðablik 220247:2334 Haukar 220188:1764 Keflavík 220174:1664 Tindastóll 211165:1522 Stjarnan 211170:1682 Valur 211144:1512 ÍR 211153:1622 Grindavík 211155:1512... Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Tilnefnd sem kona ársins 2023

Körfuknattleiks- og frjálsíþróttakonan Hanna Þráinsdóttir hefur verið tilnefnd í hóp þrjátíu bestu íþróttakvenna í bandarísku háskólunum á þessu ári, en úr þeim hópi verður valin kona ársins í janúar 2023. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 167 orð

Tveir Evrópuleikir í Eyjum

ÍBV freistar þess um helgina að fylgja Valskonum eftir og komast í þriðju umferð Evrópubikarsins í handbolta. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Ungir nýliðar í 20 manna landsliðshópi

Elín Klara Þorkelsdóttir, 18 ára leikstjórnandi úr Haukum, og Ethel Gyða Bjarnasen, 17 ára markvörður úr HK, eru nýliðar í tuttugu manna landsliðshópi kvenna í handknattleik sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær. Meira
15. október 2022 | Íþróttir | 280 orð | 2 myndir

Valur vann sinn fyrsta leik

Körfuboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu þegar annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, lauk með tveimur leikjum í gærkvöldi. Meira

Sunnudagsblað

15. október 2022 | Sunnudagsblað | 1008 orð | 3 myndir

Bacon gefur betra bragð

Sjaldan fellur eggið langt frá beikoninu, segir máltækið. Hversu oft ætli þau hafi fengið að heyra þetta, bandarísku feðginin Kevin og Sosie Bacon? Hann þekkjum við úr ótal kvikmyndum gegnum tíðina og á seinni árum hefur hún fetað í fótspor pabba gamla Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 462 orð | 2 myndir

Berlín á ystu nöf hyldýpisins

Babýlon Berlín er dýrasta þýska sjónvarpsþáttaröðin sem gerð hefur verið til þessa. Um þessar mundir er verið að hefja sýningar á nýrri þáttaröð, þeirri fjórðu, og mun enn meira vera lagt í hana en þær fyrri Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 777 orð | 2 myndir

Biðu fúsar eftir lúnum ferðalangi

Þingið álítur, að í auglýsingarherferð þessari sé farið með rangt mál, bæði hvað varðar íslenskt þjóðlíf og hegðun íslenskra kvenna. Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 152 orð | 2 myndir

Börnin okkar í brennidepli

Börnin okkar er myndaflokkur í sex hlutum sem fjallar í víðu samhengi um skóla-, menntunar- og uppeldismál og það út frá því hvar við erum stödd í þeim efnum og hvað betur mætti fara. Umsjónarmaður er Gunnþórunn Jónsdóttir en meðhöfundur hennar er… Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 100 orð | 1 mynd

Endanlega slaufað?

Sketsaspé Áður en hún sló í gegn í kvikmyndum í Hollywood hafði Amy Schumer getið sér gott orð í sketsaþættinum Inside Amy Schumer, eða Innra með Amy Schumer, árið 2016. Háðfuglinn knái leitar nú aftur í ræturnar en fimm nýir þættir af Innra með Amy … Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Erna aftur á samfélagmiðlum

Hissa Sully Erna, forsprakki bandarísku rokksveitarinnar Godsmack, skaut óvænt upp kollinum á samfélagsmiðlum á dögunum eftir um átján mánaða fjarveru. Hann gaf þá skýringu á þessari hlédrægni sinni að hann hefði verið búinn að fá nóg af bullinu þar inni Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 1094 orð | 1 mynd

Fram og aftur þjáðir menn

Fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæp fimm þúsund á árinu en það er þó undir landsmeðaltali. Fjölgunina má að miklu leyti rekja til innflytjenda og hælisleitenda. Útlendingamálin voru mjög til umfjöllunar í vikunni, en… Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 1197 orð | 1 mynd

Gildra og aftaka

Íranski andófsmaðurinn Ruhollah Zam rak í október 2019 nokkuð víðlesna heimasíðu með aðsetur í Frakklandi. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni. Í nýju heimalandi var hann með stöðu flóttamanns og naut öryggis. Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 303 orð | 1 mynd

Heiðarleg alþýðumenning

Hvað er Tvíhöfði að fara að gera á Húrra? Það fór nú þannig að við byrjuðum ekki í haust á RÚV eins og áætlað var sökum anna. Fólk hefur verið að kvarta yfir að heyra ekki í Tvíhöfða þannig að við ákváðum að bjóða upp á Tvíhöfðakvöld á Húrra, en við höfum áður verið með þáttinn á sviði Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 2334 orð | 4 myndir

Íranskar konur í byltingarhug

Fimm dögum eftir andlát Amini tók Hadis Najafi, kona á þrítugsaldri, upp myndskilaboð í miðjum mótmælum og birti á félagsvefnum TikTok: „Ég vona að eftir nokkur ár þegar ég lít aftur verði ég hamingjusöm og allt hafi breyst til hins betra,“ mun hún hafa sagt. Nokkrum klukkustundum síðar var hún skotin í höfuðið. Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 892 orð | 2 myndir

Las morðingja eins og opna bók

Ferlinum er raunar ekki formlega lokið en Lansbury á eftir að birtast okkur einu sinni enn í næsta mánuði, í kvikmyndinni Glass Onion sem er framhald hinnar vinsælu Knives Out. Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 364 orð | 6 myndir

Lestur er ferðalag um heiminn

Ég var rétt í þessu að ljúka við bandaríska metsölubók eftir Laura Dave, Það síðasta sem hann sagði mér. Mæli með henni, góður söguþráður og ekki of fyrirsjáanleg. Ég les mikið og vel lestur fram yfir sjónvarpsáhorf – lestur er mín besta slökun Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 1111 orð | 3 myndir

Merkileg og marglaga saga

Regnið bylur á rúðum kaffihúsins þar sem rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir hefur komið sér fyrir úti í horni. Blaðamaður er mættur niðurrigndur til að ræða nýjustu bók Kristínar, Farsótt Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 194 orð | 1 mynd

Misjafn sauður í mörgu fé

Ungfrú Hrefna Ingimundardóttir íþróttakennari hafði í mörg horn að líta haustið 1952, ef marka má viðtal við hana í Morgunblaðinu. Hún kenndi leikfimi í kvöldflokkum ÍR og á daginn fór hún á hjólinu sínu á milli barnaleikvallanna í bænum og leit þar eftir starfi og leikjum barnanna Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 822 orð | 4 myndir

Neistinn kveiktur í Vestmannaeyjum

Þeir fræðimenn sem helst hafa blásið hugmyndafræðilegum glæðum að verkefninu Kveikjum neistann! eru einhuga um að markviss þjálfun sé lykilhugtak í að efla læsi meðal barna. Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 522 orð | 1 mynd

Norðurheimskaut hitnar

Til lengri tíma blasir við að framtíð Norðurskautsins krefst vinsamlegrar samvinnu allra þeirra ríkja sem þar eiga hagsmuni, ekki síst Rússlands. Í þessu, eins og svo mörgu öðru um þessar mundir, þvælast stórveldisdraumar eins manns fyrir hagsmunum alls mannkyns. Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 169 orð | 7 myndir

Oft er svipur haustsins hýr

Haustið hefur orðið ófáu skáldinu að yrkisefni. Þannig kvað Sigurbjörn Jóhannsson á Fótaskinni aldamótaárið 1900: En oft er svipur haustsins hýr og hressir dapra lund, það skæran himin skrauti býr, þótt skyggi nótt á grund Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 427 orð

Skeggöld rís

Það er nú meira hvað liggur illa á íslensku þjóðinni um þessar mundir. Þing Alþýðusambands Íslands átti sviðið í vikunni og synd væri að segja að vinarþel og samstaða hafi svifið þar yfir vötnum. Einhverjir mættu að vísu til þings, að eigin sögn með … Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 92 orð | 1 mynd

Systur fengu undarlegt bréf frá Bandaríkjunum

Systurnar Sigga, Beta og Elín, í hljómsveitinni Systur, hafa fengið að upplifa ýmislegt eftir þátttöku sína í Eurovision. Þær mættu í Ísland vaknar á K100 og ræddu um upplifun sína eftir keppnina, nýja lagið Dusty Road, væntanlega tónlist og komandi tónleika í Kaldalóni á morgun, mánudag Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Úr fegurðinni í spéið

SPÉ Gemma Arterton fer með aðalhlutverkið í nýjum breskum gamanmyndaflokki, Funny Woman, sem byggist á samnefndri skáldsögu Nicks Hornbys. Þar er í brennipunkti Barbara nokkur Parker, fyrrverandi fegurðardrottning frá Blackpool, sem … Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

Það var ég, bara ég og enginn nema ég

Hnútukast Erjunum milli nafnanna Dave Mustaine og David Ellefson ætlar seint að linna en sá síðarnefndi var rekinn úr málmbandinu Megadeth í fyrra eftir að hann varð ber að dónaskap á spjallrás á netinu Meira
15. október 2022 | Sunnudagsblað | 2938 orð | 2 myndir

Öll mín verk eru persónuleg

Jón Kalman er einn fremsti prósahöfundur heims og eins og hans sögur allar þá talaði hún beint inn í hjartað á mér og rótaði þar til. Mér fannst ég þekkja þennan lífheim og persónugalleríiið, auk þess sem ég speglaði mig sterkt í einum karakternum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.