Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Breska rokksveitin Uriah Heep gerði undantekningu á annars ófrávíkjanlegri reglu sinni þegar hún veitti hljómsveitinni Nostal leyfi til þess að gefa út íslenska útgáfu af laginu One Minute, sem kom út 2014. Lagið Mín leið í flutningi Nostal kom því út á dögunum og hefur verið vel tekið jafnt innan lands sem utan, að sögn Bjarna Ómars Haraldssonar, lagasmiðs, söngvara og kassagítarleikara sveitarinnar. „Virkur hlustendahópur okkar á netinu hefur þrjátíufaldast,“ staðhæfir hann.
Meira