Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um þessar mundir eru 40 ár síðan lagasmiðurinn og gítarleikarinn Guðmundur Jónsson skrifaði undir fyrsta plötusamning sinn. „Þetta voru mikil vatnaskil, stór stund að fá slíkan samning fyrir ungan gítarleikara blautan á bak við eyrun, því samningur skildi á milli manna og drengja á þessum tímum,“ segir hann. Guðmundur var þá í hljómsveitinni Kikk, ásamt Siggu Beinteins og fleiri góðum félögum. „Við vorum tvítug og fengum plötusamning hjá Steinari Berg og gáfum út eina EP-plötu. Þá byrjaði boltinn að rúlla, við komumst út úr bílskúrnum og í eitthvað stærra og meira.“
Meira