Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verði frumvarp matvælaráðherra um undanþágu fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði frá reglum samkeppnislaga samþykkt geta afurðastöðvar, tvær eða fleiri, starfrækt í sameiningu félög um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða. Undanþágan er tímabundin, gildir í fjögur ár, og er bundin ákveðnum skilyrðum sem ætlað er að hamla á móti neikvæðum áhrifum breytinganna á samkeppni.
Meira