Greinar laugardaginn 19. nóvember 2022

Fréttir

19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 380 orð | 2 myndir

Af vinnumarkaði á breytingaskeiði

Breytingaskeiðið er oft álagstími með tilheyrandi svefntruflunum og skertu streituþoli. Afleiðingin er í sumum tilfellum sú að fólk og sér í lagi konur falla út af vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins, segir Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Arnþór Birkisson

Hátíð Aðeins er rúmur mánuður til jóla og skrautið er víða komið upp í verslunum. Einhver bið gæti þó orðið á að landsmenn komist í... Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Auglýst verð á fjórhjóli í vefverslun var látið standa

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað að fyrirtæki sem auglýsti fjórhjól til sölu á netinu skyldi standa við auglýst verð í vefverslun, þrátt fyrir að hjólið hafi átt að kosta einni milljón meira Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Ávísum fimmfalt meira en í Svíþjóð

Íslendingar ávísa mun meira af sýklalyfjum en þær þjóðir Evrópu þar sem sýklalyfjanotkun er með sem skynsamlegustum hætti. Til dæmis eru ávísanir til barna á aldrinum 0-4 ára fimmfalt fleiri hér á landi en í Svíþjóð Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 800 orð | 3 myndir

Breytt öryggisástand í Evrópu

Innrásarstríð Rússlandsforseta í Úkraínu markar kaflaskil í öryggis- og varnarmálum Evrópu. Segja má að sá tími sem ríkti í kjölfar kalda stríðsins sé um leið liðinn. Æ oftar berast fréttir af hernaðarumsvifum og -athygli á norðurslóðum, síðast á… Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Börnin fylgdust spennt með er ljósin voru tendruð

Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað í gærkvöldi á Thorsplani er ljósin voru tendruð á Cuxhaven-jólatrénu. Tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Karlakórinn Þrestir og Klara Elias voru á meðal þeirra sem fluttu tónlistaratriði… Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Eiginlega frekar lélegir rokkarar

„Bæði líkamlega og andlega er ég á miklu betri stað,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, sem fór í áfengismeðferð fyrir 20 mánuðum og segir í samtali við Sunnudagsblaðið mikilvægt að tala opinskátt um ferlið Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Einkunnakerfi fyrir farþegaskip

Faxaflóahafnir hafa ákveðið að taka upp einkunnakerfi fyrir skemmtiferðaskip með ívilnun eða álögum, allt eftir því hvaða áhrif skipin hafa á umhverfið. Kerfið nefnist Environmental Port Index (EPI) og á upptök sín í Noregi Meira
19. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 687 orð | 1 mynd

Eistland fyrirmynd annarra ríkja

Eistland stendur ríkja fremst þegar kemur að stafrænni stjórnsýslu. Rúm 99% af allri þjónustu hins opinbera eru rafræn og verður 100% frá og með næsta ári, þar sem eistneska þingið samþykkti nýverið að hægt verði að gifta sig og skilja rafrænt Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 227 orð

Ekkert fé til úrbóta á stoppistöðvum Strætó

Pattstaða virðist vera um hver bæta eigi aðstöðu fyrir fatlað fólk á stoppistöðvum Strætó út um land. Í Morgunblaðinu í gær sagði frá athugun sem gerð var fyrir Öryrkjabandalagið um aðgengi á þeim stöðum þar sem fólksflutningabílar í almenningssamgöngum taka farþega og hleypa út Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Enginn er með fasta starfsstöð

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir(FSRE) og Ríkiskaup fluttu nýlega starfsemi sína á 7. hæð í Borgartúni 26. Skrifstofa stofnananna er fyrsta Deiglan, þar sem tvær eða fleiri ríkisstofnanir sameinast um aðstöðu, að því er fram kemur á heimasíðu FSRE Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Gagnrýnir fjarvistarskráningar

Settur umboðsmaður barna, Guðríður Bolladóttir, hefur sent mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni bréf þar hann er hvattur til þess að til þess „að taka til skoðunar, hvernig hvetja má ungmenni til frekari lýðræðislegrar þátttöku … Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 787 orð | 2 myndir

Gleymdur hópur fái hjálp og stuðning

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Hafna tillögu um þarfagreiningu

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnar Baldursdóttur, um þarfagreiningu á húsnæði Austurbæjarskóla fékk ekki brautargengi á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum skóla- og… Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Hefur gefið tóninn í 80 ár

Hljóðfæraverslunin Rín fagnaði 80 ára afmæli í gærkvöldi. Boðið var upp á léttar veitingar og tónlistaratriði með Birni Thoroddsen, Guðrúnu Árnýju og félögunum Grybos og Jóhanni Agli úr Karma Brigade Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Herjólfur III kominn til Færeyja að nýju

Herjólfur III er kominn til Færeyja að nýju eftir að hafa siglt milli lands og Eyja þær vikur sem Herjólfur nýi var í slipp í Hafnarfirði. Í júní í sumar leigði Vegagerðin Herjólf III til Strandfaraskip Landsins, ríkisstofnunar Færeyja, sem sér um almenningssamgöngur Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 1053 orð | 2 myndir

Horft til meiri nýtingar lághitans

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 540 orð | 2 myndir

Hugmyndirnar glamra í höfðinu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýjasta ljóðabók Ragnheiðar Lárusdóttur, Kona / Spendýr, sem Bjartur gefur út, er um konur í ýmsum hlutverkum og byggist að hluta til á reynslu höfundar. Hún tengist kvenréttindamálum og jafnréttisbaráttu, metoo og móðurhlutverkinu, og ánægjunni sem fylgir því að vera kona. Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Leiðin með minna rask sett á skipulag

Í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar kemur fram sú stefna að veglína D verði valin þegar vegur verður lagður úr Dynjandisvogi og upp að sýslumörkum á Dynjandisheiði. Sá kostur hefur í för með sér minna rask á landi en leið F,… Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Leita hita á nýjum stöðum

„Það er krefjandi áskorun að standa undir aukinni eftirspurn í jafn langan tíma og raun ber vitni. Það snýr ekki aðeins að því að afla heita vatnsins, heldur einnig flutningskerfinu til að dreifa því til notenda,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 608 orð | 1 mynd

Líflegt tungumálaapp fyrir 3-8 ára

Íslenskum börnum, á aldrinum þriggja til átta ára, gefst nú tækifæri á að læra ýmis tungumál með aðstoð tveggja teiknimyndapersóna, hákarlsins Atlas og litla skrímslisins Moka Mera. Moka Mera Lingua er einmitt heitið á appinu sem vinirnir tveir tilheyra Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Lýsti slæmum aðstæðum

Hus­sein Hus­sein bar í gær vitni í gegn­um fjar­funda­búnað í aðalmeðferð Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli Hus­seins gegn ís­lenska rík­inu. Hann er einn þeirra 15 flóttamanna sem lögreglan flutti til Grikklands í byrjun mánaðarins, þar sem fólkið hafði áður fengið alþjóðlega vernd Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 787 orð | 2 myndir

Norðurljósanna notið í heitri laug

Elsta sundlaug Borgarfjarðar er Hreppslaug í Andakíl. Nýlega hefur nýtt sundlaugarhús verið tekið í notkun við laugina en hið gamla var verulega farið að láta á sjá. Nýja húsið er hið glæsilegasta í alla staði og hefur vakið mikla lukku ásamt því að falla vel að hinu aldna sundlaugarmannvirki Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Nýja bankabyggingin lýsir upp umhverfið

Bygging nýs Landsbankahúss í Austurhöfn í Reykjavík er vel á veg komin. Þegar ljósin eru kveikt á öllum hæðum lýsir húsið upp umhverfið í skammdeginu. Frágangur innanhúss er í fullum gangi en stefnt er að því að hefja flutning starfseminnar í húsið í desember. Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 315 orð

Ný nafnskírteini sem standast kröfur

Í undirbúningi er útgáfa nýrra nafnskírteina fyrir landsmenn sem uppfylla eiga nýjustu kröfur um öryggi persónuskilríkja og hægt verður að nota sem gilt ferðaskilríki þegar ferðast er um á Evrópska efnahagssvæðinu Meira
19. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 862 orð | 2 myndir

Rússar víggirða Krímskagann

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sergei Aksjonov, leppstjóri Rússa á Krím, sagði í gær að Rússar væru nú byrjaðir að reisa víggirðingar á skaganum til þess að tryggja öryggi allra íbúa skagans. Tilkynningin kom á sama tíma og gagnsókn Úkraínumanna hélt áfram í Kerson-héraði, sem liggur að skaganum. Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Ræða gerð skammtímasamnings

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rætt hefur verið um gerð skammtímasamnings í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins (SGS) og SA en sú leið er ýmsum skilyrðum bundin af hálfu stéttarfélaganna. Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 110 orð

Rætt um að gera skammtímasamning

„Við ætlum að gefa okkur tíma fram að mánaðamótum til að gera heiðarlega tilraun til að sjá hvort við getum náð þessu saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS. Rætt hefur verið um gerð skammtímasamnings í viðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins Meira
19. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Skutu eldflaug í Japanshaf

Norður-Kóreumenn skutu í gær langdrægri eldflaug í tilraunaskyni, annan daginn í röð. Flaug eldflaugin um 1.000 kílómetra í um 6.100 kílómetra hæð, og er það næstlengsta vegalengd sem norðurkóresk eldflaug hefur náð í tilraunum þeirra Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Styrkja tengsl við skólann

Kvikmyndaskóli Íslands fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær í húsnæði skólans við Suðurlandsbraut. Rektor skólans, Börkur Gunnarsson, var á meðal þeirra sem fluttu ræðu. „Þetta var rosalega gaman,“ segir hann og bætir við að gaman hafi verið … Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Tryggja ber jafnt aðgengi allra

Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað vakið máls á því að einstaklingar sem standa höllum fæti gagnvart rafrænni miðlun eigi ekki að njóta lakari þjónustu eða jafnvel engrar þjónustu af þeim sökum í rafrænu stjórnsýslunni og þjónustu hins opinbera Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Um tuttugu í felum

Þrjátíu manna hópur lögreglumanna leitaði í gær þeirra einstaklinga sem frömdu stunguárás á skemmtistaðnum Bankastæti Club í miðbæ Reykjavíkur undir miðnætti á fimmtudag. Lögregla fór víða í gær og óskaði meðal annars eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurlandi við leitina Meira
19. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Villtir fuglar dreifa inflúensu

Inflúensuveirur A dreifast landlægt með stofnum villtra fugla sem ferðast árstíðabundið milli vetrarstöðva á suðlægum breiddargráðum til varpsvæða á norðurslóðum. Þetta kemur fram í nýútkominni fræðigrein í tímaritinu Molecular ecology Meira

Ritstjórnargreinar

19. nóvember 2022 | Reykjavíkurbréf | 1560 orð | 1 mynd

Enron-turn var 50 hæðir en FTX-kóngur og hirð sofa í kös

Rúm þrjátíu ár eru frá falli risafyrirtækisins Enron í Bandaríkjunum. Sjálfsagt eru flestir búnir að gleyma því sem þá gerðist, og að auki hefur bæst við ný kynslóð, sem telur óþarft að horfa um öxl. Það gerir hún síðar. Meira
19. nóvember 2022 | Leiðarar | 776 orð

Fótbolti og mannréttindi

Það er óþarfi að gefa löndum sem virða ekki mannréttindi slíkan vettvang til að slá sér upp Meira
19. nóvember 2022 | Staksteinar | 227 orð | 1 mynd

Fyrirspurnafargan

Þingmönnum fyrirspurnaflokkanna var mikið niðri fyrir á Alþingi í fyrradag og ræddu þeir skort á svörum við fyrirspurnum sínum. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, hóf umræðuna. Hún hafði ekki fengið svar við þýðingarmiklum fyrirspurnum og óskaði liðsinnis forseta þingsins. Meira

Menning

19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Börn flytja tónlist eftir J.S. Bach

„Bach og börnin“ er yfirskrift tónleika sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Fram koma Drengjakór Reykjavíkur, Stúlknakórinn Graduale Futuri og strengjasveitin Íslenskir strengir Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 1162 orð | 2 myndir

Falleg saga og frelsandi

Masahiro Motoki er ákaflega glæsilegur þar sem hann gengur til móts við blaðamann í höfuðstöðvum RVK Studios í Gufunesi, klæddur búningi kokks á japönskum veitingastað í London á sjöunda áratug síðustu aldar Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 316 orð | 1 mynd

Fjalla um opinber verk

„Listaverk í opinberu rými - ábyrgð og viðhald“ er yfirskrift málþings um opinber listaverk í Danmörku og Íslandi á millistríðsárunum, 1920 til 1944, sem verður haldið í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardag, milli klukkan 14 og 17 Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Flytja fjölbreytt íslensk einsöngslög

Tónleikaröðin Ár íslenska einsöngslagsins heldur áfram í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Á tónleikunum er bæði þekktum og minna þekktum einsöngslögum gert hátt undir höfði og þau flutt af framúrskarandi tónlistarfólki Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Flytja Messías eftir Händel í Hörpu

Mótettukórinn og Listvinafélagið í Reykjavík fagna saman 40 ára afmæli í ár og af því tilefni er efnt til hátíðartónleika. Óratórían Messías, eftir Georg Friedrich Händel, verður flutt í Eldborgarsal Hörpu á morgun, sunnudag, kl Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Flytja messu í C-dúr eftir Beethoven

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins taka höndum saman og flytja messu í C-dúr eftir Ludvig van Beethoven í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og á mánudagskvöldið kemur kl. 20. Einsöngvarar á tónleikunum eru Bernadett Hegyi… Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Flytja verk sem marka uppbrot

Nordic Affect-hópurinn heldur áfram vetrartónleikaröð sinni í Mengi í kvöld, laugardag, kl. 21. Grafísk verk og verk sem marka uppbrot í rými eru í fókus á tónleikunum en þeir fara fram undir yfirskriftinni „Nothing Breaking“ Meira
19. nóvember 2022 | Tónlist | 653 orð | 3 myndir

Hjartað er ofurafl

Vel heppnað verk og stæðilegt frá Elízu og mér finnst þessar tvær síðustu plötur hennar svo fínar. Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Kammersveit Breiðholts leikur verk eftir Vivaldi klukkan 15.15

Kammersveit Breiðholts heldur tónleika á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í dag í Breiðholtskirkju og hefjast þeir kl. 15.15, eins og nafn syrpunnar ber með sér. Tónleikarnir bera yfirskriftina Meistarinn frá Feneyjum Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 396 orð | 1 mynd

Kvikmyndir, tónlist og kræsingar

Rómönsk-amerísk kvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís í dag og stendur yfir til 27. nóvember í samstarfi við sendiráð Argentínu, Síle, Kólumbíu, Venesúela, Perú og Mexíkó á Íslandi. Sex nýjar og nýlegar kvikmyndir verða sýndar og boðið verður upp á kræsingar, tónlist og gleðskap Meira
19. nóvember 2022 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Melur, gemmér orrustuþotu!

Breski rithöfundurinn Douglas Adams sagði eitt sinn að þeir sem ynnu við að gera hluti „flónhelda“ (e. foolproof) vanmætu iðulega það hugvit sem algjör flón byggju yfir. Líklega hafa lögfræðingar Pepsi-risans verið á sama máli þegar John … Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Samvirkar hugsanir í Norræna húsinu

„Sláttur: Samvirkar hugsanir“ er yfirskrift dagskrár sem aðstandendur Suðurlandstvíæringsins – myndlistarfólk, hönnuðir, arkitektar, tónlistar- og fræðafólk – stendur að í Norræna húsinu í dag, laugardag Meira
19. nóvember 2022 | Bókmenntir | 706 orð | 3 myndir

Sprelllifandi saga sem á brýnt erindi

Skáldsaga Tól ★★★★★ Eftir Kristínu Eiríksdóttur. JPV 2022. Innbundin, 349 bls. Meira
19. nóvember 2022 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Tónleikar í Aðventkirkjunni í kvöld

Bassasöngvarinn og tón- og ljóðskáldið Philip Barkhudarov og franska tríóið Les Itinérantes koma í kvöld, laugardag, kl. 20 fram á tónleikum í Aðventkirkjunni í Reykjavík og flytja efni af plötunni Existence Shade sem kemur út í vikunni Meira
19. nóvember 2022 | Bókmenntir | 701 orð | 3 myndir

Út á hárfínan þráð

Ljóð Skepna í eigin skinni ★★★★· Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Mál & menning, 2022. Kilja, 63 bls. Meira

Umræðan

19. nóvember 2022 | Pistlar | 449 orð | 2 myndir

„Öll“ vildu Lilju kveðið hafa

Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum… Meira
19. nóvember 2022 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd

Drögum úr skerðingum á lægstu og meðallaunum

Sigurður Jónsson: "Stórt atriði til þess að ná fyrra fylgi Sjálfstæðisflokksins er að hlusta á eldra fólkið og bæta kjör þeirra sem þess þurfa." Meira
19. nóvember 2022 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Eingreiðsla og kjaragliðnun undanfarinna áratuga

Ef farið væri að lögum ætti ríkisstjórnin að greiða þeim verst settu í almannatryggingakerfinu út um 100.000 kr. hærri greiðslur á mánuðinn, skatta- og skerðingarlaust. Fjöldi heimila er í mínus um hver mánaðamót eftir að hafa greitt öll föst… Meira
19. nóvember 2022 | Aðsent efni | 1266 orð | 1 mynd

Fram af brúninni í innflytjendamálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: "Á þessum þremur mánuðum fjölgaði Íslendingum á landinu um u.þ.b. 300. Á sama tíma fjölgaði útlendingum um 3.500." Meira
19. nóvember 2022 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Leitað skýringa á misbeitingu valds

Jón Steinar Gunnlaugsson: "Margir lögfræðingar hafa getið sér þess til að Hæstiréttur vilji koma sér undan að dæma í fjölmörgum málum sem fyrirsjáanlega verður óskað eftir að endurupptekin verði fyrir íslenskum dómstólum vegna úrskurða MDE um réttarbrot Hæstaréttar á sakborningum." Meira
19. nóvember 2022 | Pistlar | 506 orð | 3 myndir

Með tölvu fyrir framan sig - í stað tafls

Alexandr-Domalchuk Jónasson varð í 10. sæti í flokki keppenda 18 ára og yngri á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Antalya í Tyrklandi sl. mánudag. Alexandr hlaut sex vinninga af níu mögulegum og náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitili Meira
19. nóvember 2022 | Pistlar | 841 orð | 1 mynd

Skýrslulekinn, RÚV og orðsporsáhættan

Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna segja að þeim sé kappsmál að dregið verði úr því sem Ríkisendurskoðun kallar „orðsporsáhættu“ – Hvað gera RÚV og stjórnarandstaðan? Meira
19. nóvember 2022 | Aðsent efni | 314 orð

Vínarborg, nóvember 2022

Fyrst kom ég í söngleikahöllina í Vín, Staatsoper Wien, árið 1974. Ég var þá í erindum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, á ráðstefnu í borginni og skrapp einn míns liðs á söngleik, Don Carlos eftir Verdi, sem saminn var upp úr leikriti Schillers Meira
19. nóvember 2022 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Öfgafull viðbrögð á Alþingi

Eldur Deville: "Öfgafull viðbrögð við umsögnum um frumvarp til breytinga á hegningarlögum er varða svokallaðar bælingarmeðferðir." Meira

Minningargreinar

19. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1389 orð | 1 mynd

Alfreð Hallgrímsson

Alfreð Hallgrímsson fæddist 23. desember 1925 að Minna Holti í Fljótum og ólst hann þar upp. Hann lést á heimili dóttur sinnar á Dalvík þann 3. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Hallgrímur Arngrímsson, bóndi í Minna Holti, f. 1889, d. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2022 | Minningargreinar | 462 orð | 1 mynd

Guðmundur Ingi Sigurðsson

Guðmundur Ingi Sigurðsson fæddist í Reykjavik 2. ágúst 1942 á Bergþórugötunni. Hann lést á líknardeild Landspítalans 21. október 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. 19. maí 1915, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2293 orð | 1 mynd

Helga Guðráðsdóttir

Helga Guðráðsdóttir fæddist 1. ágúst 1936. Hún lést í Brákarhlíð 11. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Guðráður Cesil Davíðsson í Nesi, f. 6. nóvember 1904, d. 13. apríl 2003, og Vigdís Bjarnadóttir, f. 9. maí 1910, d. 18. nóvember 2009. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2022 | Minningargreinar | 3682 orð | 1 mynd

Lucie Einarsson

Lucie Einarsson fæddist 3. september 1936 í Struer, Danmörku. Hún lést 8. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Marie Einarsson, vindlagerðarkona og húsmóðir, f. 7.12. 1909, d. 27.1. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

Sigurveig Norðmann Rögnvaldsdóttir

Sigurveig Norðmann Rögnvaldsdóttir fæddist 28. maí 1933 í Flugumýrarhvammi í Akrahreppi. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Jónsson, f. 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2356 orð | 1 mynd

Þórdís Jóna Óskarsdóttir

Þórdís Jóna Óskarsdóttir fæddist á Sólheimum á Seyðisfirði 23. júlí 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 9. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurjón Finnsson, f. 20. maí 1901, d. 4. október 1951, og Sigrún Guðjónsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 232 orð | 2 myndir

Auka við flug til Raleigh-Durham

Flug Icelandair til Raleigh-Durham-flugvallar í Norður-Karólínu hefur gengið mun betur en vonir stóðu til. Félagið hóf flug til áfangastaðarins um miðjan maí sl., þá áætlunarflug fjórum sinnum í viku, og til stóð að fljúga út október á þessu ári,… Meira
19. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 464 orð | 1 mynd

Kæru gegn Sveini Andra vísað frá

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa frá kæru Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns á hendur Sveini Andra Sveinssyni hrl. fyrir fjárdrátt með því að hafa sem skiptastjóri þrotabús EK1923 dregið sér fé af fjárvörslureikningi þrotabúsins Meira
19. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

Landsvirkjun hagnast um 31 milljarð króna

Hagnaður Landsvirkjunar fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 214 milljónum Bandaríkjadala, eða um 31 milljarði króna, samanborið við tæplega 103 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur fyrstu níu mánuðina námu tæpum 580 milljónum dala og jukust um tæpar 150 milljónir dala á milli ára Meira

Daglegt líf

19. nóvember 2022 | Daglegt líf | 1143 orð | 1 mynd

Sirkus næmleiks bak við eyrað

Lukkan hefur leyft mér að kynnast öllum þessum skáldum á ferðum mínum með ljóð um heiminn,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld en hún tók sig til og þýddi 40 ljóð eftir 40 erlend skáld af ólíkum uppruna sem hún hefur mætt á ljóðahátíðum… Meira

Fastir þættir

19. nóvember 2022 | Í dag | 175 orð | 1 mynd

191122

1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 d6 8. exd6 Dxd6 9. 0-0 Bg4 10. He1 0-0-0 11. De2 e5 12. Ra3 g6 13. Rxc4 Rxc4 14. Dxc4 Bxf3 15. gxf3 f5 16. Ba4 Dd5 17. Dxd5 Hxd5 18 Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 58 orð

„Ég setti þetta á mig“ sagði maður nýlega. Orðasambandið…

„Ég setti þetta á mig“ sagði maður nýlega. Orðasambandið merkir að leggja e-ð á minnið, festa sér e-ð í minni. Algengt áður fyrr. „Mér var kennt það í æsku að það væri höfuðsynd að formæla veðrinu, og ég setti þetta á mig.“… Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 269 orð

Brugðið fyrir sig fæti

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Allvel kenndur er hann nú. Erfið reynist brekka sú. Þennan á ég undir mér. Einnig geymi vínlögg hér. Nú brá svo við í fyrsta skipti, að engin rétt lausn barst en Guðmundur skýrir gátuna þannig: Kominn fótur í hann er Meira
19. nóvember 2022 | Árnað heilla | 140 orð | 1 mynd

Elsa Sigfúss

Elsa Guðrún Kristín Sigfúsdóttir fæddist 19. nóvember 1908 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Einarsson, f. 1877, d. 1939, tónskáld, og Valborg Einarsson, f. 1882, d. 1985, frá Danmörku, fædd Hellemann Meira
19. nóvember 2022 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Fimm ára Grettir stefnir enn hærra

Hinn fimm ára gamli Grett­ir Thor sló held­ur bet­ur í gegn fyrr á ár­inu með ís­lensku frum­sömdu barna­efni um hinn æv­in­týra­gjarna Lilla Tíg­ur, sem hann gaf út á streym­is­veitu YouTu­be með hjálp mömmu sinn­ar, Þórhildar Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 1056 orð | 2 myndir

Hver dagur er ævintýri

Helgi Teitur Helgason fæddist 19. nóvember 1972 á Landspítalanum en flaug 6 daga gamall með móður sinni í lítilli flugvél til Ísafjarðar, þar sem foreldrar hans bjuggu. „Þessi flugferð var víst hressileg og mamma hélt víst að við myndum ekki hafa það af Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 179 orð

Litli bróðir. S-AV

Litli bróðir. S-AV Norður ♠ 10642 ♥ 532 ♦ ÁG1087 ♣ Á Vestur ♠ 9753 ♥ 109 ♦ D52 ♣ G1095 Austur ♠ DG8 ♥ 64 ♦ K6 ♣ K87432 Suður ♠ ÁK ♥ ÁKDG87 ♦ 943 ♣ D6 Suður spilar 6♥ Meira
19. nóvember 2022 | Dagbók | 53 orð

Löggan Deke og fíkniefnalöggan Baxter vinna saman að því að elta uppi…

Löggan Deke og fíkniefnalöggan Baxter vinna saman að því að elta uppi raðmorðingja. Deke hefur nef fyrir smátriðum en er ekki tilbúinn að fara á svig við lög og reglur, sem veldur spennu á milli þeirra, en draugar fortíðar sækja einnig að Deke Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 1267 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Ný sálmabók tekin í notkun. Kór Akraneskirkju leiðir söng, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari er Fjóla Lúðvíksdóttir. Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 142 orð | 2 myndir

Sigríður Lowe

100 ára Sigríður Lowe verður 100 ára á morgun en hún er fædd 21. nóvember 1922. Hún ólst upp á Kvíabryggju á Snæfellsnesi en foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, f. 1891, d. 1973 og Hildur Sæmundsdóttir, f Meira
19. nóvember 2022 | Í dag | 175 orð

Skák

1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 d6 8. exd6 Dxd6 9. 0-0 Bg4 10. He1 0-0-0 11. De2 e5 12. Ra3 g6 13. Rxc4 Rxc4 14. Dxc4 Bxf3 15. gxf3 f5 16. Ba4 Dd5 17. Dxd5 Hxd5 18 Meira

Íþróttir

19. nóvember 2022 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

Ég viðurkenni að ég hef oft, eða réttara sagt alltaf á mínu æviskeiði,…

Ég viðurkenni að ég hef oft, eða réttara sagt alltaf á mínu æviskeiði, verið spenntari fyrir heimsmeistaramóti. HM 2022 í knattspyrnu karla hefst á morgun í Katar með líklega minnst spennandi upphafsleik í rúmlega 90 ára sögu keppninnar, þegar heimamenn í Katar mæta Ekvador Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Fimm stiga forskot Valsmanna

Valur náði fimm stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með 34:28-sigri á heimavelli gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Tókst Valsmönnum að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik, eftir að Stjarnan hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verið þremur mörkum yfir í leikhléi, 19:16 Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 217 orð | 1 mynd

Noregur leikur enn og aftur til úrslita

Noregur og Danmörk mætast í Norðurlandaslag í úrslitum Evrópumóts kvenna í handbolta á morgun, eftir sigra í undanúrslitum í Ljubljana í gær. Noregur vann 28:20-sigur á Frakklandi. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en norska liðið var mun sterkara í þeim seinni og var sigurinn öruggur Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 857 orð | 1 mynd

Portúgal og Úrúgvæ líklegust til afreka

Keppni í H-riðli á HM karla í knattspyrnu í Katar hefst fimmtudaginn 24. nóvember. Mætast þá annars vegar Portúgal og Gana og Úrúgvæ og Suður-Kórea hins vegar. Morgunblaðið fjallar um hvern riðil fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir heimsmeistaramótið Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 848 orð | 1 mynd

Sjötti titillinn til Brasilíu?

G-riðill Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Keppni í G-riðli á HM karla í knattspyrnu í Katar hefst fimmtudaginn 24. nóvember. Mætast þá annars vegar Brasilía og Serbía og Sviss og Kamerún hins vegar. Morgunblaðið fjallar um hvern riðil fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir heimsmeistaramótið. Hér verður farið yfir G-riðil. Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Snæfríður bætti Íslandsmetið

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti í gær eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug á móti í Danmörku. Hún syndi vegalengdina á 1;55,60 mínútu og bætti metið um tæpa sekúndu, en fyrra met var 1:56,51 sekúnda Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Sólveig í staðinn fyrir Berglindi

Knattspyrnukonan Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Samningurinn gildir til ársins 2024. Sólveig kemur til Örebro frá Val. Hún var að láni hjá Aftureldingu fyrri hluta síðasta tímabils,… Meira
19. nóvember 2022 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Þórir stýrir Noregi í úrslitaleiknum

Noregur og Danmörk mætast í Norðurlandaslag í úrslitum Evrópumóts kvenna í handbolta á morgun, eftir sigra í undanúrslitum í Ljubljana í gær. Noregur vann 28:20-sigur á Frakklandi og leikur því í úrslitum annað mótið í röð og í þrettánda sinn alls Meira

Sunnudagsblað

19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 963 orð | 2 myndir

Á eftir Pelé kom Maradona

Aðeins einn þjálfari hefur unnið HM í tvígang, Vittorio Pozzo, sem stýrði Ítölum bæði 1934 og 1938. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 963 orð | 1 mynd

Bankasala og lekavandamál

Hagstofan spáir því að verulega dragi úr hagvexti á næsta ári, þó ekki komi til samdráttar líkt og víða á meginlandi Evrópu. Hins vegar spáir Vinnumálastofnun kröftugum vinnumarkaði Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 535 orð | 2 myndir

„Ég er reiðubúin að deyja!“

Það er strembið að vera ungur! Ekkert nema spurningar blasa við manni. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 1284 orð | 2 myndir

„Frelsi er ómetanlegt“

Fyrir lítið land á borð við Eistland felur stríð ávallt í sér miklar hörmungar. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 136 orð | 2 myndir

Búsæld við borgarmörkin

Heimildarmyndin Jörðin og við – Búsæld við borgarmörkin verður frumsýnd í Bíói Paradís í dag, laugardag, kl. 15, og almennar sýningar hefjast daginn eftir. Í myndinni er stuttlega spönnuð saga Búnaðarsambands Kjalarnesþings frá upphafi til dagsins í dag Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Ekki alltaf dans á rósum að vera trans

Stolt Þýska söngkonan Kim Petras, fyrsta transmanneskjan til að komast á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum, viðurkennir í samtali við breska blaðið The Guardian að það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að vera trans Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 171 orð | 1 mynd

Ekki nógu sætir?

„Fáir menn sjást jafn oft á sjónvarpsskerminum og Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins,“ var fullyrt í leiðara Morgunblaðsins í nóvember 1972. „Hann heldur blaðamannafundi með stuttu millibili til að… Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 2045 orð | 3 myndir

Erindi Sigur Rósar endurnýjað

Við erum ekkert Rolling Stones, við vitum ekkert hvort við ætlum að vera að túra þegar við erum áttræðir. Við verðum ekkert yngri! Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 2220 orð | 5 myndir

Harmonikkuballi slegið upp í Katar

Vorkjúklinga, myndi Sir Stanley Matthews kalla þá, en hann lék sinn síðasta leik fyrir Stoke City nýorðinn fimmtugur árið 1965. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 101 orð | 1 mynd

Hrollvekja í ballarhafi

Dulúð Nokkur leynd hefur hvílt yfir söguþræði þýska myndaflokksins 1899 og aðstandendur haldið spilunum þétt að sér. Nú er hann hins vegar kominn í heild inn á efnisveituna Netflix, þannig að þið getið kynnt ykkur málið sjálf Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 13 orð

Hvað kemur næst? – Völundarhús – Ráslínan

Getur þú hjálpað ljóninu að finna heimahaga? Hvaða ökutæki kemur fyrst í mark? Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 117 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa stærðfræðidæmi. Lausnina skrifið þið…

Í þessari viku eigið þið að leysa stærðfræðidæmi. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 27. nóvember. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina 5 mínútna kósísögur Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 3172 orð | 2 myndir

Joe Biden áttræður

Joe Biden Bandaríkjaforseti er 80 ára gamall í dag. Hann varð elstur manna til þess að taka við forsetaembætti þar í landi, en hann var jafnframt á fyrsta degi eldri en nokkur forseti annar hafði verið í embætti. Aldur hans hafði komið við sögu í kosningabaráttunni og sjálfur hafði Biden gengist við því að það væri réttmætt umræðuefni, en kvaðst vona að aldurinn gæfi einnig reynslu og vísdóm. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Kvikmynd um „best geymda leyndarmál Íslands“

„Þetta er saga hljómsveitar sem á í vök að verjast. Þetta er besta jaðarband sem þið hafið aldrei heyrt um en munið elska þegar þið eruð búin að sjá þessa mynd,“ segir Álfrún Örnólfsdóttir höfundur og leikstjóri íslensku… Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Lausnir á bls. 6-7

Hvað kemur næst? D. Hvað borða mýs? D. Ráslínan Númer 2. Finndu 5 villur Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Leitar að morðingja sonar síns

Jíha Vestrum vex nú fiskur um hrygg á skjánum. Skemmst er að minnast 1883, sem féll í frjóa jörð fyrr á þessu ári, og nú er röðin komin að The English sem sjá má bæði á BBC og Amazon Prime Video. Emily Blunt leikur þar breska hefðarkonu sem heldur… Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 637 orð | 2 myndir

Leyfist að spyrja um leiðtoga?

Ég þykist vita að einhverjum finnist ótilhlýðilegt að spyrja. En þar sem ég borga brúsann þá ætla ég nú samt að leyfa mér að gera það. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 427 orð

Málmgagn þjóðar

Á síðustu málmtónleikum sem ég sótti var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fremstur meðal jafningja. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 351 orð | 6 myndir

Nú hlusta ég stanslaust

Ég hef ekki alltaf verið dugleg að gefa mér tíma í lestur en frá því ég var mjög lítil lásu foreldrar mínir alltaf mikið fyrir mig. Ljóðabækur Þórarins Eldjárns voru mjög vinsælar, Heimskringla og Halastjarna í sérstöku uppáhaldi Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 1519 orð | 1 mynd

Okkar eigin færeyska

Þá stendur varla eftir annað en tilgáta um að Landspítalinn og Fréttablaðið eigi sér stað í hliðstæðum heimi, þar sem töluð er eins konar færeyska, en samt ekki. Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 862 orð | 3 myndir

Sjaldan fellur kjuðinn langt frá settinu

Héldi maður að trymbillinn Zak Starkey, sonur Bítilsins Ringos Starrs, hefði tekið upp kjuðana vegna föður síns yrði manni ábyggilega fyrirgefið. Það var hins vegar ekki þannig. Zak byrjaði að læra á gítar og hugði á frama með það ágæta hljóðfæri í fanginu Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Spilar með sínu nefi

Heiður Aðeins eru tæpar tvær vikur þangað til eitt áhrifamesta málmband allra tíma, Pantera, stígur aftur á svið eftir meira en 20 ára hlé. Gítar­leikarinn Zakk Wylde fær þar hið vandasama hlutverk að fylla skarð Dimebags Darrells, sem var myrtur árið 2004 Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 295 orð | 1 mynd

Svitnar fyrir hönd dómnefndar

Hvernig leggst Idol í þig? „Mjög vel, bæði fyrir sjálfa mig, þetta verður skemmtileg tilbreyting frá því sem ég hef verið að gera á Stöð 2, og svo eiga áhorfendur von á mjög góðu. Idol var síðast á dagskrá 2009 og síðan er komin upp heil… Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 15 orð

Viktoría Ósk 7…

Viktoría Ósk 7 ára ELVA ÓSK 10 ÁRA FRÍÐA 9 ÁRA ADAM DARRI 7 ÁRA Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 576 orð | 1 mynd

Vildu fá fiskinn eldaðan í gegn

París. AFP. | Áar mannsins, sem lifðu fyrir 780 þúsund árum, voru gefnir fyrir mikið eldaðan fisk samkvæmt niðurstöðum ísraelskra vísindamanna, sem á mánudag birtu niðurstöður rannsókna sinna á vísbendingum um það hvenær eldur hafi fyrst verið notaður til að elda mat Meira
19. nóvember 2022 | Sunnudagsblað | 35 orð

Það er fátt betra en að eiga kósístund með uppáhaldsævintýrapersónunum…

Það er fátt betra en að eiga kósístund með uppáhaldsævintýrapersónunum sínum. Taktu þátt í kettlingapössun með Mikka, farðu í afmælisveislu með Söndru Maríu, kíktu í skuggaleikhús með Mulan eða sveiflaðu þér í trjánum með Mógla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.