Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Málbjörg, félag um stam á Íslandi, hefur sent frá sér bókina Þegar Óliver talar! eftir mæðginin Kimberly Garvin og Saddiq Wicks í þýðingu Þuríðar Bjargar Þorgrímsdóttur, og fært öllum grunnskólum landsins að gjöf. Einnig stendur til að leikskólar landsins fái bókina. „Okkur fannst vanta barnabók þar sem stam er meginþemað,“ segir Brynjar Emil Friðriksson, stjórnarmaður í Málbjörgu, um útgáfuna.
Meira