Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Úr þessum skóla kemur á ári hverju fjöldinn allur af ungu og hæfileikaríku fólki sem lætur til sín taka. Mjög munar um framlag þess og sá alþjóðlegi iðnaður að búa til bíó þrifist tæplega hér á landi nema af því að hér er fólk sem kann til verka í faginu,“ segir Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Um þessar mundir er Kvikmyndaskóli Íslands 30 ára og verður þeim tímamótum fagnað næstkomandi föstudag, 18. nóvemer. Starfið í skólanum er á góðri siglingu um þessar mundir og þar má nefna að á síðustu tveimur mánuðum hafa nemendur skólans, sem eru um 100, framleitt alls 84 kvikmyndir.
Meira