Fótbolti Ólafur Pálsson oap@mbl.is „Tilfinningin er ólýsanleg, þetta er einn af stærstu leikjunum á hverju tímabili, grannaslagur gegn okkar erkifjendum og að vinna svona stórt og meistaratitilinn í leiðinni, það gerist varla betra,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken, í samtali við Morgunblaðið. Valgeir varð sænskur meistari í knattspyrnu um liðna helgi með Häcken eftir að liðið hafði valtað yfir nágranna sína og erkifjendur, sumir myndu segja stóra bróður, í IFK Gautaborg, á þeirra heimavelli, Gamla Ullevi.
Meira