Greinar fimmtudaginn 17. nóvember 2022

Fréttir

17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Átthagafræðin verðlaunuð í Snæfellsbæ

„Kennsla um nærumhverfið er mikilvæg,“ segir Hilmar Arason, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar. „Átthagafræði snýr að því að kynna nemendum átthaga sína; fræða þá um náttúru, sögu og mannlíf Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 447 orð

Bragi Valdimar Skúlason fékk verðlaun Jónasar

Bragi Valdi­mar Skúla­son, tón­list­armaður og texta­smiður, hlaut í gær verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar á degi íslenskrar tungu. Verðlaun­in eru veitt ár­lega þeim ein­stak­lingi sem hef­ur með sér­stök­um hætti unnið ís­lenskri tungu gagn í… Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Eftirréttakeppni Grunnskólanemar á höfuðborgarsvæðinu kepptu í gær í gerð eftirrétta undir leiðsögn matreiðslumeistara og á myndinni sést lið Valhúsaskóla töfra fram ljúffenga... Meira
17. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 592 orð | 5 myndir

Ekið á bundnu slitlagi í hálfa öld

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 24. nóvember, verða liðin 50 ár síðan því var fagnað við hátíðlega athöfn á Selfossi að bundið slitlag var komið á Suðurlandsveg, alla leið frá Reykjavík til Selfoss. Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Enn þá leitað að Friðfinni

Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir hans fimmtudagskvöldið 10. nóvember þegar hann fór frá Kugguvogi í Reykjavík. Lögreglan biður þau sem eru með öryggis- og eftirlitsmyndavélar… Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Fjárhundurinn Lubbi á Árbæjarsafni

Fjárhundurinn Lubbi, sem hjálpar börnum að læra íslensku málhljóðin og efla orðaforðann, var í Árbæjarsafni í gær, á degi íslenskrar tungu, og börn sem heimsóttu safnið hjálpuðu honum að leita að málbeinum og lærðu ýmis áhugaverð þjóðleg orð yfir muni á safninu Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 1111 orð | 2 myndir

Fjöldi kvenna vill fá karlhormón

VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Geirmundur syngur

„Íslendingum finnst gaman á góðri stundu að taka lagið. Því verður talið í og hafin upp raust,“ segir Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður á Sauðárkróki. Með góðum hópi hljóðfæraleikara verður hann nú um helgina með söngkvöld á tónleikastaðnum Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Heimilt verði að miðla myndum

Embættum ríkisins sem gefa út ökuskírteini verður heimilt að sækja ljósmynd af umsækjanda um ökuskírteini og rithandarsýnishorn hans úr vegabréfaskrá og nota við útgáfu ökuskírteinis. Það verður þó aðeins heimilt að fengnu samþykki umsækjanda Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Hlýindin vel yfir meðaltali í nóvembermánuði

Hlýviðri í Reykjavík nú í nóvember er langt fyrir ofan meðaltal. Þetta kemur fram í pistli sem Trausti Jónsson veðurfræðingur birti á bloggsíðu sinni, Hungurdiskar, í gær. Fram kemur í pistli Trausta að meðalhiti í höfuðborginni í fyrri hluta… Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 612 orð | 2 myndir

Hringrásarhagkerfið byrjar heima

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Núna 1. janúar taka í gildi lög sem voru samþykkt á Alþingi sumarið 2021, sem eru stundum köllum hringrásarlögin og þeim fylgja mjög miklar breytingar fyrir sveitarfélög, almenning og fyrirtæki landsins,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu. Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Hætta á toppnum eftir 43 ára rekstur

„Pabbi varð áttræður 1. september síðastliðinn og finnst það fín tímamót til að hætta. Hann hefði getað hætt fyrir 15 árum en hann hefur elskað þennan rekstur og ekki verið tilbúinn til þess fyrr en nú,“ segir Guðmundur Ragnarsson veitingamaður á Lauga-ási Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 375 orð | 4 myndir

Jólamarkaður Bjarna hefst í dag

Einn vinsælasti jólamarkaður landsins hefst í dag en þá opnar keramiklistamaðurinn Bjarni Viðar Sigurðsson dyrnar að vinnustofu sinni og býður gesti velkomna. Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Lágmarka á ólykt og hávaða

Borgaryfirvöld hafa heimilað Fiskikónginum að stækka lóð fiskbúðarinnar Sogavegi 3 og hefja framkvæmdir sem eiga að lágmarka ólykt og hávaða. Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er oftast kallaður, hefur rekið fiskbúð við Sogaveg um árabil Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 703 orð | 4 myndir

Leiðsögumenn eru í lykilhlutverki

„Við þurfum fleira fólk í fagið, svo miklu skiptir að ferðamenn sem koma til Íslands fái besta mögulega viðurgjörning og jákvæða mynd af landinu. Að slíku verður best stuðlað með því að ferðaþjónustu sé sinnt af fólki sem hefur aflað sér… Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Meiri ávinningur að endurvinnslu kerbrota en mengun

Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð endurvinnsla á kerbrotum frá álverum landsins auk innflutnings á slíku hráefni til að framleiða efni í sement sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Mikið sótt í testósterón

Ávísun karlhormónsins testósteróns til kvenna hefur margfaldast á skömmum tíma. Um er að ræða gel sem borið er á húð. „Fram að september 2021 voru afgreiddar um það bil jafn margar lyfjaávísanir á testósteróni til kvenna í hverjum mánuði og verið hafði mörg ár á undan Meira
17. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 932 orð | 2 myndir

Mótvægisaðgerðir lágmarka áhrif – Vinnsla samrýmist ekki skipulagi

Umhverfisstofnun telur afar jákvætt að fundinn sé farvegur fyrir endurvinnslu kerbrota frá álverum á Íslandi í stað þess að urða þau í flæðigryfjum eða flytja úr landi til urðunar. Í umsögn til Skipulagsstofnunar um það hvort þörf sé á umhverfismati … Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 282 orð | 2 myndir

Njáls saga og tækifæri samtímans

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra stendur fyrir málþingi um Njáls sögu á laugardag, 19. nóvember, kl. 13.30. Það verður haldið á hótelinu Midgard á Hvolsvelli. Á málþinginu verður rætt um gildi sögunnar og hún sett í samhengi nútímans Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Slökkvibyssur Freyju virka vel

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt æfingu á Héraðsflóa á dögunum. Varðskipið er vel tækjum búið. Þar á meðal eru afkastamiklar slökkvi­byssur. Þær voru prófaðar ásamt öðrum búnaði. Tilgangur æfingarinnar var að viðhalda þjálfun áhafnarinnar og kanna virkni búnaðarins Meira
17. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 819 orð | 2 myndir

Sprengingin talin vera óviljaverk

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í gær að frumrannsókn á sprengingunni í Póllandi í fyrradag benti til þess að hún hefði líklega verið af völdum loftvarnaflaugar, sem Úkraínumenn hefðu skotið á loft til að verja sig gegn rússneskum stýriflaugum Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 534 orð | 2 myndir

Stórkostlegt geimskot Artemis

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Stórkostlegt geimskot Artemis I

„Þetta var stórkostlegt, ekki bara að sjá geimskotið heldur að finna drunurnar frá eldflauginni. Ég verð lengi að vinna úr því,“ segir Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands ehf Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Stækka Smiðjuna til að hafa undan

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum ekki náð að anna eftirspurn. Það er auðvitað lúxusvandamál en samt vandamál,“ segir Sveinn Sigurðsson, veitingamaður á Smiðjunni brugghúsi í Vík í Mýrdal. Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Sveitarfélögin ekki tilbúin

„Er ljóst að sveitarfélögin þurfa að gefa frekar í og hraða innleiðingunni eins og kostur er.“ Þetta segir í minnisblaði sem sent var frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 262 orð

Tekjur vegna rafrænnar þjónustu hafa aukist hratt

Heildartekjur ríkissjóðs vegna sölu erlendra aðila á rafrænni þjónustu til landsins hafa aukist hratt síðustu ár. Þær eru innheimtar í formi VSK. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni er búist við að tekjurnar á þessu ári verði á bilinu 3-4 milljarðar króna Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 284 orð

Tilkynningar um ofbeldi barna tvöfaldast

Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kynnti í gærmorgun tölur embættisins sem snúa að börnum og ofbeldi á fundi á vegum Náum áttum Meira
17. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Trump býður sig fram á nýjan leik

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti í fyrrinótt að hann hygðist bjóða sig fram að nýju til forseta Bandaríkjanna, en kosið verður í nóvember 2024. „Endurkoma Bandaríkjanna hefst núna,“ sagði Trump í ræðu sinni í… Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Tveir játuðu aðkomu að kókaínmáli eða sök að hluta

Tveir af fjórum sakborningum í stóra kókaínmálinu játuðu að hluta aðkomu sína að málinu en sá þriðji sagðist saklaus og sá fjórði sagðist ekki reiðubúinn að gefa upp afstöðu, en hann hafði fengið nýjan lögmann skipaðan nýlega Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Tvær bækur Birgittu gefnar út á ensku í ár

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ótrúlega gaman að heyra af því að verið sé að prenta eldri bækurnar á ný. Mér finnst dásamlegt að vita til þess að krakkarnir sækja ekki bara í nýju bækurnar mínar heldur þær eldri líka,“ segir Birgitta Haukdal, rithöfundur með meiru. Meira
17. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 545 orð | 4 myndir

Upplausn ríkir í stjórnmálum í Færeyjum

Í aðdraganda kosninga til lögþings Færeyja er ólga í stjórnmálum þar í landi. Gengið verður að kjörborði 8. desember næstkomandi og skoðanakannanir benda til breytinga. „Velmegunin í Færeyjum er mikil og sú saga er bæði gömul og ný að við… Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 511 orð | 1 mynd

Villimannslegar árásir Rússlands

Kristján Jónsson kris@mbl.is Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi, segir að mannskæður atburður sem átti sér stað í Póllandi í fyrradag hafi verið sorglegur en Pólverjar sýni því skilning að Úkraínumenn taki til varna þegar á þá er ráðist. Eldflaug, sem vestrænir embættismenn telja hafa verið úkraínska, felldi tvo í pólska bænum Przewodow. Meira
17. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 517 orð | 1 mynd

Þetta reddast og sparkað til Íslands

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skrúðgarðyrkjumeistarinn Helle Laks hefur nóg að gera stærstan hluta ársins en það er helst í desember og janúar sem hún gefur sér tíma til að líta upp frá verkunum. „Reyndar er ýmislegt hægt að gera á veturna eins og að hengja upp jólaseríur og sinna snjómokstri, en ég tek mér gjarnan sumarfrí á þessum tíma, prjóna og baka fyrir fjölskylduna. Er þá svolítil mamma.“ Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2022 | Leiðarar | 246 orð

Biðlistar í heilbrigðiskerfinu

Hægt gengur en stendur vonandi til bóta Meira
17. nóvember 2022 | Staksteinar | 189 orð | 2 myndir

Hvað með afsögn og rannsókn?

Árni Þór Árnason skrifar hér í blaðið í gær um lekann frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og bendir á að enn gengisfalli Alþingi. Bent hefur verið á að það sé hlutverk þessarar nefndar að rannsaka mál af þessu tagi en Árni Þór telur það ekki vænlegt, sem von er. Meira
17. nóvember 2022 | Leiðarar | 384 orð

Ýtt undir erfiðan vetur

Lokasókn Rússa er þegar hafin og kuldinn er nýr bandamaður Meira

Menning

17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 304 orð | 1 mynd

32% lesa daglega

Þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði, samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þeim fjölgar sem lesa enga bók en þeim fjölgar einnig sem lesa fimm eða fleiri bækur á mánuði. Konur lesa meira en karlar og eldra fólk meira en yngra, en… Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 944 orð | 1 mynd

„Maður verður bara lítill í sér“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 296 orð | 1 mynd

Beyoncé tilnefnd til níu verðlauna

Björk Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd í 13. sinn til Grammy-verðlauna en nýjasta plata hennar, Fossora, er að þessu sinni tilnefnd í flokki bestu óháðu eða jaðar (alternative) hljómplatna ársins Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Eitruð karlmennska í skáldsögum

Rósa María Hjörvar flytur sjötta fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ á haustmisseri 2022, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns í dag, fimmtudag, kl. 12. Yfirskriftin er Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Fleiri verk Jóns Sigurðar Thoroddsen sýnd í Galleríi Gróttu

Sýningin Fleiri verk verður opnuð í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi í dag, 17. nóvember. Á henni má sjá verk Jóns Sigurðar Thoroddsen sem „málaði ungur maður á þeim tíma þegar ungdómur Vesturlanda gerði uppreisn gegn ríkjandi hefðum“, eins og segir í tilkynningu Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Flytur erindi um mikilvægi kerfa

Kerfið: Tilurð, áhrif og upplausn er yfirskrift hádegiserindis sem Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við HÍ, heldur í hádeginu í dag, fimmtudag, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 1249 orð | 1 mynd

Gaman þegar verkin fara að flæða

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Meira
17. nóvember 2022 | Fólk í fréttum | 498 orð | 3 myndir

Hvítvínskonan verður á HM-vaktinni

Mikil spenna er í loftinu fyrir komandi heimsmeistaramóti í fótbolta sem haldið verður í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember. Fáir eru þó jafn fullir eftirvæntingar og hvítvínskonan landsþekkta, Anna Bára Laxdal, sem ætlar að flytja… Meira
17. nóvember 2022 | Bókmenntir | 1088 orð | 3 myndir

Í krafti sannfæringarinnar

Samtímasaga Lifað með öldinni ★★★★★ Eftir Jóhannes Nordal. Vaka-Helgafell 2022. Innb. 770 bls., myndir, nafnaskrá. Meira
17. nóvember 2022 | Fólk í fréttum | 128 orð | 5 myndir

Loft-íbúð í anda New York

Mikil lofthæð gefur eigninni einstakan karakter en hún er allt að fimm metrar þar sem hún er mest. Stórir gluggar til suðausturs og suðvesturs gefa íbúðinni mikla birtu og glæsibrag ásamt flotuðum og lökkuðum gólfum Meira
17. nóvember 2022 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Margrét Eir með hljómsveit í Hafnarborg

Söngkonan Margrét Eir kemur á morgun, föstudag, fram ásamt hljómsveit á þriðju tónleikum Síðdegistóna í Hafnarborg í vetur. Hefjast tónleikarnir klukkan 18. Með henni koma fram Karl Olgeir Olgeirsson á hammondorgel, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur og Andrés Þór á gítar Meira
17. nóvember 2022 | Fjölmiðlar | 225 orð | 1 mynd

Það er víst allt í lagi að þjófstarta

Á hverju ári set ég stefnuna á að horfa á nokkrar jólamyndir, alltaf þær sömu. Á listanum eru ekki nema þrjár myndir, Love Actually, The Holiday og The Family Stone Meira
17. nóvember 2022 | Leiklist | 644 orð | 2 myndir

Ævi og ástir haugbúa

Borgarleikhúsið Hamingjudagar ★★★★· Eftir Samuel Beckett. Íslensk þýðing: Árni Ibsen. Þýðing yfirfarin: Hafliði Arngrímsson. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Myndbandshönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson, Ísidór Jökull Bjarnason og Brynja Björnsdóttir. Hár og gervi: Harpa Birgisdóttir. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Svarta kassanum í Menningarhúsinu Hofi 2. september 2022, en rýnt í uppfærsluna þegar hún var tekin til sýningar á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 5. nóvember 2022. Meira

Umræðan

17. nóvember 2022 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Er fjármálaráðherra búinn að axla ábyrgð?

Vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar kom fyrir sjónir almennings og þingheims í vikunni. Þar er farið yfir söluferli á eignarhluta almennings í Íslandsbanka. Sölu verðmæta sem líklega skiluðu á þriðja milljarð lægri fjárhæð í ríkiskassann en ef vel hefði verið staðið að verki Meira
17. nóvember 2022 | Velvakandi | 267 orð | 1 mynd

Hugvekja um tímann

Tilfinningin þegar ég átta mig á hvað lífið er stutt er óútskýranleg. Allt sem ég hef upplifað hingað til, 20 ár, er stuttur tími, en samt langur, því hann er allt sem ég veit og þekki. Meira
17. nóvember 2022 | Aðsent efni | 640 orð | 2 myndir

Kallinu svarað

Guðrún Nordal: "Á málþingi forsætisráðherra um íslenska tungu, í tilefni af stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu, stigu á svið þrjú ungmenni." Meira
17. nóvember 2022 | Aðsent efni | 320 orð | 1 mynd

Minningar og ævintýri, Flói bernsku minnar

Guðmundur G. Þórarinsson: "Í bókinni heyrir maður hljóma sterka og hljómmikla rödd drengsins frá Brúnastöðum er hann segir frá lífinu í Flóanum og fólkinu þar." Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2022 | Minningargreinar | 847 orð | 1 mynd

Árni Snær Kristgeirsson

Árni Snær Kristgeirsson fæddist á Akranesi 23. nóvember 1998. Hann lést 3. nóvember 2022. Foreldrar Árna Snæs eru Elín Sigríður Jóhannesdóttir, f. 23. desember 1975, og Kristgeir Kristinsson, f. 24. nóvember 1978. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1115 orð | 1 mynd

Erla Stefánsdóttir

Erla Stefánsdóttir fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 22. ágúst 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 7. nóvember 2022. Foreldrar Erlu voru Ída Kamilla Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7.9. 1908, d. 10.5. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2022 | Minningargreinar | 671 orð | 1 mynd

Jóhanna Rakel Jónasdóttir

Jóhanna Rakel Jónasdóttir fæddist 6. ágúst 1935 í Vetleifsholti í Holtum. Hún lést á Hrafnistu Sléttuvegi 8. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Jónas Kristjánsson bóndi í Vetleifsholti, f. 19.5. 1894, d. 4.12. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2022 | Minningargreinar | 919 orð | 1 mynd

Jósefína E. Hansen

Jósefína E. Hansen fæddist 4. ágúst 1956 á Sauðárkróki. Hún lést 5. nóvember 2022 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Regína Vilhelms, f. 3.4. 1931, d. 19.10. 2019, og Erlendur Hansen, f. 26.8. 1924, d. 26.8. 2012. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1680 orð | 1 mynd

Þórður Rúnar Valdimarsson

Þórður Rúnar Valdimarsson fæddist í Hafnarfirði 11. júlí 1947. Hann lést á Tenerife 27. október 2022. Foreldra hans voru Valdimar Sigurðsson, f. 5. feb. 1923, d. 14. nóv. 1983, og Ásdís Brynný Þórðardóttir, f. 1. okt. 1923, d. 27. mars 1993. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

17. nóvember 2022 | Sjávarútvegur | 825 orð

Skerðing ígildi veiða 10 togara

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Frá fiskveiðiárinu 2019/2020 til fiskveiðiársins sem hófst í september síðastliðnum hefur þorskkvótinn verið skertur um 24% eða 50 þúsund tonn af slægðum afla. Ef litið er til meðalverðs á fiskmörkuðum undanfarin ár gæti markaðsvirði slíks afla verið um 20 milljarðar króna, slægðs en óunnins. Meira

Viðskipti

17. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 269 orð | 1 mynd

Færa Aukakrónur úr plasti yfir í síma

Í vikunni var greint frá því að fríðindakerfi Landsbankans, Aukakrónur, er nú aðgengilegt í síma en áður var eingöngu hægt að notast við plastkort. Því er nú hægt að tengja Aukakrónukort við Google Wallet, Apple Wallet eða aðrar greiðslulausnir og nota símann til að greiða með Aukakrónum Meira
17. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Gengi bréfa í Alvotech hefur lækkað mikið

Gengi bréfa í Alvotech lækkaði um rúm 12% á First North markaðinum í gær og hefur lækkað um 35,5% frá því að félagið var skráð á markað í júní. Þá hefur gengi félagsins lækkað um 50% í Kauphöllinni í New York þar sem það er einnig skráð á markað Meira
17. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 583 orð | 2 myndir

Óraunhæfar hugmyndir um verðið

Margt bendir til þess að vanþekking á vettvangi Ríkisendurskoðunar valdi því að óraunhæfar væntingar hafa myndast um þann verðmiða sem ríkissjóður hefði getað sett á 22,5% hlut í Íslandsbanka sem seldur var í mars síðastliðnum Meira

Daglegt líf

17. nóvember 2022 | Daglegt líf | 1286 orð | 1 mynd

Finnst hún alltaf geta gert betur

Fyrsta bókin mín fékk útgáfusamning erlendis um það leyti sem covid fór af stað, svo ferðir út til að fylgja henni eftir frestuðust, en ég hef farið á nokkrar hátíðir núna á þessu ári,“ segir Eva Björg Ægisdóttir glæpasagnarithöfundur sem var… Meira
17. nóvember 2022 | Daglegt líf | 62 orð | 1 mynd

Hinar heilögu kýr þurfa sitt

Þegar gengið er um götur í borgum Indlands ægir oft öllu saman, fólki, skepnum og farartækjum. Litadýrðin er aldrei langt undan og fólk gefur sér tíma til að gauka einhverju að skepnunum. Þessi kona í fagurbleikum sarí laumaði brauði upp í hyrnda kú … Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2022 | Í dag | 595 orð | 3 myndir

Alsæll með afahlutverkið

Ólafur Pétur Pálsson fæddist á Blönduósi 17. nóvember 1962 en ólst upp á Höllustöðum í Blöndudal. Hann hóf skólagöngu sína í Húnavallaskóla sem þá var að taka til starfa og var öll átta árin þar á heimavist Meira
17. nóvember 2022 | Í dag | 191 orð

Ás eða kóngur. N-Enginn

Ás eða kóngur. N-Enginn Norður ♠ 6532 ♥ ÁDG8 ♦ 2 ♣ KD106 Vestur ♠ -- ♥ K962 ♦ ÁK10953 ♣ 943 Austur ♠ ÁD10984 ♥ 73 ♦ G874 ♣ 2 Suður ♠ KG7 ♥ 1054 ♦ D6 ♣ ÁG875 Suður spilar 3G Meira
17. nóvember 2022 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Er pendúllinn að sveiflast of langt?

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir þingkona ræddi um jafn­rétti kynj­anna í ræðu und­ir liðnum Störf þings­ins í síðustu viku. Þar velti hún upp þeirri spurn­ingu hvort nú væri farið að halla á karl­menn í jafn­rétt­is­bar­átt­unni Meira
17. nóvember 2022 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Helga Lind Pálsdóttir

40 ára Helga fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum og á Selfossi þar sem hún býr nú ásamt fjölskyldu sinni. Hún er félagsráðgjafi að mennt frá HÍ og starfar sem félagsráðgjafi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Meira
17. nóvember 2022 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Klausturhólar, Grímsnesi Evían Gunnar Hoffmann Einarsson fæddist 23.…

Klausturhólar, Grímsnesi Evían Gunnar Hoffmann Einarsson fæddist 23. september 2022 kl. 23.58. Hann vó 3.680 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Á Meira
17. nóvember 2022 | Í dag | 53 orð

Nokkur þúsund sinnum hefur maður kvatt sér hljóðs (beðið um orðið, tekið…

Nokkur þúsund sinnum hefur maður kvatt sér hljóðs (beðið um orðið, tekið til máls) hér í Málinu og nokkrum sinnum einmitt til að minna á það að lesendur kveðji sér hljóðs en „kveði“ ekki Meira
17. nóvember 2022 | Í dag | 167 orð

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Bb4 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 0-0 8. 0-0 d5 9. exd5 cxd5 10. h3 c6 11. Df3 h6 12. Bf4 He8 13. Hfe1 Hxe1+ 14. Hxe1 Be6 15. Hd1 Bd6 16. Re2 Hb8 17. Rd4 Hxb2 18 Meira
17. nóvember 2022 | Í dag | 347 orð

Þingeyskar konur ortu

Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrkir á Boðnarmiði: Hugrakkur gaur var hann Gestur og gerðist af löggunum mestur. Eftir þjófi hann þaut og þrívegis skaut. Hinn látni er leikfangahestur. Sigríður Þorgrímsdóttir segir svo um afasystur sína Þuru í Garði:… Meira

Íþróttir

17. nóvember 2022 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Guðmundur Ágúst tryggði sér sæti á Evrópumótaröðinni

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG tryggði sér í gær keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta keppnistímabili. Guðmundur lék afar vel á lokaúrtökumóti fyrir mótaröðina á Infinitum-golfsvæðinu sem er rétt við bæinn Tarragona á Spáni Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.