Greinar mánudaginn 21. nóvember 2022

Fréttir

21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Borg og ríki semja um móttöku á 1.500 flóttamönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu á laugardag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjavík Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 752 orð | 2 myndir

Byggja brýr í veröldinni

„Ungt fólk þarf og verður að láta til sín taka í ákvörðunum um framtíðina. Til þess fæst þjálfun í félagsstarfi okkar sem er fjölbreytt, áhugavert og stækkar veröld þeirra sem blanda sér í leikinn,“ segir Viktor Ómarsson sem á dögunum var kjörinn heimsforseti JC-hreyfingarinnar Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

COP27 að hluta til vonbrigði

Loftslagsráðstefnunni COP27, sem fór að þessu sinni fram í Egyptalandi, lauk í gær eftir tvær vikur af viðræðum milli þeirra 200 ríkja sem tóku þátt í ráðstefnunni. Anna Hulda Ólafsdóttir, yfirmaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á… Meira
21. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 688 orð | 3 myndir

Fann drekamerki á elsta pappírsbréfinu

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fyrr á þessu ári lauk verkefninu Pappírsslóð rakin en tilgangur þess var að komast að uppruna þess pappírs sem notaður var í skjölum, handritum og bókum á Íslandi á 16. og 17. öld með greiningu á vatnsmerkjum í pappír. Silvia Hufnagel, fræðimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var ein þeirra sem starfaði að verkefninu sem tók ríflega þrjú ár. Meira
21. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Fimm látnir eftir skotárás í BNA

Hið minnsta fimm eru látnir og 18 til viðbótar særðir eftir skotárás á næturklúbbi hinsegin fólks aðfaranótt sunnudags í borginni Colorado Springs í Bandaríkjunum. Árásin átti sér stað er gestir staðarins fögnuðu alþjóðlegum minningardegi trans fólks, sem er haldinn ár hvert, 20 Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Fjölskyldur spreyttu sig í fuglasmiðju

Einbeitingin skein úr hverju andliti í fuglasmiðju sem efnt var til í garðskála Grasagarðsins í gær á alþjóðadegi barna. Þórey Hannesdóttir listakona stýrði listasmiðjunni og gátu fjölskyldur komið saman og spreytt sig á að búa til fuglafóðrara Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Frönsk stórmynd í tökum hér

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er mjög spennandi verkefni enda er um að ræða einn fremsta leikstjóra og handritshöfund Frakka. Tökurnar hafa gengið mjög vel,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth. Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hafa selt 27 milljónir bóka

Þrír vinsælustu íslensku spennusagnahöfundarnir eiga orðið stóran hóp aðdáenda um allan heim og selja bækur sínar í stóru upplagi. Arnaldur Indriðason trónir á toppnum hvað sölu varðar en hann hefur alls selt 18 milljónir bóka á ferli sínum sem spannar aldarfjórðung Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Hafþór Hreiðarsson

Blíða Húsvíkingar hafa eins og fleiri landsmenn fengið óvenju mildan vetur það sem af er. Á föstudaginn var sérlega milt í veðri og fagurt um að litast frá höfninni í... Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Hagamýs í Eyjum

Hin íslenska hagamús hefur numið land í Vestmannaeyjum en fram til þessa hafði húsamúsin ein ráðið þar ríkjum. Náttúrufræðistofnun Íslands tilkynnti þetta á vef sínum stuttu fyrir helgi, en grunur hefur leikið á því að hagamúsin væri komin til Eyja… Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Halda áfram að moka út krimmum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er auðvitað með algjörum ólíkindum að fylgjast með og verða vitni að þessum einstæða árangri Arnaldar, ekki bara hérlendis heldur ekki síður erlendis þar sem hann hefur trónað á efstu sætum metsölulista um allan heim,“ segir Egill Örn Jóhannsson, bókaútgefandi hjá Forlaginu. Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Hefndarkeðja á milli hópanna lengist

Þó nokkrar hefndaraðgerðir hafa fylgt í kjölfar stunguárásar sem átti sér stað á fimmtudagskvöldið á Bankastræti Club. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið í gær Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hluti af dreka á elsta bréfinu

Elsta íslenska pappírsbréfið sem varðveist hefur er frá árinu 1437, skrifað af Þorvarði Loftssyni, bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði. Við rannsóknir tengdar verkefninu Pappírsslóð rakin kom í ljós að vatnsmerki er á bréfinu, drekahali sem er brot af stærra vatnsmerki sem er mynd af dreka Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Kennarar báru sigurorð af ríkisvaldinu

Hópur kennara við Menntaskólann í Kópavogi hafði betur gegn íslenska ríkinu í deilu um vangoldin laun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Íslenska ríkinu var því gert að greiða hópnum samtals rétt rúmar þrjár milljónir króna ásamt dráttarvöxtum Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 711 orð | 1 mynd

Koma alltaf hlaupandi á móti mér

„Yfirleitt fer ég alla daga til fundar við fuglana, ýmist að kvöldi eða morgni,“ segir Daníel V. Ólafsson sem hefur gefið öndunum samviskusamlega brauð í sinn gogg allan ársins hring undanfarin tvö ár við Árbæjarstíflu í Elliðaám í Reykjavík Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Maður lést í slysi við Barónsstíg

Erlendur maður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á laugardagskvöld er rafhlaupahjól og rúta lentu saman á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjólinu, en talið er að hann hafi ekið inn í hlið rútunnar Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Matarvagn eða nýjan BMW?

Finnur Bessi Finnsson var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann ákvað að kaupa sér sérsmíðaðan matarvagn frá Kína en hann rekur núna hamborgarastaðinn Bessa bita úr honum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að valið hafi staðið á milli þess að kaupa matarvagn eða nýjan BMW-bíl Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Minntust fórnarlambanna

Hópur fólks kom saman við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi í gær, í tilefni alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fluttu erindi Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 66 orð

Niðurlag í grein um Biden féll niður

Þau leiðu mistök voru gerð í grein um Joe Biden áttræðan í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins að síðasta línan féll brott og lesandinn skilinn eftir í fullkominni óvissu um niðurlagið. Beðist er velvirðingar á því, en rétt átti síðasta málsgreinin að… Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Ólafur las upp í Svanhildarstofu

Margir voru viðstaddir opnun Svanhildarstofu Hælisins í gær á 108. afmælisdegi Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar, móður Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands. Ólafur las upp úr bók sinni, Bréfin hennar mömmu, sem kom út nýverið. Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 94 orð

Rangfærsla varðandi banaslys

Ranghermt var í Morgunblaðinu á laugardag, í viðtali við Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu, þar sem vitnað var til erindis sem Jónína Snorradóttir flutti í gær á minningardegi fórnarlamba umferðarslysa, að í slysi í Vestmannaeyjum fyrir 30… Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Ríflega helmingur frá Tuborg

Minni sala var á jólabjór í Vínbúðum ÁTVR fyrstu tvær vikurnar á nýhöfnu sölutímabili en á sama tíma í fyrra. Sala hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 3. nóvember síðastliðinn. Fyrstu tvær vikurnar í fyrra, frá fimmtudegi til og með miðvikudegi, var salan um 251 þúsund lítrar Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Siglir frá Þorlákshöfn

Ferðir Herjólfs til og frá Vestmannaeyjum hafa verið færri en ella undanfarið þar sem ekki hefur verið hægt að sigla skipinu til Landeyjahafnar. Í gær sigldi Herjólfur aðeins til Þorlákshafnar og var því siglt í tvígang til og frá eyjunni; frá Vestmannaeyjum kl Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Skúrarnir gömlu fá viðbót

Hafnar eru framkvæmdir við gömlu grásleppuskúrana á Ægisíðu. Þar stendur til að koma upp aðstöðu fyrir sjósundsiðkendur og munu þar brátt rísa búningsklefar og útisturtur fyrir fólk sem hyggst stinga sér til sunds Meira
21. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Sprengjum rigndi yfir Saporisjía

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Yfirvöld í Úkraínu og Rússlandi skiptust á að kenna hvor öðrum um sprengjuárásir á kjarnorkuverið Saporisjía, stærsta kjarnorkuver Evrópu, um helgina. Kjarnorkuverið er undir stjórn Rússa en það er staðsett í suðurhluta Úkraínu. Sérfræðingar frá Sameinuðu þjóðunum, sem staddir eru í verinu, segja að kröftugar sprengjur hafi hæft verið. Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 575 orð | 2 myndir

Sturlungastyrjöld í undirheimunum

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Vopnfirðingar sigruðu í legókeppninni

Liðið Dodici úr Vopnafjarðarskóla fór á laugardag með sigur af hólmi í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni First Lego League. Keppnin er á vegum Háskóla Íslands og er ætlað að efla færni og lausnamiðaða hugsun hjá grunnskólanemum Meira
21. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Þúsundir mótmæltu

Mörg þúsund manns tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Svartfjallalands fyrir helgi og kölluðu eftir þingkosningum og afturköllun á umdeildum lögum sem minnkuðu völd forsetans í miðri stjórnarkreppu í landinu Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 510 orð | 1 mynd

Þörf á samvinnu um sorp

Öll sveitarfélög landsins eru farin að innleiða breytingar á meðhöndlun úrgangs sem boðaðar eru í lögum sem taka gildi um áramót. Þröngur tímarammi og óvissa um kostnað hafa gert það að verkum að sveitarfélögin eru komin mislangt á veg Meira
21. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 147 orð | 2 myndir

Æðri máttur skilaði Ekvador sigrinum

Heimsmeistaramót karla í fótbolta hófst í gær en að þessu sinn er það haldið í Katar, eins og frægt er orðið. Veðbankar telja líklegast að Brasilíumenn vinni mótið, enda með feiknasterkt lið í ár. Heimamenn í Katar tóku á móti Ekvador í opnunarleik mótsins síðdegis í gær Meira

Ritstjórnargreinar

21. nóvember 2022 | Leiðarar | 530 orð

Skiljanlegur ótti

Eistar hafa miklar áhyggjur af stóra nágranna sínum Meira
21. nóvember 2022 | Leiðarar | 180 orð

Umferðarslys

Rafskútur mega ekki áfram vera stórhættuleg slysagildra Meira
21. nóvember 2022 | Staksteinar | 211 orð | 1 mynd

Umhverfisbruðl?

Frjálst land á blog.is fjallar um ýmsar aðgerðir sem eiga að vera í þágu umhverfisins og er fjarri því sannfært um gagnsemina. „Hringrásarhagkerfið“ er sagt „enn ein flækjan af 4 draumórakenndum EES-tilskipunum. Lögin eru tískulög umhverfispresta og Brussel sniðin að þéttbýlum menguðum svæðum. Kostnaðurinn á sveitarfélögin (Mbl. 17.11.2022) og heimilin verður mikill og óþarfur. Eins og lengi hefur verið þekkt er besta almenna aðferðin við að hringrása sorpi að urða það þar sem lífríki jarðvegsins brýtur það niður og býr til nýjan jarðveg skattgreiðendum og heimilum að kostnaðarlausu.“ Meira

Menning

21. nóvember 2022 | Menningarlíf | 697 orð | 6 myndir

Hringrás lífsins í forgrunni

Livstegn eða Lífsmark nefnist sýning á málverkum og hönnun danska listamannsins Ejnars Nielsen (1872-1956) sem sýnd er hjá Den Hirschsprungske Samling í Kaupmannahöfn um þessar mundir Meira
21. nóvember 2022 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Sandrayati Fay á tónleikum Feima

Þriðju tónleikar Feima, tónleikaraðar kammersveitarinnar Elju, verða haldnir í Flóa í Hörpu í kvöld kl. 20 og að þessu sinni er það Sandrayati Fay sem kemur fram. Tónleikarnir eru blanda af klassískri kammermúsík eftir kventónskáld og svo tónlist… Meira
21. nóvember 2022 | Kvikmyndir | 855 orð | 2 myndir

Wakanda í heila eilífð

Smárabíó, Sambíóin, Háskólabíó og Laugarásbíó Black Panther: Wakanda Forever/ Svarti pardusinn: Wakanda að eilífu ★★★·· Leikstjórn: Ryan Coogler. Handrit: Ryan Coogler og Joe Albert Cole. Aðalleikarar: Letitia Wright, Lupita Nyong’o, Danai Gurira, Winston Duke, Florence Kasumba, Dominique Thorne, Michaela Coel, Tenoch Huerta Mejia, Julia Louis-Dreyfus, Martin Freeman og Angela Bassett. Bandaríkin, 2022. 161 mín. Meira

Umræðan

21. nóvember 2022 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Í félagsskap spillingar eða frelsis?

Sumarfríið í Frakklandi 2016 er enn í fersku minni. Við konan mín, dætur okkar, aðrir úr nánustu fjölskyldu og vinir áttum þar saman frábæra daga. Fótboltaveisla EM og fjölskyldufrí. Hvað getur klikkað? Nú er heimsmeistaraboltinn farinn að rúlla í… Meira
21. nóvember 2022 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Sala á hlut í Íslandsbanka hf.

Guðni Á. Haraldsson: "Umræða um það hvort rétt söluverð hafi átt að vera 117 kr. á hlut eða 120 krónur á hlut er hjóm eitt í samanburði við þá gríðarlegu hagsmuni sem ríkinu voru færðir." Meira
21. nóvember 2022 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Samtal og samráð um uppbyggingu Holtavörðuheiðarlínu 3

Elín Sigríður Óladóttir: "Holtavörðuheiðarlína 3 mun liggja frá nýju tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndu og fer línan í gegnum tvö sveitarfélög." Meira
21. nóvember 2022 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Vörður í viku íslenskunnar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir: "Það er sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að tryggja að móðurmálið standi tímans tönn og verði á vörum okkar um aldur og ævi." Meira

Minningargreinar

21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 642 orð | 1 mynd

Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson fæddist á Þyrli í Hvalfirði 24. ágúst 1937. Helgi lést á dvalarheimilinu Höfða 15. nóvember 2022. Sonur hjónanna Sigurðar Helgasonar og Steinþóru Sigurbjörnsdóttur. Tvíburasystir Helga er Guðrún Davis Sigurðardóttir, f. 1937. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 3327 orð | 1 mynd

Hrefna Guðmundsdóttir

Hrefna Guðmundsdóttir fæddist á Blesastöðum á Skeiðum 5. júlí 1927. Hún lést á dvalarheimilinu Móbergi á Selfossi 8. nóvember 2022. Foreldrar Hrefnu voru Guðmundur Magnússon, f. 1879, d. 1972, bóndi á Blesastöðum á Skeiðum, og Kristín Jónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 3268 orð | 1 mynd

Inga Árnadóttir

Ingiríður Árnadóttir, alltaf kölluð Inga, fæddist í Reykjavík 5. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Guðrún Solveig Einarsdóttir, f. 1899, d. 1995, og Árni J. Árnason, f. 1896, d. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2358 orð | 1 mynd

Ingveldur Björnsdóttir

Ingveldur Björnsdóttir fæddist í Kílakoti, Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu, 11. október 1946. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 7. nóvember 2022. Hún var dóttir hjónanna Björns Þórarinssonar, f. 30.3. 1905, d. 29.4. 1989, og Guðrúnar Ásbjörnsdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1460 orð | 1 mynd

Jónatan Jóhann Stefánsson

Jónatan Jóhann Stefánsson frá Sólheimum í Garði fæddist 15.2. 1943. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Víðihlíð í Grindavík 29. október 2022. Foreldrar hans voru Stefán Ólafur Sveinbjörnsson frá Eiði í Gerðahreppi, f. 14.7. 1909, d. 29.11. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 407 orð | 1 mynd

Margrethe Kristinsson

Elí Zenia Margrethe Kristinsson fæddist í Hobro í Danmörku 23. janúar 1925. Hún lést á heimili sínu 9. nóvember 1922. Foreldrar hennar voru Hans Jakobsen konditormeistari og kaupmaður og Anne Marie Jakobsen húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1700 orð | 1 mynd

Sigurlaug Gísladóttir

Sigurlaug Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. janúar 1946 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. nóvember 2022. Foreldrar Sigurlaugar voru Gísli Gíslason, f. 13. nóvember 1902, d. 24. desember 1972, og Ásdís Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2285 orð | 1 mynd

Þórhallur Aðalsteinsson

Þórhallur Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1944. Hann lést 31. október 2022. Foreldrar hans voru Sigurleif Þórhallsdóttir bókavörður, f. 11. desember 1917, d. 7. janúar 1984, og Aðalsteinn Sigurðsson bókbandsmeistari, f. 26. febrúar 1910,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 737 orð | 1 mynd

Á ekki að verða stór vinnustaður

Stjórnendur sparisjóðsins indó (ritað með litlum upphafsstaf) hafa farið rólega af stað og gætt þess að taka ekki við of mörgum viðskiptavinum í einu. Tryggvi Björn Davíðsson stofnaði indó með Hauki Skúlasyni og segir Tryggvi að nú þegar séu um… Meira
21. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

FTX hefur tiltekt

Smám saman er að komast skýrari mynd á eðli og umfang fjárhagsvanda rafmyntakauphallarinnar FTX og hve kostnaðarsamt gjaldþrot félagsins verður. Reuters greindi frá því á sunnudag að FTX áætli að félagið skuldi 50 stærstu kröfuhöfum sínum nærri 3,1 milljarð dala Meira

Fastir þættir

21. nóvember 2022 | Í dag | 842 orð | 3 myndir

Brautryðjandi á skíðum

Jakobína Valdís Jakobsdóttir er fædd 21. nóvember 1932 í Mjósundum á Ísafirði og ólst þar upp þar til fjölskyldan flutti í Hraunprýði þegar Jakobína var 6 ára. „Það var þá efsta húsið á Ísafirði og þangað lá bara götuslóði Meira
21. nóvember 2022 | Í dag | 58 orð

Ein af auðlindum okkar er sjaldan mærð: steinn. Hún hefur þó orðið…

Ein af auðlindum okkar er sjaldan mærð: steinn. Hún hefur þó orðið uppspretta fjölmargra orðasambanda. Þá tók steininn úr þýðir: þá keyrði úr hófi, þá kastaði tólfunum, þá var nóg komið Meira
21. nóvember 2022 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Fékk spádóm sem rættist

„Mér er tjáð að ég vakni brosandi,“ sagði söngkonan Diddú spurð út í glaðværð sína í viðtali í Ísland vaknar. Þar rifjaði hún upp gamla tíma og um komandi jólatónleika sína sem eru haldnir í tilefni af 25 ára afmæli plötunnar Jólastjarna Meira
21. nóvember 2022 | Í dag | 259 orð

Fór og Gróa á Leiti

Pétur sonur minn sendi mér póst og segir að það sé gaman að glugga í meistaralega þýðingu Péturs Gunnarssonar á Játningunum eftir Jean-Jacques Rousseau sem komin er út fyrir jólin. Í neðanmálsgrein þessarar opinskáu og bersöglu sjálfsævisögu segir… Meira
21. nóvember 2022 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Katla Sól Kristjánsdóttir fæddist 15. febrúar 2022 kl.…

Hafnarfjörður Katla Sól Kristjánsdóttir fæddist 15. febrúar 2022 kl. 11.02. Hún vó 3.064 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristján S. Guðjónsson og Andrea Sól Kristjánsdóttir. Meira
21. nóvember 2022 | Í dag | 178 orð

Meistarabikarinn. V-Allir

Meistarabikarinn. V-Allir Norður ♠ KDG ♥ 9732 ♦ KG42 ♣ K8 Vestur ♠ 1097 ♥ -- ♦ Á75 ♣ DG109642 Austur ♠ Á65 ♥ ÁKD6 ♦ D98 ♣ Á73 Suður ♠ 8432 ♥ G10854 ♦ 1063 ♣ 5 Suður spilar 3♥ dobluð Meira
21. nóvember 2022 | Dagbók | 210 orð

ruv ras 1 21.11.2022 mán

06.45 ATEX_TAB ACE 7 Bæn og orð dagsins 06.50 ATEX_TAB ACE 7 Morgunvaktin 07.00 ATEX_TAB ACE 7 Fréttir 07.30 ATEX_TAB ACE 7 Fréttayfirlit 08.00 ATEX_TAB ACE 7 Morgunfréttir 08.30 ATEX_TAB ACE 7 Fréttayfirlit 09.00 ATEX_TAB ACE 7 Fréttir 09.05… Meira
21. nóvember 2022 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

Sigríður Thorlacius

40 ára Sigríður er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum og Laugarneshverfinu en býr í Miðbænum. Hún er með burtfararpróf í söng frá FÍH og starfar sem söngkona. Hún situr í stjórn STEFs og er nýhætt sem stjórnarmaður hjá UNICEF á Íslandi Meira
21. nóvember 2022 | Í dag | 178 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 b4 9. Re4 Bb7 10. Rxf6+ Rxf6 11. 0-0 Be7 12. a3 a5 13. e4 0-0 14. De2 c5 15. Hd1 c4 16. Bb1 Hc8 17. axb4 axb4 18. Bg5 Rd7 19 Meira
21. nóvember 2022 | Dagbók | 33 orð

Velur verkefni af kostgæfni

Nanna Rögnvaldardóttir er öðrum fremur fróð um íslenska matarmenningu og -hefðir. Hún hefur gefið út fjölda matreiðslubóka, en hyggst nú hægja á ferðinni, hefur dregið úr vinnu og velur sér verkefni af kostgæfni. Meira

Íþróttir

21. nóvember 2022 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Breiðablik og Valur jöfn á toppnum

Jeremy Smith átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvík að velli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 6 Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Evrópumeistarar í níunda sinn

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er Evrópumeistari kvenna í handknattleik árið 2022 eftir ótrúlegan sigur gegn Danmörku í úrslitaleik í Ljubljana í Slóveníu í gær. Leiknum lauk með 27:25-sigri norska liðsins en þetta voru níundu… Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Hauka í tæpa tvo mánuði

Andri Már Rúnarsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka þegar liðið vann 38:28-stórsigur gegn ÍBV í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í 10. umferð deildarinnar á laugardaginn Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 465 orð | 2 myndir

Níundu gullverðlaun Þóris

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er Evrópumeistari kvenna í handknattleik árið 2022 eftir ótrúlegan sigur gegn Danmörku í úrslitaleik í Ljubljana í Slóveníu í gær. Leiknum lauk með 27:25-sigri norska liðsins en það var danska liðið sem byrjaði betur og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 459 orð | 2 myndir

Ósannfærandi í úrslitaleik

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fagnaði sigri á Eystrasaltsmótinu en Ísland vann Lettland í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Daugava-vellinum í Riga í Lettlandi á laugardaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, gerði heilar átta… Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 616 orð | 4 myndir

Sóley Margrét Jónsdóttir vann til silfurverðlauna í +84kg flokki á HM í…

Sóley Margrét Jónsdóttir vann til silfurverðlauna í +84kg flokki á HM í kraftlyftingum í Viborg í Danmörku á laugardaginn. Sóley lyfti 275 kg í hnébeygju og fékk gullverðlaun í þeirri grein. Í bekkpressu lyfti hún 190 kg og setti um leið Íslandsmet en það dugði þó einungis til bronsverðlauna Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Sterkur sigur ÍBV í Úlfarsárdalnum

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið vann sterkan 27:25-útisigur gegn Fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsinu í Úlfarsárdal í 7. umferð deildarinnar á laugardaginn Meira
21. nóvember 2022 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Valencia skoraði fyrsta markið á HM

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Katar í gær þegar heimamenn í Katar tóku á móti Ekvador í upphafsleik keppninnar í A-riðlinum í Al Khor í Katar. Enner Valencia, fyrirliði Ekvador, fór mikinn fyrir sína menn í leiknum en hann skallaði boltann í netið eftir þriggja mínútna leik Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.